Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Side 14
Á ÓGNARHRAÐA
I KRINGUM SOLINA
_____Búist er við því að tvíæringurinn í Kwangju í
~ Suður-Kóreu dragi hundruð þúsunda listunnenda til sín
í ór. Flestir koma til að sjá það helsta sem er á seyði í
nútímalist í heiminum en aðrir eru spenntir fyrir hefð-
bundinni asískri list og handverki en allt þrennt og
meira til má sjá á tvíæringnum. ÞORQDDUR
BJARNASON heimsótti Kwangju stuttu eftir opnun sýn-
ingarinnar og segir hér frá því sem fyrir augu bar.
ÞAÐ fer ekki á milli mála hver
aðalviðburðurinn í Kwangju
borg er um þessar mundir.
Alls staðar má sjá fána, aug-
lýsingaborða, skilti og bæk-
linga um tvíæringinn sem í ár
ber yfírskriftina „Unmapping
the Earth“ eða Heimur án
landamæra. Þetta er í annað skipti sem sýn-
ingin er haldin og er búist við mikilli aðsókn
fólks, bæði Kóreumanna, fólks annars staðar
að úr Asíu eða úr öðrum heimshlutum, enda
búa menn að velheppnuðum tvíæringi árið
1995, þegar 1.640.000 manns borguðu sig inn,
eða nokkru fleira fólk en sem nemur öllum
íbúum í Kwangju, en þar búa um 1,3 milljónir
manna.
Tvíæringurinn er haldinn í stórum almenn-
ingsgarði, um 2,3 km2 að flatarmáli. I garðin-
um eru Kwangju Biennal Exhibition Hall,
sem hýsir aðalsýninguna, 8.471 fermetri að
flatarmáli, Listasafn Kwangju borgar og Al-
þýðulistasafn borgarinnar.
Fyrsti tvíæringurinn bar yfirskriftina
„Beyond the Borders" eða handan landamær-
anna. Þar voru sýnd 1.200 listaverk eftir 660
listamenn frá 58 löndum. Sjö sýningarstjórar
stjómuðu og völdu listamenn á aðalsýninguna
sem var þá skipt í sjö hluta. í ár er aðalsýn-
ingunni skipt í fimm hluta og er stjómað af
fímm velþekktum sýningarstjórum frá Evr-
ópu og Asíu. Á tvíæringnum er einnig fjöl-
breytt dagskrá þar sem boðið er upp á ein-
hverjar uppákomur á hverjum degi, leiksýn-
ingar, tónleika, auk ýmissa hliðarlistsýninga
eins og til að mynda sýningar á handverki frá
Norður-Kóreu og sýningar á verkum ungra
kóreskra listamanna sem að mati blaðamanns
reyndist þegar öllu var til skila haldið kraft-
mesta sýningin og að mörgu leyti sú mest
spennandi.
Fljótasti listamaðwr f heimi
stjóm í um 40 ár og stjómað sýningum eins
og Documenta 5 í Kassel í Þýskalandi og
stjómar í kjölfar Kwangju biennalsins tvíær-
ingnum í Lyon í Frakklandi.
Það var með nokkurri eftirvæntingu sem
ég gekk þar inn enda einvalalið listamanna
samankomið. Fyrstu verkin sem blöstu við
hefðu ekki getað átt betur við þema sýningar-
innar. í málverkum, Ijósmyndum og verkum á
vegg fjallaði listamaðurinn Ben Vautier um
tíma og hraða; hraða málverksins sjálfs á ferð
sinni í kringum sólina og sýndi á stórri sam-
anburðartöflu á veggnum hraða ýmissa hluta,
vaxtarhraða mannshárs, skriðjökuls og loft-
steins á leið inn í gufuhvolf jarðar svo eitthvað
sé nefnt. I Ijósmyndaverkinu „The Fastest
Artist in the World“ eða Fljótasti listamaður í
heimi sést listamaðurinn skjóta í gegnum
nokkra striga og afraksturinn er sýndur á
veggnum með myndunum. Undir verkum
hans hljómar trommusláttur listakonunn
ar Gabrielle Costas, myndband af gjörn-
ingi sem hún framdi við opnun sýningar-
innar. I næsta herbergi er sýning á
teikningum hins látna þýska lista-
manns Josephs Beauys á krítartöflur
auk ljósmynda af listamanninum.
Hann er ekki eini látni listamaðurinn
sem á verk á sýningunni því einnig
má sjá verk listamannanna Yves
Kleins, Johns Cage, Jean Tingulys og
Albertos Breccia.
í formála að sýningunni segir
þetta meðal annars um þemað,
hraða/vatn: ,Á okkar póst-
módemísku tímum, þar sem mis-
munandi skilningur á tíma er ríkj-
andi, þá er nauðsynlegt fyrir menn-
inguna að vera sveigjanleg og laga sig
að mismunandi hraða. Listamennimir á
þessari sýningu munu leitast við að kanna
hin ýmsu form og myndir sem hraði getur
birst í.“
Morgunblaðlð/Þóroddur
„PAINTERS Costume-lngres". Bae Joon Sung.
Heitt var í veðri þegar blaðamaður gekk
inn á sýningarsvæðið í Kwangju. Hann hafði
þann stutta tíma sem hann hafði dvalið í borg-
inni orðið var við að flestir virtust vera með á
nótunum, höfðu séð eða ætluðu að fara á sýn-
inguna og til dæmis höfðu nokkrir samferða-
menn mínir í lúxusrútunni, sem ég tók frá
Pusan, verið að koma gagngert til að sjá sýn-
inguna.
, Inni á svæðinu var fjölmenni, fólk komið til
að njóta listarinnar, virða fyrir sér mannlífið
og eiga góðan dag. List og framangreindar
uppákomur era ekki það eina sem boðið er
upp á heldur er hægt að snæða mat frá ýms-
um Asíulöndum þegar hungrið sverfur að og í
tívolíinu á svæðinu er hægt að auka á adrena-
línflæðið í líkamanum. Straumurinn lá þó að
sjálfsögðu á aðalsýninguna, „Unmapping the
Earth“, þar sem fólk beið í langri biðröð eftir
að komast inn.
Á leiðinni þangað var hægt að virða fyrir
sér ýmis útilistaverk eins og silfurhúðuðu
þyrluna sem vakti mikla athygli. Eftir að hafa
beðið þolinmóður í röðinni, sem liðaðist takt-
fast og örugglega inn í aðalsýningarhúsið, í
nokkrar mínútur, blasti fyrsta sýningin við:
Speed/Water, hraði/vatn, sett saman af sýn-
ingarstjóranum og listfræðingnum Harald
Szeemann sem hefur starfað við sýningar-
Laerir kínversku,
rússneskw og kóroskw
Myndbandsverk era mörg í þessum hluta
sýningarinnar. Nægir þar að nefna verk lista-
mannanna Stans Douglas, Bills Viola, Gary
Hills og Pipilotti Rist auk þess sem listamað-
urinn Rainer Ganahl, sem býr og starfar í
New York, notar myndband meðal annars í
áhugaverðu verki þar sem hann nálgast stað-
inn og menningu landsins sem hann sýnir í á
mjög beinan hátt. „4 vikur, 5 dagar í viku, 6
tímar á dag - Grunnnám í kóresku" er titill
verksins sem hann sýnir. List Ganahls snýst
nefnilega fyrst og fremst um það að læra
tungumál og hefur hann á undanfómum árum
stundað reglulegt nám í rússnesku, kínversku
og kóresku svo dæmi sé tekið. í sýningarsaln-
um sýnir hann meðal annars uppstaflaðar
myndbandsspólur, sem hann vill kalla lær-
dómshöggmynd, en á spólunum eru upptökur
af listamanninum við tungumálanámið.
Einnig sýnir hann krassblöð sem hann notar
við lærdóminn, og á vegginn er málaður texti
úr alnetsumhverfinu, frá heimasíðu lista-
mannsins þar sem hægt er að virða verk hans
fyrir sér, http://www.thin.net/basic.korean.
Eftir að hafa virt hið annars snúna tungu-
mál kóresku fyrir sér og fengið nasasjón af
ENDURGERÐ Skotbarsins úr bandarísku
sjónvarpsþáttunum Melrose Place var hluti
af sýningu GALA hópsins á sýningunni, vakti
mikla athygli og naut vinsælda ölþyrstra.
ritmálinu, han-gul, sem fundið var upp á 15.
öld, blasti hið áhrifamikla verk myndbands-
listakonunnar Pipilotti Rist við, „Sip My oce-
an“, eða Súptu sæinn minn. Verkið er tekið
neðansjávar að mestu leyti og sýnir mann-
eskju á sundi og hluti fljótandi í vatni. Með
verkinu hljómar lagið „Wicked Game“ eftir
Chris Isaak og lágt í bakgranni, eins og
frekjuöskur barns í fjarska, heyrist listakon-
an syngja með laginu. Þetta verk er ekki
framsýnt hér á sýningunni, gert á síðasta ári
og sýnt þá í fyrsta sinn. Það er reyndar raun-
in með sýninguna, Unmapping the Earth, í
heild sinni, að fæst verkin á henni era
splunkuný. Af þessu má sjá að að vissu leyti
þjónar þessi tvíæringur uppfræðsluhlutverki,
að kynna fyrir fólki í landinu hvað hefur verið
á seyði á undanfórnum áram í vestrinu en
leggur minni áherslu á að vera leiðandi í
myndlistarheiminum.
Á ffflaökrwm
Serge Spitzer á til dæmis eitt af skemmti-
legri verkum á sýningunni, verk sem ber titil-
inn „Reality Models“ eða Líkt eftir raunveru-
leikanum, en verkið er endurgert á sýning-
unni, var fyrst sýnt í Westfalische Kunstver-
ein í M'unster í Þýskalandi. Áhorfandinn
kemur inn í stóran sal, líkastan íþróttasal, þar
’ 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 8. NÓVEMBER 1997