Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1997, Qupperneq 16
MYNDBANDSVERK listakonunnar Pipilotti Rist, „Sip My Ocean" er fallegt og seiðandi. taeki sem gera þeim sem notar hann kleift að salta kjötið niður til geymslu og lifa af. Blaðamaður hélt nú niður í síðasta rýmið, Rými/eldur, þar sem sjá má byggingarlist og ljósmyndir frá 24 borgum um allan heim. A þessari sýningu var eina fulltrúa íslands að sjá. Mynd af söngkonunni Björk var hluti af sýn arkitektanna John M.Y. Lee og Michael Timchula, sem kynntu teikningar sínar af nýju skipulagi og byggingum í miðborg Shenzen borgar í Kína. Eftir að hafa skoðað þessa sýningu var mál 41 að fara á sýningu „ungu kynslóðarinnar“, eða ungra kóreskra listamanna, Kwangju Aperto, með viðkomu í skyndibitabúð þar sem blaða- maður kynnti sér torkennilegan kóreskan skyndibita sem rann misljúflega niður. A Aperto fékk blaðamaður óvænta fylgd um sýninguna, sem kom sér sérlega vel þar sem engar upplýsingar á ensku voru fáanlegar um listamennina og verkin. Aperto er skipt í þrjá hluta, hverjum stjómað af sínum sýningar- stjóra sem í vali sínu á listamönnum reyna að kanna hvað er það nýjasta í kóreskum lit- heimi. Listaverkin eru eins mismunandi og . listamennimir em margir. Þau spanna allt frá því að vera mjög hefðbundin yfir í hátæknileg nútímaverk þar sem margir nútímamiðlar, tölvur, ljós, myndbönd og hreyfing er notuð. Geimlrukkurinn Sýningin hefði allt eins getað verið útskrift- arsýning úr einhverjum listaskólanum. Hér var margt að sjá, ólík verk og einhver kraftur sem maður fann ekki eins mikið fyrir á aðal- sýningunni. Fyrst gekk ég inn á „Young Spirit". A henni má til dæmis sjá listamann sem vinnur með fíngramálið og var búinn að steypa ótal fingrastöður í gips og hengja á vegg auk þess sem á skjá mátti sjá hreyfingar handanna. Þetta verk listamannsins Lee Jun Mok skýrði sig sjálft og það gerðu einnig þrjár stórar ljósmyndir listamannsins Bae Joon Sung þar sem hann hafði breitt filmu yf- * ir myndina og málað mikil viðhafnarklæði á fyrirsætuna. í þessum sal vakti athygli blaðamanns lítill kofi, sem er endurgerð á þeim húsakosti sem var hvað algengastur í Kóreu allt þangað til fyrir um 20-30 árum. Agnarsmá kytra en verkið er gert til heiðurs gamla tímanum. Eitt verkið hér átti mjög vel við daginn í dag og er í beinu sambandi við það sem er að gerast úti í geimnum og öll heimsbyggðin fylgist með. Lítill bíll sem bröltir um meðal ýmislegs brotajáms, bíll sem minnir á geimtrukkinn sem er að skoða yfirborð Mars um þessar mundir. Ætlun listamannsins með verkinu er að biðja fólk að leiða hugann að jörðinni og ekki gleyma henni því ef við hugsum of mikið um geimferðir og aðra staði en jörðina gæti dæmið snúist við og geimtrukkurinn gæti *'* þurft að fara að kanna jörð sem væri að fara í eyði. í næsta sal, „Spirit of the South“, þar sem sjónum áhorfenda er beint að hefðum, siðum og menningarlegum bakgrunni suðurhluta Kóreu, gaf að líta ýmis málverk, mörg í mjög hefðbundnum stíl en önnur lítið eitt litnkari og expressjónískari. Á gólfinu vakti þó athygli verk eftir Hong Sun Mo, sem við fyrstu sýn virtist mjög hefðbundin leirkeragerð en við nánari athugun voru þar vatnsfylltar leirskál- ar með myndum af börnum í. Verkið hafði sterk áhrif á mann og hálfdapurlegt var að horfa í augu bamanna undir yfirborði vatns- y: ins. Öll börnin, sem myndirnar eru af, hafa verið ættleidd til annarra landa og búa þar. Það leiddi hugann að því að þess vegna gæti eitt þessara barna verið Islendingur í dag. Leirinn táknar heiminn, vatnið himininn en bömin eru mannfólkið. GÖTUMÁLARAR bjóða þjónustu sína fyrir utan aðalsýningarhöllina. Bió fyrir vonn Nú tók þriðji og síðasti hluti sýningarinnar við, „Spirit of Science", og var þar um ólíkan tón að ræða. Nútímaleg eða allt að því fram- tíðarleg vísindaskáldsögustemmning ríkjandi. Margir listamenn notuðu til dæmis útfjólublá ljós eða „blacklight" til að auka á hughrifin. Sjálfsagt hefur einhverjum orðið nóg um að sjá tvo stóra kvenkyns afturenda, sem standa út úr veggnum, taka á móti manni við inn- ganginn. Verkið er eftir Kim an-Yong. Við blasir skaut og endaþarmsop sem fólki er boðið að gægjast inn um. Ánægjan er þó ekki ókeypis, áhorfandinn þarf að setja mynt inn í skautið og leggja svo augað að endaþarmsop- inu til að sjá. Þetta litla bíó naut nokkurra vinsælda enda forvitnilegt en blaðamadur átti ekki rétta „vonnið" (gjaldmiðillinn í Kóreu) í vasanum, 500 vonna mynt, og lét því sýning- una fram hjá sér fara. Verkið heitir einfald- lega „Why don’t You See My Work“ eða Af hverju líturðu ekki á verk mitt. Rétt við hlið- ina var verk Kang Sung-uck, Die Brennende Hende. Ekki veit blaðamaður af hverju hér var skyndilega þýskur titill á ferðinni en kveikja mátti í verkinu því gas streymdi út úr fingrum handanna sem spenntu sig upp í loft- ið, að því er virtist í angist. Næst blasti við áhrifamikið verk, kannski vegna þess hve mikið var í það lagt. Inni í litlum glerbúrum voru ótal afsteypur af hausum, steyptum í mjúkt gúmmí, sem snerust á víxl og þrýstu andlitinu í glerið. Þarna vill listamaðurinn, að sögn fylgdarkonu minnar, benda á að hér í veröld eru allir að leita að hamingju og líta margir út fyrir að vera hamingjusamir en í raun eru þeir daprir og leiðir. Lim Young-sun heitir listamaðurinn en verkið „Land Flowing Milk and Honey“. Á þessari sýningu voru auð- vitað inn á milli verk sem manni fannst maður hafa séð oft áður, myndbandsverk og högg- myndir en þó var eitt sem vakti athygli mína fyrir fegurð sína, eins konar innanhússhönn- un, gulir flísaveggir lýstir innanfrá þar sem munstrið var fengið af sprungnum jarðleir. Að lokinni þessari yfirferð var rétt að halda aftur út á svæðið og heim á hótel að melta það sem innbyrt var. Það er vel þess virði að heimsækja tvíæringinn í Kóreu og í raun þyrfti að eyða þar tveimur dögum ef á að sjá allt sem boðið er upp á. Fyrir þá sem hafa tíma er einnig gaman að rölta um Kwangju og skoða listaverk sem komið hefur verið fyrir hér og þar um borgina og þeir sem aðgang hafa að tölvu og eiga ekki heimangengt geta kynnt sér sýninguna á heimasíðu hennar á al- netinu, http://www.Kwangjubiennale. org/eng/index.html. MARIANNE PIDOUX TIL MICHAELS Asdís Magnúsdóttir þýddi. Blíði vinur, Fyrst tókst þú þér ferð á hendur, fyrst leið þín virðist ekki liggja tilbaka, lærir buguð sál mín tónstiga hinnar sönnu þjáningar. Þetta litla þráláta stef, sem minningarnar búa til, segir mér, segir mér aftur og segir mér enn aftur að við lifum ekld lengur undir sama himni. I seinasta skipti legg ég höfuð mitt í kjöltu þér, ég andvarpa djúpt ogí draumi gef ég þér seinustu ráðin, ferð þín er svo löng. Állt hér minnir á hamingju okkar og á hverjum morgni gæli ég við bros þitt, alltaf eins, bros þitt rólegt og kalt eins og strendur íslands. Höfundurinn er unnusta unga Frakkans, Michael Leduc, sem hvarf á fslandi í september. ORÐAFORPI 9 ÁR, FRAMSÝNN, ÁR- ANGUR OG HALLÆRI EFTIR SÖLVA SVEINSSON Ár er nú einkum notað sem tímaeining, 365 dagar eða 12 mánuðir, en þýddi líka að fornu góðæri eða ársæld. Þá blótuðu menn til árs og friðar, eins og segir í fornum bókum. Ár - er sama orð og ár í dönsku og sænsku, year á ensku og skylt hornus í latínu sem merkir ársgamall. I eldgamalli slavnesku var orðið jara notað í merkingunni vor. Af því mætti ætla að ár sé leitt af stofni sem annars vegar merkti tími, hins vegar ársæld. Það sést í öðrum orðum. I Eiríks sögu rauða segir frá Þorbjörgu lítilvölvu, en hún var framsýn við tilteknar aðstæður, sá fyrir ókomna tíma. Þorkell á Herjólfsnesi á Grænlandi hélt henni veislu, og hún skyggndist um og mælti meðal annars: En eg kann þér það að segja, Þorkell, að hallæri þetta mun ekki haldast lengur en í vetur, og mun batna árangur sem vorar. Hér er árangur notað í merkingunni árferði, en gat líka þýtt ársafurðir og hefur þá merkingu í norrænum málum. Árangur er búið til úr orðunum ár og gangur, er eiginlega gengi ársins og notað um þann ávöxt sem menn höfðu af landi og úr sjó. Nú er orðið sem næst einnotað í merkingunni niðurstaða, en sú þýðing nærist á upphaflegri notkun orðsins. Búsafurðir voru niðurstaða ársins! Hallæri merkir illt árferði, jafnvel hungursneyð. Uppruni orðsins er ekki ljós, en menn hafa sagt sem svo að hallæri sé ár þegar hallast hagur manna. Líklegra er þó að orðið sé af stofni sem birtist í nágrannamálum í orðum sem merkja meðal annars visinn, magur, lémagna. Öll lýsa að minnsta kosti vel því ástandi sem verður í hallæri, gróður visnar, menn og skepnur eru mögur og lémagana. Höfundurinn er cand. mag. í íslensku. MERGUR MÁLSINS BERA EINHVERJUM EITTHVAÐ Á BRÝN EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON FLEIRTALAN af nafnorðinu brún var í fomu máli brýn og sér þeirrar beyg- ingar enn stað í ýmsum samböndum, t.d. bera e—m e—ð á brýn, láta brýnn- ar síga, setja í brýnnar og hnykla brýnnar. Líkingin að baki orðatiltækinu bera e—m e— ð á brýnvísar til þess að eitthvað er sagt (beint) framan í einhvem og á hún sér hlið- stæður í merkingarskyldum samböndum, t.d. segja e—ð í augu e—m, sem kunnugt er úr fornu máli, og segja e—ð upp í opið geðið á e—m úr síðari alda máli, sbr. einnig skella e—u framan í e—n. Auk fleirtölunnar brýn eru til tvær aðrar myndir, annars vegar brúnir og hins vegar brýr, t.d. mála á sér augabrúnirnar/(- brýrnar). Fleirtölumyndina brýr má rekja til fleirtölunnar af brú, brúar, brýr. Ef ákveðn- um greini er skeytt við fleirtölumyndina brýr kemur fram myndin brýrnar og fellur hún í framburði að nokkm leyti saman við fleirtölumyndina (með ákveðnum greini) brýnnar (af brún). Ástæðan er sú að -nn- er borið fram sem -dn- við ákveðin skilyrði og - rn- er oftast borið fram sem -rdn- eða -dn-. Þannig falla saman myndirnar brýrnar og brýnnar, hvor tveggja er borið fram sem [brídnar], og þá opnast sú leið að brún fái fleirtöluna brýr. Sú breyting er kunn frá 17. öld. Eins og áður sagði er hin foma fleirtala brýn einhöfð í fóstum samböndum en annars virðist nokkuð á reiki hvort menn kjósa fremur fleirtöluna brúnir eða brýr og enn fremur hvort menn segja augabrúnir/-brýr eða augnabrúnir/-brýr. í fyrra tilvikinu er um að ræða svokallaða stofnsamsetningu (auga-) en í því síðara eignarfallssamsetn- ingu (augna-). Hér ræður vafalaust málvenja og málsmekkur hvor myndin kosin er enda er hvor tveggja myndin tilgreind í orðabók Menningarsjóðs. í Blöndalsbók er tilgreind uppflettimyndin augabrún en afbrigðið augnabrún er að finna í sömu bók undir brún. Til gamans má geta þess að elsta mynd sem ég þekki er frá 16. öld og er hún augabrýn. Höfundur er prófessor við Hóskóla íslands. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.