Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Side 4
RJALAÐ VIÐ SOLARUOÐ TÁKNMYND Krists í Sólarljóðum: Sólar hjört/leit eg sunnan fara... Úr myndröð um Sólarljóð frá 1988-1990 eftir Gísla Sigurðsson. EFTIR HERMANN PÁLSSON „Um nokkura ára bil hef ég unnið við að rannsaka 1 hugmyndir í f« órnsögum, og er þ ar um miklu auð- ugri garða að gresja en gera mætti ráð fyrir íf Ijótu bragði. í slíku sambandi hef ég lagt áherzlu r a að safna orðskviðum og s pakma dum; mörg | þeirra eru af latneskum rótum." 1. Hljómur og merking Skáld Sólarljóða er laust við allan tepruskap, velur hlutunum nöfn eítir vild og skeytir því engu hvort misíróðir lesendur átti sig á þeim eða ekki. Kvæðið hefur of- urlítið sérkennilegan keim. Hér er á ferðinni skáld sem velur sér orð af öruggri smekkvísi og finn- ur hverju þeirra réttan stað. I kvæðinu er minnt á helvíti með ýmsu móti: „Heljar reip“, „Heljar meyjar", „Heljar grind“; „Heljar hrafnar". Kvölheimar. Mönnum hefur löngum orðið tíðhugsað um þann mikla málfræðilega og skáldlega vanda, hvers konar heiti hæfi helvíti best og öðrum píningarstöðum. Hér er ekki einungis um að ræða merkingu nafna, heldur einnig hljóm þeirra og hrynjandi. Þegar ég var að skrifa þessar línur datt mér í hug dóminíka múnkur einn sem ég kynntist á Irlandsárum mínum íyrir ævalöngu. Hann hafði dvalist í Róm árum saman, og eftirlætis umræðuefni hans var að bera saman írsku, ensku og ítölsku. Til styrktar kenningu sinni um yfirburði ítölsku yfir enska tungu sagði hann mér svofellda dæmisögu. Á Rómarárum hans bar svo við eitt sinn að ítalskur jesúíti fluttí opinberan fyrirlestur um helvíti. Þetta var í einhverjum stærsta samkomusal borgarinnar, og hvert einasta sæti var skipað, enda var jesúítinn frægur ræðusnillingur og mælskur með afbrigðum á sína ítölsku vísu. Svo hagaði til í þessu samkomuhúsi að þar var stórt svið og gengið inn á það um dyr sem blöstu við sam- komugestum. Jesúítinn birtist stundvíslega í þessum ílyrum, gengur alvarlegum skrefum fram á mitt sviðið og hrópar hárri röddu INFERNO. Svo tekur hann enn örfá skref, staldrar við eitt andartak og hrópar ívið hærra: INFERNO. Næst gengur hann alveg fram á sviðs brún, lyftir höndum til himins og ávarpar gesti með þrumandi röddu: „INFERNO: í kvöld ætla ég að tala um ógnir helvítis, eilífan bruna og óguðlegan brennistein." Ákall ræðumanns og upphaf máls orkuðu á áheyrendur rétt eins og hann ætlaðist til. Nú voru allir í salnum komnir í rétta stemmningu og jesúítinn flutti kynngi magnaða ræðu blaðalaust heila klukkustund um allar þær ógnir sem auðkenna helvíti frá öðrum stöðum. Ræðan var stórkostleg og að henni lokinni gekk allur lýður rétt eins og í vímu út úr saln- um, frá sér numinn af ótta við helvíti og aðdá- un á töfrum ræðumanns. Meðal áheyrenda var enskur jesúíti frá Li- verpool, eins og ýmsir aðrir enskir jesúítar. Næsta skipti sem hann skrapp heim, afréð hann að leika sama leik og ítalinn og flytja op- inberan fyrirlestur um helvíti. Hann leigði sér stærsta salinn í Liverpool-borg, og hagaði þar svo til eins og í Róm, að þar var mikið leiksvið með dyrum sem vissu á móti gestum. Svo mik- ið nýnæmi þótti opinber fyrirlestur um helvíti að jesúítinn fékk húsfylli og margir urðu frá að hverfa. Enski jesúitinn fylgdi fordæmi ítal- ans út í ystu æsar. Gekk inn á mitt sviðið, og hrópaði hástöfum HELL; áheyrendur hrukku við og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þrem skrefum framar staldrar hann við og hrópar enn hærra HELL, og þegar hann loks- ins kemur fram á sviðs brún og öskrar í þriðja skiptið yfir salinn: „HELL: I kveld ætla ég að tala um ógnir helvítis með eilífum bruna og óguðlegum brennisteini" var hver einasta hræða í salnum farin að veltast um af hlátri. Jesúítinn reyndi hvað eftir annað að hefja ræðu sína, en í hvert skipti sem hann opnaði munninn, fóiu allir að hlæja, enda lauk þessu ævintýri á þá lund að hann varð að hætta fyr- irlestrinum og flýja aftur til Rómar við lítinn orðstír. Maðurinn var þó mjög vel að sér í tungumálum, guðfræði, heimspeki og öðrum íþróttum sem jesúítar hafa löngum tamið sér. En hann gleymdi því í bili að hljómur orða skiptir oft miklu máli, ekki síður en merkingin sjálf. Þar að auki mun þessi sprenglærði mað- ur aldrei hafa lesið Sólarljóð, en eitt af auð- kennum þeirra er að hljómur orða bregst aldrei, jafnvel þótt merking þeirra geti verið býsna torskilin. 2. Ýmis spakmaeli og varnaðarorð Um nokkurra ára bil hef ég unnið við að rannsaka hugmyndir í fornsögum, og er þar um miklu auðugri garða að gresja en gera mætti ráð fyrir í fljótu bragði. I slíku sambandi hef ég lagt sérstaka áherslu á að safna orðskviðum og spakmælum; mörg þeirra eru af latneskum rót- um og munu hafa borist hingað með bókum, sem snarað var á móðurmálið, svo sem Alex- anders sögu. Nú er það athygli vert að sömu málshættir koma fyrir í kristnum ritum og ver- aldlegum, og því er ekki hægt að fá glöggt yfir- lit yfir spakmæli í fomsögum nema tekin séu einnig til greina spakmæli í helgum ritum. Hugmyndin er að spjalla ítarlega um nokk- ur spakmæli Sólarljóða, en mun ég fara fljótt yfir þau sem fyrst bregður hér við. Af spak- mælum verður hægt að ráða ýmislegt um skáldið sem orti þetta kvæði sér og öðram til vakningar og hugarhægðar. Gott er vammlausum að vera. Orðið vömm merkir „löst“, enda minnir þessi orðskviður á þá hugmynd í Iiávamálum lífsins að eitt af framgæðum tilverannar sé að lifa lastalaus: „Og án löst að lifa“. Sigurdrífa ræður Sigurði „að þú við frændur þína / vammalaust verir.“ Reiðiverk/þau þú unnið hefir/bæt þú ei illu yfir. Skyld þessu er málsgrein í Þorláks sögu helga: „Eigi bætist hinn léttari glæpurinn þó að hinn þyngri fari eftir.“ Annars staðar er tal- að um að „leggja glæp á glæp“ og „söðla glæp á óhapp“. Úlfum glíkir/þykja allir þeir/er eiga hverfan hug. Úlfar þóttu grimmir mjög, en mér er ekki kunnugt um neitt annað spakmæli sem lýtur að hverflyndi þeirra; hugmyndinni bregður þó fyrir í fornum skræðum. Lýsingarorðið úlf- hugaður var notað um þann sem varð ekki treyst. Og með því úlfar voru gráir að lit, mun orðunum grályndi og grályndur hafa verið beitt um skapgerð sem minnti á úlfa. Skatna þykir hugurinn grár, segir í Málsháttakvæði. Gott er annars/víti hafa af varnaði. Hér er um að ræða orðskvið af útlendum toga, og má vera að skáld Sólarljóða hafi þegið hann úr Hugsvinnsmálum: Annars víti/Iáti sér að varn- aði/og gerist svo góðum líkur. Síðar í kvæðinu segir á þessa lund: „Gálaus maður / sá er eigi vill gott nema / kann eigi við víti varast“. Enginn hörgull er á slíkum spakmælum í fornsögum: „Nú kemur hér að því sem mælt er að Engi lætur sér annars víti að varnaði" (Þorsteins þ. stangarhöggs). „Eigi er nú sem mælt er [... ] að þú látir þér annars víti að varnaði verða“ (Njála). „Og búð eg láti mér annars víti að varnaði" (sama rit). „Engi lét sér annað víti að varnaði verða“ (Göngu-Hr- ólfs saga). „[...] og láti sér annars víti að varnaði“ (Ambrósíus saga). „Varast hver og viður sér og hefir annars víti sér að varnaði (Barlaams saga og Jósaphats. Ærnar ástæður eru til að ætla að skáld Sólarljóða hafi þekkt þessa sögu, sem er norsk þýðing á latnesku verki frá því um miðja elleftu öld, en það var frumsamið á grísku löngu fyrr). „[...] bað þá láta sér annars víti að varnaði verða“ (Flóa- manna saga). Fádæmi verða/í flestum stöðum /goldin grimmlega. I Grettlu bregður fyrir spakmælinu Ein- dæmin eru verst, og getur slík viska orðið þeim manni nokkur huggun sem heldur að hann sé einn á báti í eymd sinni og fréttir þá að fleiram bægir sama angur og honum sjálf- um. Orðtakið „Heyr á endemi!“ bendir ákveðið í þá átt að mikill beygur hefur stafað af eins- dæmum, enda þekktist ekkert fordæmi til að glíma við þau og þeim mönnum sem ullu alvar- legum eins-dæmum gátu búist við harðri refs- ingu. Engi ræður sáttum sjálfum. I Málsháttakvæði era svofelld vísuorð: „[...] Sáttargjörð er ætluð tveim. / Oddamað- ur fæst oft hinn þriði, / jafn trúr skal sá hvorra liði.“ Þessar staðhæfingar koma heim við forn- an lagastaf: „Hvort sem tveir menn eða fleiri gera sátt, enda verða þeir eigi á sáttir, þá er rétt að þeir taki sér oddamann, ef sá er þar.“ (Grágás). Hitt nær engri átt að annar aðili ráði sjálfur sáttum. Ovinum þínum trú þú aldregi, þótt fagurt mæli fyrir: „Er þér kennt að varast óvini þína“ í Grettlu kynni að vera komið úr Sólarljóðum. Oft verður kvalræði af konum / Meingar þær urðu þó hinn máttki guð/skapaði skír- lega. Hugmyndum af slíku tagi bregður fyrir hingað og þangað, munu þær eiga rætur að rekja til kristinnar vandlætingar. Um eftir- talda málshætti þarf ekki að fjölyrða: Frammi eru feigs götur. Létt er laus að fara. Sæll er sá er gott gerir. 3. Maður er moldu samur Næst verður fyrir síðasta vísuorðið í 47. er- indi, og mun ég fara um það fleiri orðum en hin spakmælin sem á undan eru komin. Öllum lengri var sú hin eina nótt, er eg lá stirður á strám. Þá merkir það erguðmælti: að maður er moldu samur. Við rekumst brátt aftur á Guðmund góða, enda má ætla að kveðskapur á borð við Sólar- ljóð hafi fallið honum vel í geð. Þótt Njörður Njarðvík í sinni bók um Sólarljóð telji að spak- mælið Maður er moldu samur; sé komið úr Fyi-stu Mósesbók, sem fyrr á öldum kallaðist Uppreistarsaga: „Því að mold ert þú og til moldar skaltu aftur hverfa," þá mun þetta spakmæli vera annars upprana. Auk þess minnir það á ýmsa aðra staði í fornritum. Setningin Maður er moldar auki kemur fyrir í Rúnakvæði, og skyld afbrigði af því eru einnig í Páls sögu postula, Veraldar sögu, Hervarar sögu og víðar. Setningin maður er moldu samur mun að öllum líkum vera þýðing á latneska kjarnyrð- inu homo dictus ab humo „Maður er sagður af moldu“, en þar vill svo skemmtilega til að orð- ið homo ‘maður og humus ‘mold, leir eru sprottin af sömu rót, og merkti hún upphaf- lega ‘lága hluti, svo sem í latneska lýsingar- orðinu humilis „lágur, auðmjúkur, lítillátur“. Það er ekki á hverjum degi að upprana skýr- ingar frá fyrri öldum fái fullkomlega staðist. Islensku þýðingunni maður er moldu samur tekst piýðilega að halda sömu stuðlasetningu og latneska fýrimiyndin, en öðra máli gegnir um skyldleika orðanna. Tilbrigði við moldar- leika manrisins er að finna í fornri þýðingu með annarlegu orðalagi: „Minnist stjórnar- menn að þeir eru jörð og stærist eigi,“ þar sem jörð er notuð í moldar stað. Hugmyndinni sem fólgin er í orðum Sólar- ljóða maður er moldu samur og latnesku fyrir- myndinni er snilldarlega beitt í fornri dæmisögu, sem var snarað úr latínu. Satan sjálfur birtist í gervi þokkadísar og varpar fram svofelldum spurdaga: „Hverja æðstu skepnu hefur guð gert af lægsta efni?“ Þá svarar Andrés postuli í gervi pílagríms: „Hver er æðri skepna en maður? Hvert er lægra efni en jarðar leir?“ í Barlaams sögu og Jósaphats, segir Barlaam við nemanda sinn rétt fyrir andlát: „Ger nú sem þér ber og hyl líkama minn í moldu að mold sé moldar auki“. Og í Martinus sögu kemst dýrlingur svo að orði: „Eigi samir kristnum manni að andast annars staðar en í moldu“. Hér verða til samanburðar orð Guðmundar Arasonar áður en hann lést hinn 16. mars 1237: „Hann sagði hvern mann eiga í berri moldu að andast.“ Svo hermir St- urla í Islendinga sögu en í Guðmundar sögu Arngríms ábóta segir biskup við heimaklerka sína og þjónustumenn „[...] að þann tíma sem þér sjáið dauðamörk færast á mig, setið líkamann brott úr sænginni, og hafið áður til- búna fjöl, dreifða með dupt, sem þér megið á leggja, því að kristnum manni byrjar í moldu deyja.“ Áf því sem ég hef tínt til má ráða að spak- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.