Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Side 7
HIÐ FULLKOMNA FORM Kynjaævintýrið Yndisfríð og ófreskjan verður frum- sýnt á Stóra sviði Þjóðleik- hússins á morgun, sunnu- dag, kl. 14, í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. QRRI PÁLL ORMARSSON fór á æfingu á leiknum sem á fátt sameiginlegt með Fríðu og dýrinu sem Disney-fyrirtækið vann upp úr sama ævintýri. HÚN ER fríð og fyrsta orðið sem hún mælir af vörum er yndi. Hún er því skírð Yndisfríð. Fyrstu ái-in elst hún upp í unaðsreit lífsgæðanna, dóttir auðugs kaupmanns, umvafin fjöl- mennum hópi systkina, sem að vísu eru misvel innrætt. En þegar Yndisfríð er fimm ára dynur ógæfan yfir - móðir hennar andast. Upp frá því rekur hvert áfallið annað, skip kaupmanns- ins farast eitt af öðru, fallega húsið þeirra brennur til kaldra kola og fjölskyldan missir allt, bókstaflega allt. Frá auðlegð og velsæld sekkur fjölskyldan ofan í fátækt og tekur sér bólfestu á afskekktu eyðibýli. Var guð að refsa henni fyrir hégóm- leika og dramb? Fjölskyldunni er nauðugur einn kostur að yrkja sitt land, systkinunum til lítillar gleði, að Yndisfríði undanskilinni. Hún vinnur eins og brjáluð, það er svo „gaman, mannbætandi, upplífgandi". Þegar fjölskyldan er í þann mund að sætta sig við orðinn hlut berst bréf - eitt skipa kaup- mannsins hafði skilað sér til hafnar. Er hann að endurheimta auðæfi sín? Er fátæktin fyrir bí? Leggur kaupmaðurinn umsvifalaust af stað til hafnar. En það eina sem bíður hans eru von- brigði. Skipshöfnin hefur selt farminn fyrir skyndigróða og allt sem kaupmaðurinn hefur upp úr krafsinu eru skuldir vegna málaferla. Sneyptur snýr hann heim en hreppir aftaka- veður, villist og stendur skyndilega andspænis ævintýrahöll mikilli, þar sem trén bera bæði blóm og ávexti, þó það sé hávetur. Þar ræður húsum risavaxin ófreskja sem í fyrstu tekur kaupmanninum með kostum og kynjum en skiptir síðan skapi og hótar að éta hann nema hann fái eina af dætrum sínum til að taka sinn stað innan mánaðar. Að svo búnu heldur kaupmaðurinn til síns heima og segir börnunum alla sólarsöguna. Bregðast þau skelkuð við en Yndisfríð býðst til að taka sess fóður síns í gini ófreskjunnar. Verður henni ekki haggað. Mánuðurinn líður og þar kemur að feðginin verða að leggja í’ann. Yndisfríð lætur sem ekkert sé en er auðvitað viti sínu fjær af skelfingu. En innan veggja hallarinnar kemur margt á óvart og ófreskjan ekki öll þar sem hún er séð. Santeiginleg niðurstaða Útgáfurnar af ævintýrinu um Yndisfriði og ófreskjuna eru óteljandi. í uppfærslunni í Þjóðleikhúsinu hafa Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og hennar fólk valið að styðjast við nýlega leikgerð eftir Bretann Laurence Boswell. Segir leikstjórinn sýninguna sameig- inlega niðurstöðu hópsins alls. „Við þóttumst strax finna það í gegnum handritið að sýningin sem Boswell setti upp með leikhópi sínum í Bretlandi hefði verið unn- in í leiksmiðju. Þetta er augljóslega spunaleik- gerð,“ segir Kolbrún. „Handritið er líka óvenjulegt fyrir þær sakir að það er í raun handrit að leiksýningu og við lestur þess upp- lifir maður spuna þessa breska leikhóps sem maður veit lítil sem engin deili á og hefur aldrei séð á sviði.“ Kolbrún segir hópinn - leikstjórann, leikar- ana, leikmyndahönnuðinn, danshöfundinn, tón- skáldið og hljóðfæraleikarana - í upphafi hafa þurft að taka afstöðu til þess hvaða aðferð hann hygðist beita - hvernig hann ætlaði sér að nálgast verkið. Hikaði hópurinn aldrei við að velja leið spunaleikhússins. Segir leikstjórinn leikrýmið, Stóra sviðið, að vissu leyti hafa gefið tóninn - „við urðum að fylla það af galdri og beitum við það ýms- um brellum. Að því leyti gátum við hugsað stærra en Boswell og hans fólk en svo virðist sem sýning þeirra hafi verið sniðin að smærra rými“. Leikararnir eru hinir eiginlegu sögumenn sýningarinnar. Það eru þeir sem flytja söguna til áhorfenda, standa með báða fætur í þeim til- búna heimi sem sagan gerist í og þeir nota alla sína kunnáttu og klókindi til að miðla sýning- unni til áhorfenda, eins og Kolbrún kemst að orði. Sem dæmi má nefna að höll ófreskjunnar er aldrei sýnileg í hefðbundnum skilningi þess orðs, heldur kemur það í hlut leikaranna að gera hana „sýnilega". Kolbrún segir þeim hafa verið ljúft að halda sig við handrit Boswells að ákveðnu marki en þó hafi þau, svo sem spuninn gerir ráð fyrir, ekki veigrað sér við að taka hliðarspor frá því þegar þeim þótti betur henta. „Yndisfríð og ófreskjan er dæmi um sýningu þar sem allir leikaramir leggja sitt af mörkum. Sýningin er með öðrum orðum ekki steypt í mót, heldur að verulegu leyti mótuð af leikurunum sjálfum. Hún hefði orðið allt öðruvísi ef leikararnir hefðu verið aðrir.“ Þá segir Kolbrún hópinn alfarið hafa farið sínar eigin leiðir í tónlistinni, enda gerir hún ráð fyrir að Boswell ætlist til þess að hver sýn- ing eigi sína tónlist. í það minnsta fylgdu hvorki nótur né söngtextar handritinu. Segir leikstjórinn tónlistina vísa í ýmsar áttir en höf- undur hennar er Jóhann G. Jóhannsson, tón- listarstjóri Þjóðleikhússins, sem flytur hana jafnframt í sýningunni ásamt Martial Nardeau og Pétri Grétarssyni. „Það má segja að þetta sé tónlist frá mörgum heimsálfum. Við komum við í hinum flúraða heimi barokksins, í hinum fátæka vinnuheimi þjóðlagsins og hinum óræða ævintýraheimi.“ Þau eru fá mannsbörnin á Islandi sem ekki þekkja útgáfu Disney-fyrirtækisins bandaríska af Yndisfríði og ófreskjunni, teiknimynd sem á íslensku nefnist Fríða og dýrið. Óttaðist Kol- brún aldi-ei samanburð við myndina? „Jú, mikil ósköp. Þegar ég fór að lesa ævin- týrið komst ég hins vegar að raun um að Disn- ey-myndin er mjög mikil umsköpun. Þá vakn- aði löngun til að gera sýningu á allt öðrum for- sendum, þar sem útgangspunkturinn yrði æv- intýrið eins og það var skráð upphaflega.“ Segir Kolbrún lykilinn að sýningu af þessu tagi öðru fremur hafa verið nýjan titil, Fríða og dýrið hafi ekki komið til greina. „Titillinn Yndisfríð og ófreskjan er nýr af nálinni og gef- ur tvímælalaust til kynna að hér er engin Disn- ey-stæling á ferðinni. Þegar titillinn lá fyrir varð ekki aftur snúið - ég var komin með frelsi til að gera eitthvað allt annað en Disney!“ Lýtur sinwni lögmálum Já, sýning Þjóðleikhússins á svo sannarlega fátt sammerkt með teiknimyndinni og kemur ófreskjan sjálf fyrst upp í hugann í því sam- hengi. Hún er meira en lítið frábrugðin Dýri Disneys, svo ekki sé meira sagt. En við hvaða aldurshópa, öðrum fremur, eiga Yndisfríð og ófreskjan erindi? „Við unnum í þeim anda að sýningin lyti sín- um eigin lögmálum," segir Kolbrún, „óháð því hvort væntanlegir áhorfendur yrðu börn eða fullorðnir, enda sannfærð um að gott leikhús fari ekki í manngreinarálit, heldur hæfi jafht ungum sem öldnum.“ Sama á að hennar mati við um ævintýrið sem slíkt. „I mínum huga er tvennt klassískt í bókmenntum - skrýtlan og ævintýrið. Þau eru hið fullkomna form. Síðan er þetta auðvitað rótgróið í okkur, slær í hjörtum okkar. Mann fram af manni hefur ævintýrið fylgt okkur og í öllum löndum eru til svo að segja sömu ævin- týrin. Ætli við höfum þetta form, ævinjýrið, ekki í genunum, sem kemur kannski ekki á óvart þar sem það er hluti af uppeldi okkar, miklu frekar en einhverjar aðrar bókmenntir. Ævintýrið er rót annars skáldskapar." í sýningu Þjóðleikhússins skipta tvær leikkonur hlutverki Yndisfríðar á milli sín, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, sem stendur í eldlínunni á morgun, og Sigrún Waage. Om Árnason leikur ófreskjuna en aðrir leikarar eru Arnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Valur Freyr Einarsson og Gísli Rúnai' Jónsson. Bregða leikararnir, að Steinunni og Sigrúnu undanskildum, sér allir í fleiri en eitt gervi, mörg hver æði kostuleg. Það er til dæmis ekki á hverjum degi sem Hall- dóra Bjömsdóttir leikur hross, nánar tiltekið gamla bikkju! Áður er getið þáttar Jóhanns G. Jóhanns- sonar í sýningunni en höfundur leikmyndar og búninga er Sigurjón Jóhannsson, dansar em eftir Hany Hadaya, lýsingu gerir Egill Ingi- bergsson og hljóð Sveinn Kjartansson. Þórarinn Eldjám þýddi verkið. Saga ævintýrisins ÆVINTÝRIÐ um Yndisfríði og ófreskjuna er talið eiga sér margra alda sögu. Erfitt er að festa hendur á uppruna þess en ætla má að það hafi varðveist í munnlegri geymd um langt skeið áður en það var skráð, eins og önnur þjóðleg ævintýri. Þannig hefur ævintýrið borist frá einum manni til annars, frá einu landi til annars og í meðförum ólíkra sögumanna tekið breytingum. Yndisfríð og ófreskjan kom fyrst út á bók í Frakklandi árið 1740, skráð af hefð- arkonunni Madame de Villeneuve. Skömmu síðar gaf önnur frönsk kona, kennslukonan Madame de Beaumont, út nýja gerð af æv- intýrinu í safnriti nokkru. Hefur síðar- nefnda gerðin notið meiri hylli. Fjölmargir listamenn hafa endurskapað ævintýrið um Yndisfríði og ófreskjuna, samið upp úr því sögur, dansverk og ieikrit, ort ljóð eða gert eftir því myndverk, myndabækur, teikni- myndir og kvikmyndir. Það eru því til óteljandi útgáfur af ævintýrinu og þeirra frægust sennilega teiknimynd Disney-fyrir- tækisins bandaríska sem nefnd hefur verið Fríða o g dýrið á íslensku. Þá er þess að geta að sagan hefur komið í nokkrum safnbókum fyrir börn hér á landi undir ólíkuin heitum, svo sem Híreyg og dýrið, Stúlkan fríða og skrímslið, Fríður og ókindin, Dáfríður og dýrið ljóta og Snót og ófreskjan. Morgunblaðið/Haildór YNDISFRÍÐAR (Sigrún Waage) bíða óvæntir hlutir i höll ófreskjunnar. ÓSK Yndisfríðar um rós frá föður stnum dregur aldeilis dilk á eftir sér. Arnar Jónsson, Gísli Rúnar Jónsson, Steinunn Ólfna Þorsteinsdóttir og Örn Árnason í hlutverkum sínum. HALLARKÓRINN er skipaður mörgum kyndugum karakterum. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 10. JANÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.