Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Síða 13
GUÐS LOG OG MANNA - SIÐARI HLUTI
LIF I JARÐNESKUM
OG EILÍFUM
HIMNAFÖR Krists eftir óþekktan málara frá um 1420. Kristin mystík byggir á guðlegri opin-
berun. Guð lýkur upp leyndardómum sem maðurinn gengur inn í og samkennist, trú, von og
kærleikur er leiðin til þessarar sameiningar.
HEIMI
EFTIR
SIGLAUG BRYNLEIFSSON
Það geta skapast heim-
ar eða heimur, sem er
skyldari heimum mann-
dýrsins, heimar sljóleikans
og lógmenningar, þar sem
allar menningarlegar and-
stæður eru gufaðar upp
og þ ar með allur mennsk-
ur sköpunarmóttur, öll
bannhelgi úilæg og þgr
með skilyrðislausar kröfur,
henni tengdar.
Uppfræðing í bamæsku í
kristnum kenningum og
skyldum við Guð og menn,
var ástunduð á heimilum, af
mæðrum eða foreldrum og
nánustu skyldmönnum og
fóstrum undir eftirliti sókn-
arprestsins með húsvitjun-
um. Eftir að ríkisvaldið eða opinberir aðilar
tóku að sér skólarekstur, var ákveðið að upp-
fræðsla í kristinni trú skyldi auk þess fara
fram innan bama- og unglingaskóla ríkis-
valdsins - kristin fræði. Pessi fræðsla var um
leið inngangur að fermingarundirbúningnum
við vissan aldur. Ríkisvaldið sá og sér um út-
gáfu fræðslurit um kristindóm, lengi vel sem
biblíusögur. Þar sem ríkisvaldið verndar
kirkjuna og aðstoðar fjárhagslega kristnihald
í landinu er því skylt samkvæmt stjórnar-
skránni að stuðla að uppfræðslu í evang-
eliskri-lútherskri trú og jafnframt að hlíta
þeim grandvallarreglum og játningarritum í
færðslu um kristin fræði, samkvæmt þeim.
Pví er það skylda stjórnar menntakerfis og
skólakerfisins íslenska að hafa náið eftirlit
með kennslu kristinna kenninga í skólum
landsins, bæði með eftirliti og ákvarðanatöku
um kennslubækur í greininni og kennslunni
sjálfri innan skólanna. Þetta er því brýnna,
þar sem leikmenn í kennarastétt inna þessa
kennslu af höndum. Slíkt eftirlit þyrfti ekki ef
prestlærðir þjónar íslensku kirkjunnar ættu
að annast þessa kennslu.
Námsskrár gegna veigamiklu hlutverki
innan skólakerfísins og í kristnum fræðum
ber að miða fyrirmæli þeirra við grandvöll
kenninga íslensku þjóðkirkjunnar, sem eru
skýr og ótvíræð samkvæmt játningarritunum.
Petta er því þýðingarmeira, þar sem siðferðis-
mat borgaralegs þjóðfélags er byggt á sam-
tvinnun kristinna og veraldlegra laga og án
ákveðinna og skýrra siðferðiskrafna og inn-
rætingar þeirra stenst ekkert menningar-
þjóðfélag. Þetta má öllum vera Ijóst og það
var augljós sannleikur þeim höfundi á 19. öld
sem mótaði manna ákveðnast baráttuna gegn
vesturevrópskum siðmenningarþjóðfélögum.
Hann vissi hver grundvöllur þeirra var og
hélt því fram „að trúarbrögðin - kristnin -
væri steinlím borgaralegra samfélaga" sbr.
Marx og Engels: Deutsche Ideologie og fleiri
rit um þessi efni.
Trúin á annað lif
í postullegri trúarjátningu era lokaorðin
yfirlýsing játenda á trúnni á „eilíft líf“ -
vitam eternam. I helgisiðabókum og lær-
dómskverum birtist þessi trú á hverri blað-
síðu og allt efni þeirra miðar að undirbúningi
einstaklinga undir annað líf. Segja má að svo
lengi sem menn hafa lifað og lifa í hinum
kristna hugarheimi þ.e. í heimi kristinnar
heimsmyndar þá hafa þeir lifað og lifa í tveim-
ur heimum, jarðneskum og eilífum. Og líf
þeirra á jörðinni hefur verið undirbúningur
undir eilíft líf.
„Upprisa Jesú á þriðja degi heyrir til hin-
um uppranalega vitnisburði postulanna (1.
Kor 15:4) og er það atriði sem sker úr um
gildi játningarinnar yfirleitt: En ef Kristur er
ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt
líka trú yðar. (1. Kor 15:14).“
„Uppistaðan í fagnaðarerindinu er dauði
Krists vegna vorra synda og upprisa hans á
þriðja degi. Auk þess er upprisa Jesú studd
vitnisburði manna, bæði hinna postulanna og
annarra, sem margir voru enn á lífi,“ þegar
fyrra Korintubréf var skrifað -1. Kor 15. En
þar segir Páll frá vitnisburðinum um það,
þegar Kristur birtist postulunum og meira en
fimm hundrað bræðrum, Kefasi, Jakobi og
„En síðast allra birtist hann einnig mér“
„Undirbúningur til annars lífs hefst í
kristnum sið með skírninni. Honum er haldið
áfram með fræðslu af guðs orði - postullegu
ritum og játningarritum kirkjunnar, lofsöngv-
um til guðs og þakkargjörðum, bænum e.tc.“
E.A.: Játningarrit. Neysla heilagrar kvöld-
máltíðar er kristnum mönnum til styrkingar
trúarinnar, en einlæg trú er skilyrði, trú á
sannindi höfuðlærdóma kirkjunnar er sálu-
hjálparskilyrði og iðrun synda.
Réttlæting af sannri trú og verkum hefur
verið deiluefni innan kristninnar, í Jakobs-
bréfi gerir höfundur ráð fyrir því, að maður,
sem trúir samkvæmt kristinni kenningu, geti
verið góðverkasnauður, og þá hjálpar trúin
honum ekki.
Því sönn trú hlýtur að verða öllum trúuðum
hvati til góðra verka, því er trú án þess árang-
urs hræsni ein og stafar af tilfinningalegum
og sálarlegum dauða, og algjöru skilnings-
leysi á innihaldi kristins dóms.
Rétt og rangt, gott og illt, umbun og refs-
ing, þessi hugtök eru grunnsteinar þess sem
menn nefna siðað samfélag manna. Meðan sú
skoðun er ríkjandi í lögum og reglum manna á
meðal, standast kenningar játningarritanna
fyllilega. Vantrú á kenningar kristninnar og
jafnvel hatur á kristnum dómi breytir engu
þar um, þar er engin hætta á ferðum. En sljó-
leiki fyrir góðu og illu, réttu og röngu býður
hættunni heim. „Umburðarlyndi" sem nú er
oft notað í rangri merkingu, rétt merking er
að þola ranga hegðun og illvirki, án þess að
réttlæta illvirkin, er notað sem réttlæting illra
verka, sem eru þar með afsökuð og samþykkt.
„Fordómar“ og „hleypidómar" hugtök notuð
til þess að slæva afgerandi kennisetningar og
bannhelgi, ekki síst innan kristins kenningar-
kerfis. Afstæðishyggja raunvísindanna hefur
verið færð yfir í viðhorf til afgerandi grunn-
krafna um siðferði og ófrávíkjanlegar skyldu-
kvaðir þar með gerðar gildislausar. Öll hegð-
unarmunstur eru jafn gild og kenningar
helstu trúarbragða heims sömuleiðis. Fjöl-
menningastefnan er á góðri leið með að út-
fletja raungildi hvers menningarsvæðis sem
sérstæðs menningarheims.
Claude Lévi-Strauss skrifar í fyrsta kapít-
ula bókar sinnar „Le Regard éloigne“ París
1983 - Ensk þýðing „The View from Afar“
Basil Blackwell 1985 - Ritgerð sem heitir:
Kynþáttur og menning.
„Eg hef lagt höfuðáherslu á í þessum skrif-
um, að nú eigi sér stað grandvallarbreyting á
menningarheimum mannheima, með upp-
lausn fjarlægða og örtengslum í fjarskiptum,
þar með verður heimurinn ein heild og þeir
heimar sem um undanfarin hundrað þúsunda
ára hafa skapað það sem nefna má heims-
menningu. Hver kynþáttur lagði sitt af mörk-
um og fjölbreytileiki þessarar heimsmenning-
ar var þýðingarmesti þátturinn í menningu
allra mannheima. En til þess að svo yrði, varð
hver kynþáttur að fullkomna sína sérstæðu
menningu og menningararf svo til óbundinn
af áhrifum annarra kynflokka. Trúarbrögð og
gildismat hvers kynþáttar eða „þjóðar“ gat
orðið svo frábragðið gildismati annara, að
samskipti urðu mjög erfið, og það gátu skap-
ast andstæður sem vora ósættanlegar.
Sérleild hvers kynþáttar stuðlaði að menn-
ingarlegum sérleika og þeim ber heiðurinn af
því að hafa skapað þau listrænu og andlegu
gildi sem gera lífið þess virði að lifa því.
Með samruna og fráhvarfi frá langri menn-
ingarhefð hvers kynþáttar er hætt við að út-
koman verði einhverskonar „menningarbast-
arður“ og að mannheimur verði ófær til
menningarfrumkvæðis og nýsköpunar vegna
skorts á fjölbreytni og sérleika. Sköpunar-
hæfnin virðist þarfnast andstöðu, sem var fyr-
ir hendi fyrrum, og saga þjóða og kynþátta
vottar. Með samruna í eina menningarheild-
útþurrkast öll séreinkenni hverrar menning-
arheildar fortíðarinnar og sköpunarmáttur
hvers kynþáttar gufar upp í tillitssemi við al-
mannahag eins og mannheims."
Það geta skapast heimar eða heimur, sem
er skyldari heimum manndýrsins, heimar
sljóleikans og lágmenningar, þai- sem allar
menningarlegar andstæður era gufaðar upp
og þar með allur mennskur sköpunarmáttur,
öll bannhelgi útlæg og þar með skilyrðislaus-
ar kröfur, henni tengdar.
Upphaf vestrænnar menningar era þær op-
inberanir Guðs almáttugs sem vitnuðust
Moses, og þar með „Guðs útvöldu þjóð Gyð-
ingum" á leiðinni til fyrirheitna landsins. Þar
með var blað brotið í vitund mannheima,
„kategorískt imperativ“ boðorðanna, sem er
grundvöllur allra menningarþjóðfélaga vest-
ræns menningarheims.
Boðorðin
Lög eru reglur settar af yfirvöldum til þess
að tryggja almannaheill. Siðareglur byggjast
á skynsamlegri reglu, sem er ásköpuð mönn-
um þeim í hag og þeim til fullkomnunar, með
valdi, visku og góðvilja skaparans. Öll lög eiga
sér upphaf í guðs lögum. Lög era gerð og sett
af skynsamlegu viti, nátengd fyrirætlunum
Guðs, Skapara og Frelsara allra manna.
„Maðurinn einn allra skapaðra skepna er
talinn verðugur þess að taka á móti Guðs lög-
um: sem skepna gædd skynsemi, gæddur
skilningi og valfrelsi, hann á að stjóma gerðum ■
sínum með því að nota frjálsræði sitt og skyn-
semi, hlýðinn þeim Eina, sem hefur veitt hon-
um þessar gjafir og gáfur..Tertullian. -
Grundvöllur allra laga eru „decalogue“ -
hin tíu orð Guðs, hin tíu boðorð Guðs, sem
vora opinberuð á fjallinu Sinai og era skráð í
II. og V. Mósebók, en fullkomnun þcirra varð
með hinum nýja sáttmála Jesú Krists. I Mt
19:16-18 segir „Meistari, hvað gott á ég að
gjöra, til þess að eignast eilíft líf? En hann
sagði við hann: Hví spyrð þú mig um hið
góða? Einn er góður. En ef þú vilt inn ganga
til lífsins, þá hald boðorðin ... „
í Matt 22:36-40 segir: „Meistari, hvert er
hið mikla boðorð í lögmálinu? En hann sagði
við hann: Þú skalt elska Drottin Guð þinn, af
öllu hjarta þínu, af allri sálu þinni og af öllum
huga þínum. Þetta er hið mikla og fyrsta boð-
orð. En hið annað er líkt, þetta: Þú skalt elska
náunga þinn eins og sjálfan þig. Á þessum
tveim boðorðum byggist allt lögmálið og spá-
mennirnir."
Hin tíu boðorð Guðs eru „opinberað". En
um leið votta þau hina sönnu og eðlislægu,
sköpuðu, mennsku mannsins. Þau varpa Ijósi
á höfuðskyldur vorar og jafnframt óbeint, á
grundvallarrétt hvers einstaklings. Hl. Bona-
ventura skrifar um náttúruréttinn: „Guð hef-
ur í upphafí innsett framatriði náttúru-réttar
í hjarta mannsins. Hann minnir manninn á
þessi frum- og grundvallaratriði með boðorð-
unum. Þótt boðorðin séu skiljanleg mennskri
skynsemi, era þau opinberan, tilgangurinn
var að fullkomna skilning á grundvallaratrið-
um náttúra-réttar.
Boðorðin hafa frá fyrstu tíð verið grand-
vallaratriði í kristnum sið, þó með mismun-
andi áherslum. Með siðaskiptunum verða boð-
orðin þungamiðja í kenningum siðskipta-
manna, þau voru auðskilin og féllu að gildis-
mati þeirra. Lúther samdi útskýringar við
boðorðin bæði í „Kleiner Katechismus“ og
„Grosser Katechismus".
Dföfwllinn
Texti Fræðanna og spuminga í 4.5 kap. í
Fræðunum minni er í endurskoðaðri þýðingu
Helga Hálfdánarsonar. Þar er fjallað um and-
legt ásigkomulag þeirra sem ganga til altaris
og einkum þeirra sem finna ekki til áhyggju
vegna syndanna. Slíkur einstaklingur skyldi
„gæta sín, því að Satan er yfir honum með
lygi sinni og drápum og mun hvorki láta hann
fá frið hið innra né ytra. Jesús segir: „Djöfull-
inn var manndrápari frá upphafi og aldrei í
sannleikanum, því að í honum finnst enginn
sannleikur. Þegar hann lýgur, fer hann að eðli
sínu, því hann er lygari og lyginnar faðir.“
Fleiri tilvitnanir: „Verið algáðir. Óvinur yðar,
djöfullinn, gengur um sem öskrandi ljón, leit-
andi að þeim, sem hann geti gleypt. Standið
gegn honum stöðugir í trúnni... Klæðist al-
væpni Guðs, til þess að þér getið staðist véla-
brögð djöfulsins, því að baráttan, sem vér eig-
um í, er ekki við menn af holdi og blóði, held-
ur við tignimar og völdin, við heimsdrottna
þessa myrkurs, við andaverur vondskunnar í
himingeimnum. Takið því alvæpni Guðs, til
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 1 3