Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Page 14
þess að þér getið veitt mótstöðu á hinum
vonda degi og haldið velli, þegar þér hafið
sigrað allt.“
Samkvæmt kenningunum olli hrokinn út-
skúfun djöfulsins, sem var einn englanna í
upphafi, skólastíkerar fjölluðu mikið um efnið,
en umfjöllunin dvínaði þegar á leið. Brynjólf-
ur Sveinsson biskup í Skálholti áleit „að djöf-
ullinn væri einn hofmóðugur andi, sem yndi
vel umfjöllun, því ættu menn að tala hóflega
um þetta fyrirbrigði." Útmálun Satans kemur
víða fram í skrifum og ljóðum skálda og rit-
höfunda, útmálunin í Paradísarmissi Miltons
er oft ívitnuð:
En heitt helvíti
þat er hvervetna
brennr á honum,
þó bygð ætti
á himni miðjum
lætr honum brádt
gjörvalla gleði
ganga úr bijósti.
Patkvaldifethans
at því sinni
með þess sárara
sviða Iogi
sem fleira fagurt
ok fagnaðarverdt
bar fyrir Bölverk,
bannat honum.
Vekr hann þá upp
atvörmuspori
ok samankallar
sinnar heiptar
gjörvallan grúa...
(Pýðing sr. Jóns Þorlákssonar.)
f Nýja Testamentinu er djöfullinn „freistar-
inn“ og tilgangurinn er að ónýta ætlunarverk
Guðs almáttugs. Pessi mynd hans er síðan við-
loða, „hann sveimar um til þess að spilla sálum
mannanna“ hann kveikir öfund og hatur í
brjósti manna og leitast á allan hátt við að
teygja menn frá Guði. Hann stefnir að niðurrifí
og til þess er lygin notuð, tortryggni og öfund.
Þegar talað er um „djöfulinn og hirð hans“
hér á jörð er átt við þá íbúa niannheima sem
ganga hans erinda í þeim tilgangi að brjóta
niður sköpun Guðs almáttugs og kynda undir
fjaldskap manna á milli, magna öfund og oll-
vilja og ganga síðan oftlega upp í hræsnistil-
þurðum og klæðast skikkju réttlætingar.
Vopn þessarar hirðar eru lygar, öfund, hatur
og magnaður illvilji. Höfuðeinkenni þessara
hirðmanna er hatur á þeim stofnunum sem
vinna undir formerkjum kristinna kenninga,
bæði beint og óbeint, með beinum árásum og
með því að spilla og sundra kenningakerfinu
innan frá.
„Áhrif djöfulsins og vald er þó takmarkað.
Hann er sköpuð skepna, völd hans byggjast á
því að hann er jafnframt hreinn andi. Hann
getur ekki komið í veg fyrir ætlunarverk
Guðs né hamlað völdum hans. Pótt djöfullinn
geti unnið illvirki í mannheimum sökum hat-
urs síns á Guði og konung-
dæmi Jesú Krists,
og þótt verk hans
og stefna hirðar
hans geti vald-
ið hryllileg-
um verkum og áhrif hans geti spillt mannlegu
eðli og raskað Guðs sköpun, þá ræður Guð og
tilgangur hans með sköpuninni ræður. Það er
ósldljanlegur leyndardómur að guðleg forsjón
leyfi djöfullega tilveru og starfsemi „en vér
vitum, að þeim, sem Guð elskar, samverkar
allt til góðs.“ Róm 8:28.
Önnur trúarbrögð
Menn leita sannleikans í mismunandi trúar-
brögðum til þess að fá svör við því hver til-
gangurinn sé með lífinu, um gott og illt, rétt
og rangt - um eðli mannsins - um hamingju
og þjáningu, dauðann og refsingu og umbun.
Lykilspumingin er um upphaf lífsins og til-
gang mannlegrar tilveru.
Fjölgyðistrú og eingyðistrú auk frumstæð-
ari trúarbragða, animanismi, þegar öll náttúr-
an er lifandi, sem ummyndast síðar í anim-
isma, þegar gerður er greinarmunur á hlutun-
umog andanum, sem í honum býr.
Öll þessi trúarbrögð eru að meira eða
minna leyti frábrugðin kristinni kenningu.
Ýmis einkenni svo sem frelsun og einn alls-
valdandi Guð og á ýmsan mátt keimlíkar sið-
ferðis og hegðunarkröfur eru svipaðar, en
þrátt fyrir þetta skakkar miklu í meginkenn-
ingum. I Hindúisma er mikil áhersla lögð á
guðlega leyndardóma, sem eru tjáðir í óhemju
magni goðsagna - myta - og heimspekileg-
um útlistunum. Trú þeirra leitar lausnar og
frelsis úr mennskri ánauð, með því að stunda
HOLDLEG fýsn - sjálf náttúran - var gjarnan
talin verk djöfulsins eins og þessi 16. aldar
tréskurðarmynd á að sýna.
meinlætalifnað, djúpa hugleiðslu eða innlifa
sig guðdóminum í ást og trausti.
Hindúatrú er tæplega nefnanleg sem heil-
steypt trúarbrögð, því háleit heimspeki og
frumstæð anda-, hluta- og dýradýrkun teljast
hluti þessara trúarbragða.
Höfuðkenning Búddhismans er sú, að lífíð
sé þjáning, það er kvöl að fæðast, kvöl að
eldast og kvöl að deyja. Aðalorsök þjáningar-
innar er lífsþorstinn, sem aldrei verður full-
nægt, en leiðir menn til meiri og meiri van-
sælu. Mönnum ber að drepa í sér allar girnd-
ir og hvatir og gleyma sjálfum sér, þá mun
þeim að lokum takast að öðlast friðinn mikla,
Nirvana. Hugmynd um algleymið mikla, al-
heimssálina.
Þótt Búddhatrú líti á heiminn sem kvöl, þá
innrætir hún lærisveinum sínum kærleika til
alls sem lífsanda dregur.
Guð kristinna manna skapaði heiminn til
fullkomnunar en Búddha lítur á hann sem
bölvun mannanna. Kristur kemur í heiminn til
þess að frelsa manninn af syndinni, Búddha
lítur þeim augum á frelsunina að menn eigi að
frelsast frá ánauð heimsins eða sköpun Guðs.
Heimur kristinna manna er á leið til full-
komnunar Guðs vilja, en heimur Hindúismans
og Búddhismans er kolsvartur heimur, sem
ber að flýja og hafna öllum samskiptum við.
DJÖFULLINN á 16. aldar teikningu. í Nýja
Testamentinu er djöfullinn „freistarinn" og
tilgangurinn er að ónýta ætlunarverk Guðs
almáttugs. Þessi mynd hans er síðan við-
loða, „hann sveimar um til þess að spilla
sálum mannanna" hann kveikir öfund og
hatur f brjósti manna og leitast á allan hátt
við að teygja menn frá Guði.
Kristur kom til frelsunar heimsins, Búddha til
að frelsa menn frá heiminum.
Kristinn mystisismi - dulspeki - launspeki
- einkennist af þekkingu á Guði með persónu-
legri trúarlegri reynslu eða innlifun. Iðkunin
er bænarástand, sem leitast við að finna ná-
lægð og snertingu við Guð, og verður þessi
reynsla til þess að auka auðmýkt og kærleika
og innlifun í þjáninguna. Kristin mystík byggir
á guðlegri opinberun. Guð lýkur upp leyndar-
dómum sem máðurinn gengur inn í og sam-
kennist, trú, von og kærleikur er leiðin til þess-
arar sameiningar. Kristin reynsla mystíkera
fjarlægir þá ekki frá meðbræðrum sínum, þeir
hverfa ekki úr mannheimum. Þetta er tíma-
bundin reynsla, sem eflir trú, von og kærleika
og styrkir kristið samfélag og þar með sið-
menningu, ekki síst vestræna siðmenningu,
sem einkennist af uppbyggilegum viðhorfum
til heimsins sem slíks.
Meginmunurinn á kristinni mystík og aust-
rænni - hindúisma og Búddhisma - er tví-
þættur. Algyðis- og alheimsmynd austræns
mystisisma sem ópersónulegs raunveruleika
sem mýstíkerinn samsamast, er ólík reynslu
kristinna mystíkera sem er bundin reynslu af
upphöfnu afli eða raunveruleika, sem er haf-
inn yfir sálræna mennska reynslu og það sem
menn nefna alheim. í öðru lagi byggja tengsl
kristinna mýstíkera á ást og vilja, en munur-
inn á skaparanum og hinum skapaða helst.
Eins og áður segir á kristin mýstík upphaf
sitt í opinberun lifandi Guðs. Menn geta nálg-
ast þann leyndardóm, notið og lifað nálægð
Guðs, en aldrei samsamast honum.
Það er hér á jörðu sem mýstíkerinn kemst í
nálægð við Guð, og Guð skapaði jörðina og
manninn. Þar af leiðandi þarf hann ekki að
afla sér algjörs fráhvarfs frá öllu jarðnesku
efni til þess að nálgast djúp leyndardómanna
og jafnframt telja heiminn algjörlega af hinu
illa. Guð kristinna manna elskar sköpun sína,
sbr.: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann
gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á
hann trúir, glatist ekki, heldur hafí eilíft líf.“
Jn. 3:16.
Þrátt fyrir þennan algjöra mun, eru skoð-
anir og reynsla búddhískra mýstíkera um
hina dýpstu innlifun í bæn ekki frábrugðin
bænarreynslu kristinna mýstíkera, svo sem
Heilags Frans frá Assisi, hl. Theresu frá
Avila, hl. Jóns á Krossi, hl. Ignatiusar Loyola
og margra annarra. En sá er munur Búdd-
hismans og kristninnar að kristnir mýstíkerar
og kristið kenningakerfi ná nánd við Guð í
heiminum, en Búddhistar með því að flýja
heiminn, þar eð hann er „fordæmdur".
Islömsk trúarbrögð - Múhameðs-trú -.
Kóraninn er innblásið rit samkvæmt Islam,
Allah talar þar, en ekki spámaðurinn. Kóran-
inn er ekki aðeins helgirit heldur einnig lög-
bók. Islam er ströng eingyðistrú. Skurðgoða-
dýrkun var stranglega bönnuð og af því leiddi
að bannað er að gera myndir af mönnum og
dýrum, samkvæmt Kóraninum. Fjölkvæni var
leyft, frjóar eiginkonur var kvótinn, en hjá-
konuhald er fijálst. Örlagatrú er eitt meginein-
kenni trúarbragðanna. Guðlegar opinberanir
eins og þær eru tjáðar í Gamla og Nýja Testa-
mentinu eru ekki til í Kóraninum. Allah er hinn
strangi guð, sem sýnir trúuðum miskunnsemi.
Refsilöggjöfin byggist á „auga fyrir auga og
tönn fyrir tönn“. Meinlætalifnaður er Allah
þóknanlegur og honum fylgdi mystisismi, þar
sem tilgangurinn var að samsamast Allah,
hverfa, þ.e. upplausn eigin verundar í Allah.
Bænin er algjör skylda hvers múslima,
hvar sem hann er og hvernig sem stendur á
skal flytja bæn. í íslömskum ríkjum þar sem
fundamentalistar ráða ríkjum tíðkast iðkun
samfélagslegra ákvæða eða laga Kóransins
sem hefur orsakað hrikaleg átök við þá trú-
bræður, sem fara fram með meiri mildi.
Höfuðmismunur íslamskra trúarbragða og
kristninnar er viðhorfið til endurlausnar Jesú
Krists og friðþægingar.
Paradís er útlistuð í Kóraninum sem dýrðar-
staður, þar sem öllum mennskum gimdum er
fullnægt, en helvíti er ofboðslegur kvalastaður.
Gyðingatrú eru þau trúarbrögð sem standa
kristnum sið næst. Upphaf kristins dóms er
að finna í Mósebókum og öðrum ritum Gamla-
Testamentisins. Kristnir menn skulu minnast
þess að þeim vitnuðust guðlegar opinberanir
fyrir milligöngu þeirrar þjóðar sem var Guðs
útvalin þjóð samkvæmt sáttmálanum. Hinn
nýi sáttmáli er framhald þess gamla: „Þessi
bikar er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði, sem
fyrir yður er úthellt." Lúk. 22:20 - Hin eilífu
siðaboð kristinna manna eru í fyrstu opin-
beruð Gyðingum í boðorðunum. Neitun gyð-
ingdóms á Jesú Kristi sem þeirra Messíasi,
krossfestingin og fordæming í „Gef oss
Barrabas lausan" hefur í 2000 ár sundrað
kirkjum hins gamla sáttmála og þess nýja
sáttmála. Fullkomnun opinberana Guðs í Jesú
Kristi er sá þröskuldur sem enn er ekki yfir-
stiginn af þjóð Móse.
Höfundur er rilhöfundur
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998