Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Page 20
UR SELLOLEIK
í SINFÓNÍUREKSTUR
„Sagg sinfóníuhljómsveitarinnar er saga tónlistarinnar
sem samin hefur verið fyrir hana, en er um leið saga
um þróun sinfóníuhljómsveitarinnar sem stofnunar."
HAVAR SIGURJONSSON ótti samtal við Hauk F.
Hannesson um viðamikla rannsókn ó rekstri 83
sinfóníuhljómsveita ó Norðurlöndunum og Bretlandi
sem Haukur hefur unnið sem doktorsverkefni við
City University í London.
Rekstur listastofnana hefur á
seinni áram orðið sífellt sér-
hæfðari og erlendir háskólar
hafa í nokkram mæli tekið upp
kennslu á því sviði. Til þessa
hafa ekki margir íslendingar
lagt slíkt nám fyrir sig en þeir
era samt nokkrir og einn þeirra,
Haukur F. Hannesson, er með glóðvolga
doktorsritgerð í höndunum sem hann mun
verja við City University í London á næst-
unni. Doktorsverkefni Hauks byggðist á um-
fangsmikilli samanburðarrannsókn á rekstr-
ar- og lagalegu umhverfí 83 sinfóníuhljóm-
sveita í sex löndum, 32 hljómsveitum á Norð-
urlöndunum fimm (Islandi, Danmörku, Sví-
þjóð, Noregi 'og Finnlandi) og 51 hljómsveit
a Bretlandi.
Haukur tók í haust við stöðu fram-
kvæmdastjóra Kammerhljómsveitarinnar í
Sundsvall í Norður-Svíþjóð. „Þetta er 34
manna hljómsveit sem þjónar Sundsvall og
héraðinu umhverfis, Vásternorrlands- lán,“
segir hann. Haukur hefur því ekki gefið sér
langan tíma til akademískra umþenkinga
heldur skellt sér beint út í hringiðuna með
nýbakaða þekkinguna að vopni.
Sundsvalls Kammarorkester er ung
hljómsveit, stofnuð 1990, en hefur samt
þegar vakið nokkra athygli fyrir öflugt
starf. „Við leggjum mikla áherslu á tónlist-
arflutning fyrir börn og unglinga og við höf-
um einnig lagt okkur eftir að flytja ný
sænsk verk, en vissulega er efnisskráin að
íitórum hluta með hefðbundnu sniði,“ segir
Haukur.
Hann bætir því við að nýverið hafi hljóm-
sveitin flutt tónverk eftir tónskáldið Ray
Lema frá Kongó (áður Zaire). „Lema kom
með sína eigin hljómsveit og úr þessu varð
mjög skemmtileg vestræn og afrísk blanda.
Okkur hefur verið boðið að flytja verkið á
ráðstefnu UNESCO sem haldin verður í
Stokkhólmi á næsta ári. I framhaldi af því er
í undirbúningi að fara í hljómleikaferð um
sjö borgir í Evrópu.“
Selló og Suzuki
Bakgrannur Hauks er þó ekki úr við-
skipta- eða rekstrarfræðum eins og kannski
mætti ætla, heldur er hann útskrifaður ein-
leikari á selló frá Guildhall School of Music
and Drama í London. Hann var fastráðinn
sellóleikari við Sinfóníuhljómsveit Islands
um fimm ára skeið, 1983-1988. Haukur var
einn af stofnendum íslenska Suzukisam-
bandsins 1985 og fyrsti skólastjóri Tónlistar-
skóla íslenska Suzukisambandsins, árin
1988-1993.
„Það var mjög skemmtilegt verkefni að
stofna Suzukiskólann og koma honum af
stað. Skólinn hefur vaxið og dafnað og kenn-
urum með Suzukiréttindi hefur fjölgað mjög
á þeim árum sem liðin era frá stofnun skól-
ans,“ segir Haukur, sem er einn þriggja á
Norðurlöndunum sem hafa réttindi til að
þjálfa sellókennara til að kenna eftir Suzuki-
aðferðinni.
„Áhugi minn á sinfóníuhljómsveit sem
rekstrareiningu hófst eiginlega 1985 þegar
ég var kosinn af starfsfélögum mínum til
setu í stjórn SÍ. Þá fór ég að velta fyrir mér
rekstrarlegum skilyrðum og menningarpóli-
tísku umhverfi listastofnana eins og Sinfón-
íuhlj ómsveitarinnar.
Þetta ásamt öðra varð til þess að ég fékk
ársleyfi frá skólastjórastarfínu 1990-91 og
tók MA-gráðu við City University í London í
stjórn listastofnana, Arts Management, eins
og það heitir á ensku. Viðfangsefni mitt í
meistaraprófsritgerðinni var saga, stjórnun-
arleg þróun og lagalegt umhverfi Sinfóníu-
hljómsveitar íslands. Eg kom svo aftur heim
haustið 1991 og tók við skólastjórastarfinu
að nýju.“
En nú varð ekki aftur snúið og 1994 tók
Haukur þá ákvörðun að ráðast í ofannefnt
doktorsverkefni og fluttist til Stokkhólms.
„Mér fannst betra að vera staðsettur í
Skandinavíu þar sem aðeins ein af þeim 83
sinfóníuhljómsveitum sem rannsóknin tekur
til er á íslandi. Ég hef þurft að vera talsvert
á ferðinni undanfarin þrjú ár, bæði á milli
Norðurlandanna og einnig til Bretlands, en
þaðan er samanburðurinn við Norðurlöndin
fenginn.
Ólík ráöningarform
Haukur segir að samanburður við breskar
sinfóníuhljómsveitir sé ekki út í loftið þar
sem hljóðfæraleikarar breskra sinfóníu-
hljómsveita séu ráðnir með þrennum hætti
en á Norðurlöndunum sé eitt og sama ráðn-
ingarform við lýði.
„Allar hljómsveitirnar á Norðurlöndunum
sem rannsóknin tók til era mannaðar með
fastráðnum hljóðfæraleikm-um, samnings-
bundnum til lengri tíma. í Bretlandi bjóða
einungis svæðisbundnar sinfómuhljómsveitir
utan Lundúna ásamt BBC-sinfóníuhljóm-
sveitinni hljóðfæraleikuram langtímasamn-
inga.
Aðrar hljómsveitir s.s. eins og London
Symphony Orchestra, The London Phil-
harmonic, The Royal Philharmonic og The
Philharmonia Orchestra era i-eknar með
þeim hætti að hljóðfæraleikarnir eru hlut-
hafar í hljómsveitinni hf., og eru ekki á föst-
um launum heldur fá einungis greidd laun
fyrir þá tónleika og önnur verkefni sem þeir
taka þátt í. Þriðja rekstrarformið er t.d. að
finna hjá Scottish Chamber Orchestra og
English Chamber Orchestra þar sem allir
hljóðfæraleikararnir era lausráðnir til eins
eða fleiri verkefna.“
Haukur bendir á að tvö síðasttöldu
rekstrarformin séu einungis möguleg þar
sem framboð á mjög hæfum hljóðfæraleik-
urum sé mikið og stöðugt. „I London er
mikill fjöldi hljóðfæraleikara í hæsta gæða-
flokki og hreyfanleiki þeirra er mikill. Þar
sem framboð er minna gengur ekki annað
form en fastráðningar til lengri tíma.
„Hljómsveitunum helst ekki á hljóðfæra-
leikurum ef ekki er hægt að bjóða þeim at-
vinnuöryggi."
Markaðurinn lærir
uf listinni
Fyrir 10 árum eða svo var mikil umræða
um hvað listastofnanir gætu lært af við-
skiptalífinu. í kjölfarið fóru stjórnendur
Morgunblaðið/Kristinn
“Rekstur sinfóníuhljómsveitar er spurning
um póiitískan vilja og metnað," segir Haukur
F. Hannesson sem á næstunni mun verja
doktorsritgerð um rekstur sinfóníuhljóm-
sveita á Norðurlöndunum og Bretlandi.
listastofnananna að beita ýmsum aðferðum
viðskiptalífsins við rekstur starfseminnar,
s.s. varðandi kynningar- og auglýsingamál;
markaðssetning varð ekki lengur bannorð í
listrænu starfi. „Þessi þróun skilaði lista-
stofnunum ýmsu jákvæðu hvað varðar
rekstrarlega þekkingu, markmiðasetningu
og samkeppnisstöðu en nú má segja að dæm-
ið hafi snúist við,“ segir Haukur.
Nú er spurt hvað getur viðskiptalífið lært
af því starfi sem fram fer innan listastofnan-
anna. „Eitt af lykilorðunum í allri rekstrar-
ráðgjöf í dag er „Team Work“ og bestu
dæmin um slíkt er að finna innan listastofn-
ananna. Nú horfa rekstrarfræðingarnir á
sinfóníuhljómsveitir, óperakompaní og leik-
hús og reyna að átta sig á því hvernig svona
stórir hópar ólíkra einstaklinga geta unnið
saman sem ein heild að einu sameiginlegu
markmiði."
Rekstrarfræðingarnir era einnig að átta
sig á því að ýmislegt má læra af því að stúd-
era rekstur listastofnana. Stórt óperahús er
gott dæmi. Við fyrstu sýn virðist málið ein-
falt, allir sem vinna í óperahúsi era jú að fást
við það sama, að setja upp óperur. „En þetta
er aðeins á yfirborðinu,“ segir Haukur. „Inn-
an óperannar era starfandi ólíkir hópar lista-
manna s.s. hljóðfæraleikarar, söngvar-
ar,hljómsveitarstjórar, leikstjórar, leik-
myndahöfundar o.fl. Þá er þar hópur tækni-
manna, sviðsmanna, iðnaðarmanna o.fl.
Skrifstofufólk er þar líka auk annarra starfs-
manna. Fyrir stjómendur slíkrar stofnunai-
getur það verið flókið mál að samræma öll
sjónarmið þessara hópa varðandi rekstrar-
lega þætti.“
Það er því ekki að undra að rekstrarfræð-
ingar hafi beint sjónum að svona starfsemi
og vilji tileinka sér sem flesta þætti hennar
til að ná árangri við annars konar rekstur.
„Frægt dæmi er þegar alþjóðlega ráðgjafar-
fyrirtækið McKinsey sendi alla yfirmenn
sína í Evrópu til Spánar og fól þeim það
verkefni að semja og flytja eina óperu. Þarna
áttu þeir að kynnast af eigin raun samvinnu
og hópstarfi, væntanlega svo þeir gætu ráð-
lagt öðrum af meiri sannfæringu en áður,“
segir Haukur.
Gott rannsóknarefni
„Sinfóníuhljómsveitir era að mörgu leyti
mjög gott rannsóknarefni. Listrænt við-
fangsefni þeirra er alltaf það sama, þ.e.
flutningur á tónlist, og samsetning þeirra er
nánast nákvæmlega eins hvað varðar fjölda
hljóðfæraleikara og hljóðfæraskipan, ásamt
listrænni stjórn við tónlistarflutninginn. Þar
sem þessir þættir era eins er mjög gott að
bera saman hljómsveitir í mörgum löndum
og skoða hvort og þá hvaða áhrif ólík rekstr-
arskilyrði, eins og löggjöf og fjármögnun,
hafa á listræna og fjárhagslega afkomu
hljómsveitanna."
Hljómsveitirnar á Norðurlöndunum era að
mestu leyti fjármagnaðar með styrkjum frá
ríki og sveitarfélagi. Niðurstaða rannsóknar-
innar hvað þetta varðar er sú að til þess að
viðhalda núverandi starfsemi sinfóníuhljóm-
sveita á Norðurlöndum er hin opinbera fjár-
mögnun nauðsynleg. „Þetta kann að hljóma
einfalt en þýðir í raun að sé dregið úr opin-
beru framlagi hafa hljómsveitirnar mjög litla
möguleika á að bæta sér upp tapið með öðr-
um hætti. Rekstrarlegt umhverfi þeirra býð-
ur ekki upp á það. En ástæðurnar eru líka
sögulegar, með rætur í pólitísku og félags-
legu umhverfi listgreinarinnar í hverju
landi.“
Einstök lög
Stór hluti rannsóknarinnar fólst í spum-
ingalista sem sendur var framkvæmdastjór-
um hljómsveitanna 83. Þar voru þeir beðnir
að svara fjölmörgum spurningum um innra
skipulag og ytri aðstæður hljómsveitar sinn-
ar.
„Þeir sem fara með stjóm sinfóníuhljóm-
sveita standa frammi fyrir margþættum
verkefnum sem stjórnvöld, bæði ríki og
sveitarfélög, geta haft afgerandi áhrif á með
menningarstefnu sinni og afstöðu í fjárveit-
ingum til listastarfsemi. Tengslin milli fram-
kvæmdastjórna hljómsveitanna og þeirra
sem marka listræna stefnu yfii-valda era oft
mjög flókin og iðulega mótuð af sögulegum
áhrifum og persónulegum tengslum ásamt
formlegi-i samskiptaháttum. Þetta þýðir ein-
faldlega að þrátt fyrir lagabálka og reglu-
gerðir um listastofnanir eins og sinfóníu-
hljómsveitir geta persónuleg tengsl ekki síð-
ur haft áhrif en hinn formlegi rammi sem
stofnuninni er settur,“ segir Haukur.
Hann bætir því við að lögin um Sinfóníu-
hljómsveit Islands séu einstök í sinni röð.
„Ég hef hvergi annars staðar rekist á sam-
svarandi lög um eina hljómsveit. A Norður-
löndunum eru lagaákvæðin mun almennari,
en þetta helgast auðvitað af aðstæðum og
þrátt fyrir mikilvægi persónulegra tengsla,
ekki síst í litlu samfélagi, er ég sannfærður
um að lögin um Sinfóníuhljómsveit Islands
eru forsenda þess að hér er hægt að halda
úti sinfóníuhljómsveit.“
Verja fjárvcitingar
Niðurstöðurnar sem fengust úr könnun-
inni eru ágætlega marktækar að sögn
Hauks, þar sem svöranin var á milli 80% og
90%. „Það kemur fram að mismunandi fjár-
mögnunarleiðir, ólík styrkjakerfi og mis-
munandi ráðningarform hafa ekki marktæk
áhrif á innra skipulag sinfóníuhljómsveit-
anna. Hins vegar kemur greinilega fram að
starf framkvæmdastjóranna felst að miklu
leyti í því verja tilverugrundvöll hljómsveit-
anna. Þeir eru nánast eins og varðhundar um
fjárveitingar; útávið eru þeir háðir tengslum
við opinbera aðila sem fara með þessi mál, en
innávið þurfa þeir að verja og réttlæta allar
breytingar sem stafa utanfrá og þeir hafa í
rauninni takmörkuð áhrif á.“
Hvaða ályktun dregur Haukur þá að lok-
um af rannsóknarvinnu sinni? ,Ályktunin er
í sjálfu sér einföld og er um leið mín per-
sónulega skoðun. A Norðurlöndunum er
starfsemi sinfóníuhljómsveita og tilvera
þeirra fyrst og síðast spurning um pólitískan
vilja og metnað. Tilvist sinfóníuhljómsveitar
er órækasta vitnið um menningarlega sjálfs-
virðingu þjóðar. En það er auðvitað ekki nóg
að sýna viljann með því að stofna sinfóníu-
hljómsveit heldur verður stöðugt að hlúa að
henni og gera vel við hana og sýna með því
metnaðinn í verki.“
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998