Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 3
LESBðK MORGIINBLAÐSINS - MENNING LISTIR 11. TÖLUBLAÐ - 73. ÁRGANGUR EFNI Vesturferðii Deilur mögnuðust um vesturferðir eftir að nærri 2.000 manns fluttu 1887 og beittu þeir sér mjög á prenti Benedikt Gröndal skáld, sem fann Vesturheimsferðum flest til foráttu, og Jón Ólafsson, ritstjóri og al- þingismaður, sem var þeim hlynntur. Benedikt reiknaði mannauðinn í pening- um í bæklingi sem hann gaf út og Jón var svo stóryrtur í öðrum bæklingi að mála- ferli urðu. Vesturheimsferðir héldu engu að síður áfram næstu áratugi en greinina skrifar Björgvin Sigurðsson sem áður hef- ur skrifað í Lesbók um aðdraganda þess að hópur Þingeyinga flutti til Brasilíu. napas syðst í Mexíkó er fátækasta hérað landsins og þar búa indíánar við ömurleg lífskjör. Hinn 1. janúar 1994 hófu þeir uppreisn gegn stjórnvöldum og kölluðu sig Zapatista eftir frægri byltingarhelju. Nú er talið að vindurinn sé að mestu úr þess- ari hreyfingu og indíánarnir jafn illa staddir og áður. Um Zapatistauppreisnina í Mexíkó skrifar Ellen Gunnarsdóttir sagnfræðingur sem starfar í Mexíkó. Á Kjarvalsstöðum sýna nú tveir myndlistarmenn, Rúrí og Olafur Elíasson. Sýning Rúríar í vestursal Kjarvalsstaða heitir PARADÍS? - Hvenær? og nýtir hún helstu miðla sam- tímans til að lýsa ógnum og afleiðingum stríðsátaka í samtímanum. Sýning Ólafs ber yfirskriftina Hinn samsiða garður og aðrar sögur og eru verkin íjögur sérstak- lega unnin fyrir þessa sýningu. Innan dyra má nefna að miðgangur Kjarvalsstaða hef- ur verið tyrfður og á túninu er brú og brunnur og utandyra stendur Regnskál; grasúðarinn á þaki garðhýsisins spýr vatni sem rennur niður með byggingunni. Ballettæfingastjórinn flnnski, Harri Heikkinen, dvaldi hér á landi við skipulag æfinga Islenska dans- flokksins fyrir Listahátið. Súsanna Svavarsdóttir ræddi við Harri og þá sagð- ist hann m.a. vera að velta því fyrir sér hvað það væri sem gerði finnska og ís- lenska ballettdansara svona líka. Helst tel- ur hann það vera sterk tengsl við náttúr- una og jörðina og hann segir íslenska og finnska dansara vera miklu fremur jarð- bundna en loftkennda eins og svo algengt sé með ballettdansara. FORSÍÐUMYNDIN: Á forsíðunni er blekteikning eftir Marlene Dumas, en sýning ó verkum hennar verður opnuð í Nýlistasafninu í dag og fró henni er sagt ó bls. 6 - 7. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI MER ER I MUN Mér er í mun að setja heiminn saman Það lukkast aðeins stund og stund Ég raða upp í augna minna ljós mörgu sem ég minnist mörgu sem bezt ég hugði samið og sagt Byggi svo brýr og himna Strengi vel þær brýr set stjömur á þá himna kveiki líf á þeim stjömum: verur með viðkvæma sál og sköpunargáfu Stend um hríð hJjóður við vegbrúnina minningasafnari gmnsmiður skelfinga vonasonur Og á sem snöggvast fáa að Ljóðið er birt í tilefni sextugsafmælis Þorsteins frá Hamri á morgun, sunnudaginn 15. mars. Fyrsta Ijóðabók hans, I svörtum kufli, kom út 1958 og eru þær siðan orðnar 14. Sú sfðasta var Sæfarinn sofandi, sem út kom 1992, og er Ijóðið sem hér birtist úr henni. RABB OTTINN ER FORRITINU AÐ er ekkert að óttast nema óttann, sagði frægur og virtur leiðtogi og kannski var ein- hver búinn að segja það á und- an honum. Óttinn hefur fylgt mannkindinni frá örófi alda og sú kind er ekki ein um að ótt- ast um sinn hag í þessum heimi. Kvikmynd Þorfinns Guðnasonar um hagamúsina sem Sjónvarpið birti okkur á síðustu jólum var bæði tæknilegt og list- rænt afreksverk og sýndi þar að auki hvernig óttinn fylgir þessu smávaxna dýri hvert sem það fer; allsstaðar er lífshætta. Fuglar himinsins fara ekki varhluta af henni. Lítum á þresti og aðra smáfugla sem tylla sér á trjágrein eða grasblett og kroppa eitthvert smáræði. En það er bara eitt kropp í einu og síðan lítur fuglinn skelkaður í kringum sig. Ekki eitt andartak má hann sofna á verðinum og stundum dugar slík árvekni ekki til. Ottinn sem fylgir manninum er oftast bundinn við annað en beina aðsteðjandi lífs- hættu á næsta andartaki og sá ótti hefur tekið breytingum milli alda og frá einu heimssvæði til annars. Til dæmis gætu til- efni óttans verið önnur hér en á Fílabeins- ströndinni eða í Amazónlandinu. Kristniboð hefur verið réttlætt með því að markmiðið sé að losa frumstætt fólk við óþarfan ótta. Sá ótti mun ekki sízt bundinn við aliskonar illa anda. En þessi sama kirkja sem boðar lausn undan fargi óttans í fjarlægum frumskóga- löndum, notaði sjálf óttann fyrr á öldum til þess að öðlast vald yfir sálum mannanna. Þá var gert út á óttann við Satan og Helvíti, ei- lífa útskúfun og Syndina. Nú er það sem bet- ur fer úr sögunni nema í einhverjum af- kimum sértrúarhópa. En það er gamla sag- an, að mönnum hefur löngum þótt réttlætan- legt að tilgangurinn helgaði meðalið og hjörðin yrði þá fyrst nægilega guðhrædd og prúð ef hún óttaðist sífellt þann í neðra. Líklega eru þeir íslendingar fremur fáir sem óttast ógnarlegt straff fyrir yfirsjónir hér í heimi og eilífa vist í einhverjum kvalastað þar sem vítiseldar brenna. Galdra og fjölkynngi óttast þeir ekki held- ur, en lífseigasti óttinn við eitthvað óútút- skýranlegt og óáþreifanlegt, sem fylgt hef- ur fólki fram á þennan dag, er líklega myrkfælni. Nú þegar íslendingar eru orðnir mestu rafmagnsbruðlarar í heimi og hvergi ber skugga á, eru forsendur íyrir myrkfælni að mestu úr sögunni. En óhætt er að segja að fyrr meir var myrkfælni á sjúklegu stigi og þjakaði þjóðina. Jafnframt er svo að sjá, að fólk hafi sótt í að heyra draugasögur og þeim var sannarlega haldið lifandi. Það er eftirtektarvert, að ástæða þótti vera til að óttast alla um leið og þeir voru dánir. Jafnvel þótt bezta fólk gæfi upp önd- ina, sátt við guð og menn og satt lífdaga, var beygur í heimilisfólki þar sem lík stóð uppi. Ljúfustu ömmur, hvers manns hug- ljúfi, urðu tilefni til myrkfælni um leið og þær voru látnar. Það gat verið skelfileg til- hugsun að mæta þeim í göngunum, sem virðast hafa verið eftirlætisstaður þeirra sem ekki voru af þessum heimi. Menn voru sífellt að verða úti í stórhríðum og alfara- leiðir, ekki sízt yfir heiðar og fjöll, voru varðaðar minningum um menn sem hel- frusu þar; lík þeirra stórsködduð eftir hrafninn þegar þau fundist löngu síðar. En það þótti líka vissast að gera ráð fyrir því að sá sem varð úti hlaut að ganga aftur og í hríðarbyl eða svartaþoku mundi hann reyna að draga vegfarendur út í ófærur og lífsháska. I nýrri og ágætri ævisögu Einars Bene- diktssonar eftir Guðjón Friðriksson eru lýsandi dæmi um þennan þjóðlega ótta. Benedikt Sveinsson, faðir Einars, var hálf truflaður af myrkfælni og varð að hafa fylgdarmann með sér að og frá Elliðavatni vegna þess að menn höfðu orðið úti ofan við Reykjavík. Þessi landskunni eldhugi virðist hafa verið haldinn af þeirri hug- mynd í samræmi við almenna trú, að vofur þeirra eigruðu um eftir að skyggja tók og gæti orðið ískyggilegt að verða á vegi þeirra. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Einar erfði myrkfælnina í ríkum mæli og slíkt skáld sem hann var, gat hann trúlega magnað þessa ógn í eigin huga. Ungur að árum vakti hann fyrst verulega athygli með kvæðinu um hvarf séra Odds á Mikla- bæ, sem efnislega fjallar um Sólveigu þá sem verið hafði í tygjum við prestinn, en skar sig á háls eftir að hann kvæntist annarri konu. Sólveig gekk aftur og ásótti prestinn mjög. Þegar séra Oddur hvarf gersamlega sporlaust á heimleið að Mikla- bæ um nótt, var draugnum kennt um. Þessi saga og aðrar álíka voru þjóðinni hugstæðar og þessvegna hefur fólk drukk- ið í sig kvæði Einars. Skömmu síðar þegar Einar gegndi sýslumannsembætti í Þingeyjarsýslum átti hann eftir að lenda í þeirri hremmingu að stúlka, sem grunuð var um að hafa átt barn með bróður sínum og fyrirkomið því, framdi sjálfsmorð með tófueitri meðan réttarhöldin yfir systkinunum stóðu yfir. Samkvæmt þjóðtrúnni var næstum nátt- úrulögmál að hún gengi aftur og fylgdi Einari, enda var hann lamaður af myrk- fælni og þorði ekki að ganga til hvílu nema maður svæfi fyrir framan hann og til frekara öryggis vafði hann teppi utan um höfuðið á sér. Ótti nútímamannsins beinist meira að öðru en afturgöngum. Einar Benediktsson kallaði Reykjavík Faxflóaþorpið og síðan skáldið var á dögum hefur þorpið fengið á sig dulitla borgarmynd og með henni fylgi- kvilla sem fremur eru þó taldir heyra til stórum borgum. Þar eru draugarnir þessa heims, en ekki betri fyrir það. Óttinn, sem áður var bundinn við hina dauðu og oft var ástæðulaus, beinist nú að lifandi ofbeldis- fíklum og ógæfumönnum sem gætu átt það til að kippa blásaklausum vegfaranda inn í húsasund, rota hann og ræna. í vemduðu umhverfi nútíma velferðar- þjóðfélags geta þó langflestir lifað lífinu án ótta. En lífið verður aldrei óttalaust. Marg- ir óttast það að eldast eða greinast með sjúkdóma eins og krabbamein eða alz- heimersveiki og verða ósjálfbjarga. Þegar öllu er á botninn hvolft er það óttinn við hrörnun og dauða sem gengur eins og rauður þráður aftan úr hinu forsögulega rökkri. Ekki svo að skilja að allir óttist það að deyja; sumir fagna dauðanum og mikil trú- arsannfæring getur ugglaust átt sinn þátt í því. Það er hinsvegar innbyggt í eðli allrar skapaðrar skepnu að reyna fremur að sleppa lifandi, sé þess kostur. Og til þess að svo megi verða hefur höfundur lífsins komið óttanum fyrir í forritinu. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.