Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 19
Á MÓÐURLEGU NÓTUNUM SCHUMANN OG FLEIRI SÖNGUÓÐ SIGRÚN Hjálmtýsdóttir sópransöngkona og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari koma fram á Ijóðatónleikum í Listasafni Kópavogs mánudaginn 16. mars kl. 20.30. Martial Nardeau flautuleikari leikur með þeim í einu verki. „Fólk trúir því eflaust ekki en það eru sex ár síðan við „síamstvíburarnir" héldum síð- ast tónleika á höfuðborgarsvæðinu," segir Sigrún, betur þekkt sem Diddú. „Og tvö börn,“ bætir Anna Guðný við. Það er reyndar ekki að ástæðu- lausu að píanóleikarinn gerir börn að umtalsefni en börn, og ekki síður mæður, eru miðlæg í efnisskránni sem stöllurnar munu flytja. Þar er að finna móðurljóð, vöggu- ljóð og barnaljóð - nánar tiltekið ljóðaflokkinn Frauenliebe und - leben eftir Robert Schumann; Glæsitilbrigði (Bravour variationen) eftir Adolph Adam; ljóðaflokkinn Ljóð íyrir börn eftir Atla Heimi Sveinsson, auk annarra íslenskra sönglaga, og norræn sönglög eftir Grieg, Sibelius og Sjöberg. Djúpum tilfinningum móður til barns síns er lýst í Frauenliebe und -leben en i kringum hann var efnis- skráin spunnin. Segir Diddú ljóða- flokkinn, sem hefur þá sérstöðu að vera lagð- ur í munn konu, sjaldan fluttan enda þurfi söngkonan að búa yfir miklu raunsæi og lífs- reynslu. „Þessi ljóðaflokkur er búinn að vera í undirmeðvitundinni frá því ég byrjaði að læra söng en það er fyrst núna að ég treysti mér til að flytja hann. Maður þarf virkilega að næra ljóðin og laglínuna á þroskanum," segir Diddú en svo skemmtilega vill til að sjálf ól hún barn á liðnu ári. Diddú kveðst ekki síst hlakka til tónleik- anna fyi-ir þær sakir að hún syngur ekki svo oft ljóðatónlist - er betur þekkt fyrir „aríur og sprell“, eins og hún tekur til orða. Engar aríur komast aftur á móti fyrir að þessu sinni. „Eg hef alltaf haft svolitla minnimátt- arkennd gagnvart ljóðinu - hef horft á það úr fjarlægð með lotningu. Kannski stafar það af því að ég lærði í Englandi og er þar af leiðandi ekki alveg með þýskuna á hreinu, þótt ég hafi ágætt vald á henni. Það er á hinn bóginn alltaf holl lesning að fara í gegnum dagskrá sem þessa, auk þess sem það er alltaf lærdómsríkt og ögrandi að standa ein á sviðinu.“ Anna Guðný og Diddú hafa á undanfóm- um tveimur áram ferðast vítt og breitt um landið til að syngja og leika íyrir fólk og meðal annars flutt hluta efnisskrárinnar sem boðið verður upp á í Kópavogi. Segja þær ferðir þessar í senn hafa verið skemmtilegar og lærdómsríkar - mikill söngáhugi sé úti á landi, eins og reyndar á höfuðborgarsvæð- inu. „Söngurinn virðist hvarvetna lokka og laða,“ segir Anna Guðný og Diddú bætir við að það sé einstök upplifun að syngja fyrir fullan sal af fólki, þar sem áhuginn skíni úr hverju andliti. „Það er engu líkara en söngá- huginn sé landlægur á íslandi!“ En skyldi eitthvað fleira vera á döfinni hjá „síamstvíburunum“? „I sumar vonumst við til að láta langþráðan draum rætast - taka upp geislaplötu með íslenskum' sönglögum og jafnvel fleira efni,“ segir Anna Guðný en að líkindum yrði sú plata sett á markað á næsta ári. „Þá bíða okkar fjölmargir staðir úti á landi. Verkefnin eru í raun óþrjótandi - enda af nógu að taka.“ RANNVEIG Fríða Bragadóttir, mezzosópr- an syngur við undirleik Gerrits Schuil, á ljóðatónleikum sem haldnir verða í Kirkju- hvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ laugar- daginn 14. mars kl. 17. Tónleikarnir eru liðið í stærri dagskrá kammertónleika sem haldn- ir eru í Garðabæ á þessum vetri undir list- rænni stjórn Gerrits. A efnisskrá eru fræg- ustu söngljóð Schumanns og lög eftir Mahler ásamt norræni ljóðatónlist. Tónleikai’nir hefjast á lagaflokkinum Frauenliebe und Leben eftir Robert Schumann við ljóð eftir Chamisso. Þessi átta lög eru meðal frægustu söng- ljóða Schumanns. Ljóð og lög mynda hér eina samslungna heild sem er þrungin heit- um tilfinningum og þó að ljóðin séu lögð í munn konu eru þau umfram allt lofgjörð til kvenna, enda er leitun í tónbókmenntunum að tónlist sem jafnast á við þessi ástarljóð. Þá fylgja fjögur lög eftir Gustav Mahler við ljóð úr „Des Knaben Wunderhorn“. Um þessi lög hefur verið sagt að hér tali tónlist Mahlers máli sínu sjálf, að tónmálið sé svo kraftmikið að orðum sé nánast ofauk- ið. Tónskáldið tekur hlustandann sér við hönd og sýnir honum mannkynið í dýrð þess og þjáningu. Sérhver hugblær og til- finning í þessum ljóðum fær rétta laglínu og áherslu í tónlistinni svo óþarft er að skilja orðin til að skynja það sem verið er að lýsa. Síðari hluti efniskránnar er helgaður nor- rænni tónlist. Þá flytja þau Rannveig Fríða og Gerrit lagaflokkinn Haugtussa eða Huld- an eftir Edvard Grieg við ljóð eftir Arne Garborg. I ljóðunum segir frá skyggnri smalastúlku, unnustinn hefur svikið hana og hún er á flótta undan gráum veruleika og af- skiptaleysi mannanna. Með skyggnigáfu sinni kemst hún í samband við náttúruna og hin huldu öfl hennar. Hér skiptast á ástar- söngvar og náttúruljóð, en fram-’ vindan ræðst af einstæðri sýn tón- skáldsins á innra samhengi náttúru- aflanna og mannlegra tilfinninga. Efnisskránni lýkur svo með fjórum sönglögum eftir Sibelius, meðal annars hinum frægu lögum hans við texta Runebergs, Den första kyssen og Flickan kom ifrán sin álsklings möte. Syngur víða í Evrópu um þessar mundir Gerrit Schuil hefur búið og starf- að hér á landi síðastliðin fjögur ár og tekið virkan þátt í tónlistarlífi Is- lendinga, bæði sem píanóleikari og hlj ómsveitarstj óri. Rannveig hóf störf við Ríkisóper-' una í Vínarborg árið 1987 og starfaði þar sem einsöngvari til ársins 1992. Hún hefur frá síðastliðnu hausti starfað við óperuna í Frankfurt og hefur í vetur sungið þar hlut- verk Rosinu í Rakaranum í Sevilla og hlotið fyrir frábærar undirtektir og gagnrýni. Þá hefur hún komið fram á á óperusviði og tón- listarhátíðum víða um lönd, meðal annars á hátíðaleikunum í Salzburg og við óperana í Brussel. Rannveig Fríða hefur sungið inn á nokkra hljómdiska undir stjórn heims- frægra tónlistarmanna, en skemmst er að minnast hljómdisks með söngljóðum eftir Schubert sem þau Gerrit Schuil sendu frá sér á síðasta ári. Miðasala er opin í Kirkjuhvoli við Vídalínskirkju í Garðabæ milli 15-17 tón- leikadaginn. Morgunblaðið/Árni Sæberg MARTIAL Nardeau, Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigrún Hjálmtýsdóttir koma fram á tónleikum í Listasafni Kópavogs á mánudagskvöld. Rannveig Fríða Bragadóttir og Gerrit Schuil flytja Ijóða- tónlist á Kammertónleikum í Vídalínskirkju í Garðarbæ í dag, laugardaginn 14. mars. H UOMFALL LÍKAMANS MYJVPLIST Hafnarbo rg SKÚLPTÚR, TEIKNINGAR, LJÓÐ OG MÁLVERK SIGRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, KRISTÍN JÓNA ÞORSTEINSDÓTTIR OG VICTOR CILIA Opið alla daga nema þriðjudaga frá 10-18. Að- gangur 200 kr. Til 16. mars. í SVERRISSAL í Hafnarborg sýna sam- an Sigrún Guðmundsdóttir og Kristín Jóna Þorsteinsdóttir. Hér er þó ekki um venjulega samsýningu að ræða því aðeins önnur þeirra er myndlistarkona. Sigi’ún leggur stund á höggmyndalist og sýnir kolateikningar og skúlptúrverk í gips og brons, en Kristín er ásláttarhljóðfæraleikari og Ijóðskáld og á veggjum eru innrömmuð ljóð eftir hana, auk þess sem hún sýnir handunna ljóðabók sem hún gaf út 1996. Ég hef grun um, þótt þess sé hvergi getið í sýningarskrá, að þær hafi haft samvinnu um fleira en að sýna saman og að Kristín hafi setið fyrir hjá Sigrúnu, a.m.k. á einni mynd. Sigrún er enginn nýgræðingur í skúlptúr- listinni og hún hefur kennt um langa hríð bæði í Myndlista- og handíðaskóla Islands og Myndlistarskólanum í Reykjavík. Mannslík- aminn er viðfangsefni Sigrúnar á þessari sýningu og hún nálgast hann með kolateikn- ingum, eða módelteikningum, þar sem lík- aminn er mótaður með frjálslegri línu, og síðan eru líkamsstöður og hreyfingar út- færðar í gips. Sjö slíkar gipsmyndir hafa ver- ið steyptar í brons, en Sigrún sýnir einnig þrjár gipsmyndir. Allar bronsmyndirnar (nema ein) eru af kvenlíkama, svipaðar að stærð, u.þ.b. hálfur metri á hæð í uppréttri stöðu. Fyrir utan dyrnar er svo brjóstmynd, sem er greinilega ekki hluti af þessari myndröð, en er samt það verk sem ég var einna hrifnastur af. Verkin sýna það vald sem Sigrún hefur á anatómíu líkamans, líkamsstöðum og með- ferð efnisins í mótun myndarinnar. Skóla- bókardæmi um örugg vinnubrögð. Það er ekki lagt upp úr fínlegum dráttum, heldur er líkamsmassinn ýktur og áferðin frekar stór- gerð, þannig að það virðist ekki vaka fyrir Sigrúnu að laða fram einhverja hugmynd um kvenleikann eða mýktina, heldur er það fyrst og fremst hreyfingin í stöðunni, sem gefið er aukið vægi með hraðanum og snerpunni í þumalfari myndhöggvarans. Það er ekki laust við að maður leiði hugann að því hvort sú áralanga kennsla sem Sigrún á að baki hafi haft áhrif á list hennar, því óneitanlega er nokkuð akademískur bragur á brons- myndum hennar. Formið er svo klassískt og fyrirmyndirnar svo sterkar að það þarf mik- inn styrk til að blása í það lífi með persónu- legum efnistökum. Ekki treysti ég mér til að leggja mat á ljóðlist Kristínar Jónu og það er ekki nein augljós tenging milli mynda og Ijóða. Kristín hefur valið þá leið að ramma ljóðin inn og mynda þau fjóra bálka umhverfis skúlpt- úrana. Frágangur ljóðanna, tölvuútprentuð skrautskrift á marmarapappír í hvítmáluð- um ramma, rímar engan veginn við skúlpt- úrana og gerir ekkert til að lyfta sýningunni. Hins vegar má kannski segja að huglæg og tilfinningarík ljóðin myndi ákveðið mótvægi við efnisríka og hlutkennda skúlptúra Sig- rúnar. Málverkið virðist lifa nokkuð góðu lífi meðal yngi-i listamanna, þrátt fyrii’ að þær fréttir berist að utan að það þykir ekki frjór vettvangur fyrir framsæknustu tilraunir inn- an listarinnar, ef marka má nýlegar yfirlits- sýningar í Evrópu. Einn af þessum yngri listamönnum er Victor Cilia, sem útskrifaðist fyrir fimm árum eða svo úr Myndlista- og handíðaskólanum, og hefur sýnt árlega síð- an. En málverk Victors Cilias skera sig nokkuð úr málverkaflóru samtímans og koma, satt að segja, undarlega fyrir sjónir, reyndar svo undarlega að þau eru með því óvenjulegra sem ég man eftir að hafa séð í nokkurn tíma. Með sýningu sinni í Hafnar- borg, þar sem hann sýnir tólf olíumálverk, hefur Victor gengið skrefi lengra með þau myndstef sem hann hefur verið að vinna úr (eiginlega frá upphafi) og hefur náð að leiða þau út á afar sérstæðar brautir. Fyrsta orðið sem manni dettur í hug til að lýsa myndum Victörs Cilias er mynstur, ekki geómetrískt mynstur, heldur einslags skrautlegt, lífrænt flúr. En þótt mynstur sé útgangspunkturinn er það ekki tilgangurinn. Hér er enga úflatta endurtekningu og sí- bylju að finna. Formin sem Victor vinnur út frá hafa á sér lífrænt, náttúrulegt yfirbragð: sprotar, vafningsangar og spíralar, nabbar og kúlur, íhvolfar og íbjúgar skálar. En þótt myndstefin sverji sig í ætt við mynstur get ég ómögulega staðsett þau eða fundið skýra samlíkingu. Þau koma manni fyrir sjónir eins og einhvers konar blending- ur af mannerísku skrautflúri, míkróskópíski’i sjávarlíffræði og vísindaskáldsagnakenndum vélbúnaði. En raunar getur hver sem er fundið í þessum formum eigin samlíkingar. Allar myndirnar hverfast um miðlægan ás og formin eru öll samhverf, hægri og vinstri hliðin spegilmynd hvor annarrar. Öllu er haldið í skefjum af samhverfunni sem skapar þversagnakennt sambland af formfestu og órum, aga og óhófi. En það er ekki síst vönd- uð meðferð lita sem hefur lyft málverkum hans talsvert frá því sem var, og auka á áhrifamátt myndanna án þess að æpa á at- hygli. Þegar ég sagði að myndirnar komi undar- lega fyrir sjónir átti ég ekki aðeins við myndefnið, heldur koma þær manni á óvart þegar þær eru settar í samhengi við það sem helst hefur verið á döfinni í málverki. Margir málarar hafa fengist við mynstur síðastliðin ár, en þá yfirleitt sem táknmynd formleysis og merkingarleysis, eða þá sem ímynd kitsch-listar. Ég man ekki eftir neinum sem notar skrautmynstur sem innblástur í verk- um sínum. Myndirnar eru bæði í andstöðu við stífa formhyggju og hamslausan ex- pressjónisma. Þær vega salt milli hins fígúratíva og óhlutbundna. Það er heldur ekki algengt að sjá svo algjörlega heildstæð- an myndheim, þar sem hvergi er að finna uppbrot eða aðskotahluti, samhengisslit eða samklippingu úr ólíkum áttum, enginn hlut- ur innan myndanna er framandi þeim heimi, eins furðulegur og hann er nú. Auk þess man ég ekki eftir myndlistarmanni, íslenskum a.m.k., sem byggir jafn undantekningarlaust á samhverfu. Þannig koma þessar myndir mér fyi’ir sjónir sem glaðvær en yfirveguð andmæli gegn flestu því sem hefur verið mest áber- andi í málverki á undanfórnum árum. Og það er ekki síst þessi hlið á málverkum Victors Cilias sem gerir þau spennandi. Frábær sýning hjá þessum unga lista- manni sem hefur greinilega öðlast fullt vald á því sem hann fæst við. Gunnar J. Árnason LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. AAARZ 1998 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.