Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 4
11 mi WK -rrmmmir HMi FYRSTI landnemahópurinn kemur til Sarnia í Ontario 25. sept. 1875. Teikningin er fréttamynd úr Canadian lllustrated News. Fólkið er komið á þennan áfangastað með lest og framundan er sigling með gufuskipinu Ontario til Duluth. DEILUR MAGNAST UM VESTURFERÐIR EFTIR BJÖRGVIN SIGURÐSSON Eftir að Vesturheimsferðir höfóu náð hámarki 1887 þegar nærri 2000 Islendingar fluttu vestur, mögnuðust deilur hér á landi sem risu hæst í bæklingum Benedikts Gröndal skálds og Jóns Olafssonar, sem einnig var skáld, en ritstjóri og alþingismaður að auki. Reiknaði Gröndal tapaðan mannauð á þrælaverði uppá 8 millj- ónir króna, en Jón var svo stóryrtur í sínum bæklingi að málaferli risu og fleiri bæklingar sáu dagsins Ijós. NÍUNDI áratugur 19. ald- arinnar einkenndist fyrst og fremst af tvennu: Hann var blómatími vesturferð- anna, en jafnframt tími erfiðleika vegna kulda og hafísa. Bæði þessi ein- kenni náðu hámarki árið 1887. Fóðurskortur var mikili til sveita og bú- fé féll. Árið var einnig mesta vesturfaraár frá upphafi, en rétt tæplega 2000 íslendingar héldu yfír hafið og hófu nýtt líf í Vesturheimi. Hvort sem það var vegna kuldans eða ann- arra orsaka þá var eins og margir íslendingar hefðu skyndilega fengið nóg af utanferðunum og mótmæli urðu kröftugri sem aldrei fyrr. Gagnrýnin varð beittari og háværari og hæst allra hafði Benedikt Gröndal. Hann ritaði og gaf út bækling þar sem hann réðst harkalega á vesturfarana, og skóf ekki af hlutunum. í fyrsta sinn heyrðist alvarleg gagnrýni á helstu röksemdir uphafsmannanna og leið- toga þeirra. Munurinn á vesturförunum og landnámsmönnunum sem fóru til íslands forðum, var sá að forfeðurnir voru stórhöfð- ingjar, en vesturfararnir „[bjláfátækir aum- ingjar og sá lakasti skríll, þó einstaka efna- maður hafi flækst með, þá er það svo lítið um það að varla er nefnandi." Benedikt var sár yfir að missa þennan mikla fjölda fólks úr landi þrátt fyrir að „allir þessir menn geta ekki skoðast öðruvísi en sem uppgjafahræður, sem hafa lagt árar í bát og yfirgefa þá sem berjast fyrir frelsi og fósturjörð.“ Skýringin á reiði Gröndals átti sér þó einnig efnalegar ástæður. Hann sá mjög eftir þeim peningum sem töpuðust. Honum reiknaðist til að ís- lenskir vesturfarar væru búnir að borga um 300 þúsund krónur í fargjöld og svo reiknaði hann út það tap sem landið varð fyrir í formi mannauðs. Við þá útreikninga notaði hann tölur um verð þræla, bæði í Rómarveldi og Ameríku, með þessari aðferð komst hann að því að um 8 milijónir króna hefðu tapast. Jón Olafsson alþingismaður og einlægur stuðningsmaður vesturferðanna svaraði Gröndal í öðrum bæklingi. Hann benti á að ef allir vesturfarar væru slíkur skríll og engum til gagns væri til lítils að reikna út verðmæti þeirra, enda mun sá sem ekkert gagn gerir vera lítils virði. Jón benti Gröndal einnig á að Vestur-íslendingar hefðu gegnum árin sent mikið fé heim til ættingja svo reikningskúnst- ir Benedikts gátu víst ekki talist raunhæfar. En Gröndal hafði ekki hellt öllu úr skálum reiði sinnar, því að hann taldi, eins og margir á undan honum, að lítið vit væri í að flytjast til Vesturheims. Hann afgreiddi óánægju vesturfara með stjórnmálaástandið á sama hátt. „Þeir hafa enga hugmynd um pólitík, hvorki stjórn né óstjórn. Enn fremur vantar þá alla föðurlandsást." A hverju ári bárust til JÓN Ólafsson alþingismaður og einlægur stuðningsmaður vesturferðanna svaraði Gröndal í öðrum bæklingi. íslands ógrynni bréfa frá Vestur-íslending- um sem flest lýstu jákvæðri reynslu þeirra. Þetta féll að vonum illa að hugmyndum Grön- dals, en hann hafði þó svar við því. „Það er sumpart meðalagentarnir og þeirra liðar, sem fá einhverja til að skrifa bréfin, kannske fyrir þóknun, sumpart eru þessir menn sjálfir hrifnir út af því að hafa ekki drepist alveg og þykir nú allt gott sem þeir hræktu að á ís- landi, sumpart eru þeir fengnir til þess af þeim íslendingum sem þegar eru farnir, til þess að auka »félagið«. í stuttu máli: Allir Vestur-íslendingar lugu að ættingjum og vin- um annað hvort fyrir borgun frá umboðs- mönnunum, eða vegna þess að þeir höfðu gleymt hversu gott var á íslandi, nú eða bara af tómri ilikvittni því að þeir vildu fleiri til sín í eymdina. Forystumönnum vesturferðanna féll allur ketill í eld og Sigfús Eymundsson umboðs- maður kærði Gröndal fyrir meiðyrði, enda fannst honum ómaklega að umboðsmönnun- um vegið. Sigfús vann málið fyrir Landsyfir- rétti og var Gröndal dæmdur til að greiða 60 króna sekt eða sæta 15 daga varðhaldi, ásamt því sem ummæli hans voru dæmd dauð og ómerk. Skrif Gröndals eru hlaðin þjóðernislegum rökum og má segja að hann láti tilfinningarn- ar bera sig ofurliði þegar að hann tekur meinta þjóðarheill fram fyrh' frelsi einstak- lingsins til að velja sér örlög. Jón Olafsson nýtti sér þetta í andsvari sínu. Hann benti á að margar sjálfstæðishetjurnar, svo sem Kon- ráð Gíslason og Jón Sigurðsson, höfðu búið nær alla sína starfsævi í Danmörku og ekki voru þeir neitt minni þjóðernissinnar fyrir vikið. Hvað er að því að lifa þar sem hverjum og einum vegnar best, spurði Jón. Þrátt fyrir að hann hafi haldið á lofti rétti einstaklingsins þá var bæklingur Jóns þó öfgakenndur og gíf- uryrtur eins og hans var vani. Meiri að segja Gröndal blöskraði. Hann kærði Jón fyrir meiðyrði og vann málið. Landsyfirrétturinn taldi Jón hafa verið öliu dónalegri en Gröndal áður, að hann þurfti að greiða 400 króna sekt eða sitja 120 daga í varðhaldi. Jón varðist með kjafti og klóm og kærði líka, en Gröndal var sýknaður af kæra Jóns. Benedikt hafði þó ekki sagt sitt síðasta orð þrátt fyrir sigur fyrir Landsyfirréttinum heldur gaf hann út framhaldsbækling sem bar heitið Enn um Vesturheimsferðir. í því riti hafði mesta æðið runnið af höfundinum, því hann fjallaði þar á öllu málefnalegi-i hátt um Ameríku. Raunar benti Gröndal réttilega á að erfiðleikar landnemanna væru miklir. Þá vantaði öll áhöld og tæki til að rækta þessar milljónir fermflna. Gilti þá einu hvort mönn- um væri gefið landið eða ekki, ómögulegt væri að hafa af því arð. „Maður yrkir ekki túnglið, maðui' horfir á það, það hjálpar ekk- ert þó manni sé gefið það.“ Pólitík og siðferð- ismál voru einnig í mesta ólestri að mati Benedikts. Frelsið var kannski til staðar á pappírnum, en í raun var það keypt og selt eins og hver annar vamingur. Réttarkerfið var meingallað. Málum var frestað uns þau lognuðust út af og morðingjar sluppu við refs- ingu sína. Allur almenningur bar vopn, jafnvel skólabörn. Sem fyrr hafði Gröndal þó mestar áhyggjur af amerískri menningu og þjóðerni þeirra íslendinga sem þangað fóru. Umboðsmenn erlendra skipafélaga, svo- kallaðir vesturfara:agentar, sáu um og skipu- lögðu allar ferðir íslendinga til Vesturheims og réðst Gröndal harkaiega að þeim. Þeir voru svindlarar sem tóku peninga af bláfá- tæku og klæðalitlu fólki. Skýrasta dæmið um vesturferðavitleysuna var sú staðreynd að umboðsmennirnir vildu ekki fara til Ameríku. Þeir sátu á gullnámunni íslandi og fitnuðu, „en þessir aumingjar, sem eru vörurnar í þessari nýstofnuðu manna-verzlun, gefa sinn síðasta skildíng til þess að komast héðan og hverfa." Aldrei þessu vant stóðu blöðin nú með Vesturheimsförum og fannst greinilega nóg um heiftina í Gröndal. ísafold birti greinar undir fyrirsögninni „Gröndalskt frumhlaup og Vesturheimsferðamálið", þar sem Benedikt var gagnrýndur. Blaðið minnti á að einstak- lingsfrelsi ætti að vera undirstaða samfélags- ins. Um ásakanir á hendur umboðsmönnunum hafði blaðið þetta að segja: „Auðvitað eru þessar árásir ekki annað en góðgjarnlegur heilaspuni hans, enda mundu þeir herrar ekki þurfa hans varnar við eða hirða um hann, þótt þeir væru áreittir.“ Oánægja með framkvæmd og aukna ásókn til Vesturheims kom einnig fram á þinginu. Það vildi herða reglumar enn frekar til að verja rétt útflytjenda en nokkur misbrestur var á að umboðsmennirnir gætu tryggt út- flytjendum far. Það kom því fyrir að fólk væri búið að selja eigur sínar en komst ekki af landi brott. Eftir snarpar umræður voru lögin sam- þykkt árið 1889 og var þeim ætlað að koma í veg fyrir að sakamenn eða skuldarar strykju til Ameríku. Það má segja að aðgerðir þings- ins hafi verið upphafið að allsherjar árásum á umboðsmennina. Blöðin tóku að birta frá- sagnir af svikum þeirra og illri meðferð á vesturförum. Sigmundur Guðmundsson umboðsmaður Anchor-línunnar reyndi að verja sig en ekkert megnaði að lægja óánægjuölduna. Hugmynd- ir um að bjóða út ferðirnar til að lækka far- gjaldið komu upp og almenn óánægja magn- aðist. Hvort sem aukin andstaða og umfjöllun um vesturferðirnar höfðu áhrif þá er ljóst að mjög dró úr straumnum eftir útflutningsárið mikla 1887. Kanadamenn vildu taka á móti sem allra flestum innflytjendum og þegar dró úr eftirspurninni brugðust stjórnvöld vestra hart við. Fargjöld voru lækkuð mikið, eða nið- ur í 120 krónur sem var um helmingur þess verðs sem verið hafði fram yfir 1883. Þá lán- uðu þau fátækasta fólkinu fyrir farinu og lof- uðu þeim vesturförum sem festu sér ábýlis- jörð innan sex mánaða peningagreiðslum. Til að auka epn á þungann kostuðu Kanadamenn 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.