Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 9
ERLENDAR BÆKUR EYRARFJALL að norðanverðu. Klettadrangarnir, sem ber við himin, heita Strákar og þar er einnig Strákaskarð í fjallinu. Myndin er tekin frá býlinu Naustum. SÉÐ TIL norðvesturs yfir kirkjugarðinn að Hallbjarnareyri. og gott undir selstöðubú, enda mun hafa verið haft í seli um aldir frá Hallbjamareyri við Steinahlíðahaus sem er mikill og áberandi klettahöfði í Eyrarafjallinu austast á hálsin- um. Þar sér enn til rústa kvíaréttar sem gerð er úr þeim steinatökum að sá sem lítur þá steina augum mun finnast lítið til kvíahellunn- ar að Húsafelli koma. Verður þá þeim hinum sama litið austur yfir Kolgrafarfjörð þar sem blasir við bærinn að Berserkseyri og þá ef til vill hugsað til vinnumanna Víga-Styrs. Komu þeir kannski nálægt því að hlaða veggi þess- arar kvíaréttar? Þarna uppi í klettunum, á klettasnös, sáust til skamms tíma leifar sein- ustu birkihríslunnar í Eyrarsveit. í Eyrarstöpunum sem eru skammt vestan bæjar á Neðri-Hallbjamareyri niður undir mýrinni var huldufólksbyggð með tilheyrandi ljósagangi og öðrum fyrirbærum sem fylgir búsetu þess. Þar eru þau álög að stapana má ekki slá eða hafa í frammi ærsl eða ólæti og á svo a.m.k. við um vestari stapann en þeir em tveir. Auðvitað era staparnir grasgefnir eins og títt er um álagabletti og þar af leiðandi freisting að sækja þangað heyfeng. Engar sögur kann ég um að svo hafí verið gert og al- menn virðing var borin fyrir staðnum bæði af börnum og fullorðnum en fjölfóralt var hjá stöpunum þar sem götuslóðinn heim að bæn- um lá fast að þeim. Alfabyggð var sögð í hól- barðinu sem gengur frá fjallinu í norður milli bæjanna Innri- og Ytri-Traðar. Þá var okkur bömunum sagt að álfabyggð væri í Gráasteini, áberandi steini í brekkun- um íyrir ofan býlið Hjarðarbrekku. Nær fjall- inu er laut sem nefnist Grjótlaut, skemmtilegt leiksvæði barna. I Gráasteini hlýtur að hafa verið einbúi eftir stærð steinsins að dæma og geðgóður hefur hann verið og umburðarlynd- ur því oft var þar fyrirgangur bama að leik. Þá má geta um nafnlausan stein sem ldofinn er í tvennt og stendur við litla tjöm utar á brekkunum. Þar þótti ekki gott að vera því óhreint mun vera við steininn. Einnig má nefna Draugalaut fyrir austan Eyrarhymu, stað sem fældi frá sér þegar dimma tók. Efst í henni á nokkuð vatnsmikill lækur upptök og fellur síðan fram af bökkunum við Kolgrafar- fjörð í fossi er heitir Spræningi. Mjög víða í landi Hallbjamareyrar era stapar og borgir og aðrir byggilegir staðir álfa og huldufólks svo nema mundi heillri sókn. Kæmi þá Kastal- inn að Neðri-Eyri vel til álita sem álfakirkja vegna stærðar sinnar og reisnar. Sá skemmti- legi siður er enn við líði að böm sem koma úr berjamó austan með Eyrarhyrnu láta ber í steinbolla eða hvilft sem er ofaní steini fast við veginn skammt austan við Innri-Tröð. í þvi mun eiga að felast einhverskonar þakklæti íyrir góðan og skemmtilegan dag. Gullhóll heitir þar sem gripahúsin að Efri- Hallbjamareyri stóðu á hólnum norðanverð- um. Þar eiga gull og gersemar að vera fólgin. Einhvern tímann fyrr á öldum þá er kirkja var enn að Hallbjamareyri hugð- ust nokkrir ungir og tápmiklir menn ná gersemum þessum og hófu að grafa í hólinn. Er þeir höfðu grafið nokkra stund verður þeim litið til kirkjunnar og stendur hún þá 1 björtu báli. Þeir hætta þegar greftrinum og hraða sér heim að slökkva eldinn. En er þeir koma að kirkjunni reynist þetta missýn ein og enginn eldur laus. Snúa þeir nú aftur til hólsins og taka til við gröftinn þar sem frá var horfíð. Gengur svo um stund þar til einn þeirra sér til hafsins að komin era tvö feiknastór herskip upp á Bótina þar sem er fiskislóð þeirra Eyrplássinga skammt norðan skerja við landið. Hætta þeir nú greftrinum í annað sinn og halda til bæjar að gera fólki viðvart. Er þeir koma heim að bænum hverfa skipin sjónum þeirra eins og eldurinn í kirkjunni áður. Setjast þeir nú á rökstóla að ráða ráðum sínum og sýnist sitt hverjum. En ofan á verð- ur gróðavonin og enn halda þeir til hólsins og taka til við að grafa sem ákafast. Koma þeir nú niður á hellu eina mikla og fara að fást við að ná henni upp. Verður þá gnýr feiknalegur í fjallinu og er þeir líta til sjá þeir að her manns drífur niður Sneiðingsgötuna með alvæpni og miklum fyrirgangi og vopnaskaki. Miklum felmtri sló á gullleitarmenn við sýn þessa og þustu frá greftrinum, en um leið hvarf herinn í fjallinu og þar með gáfu þeir upp frekari gröft í Gullhóli. Ekki er þess getið að fleiri til- raunir hafi verið gerðar til að ná gersemum hólsins. Engar sögur fara af fjöralöllum eða álíka ókindum í Eyrarplássi sem er merkilegt þar sem sjávarins varð að gæta árið um kring vegna mikillar flæðihættu í skerjum fyrir landi og voru Klumburnar við Gíslahjalla í Eyrarodda hættulegastar. Var farið nótt eftir nótt að hóa fénu úr skerjunum þegar þannig stóð á um strauma og var því verki skipt niður á bæina. Þó munu menn hafa orðið varir við dýr í Skallabúðabótinni og í Akureyjum, sem era skammt austur af Eyrarodda. Þar var til skamms tíma á ferli sjávardýr sem hreinlega gekk þar í hús. Fyrir Eyrarplássinu er mjög skerjótt og mikið útifiri. Langasker, Breiðasker og aust- ast Irland, brimasamt í vestan- og norðanátt og lending í malarkambi. Þegar þannig viðr- aði var lífhöfn inni við Eyrarodda. Mikið út- ræði var úr Eyrarplássi vor og haust, enda gat verið stutt til fiskjar á bótinni, fiskislóð sem liggur austur-vestur norðan skerja. Á sjávarkambinum stóðu fiskihjallarnir skammt, og við þá spil til að bjarga bátum frá sjónum sem varð að gera eftir hvern róður. Afla var skipt í fjöru og heim borinn nýr fisk- ur eða biti af sel. Við sem fæddumst og ól- umst upp í fjöranni og fiskihjöllunum munum seint gleyma þeirri angan sem þar var að finna. Þá sjáum við fyrir okkur sjómennina og eigendur hjallanna er þeir straku um rár og saltfiskstæður. Þetta vora þeirra verðbréf. Auðlegð að eiga mat til næsta dags. Ekkert er að finna um að sjóslys eða önnur mannskæð óhöpp hafi hent við sjósókn úr Eyrarplássi fyrir utan að við Naustaflögu á að hafa orðið sjóslys til forna. Á meðan formað- urinn þreifaði til tóbaksbauksins á hann að hafa kveðið: Nú er ekki í nefíð grand nálgast tekur þrautabað. Pó að kosti líf og land leita verð ég bauknum að. Einn mann rak á land á kili. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er lögregluþjónn í Reykjavík. HUGMYNDIR OG VIÐHORF ISAIAH BERLIN: The Sense of Reality - Studies in Ideas and their History. Edited by Henry Hardy. With in introduction by Patric Gardiner. Chatto & Windus 1996. H enry Hardy hefur á undan- fömum árum safnað saman og gefið út mikið magn áður óútgefinna ritgerða og verka Isaiah Berlins. Þessi verk eru meira og minna frá síð- ustu 60 árum. Rit Berlins eru fyrst og síðast „hug- myndasaga" og þar af leiðandi saga „hug- myndafræðanna“, en það hugtak kviknar í frönsku stjómarbyltingunni, „ideologie". Fyrsta rit Berlins var um Karl Marx og þar með komst hann í nána snertingu við forvera Marx, Helvetius, Condorcet, Saint-Simon og Comte. Allir þessir höfundar áttu það sam- merkt að hin vísindalega rann- sóknaraðferð og vísindahyggjan, sem hafði að dómi upplýsingar- manna átt svo mikinn hlut að þekkingaröflun um fyrirbrigði náttúrunnar, myndi gilda í sama mæli um rannsóknir á sögulegri þróun mennskra samfélaga og leiða að lokum til þess að upp- lýsa menn um þær reglur og lög- mál sem væru gild um samskipti manna og innan samfélaganna. Þegar Berlin hóf feril sinn varð honum strax ijóst að til þess að geta skilið hugmyndaheim upplýsingarmanna varð hann að skiija tímana frá skilningi þeirra tíma og þar með leitaðist hann við að skiija þá á þeirra eigin for- sendum og þar með þá tíma sem voru þeirra tími. Vísindalegum aðferðum varð ekki beitt við rannsóknir á gangi sögunnar eða atburða- rás löngu liðinna tímaskeiða. Ævisaga Karls Marxs kom út 1939, síðan The Age of Enlightenment 1956 og Four Essays on Liberty 1969. Frá 1976 og til dató hafa komið út 8 bindi, sjá bókfræðilista í lok þessarar bókar. Henry Hardy hefur unnið að útgáfu allra þessara rita. Mikill hluti efnis þeirra hefur birst áður í tímaritsgreinum hingað og þang- að og þar er að finna markverðustu ritgerðir Berlins. Allar ritgerðir Berlins og bækur eru til- raun til þess að útlista kenningar og viðmið- anir 18. og 19. aldar hugsuða um pólitíska hugmyndafræði og áhrif þessara hugsuða á gang sögunnar, bæði til hægri og vinstri í stjómmálum. Viðfangsefni hans era fjölþætt. Menningarsagan eða grunnur menningar- sögunnar á hverjum tíma er inntak margra ritgerðanna, kenningar Herders og Vicos og upplýsingarmannanna urðu grundvöllur þeirra stefna í menningarefnum og stjóm- málum sem mótuðu atburðarás 20. aldar. En Berlin skrifar ekki um þessa fjölmörgu ein- staklinga, sem koma við sögu, „ævisögu- þætti“ í venjulegum skilningi, hann dregur upp mynd þess þjóðfélags og þeirra heim- spekikenninga sem mótuðu afstöðu þeirra, hann lýkur upp tímum þeirra og útlistar við- brögð þerira við atburðarás og pólitískri bar- áttu samtíðarinnar. Berlin er eðlilega óbundinn „mónisma“ í útlistun sinni á gangi sögunnar. Hann er mjög fjarlægur kenningunum um „endanleg- an sannleika sögulegrar þróunar", en hann skilur manna best þá höfunda sem telja sig hafa fundið „lögmál“ um framvindu og full- komnun sögunnar eða mennskrar viðleitni. Hann afneitar „stóra sannleik" og er í ýms- um efnum sammála Collingwood og H.A.L. Fisher og fleirum um óvissuþáttinn sem er ráðandi bæði í lífshlaupi einstaklinga, þjóða og mannkynsins alls. Ritgerðir Berlins og persónulýsingar ein- kennast af skilningi hans á þeim óendanlega fjölbreytileika mannheima, sem er aðalein- kenni allrar góðrar sagnfræði og jafnframt fáránleika áætlana og framtíðarhugmynda heimskari tegundar stjómmálamanna og hugmyndafræðinga. I þessari bók Isaiah Berlins birtast rit- gerðir sem ekki hafa birst áður utan ein, alls eru ritgerðimar níu. Fyrsta ritgerðin fjallar um raunskynið, þ.e. að skynja raunveruleik- ann næst því sem mönnum er gjörlegt, mennskan raunveruleika eða ástandið í þjóð- félaginu og hegða sér samkvæmt skynsam- legu mati á ríkjandi ástandi. Þessi skynjun er aðall þeirra stjómmálamanna sem ná árangri í stjómsýslu, höf. nefnir í því sambandi Otto von Bismarck, Napóleon og Abraham Lincoln. Þeir skynjuðu hvað var gerlegt við það þjóðfélagslega ástand sem var raunheim- ur þeirra tíma. Bismarck og Napóleon voru lítt hrifnir af ideológum sinna tíma, eða manna sem þóttust hafa lausn allra vanda- mála í hendi sér og reistu hátimbraðar hallir í nánustu framtíð, töldu sig færa um að skipu- leggja framtíðina, sköpuðu „útópíumar“. Comte og aðrir félagsfræðingar sem teljast til útópista hafa gert mannkyninu meiri bölv- im á 19. og 20. öld en nokkur tyranni fortíðarinnar. Allar bylt- ingar 19. og 20. aldar hafa endað feril sinn í hafsjó af blóði myrtra milljóna og forastumennimir era nú taldir til verstu glæpa- manna og fjöldamorðingja allrar mannkynssögunnar. Berlin telur að höfuðástæðan hafi verið skortur á raunskyni, því raun- skyni sem afneitar hugsjóna- blaðri útópistanna. Næsta grein er um skylt efni, pólitískt mat stjómmálamanna, hvað sé gjör- legt og hvað ekki. Þeir stjóm- málamenn sem telja að vísinda- lega sönnuð lög náttúru og efnis- heims eigi sér hliðstæðu í mann- heimum og telja að félagsfræði- legar rannsóknir séu þess megnugar að finna slík lög og hafi jafnvel fundið þau, vaða í miklum villum. Höf. nefnir mörg dæmi um slíka menn. Hættulegastir alha eru þjóðar- leiðtogar sem eru algjörlega öruggir um eigin kórréttar skoðanir á öllu nú og langt fram á næstu öld, jafnvel aldir. Hið óvænta hrindir slíkum út í ystu myrkur fyrr en seinna. Þriðja greinin fjallar um höft á rit og mál- frelsi, þá einkum heimspekinga og annai-ra sem geta orðið hættulegir andstæðingar og gagnrýnendur einsræðisstjóma, hér tekur höf. dæmi úr sögu kommúnista og fasista. Næstu tvær greinar eru um sögu sósíalism- ans og marxismans á 19. öld. I ritgerðinni um „Rómantísku byltinguna" ræðir höf. þá gjörbyltingu sem verður fyrir áhrif stefn- unnar á viðhorfum manna til hins almenna og fasta mats á gildum upplýsingum og skynsemishyggju, með óheftri einstaklings- hyggju í siðgæði, fagurfræði og stjómmál- um. En rómantíkin opnaði nýjar víddir mennskrar meðvitundar. Imyndunaraflið efldist og kennd fyrir dýrmætum fjársjóðum „þjóðdjúpsins“, réttur tilfmninga, sem skyn- semisstefnan hefti með skynsamlegum rök- um, og persónulegt tjáningarfrelsi, sem braust fram í hljómlist og bókmenntum og öðram listum. En þessari meðvitundarbylt- ingu fylgdi einnig rökleysishyggja og þjóð- emishyggja, sem varð höfuðplága 20. aldar, með vænum skammti þjóðrembu og þjóð- drýldni ásamt meðfylgjandi nesjamennsku og drýldni heimskingjans. Ábyrgð listamannsins fylgir greininni um rómantíkina og tengist henni á ýmsan hátt. Hann fjallar um efnið í sambandi við mat rússneskra hugsuða á 19. öld og bohemis- mann í París. í ritgerðinni um Kant og kenn- ingar hans, þær sem Berlin telur snerta upp- komu þjóðemishyggjunnar, vitnar hann einkum í ritgerð Kants „Hvað er upplýsing" og niðurstöður Berlins era á vissan hátt óvæntar. Loks er ritgerðin „Tagore og þjóð- erni“. Þar rekur höf. hina sérstæðu sögu skálds, sem byggir „andstæða" menningar- heima, breskan og indverskan og þar kemur þjóðemisvitundin aftur við sögu. Isaiah Berlin andaðist 5. október sl. á 88unda aldursári, hann var vitrasti hug- myndasögufræðingur þessarar aldar og snjallasti essayisti enskrar tungu. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON Isiah Berlin LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. MARZ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.