Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 7
TAPAÐ (tilgangi sínum) (Losing(her Meaning)), 1988, olía á striga, 50x70 cm. MÁLARINN (The Painter), 1994, olía á striga, 200x100 cm. undirfötum - Marlene velti því fyrir sér hvaða konur klæðist slíkum fatnaði og ákvað að það gætu aðeins fyrirsætur, brúðir, hefð- arkonur og prinsessur gert. „Myndimar era í líkamsstærð og ég mál- aði þær í pörum. Eitt verkið er annars vegar af hávaxinni, grannri og þeldökkri fyrirsætu og hins vegar af Díönu prinsessu. Verkið heitir Stóra-Bretland og þó að fólk felli sig misvel við myndimar tvær þá sel ég þær ekki nema saman. Ástæðan er sú að á Bret- landseyjum eru þeldökkir íbúar landsins enn spurðir um uppruna sinn þó að þeir hafi búið í landinu kynslóð fram af kynslóð.“ Á sýningunni Ungfrú mistúlkuð (Miss Misinterpreted) fann Marlene sjálfri sér titil sem hún er ekki í vandræðum með að standa undir. „Eg leik mér að tvíræðri merkingu og fólk veit þess vegna oft ekki hvemig það á að taka verkum mínum. Ég held að myndverk geti aldrei haft einhlíta túlkun. Þau em ekki eins og sena í Hitchcock-mynd þar sem áhorfandanum er Ijóst af samhenginu að eig- inmaðurinn hefur sett eitur í mjólkurglasið sem hann færir nú konu sinni. I myndum- verkum er aðeins sett fram ein svipmynd og áhorfandinn býr ekki yfir annarri vitneskju en þeirri sem myndverkið birtir honum,“ segir Marlene. „Og þar sem ég hafði fylgst með ótrúlegustu skrifum um verk mín þótti mér viss húmor í því að kalla sýningu mína þessu nafni - Ungfrú mistúlkuð, sbr. Ungfrú alhejmur.“ „Ólíkustu lönd um allan heim virðast sam- einast um það í hveiju fegurð er fólgin. Þrátt fyrir ofbeldi og mismunun í samfélaginu geta þjóðir alltaf sameinast um eitt og það er feg- HINN Mennski þrrfótur (The Human Tiphod), 1988, olía á striga, 180x90 cm. urðarsamkeppni. Þetta fegurðargildismat virðist líka vera það sem blívur í myndlistar- heiminum. Þessi mynd er falleg, þessi er Ijót, þessi er of stór og þessi er of lítil. Alltaf er- um við að velja og hafna.“ Textar hennar ásamt titlum verkanna geta oft veriið lykill að hugmyndaheimi listakon- unnar. Þó hafa þessi sömu titlar stundum leitt til ótrúlegustu mistúlkunar á verkunum að mati Marlenar. Það sem gerist í hausnum á áhorfandanum er öflugra en svo að sjón- ræn framsetning geti keppt við. Marlene hlær. „Gott dæmi um þetta er málverk sem ég nefndi Málarinn (The Painter). Hug- myndin að því kviknaði hjá dóttur minni þar sem hún stóð nakin úti í garði og var að mála. Hún hafði atað sig í málningu og stóð þarna og horfði skömmustulega á mig. Þetta var svo myndræn sjón að ég notaði hana í málverk af stúlku með aðra höndina rauða og hina bláa. Verkið nefndi ég Málarinn. En viti menn, ég fór að lesa og heyra af túlkun myndar „af stúlku með saurugar hendur“ - sumir sögðu blóðugar, og allt var þetta svo skelíilegt." Henni þykja verk sín oft túlkuð of alvarlega og minnist orða Samuels Becketts: „Ekkert er eins fyndið og sorg- mætt andlit.“ „Stundum hef ég notað miðil myndarinnar til að tjá sorg mína yfir misheppnuðu ástar- sambandi en myndir mínar eru ekki eilífur grátur og kveinstafír og það getur verið gott að hlæja að eigin óhamingju. Verk mín má upplifa frá mörgum sjónarhomum og stund- um finnst mér þessi andlit einna líkust and- litum úr sápuópemm þar sem treginn verður leikrænn og yfirborðskenndur. Og í raun bráðfyndin!" FERÐIN LANGA Ferðin langa eftir Johannes V. Jensen er talin til sígildra meistaraverka danskra bókmennta. ÖRN OLAFSSON kallar bókina sköpunarsögu mannkyns í eftirfarandi grein sinni. Hann víkur einnig að nýlegri umfjöllun um bókina sem er í póstmódernískum anda og hrekur rök- stuðning höfundarins. ANÝLIÐNU ári birtist enn einu sinni eitt sígildasta meistaraverk danskra bók- mennta á þessari öld, og þótt víðar væri leitað. En það er skáldsagnabálkimnn Ferðin langa sem Johannes V. Jen- sen sendi frá sér á ámnum 1908-1922. Titill- inn vísar til þess að sögurnar fjalla um veg- ferð mannkyns frá því það aðgreindist frá dýmm með því að ná tökum á tækni, og fram að þvi að Evrópumenn uppgötvuðu Ameríku um 1500, lokabindið heitir Kristófer Kól- umbus. Þessi sköpunarsaga mannkyns er frá sjónarmiði trúleysis, enda var höfundurinn eindreginn fylgismaður þróunarkenningar Darwins. Fyrsta bindið heitir Landið týnda, og fjall- ar um dýrslega tilveru fólks í stöðugri hættu fyrir rándýram. Það býr í skugga eldijalls, og þaðan berst lausnin, einn úr flokknum grípur brennandi grein og notar til að hræða rándýr burt, þar með nær mannkynið tökum á eldin- um, enda hefur fólkið uppgötvað eftir skógar- elda, að kjötið af hálfbrannum dýraskrokkum er betra en hrátt kjöt. Annað bindið, Jökull- inn, birtir enn betur þróunarkenninguna sem liggur bálkinum til grandvallar. Þar sem fyrsta bindi hafði gerst í suðrænu loftslagi á Norðurlöndum, þá hefst nú ísöld. Flest fólk flýr undan jöklinum sem leggur undir sig land þeirra, það hagar sér alveg eins og dýra- flokkarnir, og rís því ekki á miklu hærra menningarstig en dýr. En einn er sá, sem hafði verið útskúfað úr hópnum fyrir að láta eldinn deyja út, Drengur. Hann stendur gegn jöklinum, sigrast á örðugleikunum, og upp- götvar eldfæri, getur því tendrað sér aðsetur hvenær sem er. Þetta er villt mannæta, sem þyrmir þó veikbyggðri konu, Moa. Og af þeim sprettur ættbálkur sem þroskast af baráttunni við erfiðleikana. Þriðja bindið heitir Norna-Gestur, og munu ýmsir lesend- ur kannast við það sem Óðinsheiti. Hér er saga Norðurlanda frá steinöld fram á eiröld, og söguhetjan Gestur er löguð eftir Örvar- Oddi, verður nær ódauðlegur og alltaf á ferð. Hann kemur líka fram í næsta bindi, Ferð Kimbrana, sem segir frá hinni frægu innrás Jóta í Rómaveldi. Goðsögur Margt má telja þessum bálki til ágætis. Þar á meðal er mikil fjölbreytni, kímni í bland við hátíðleika, og afar hrífandi stíll. Náttúrulýsingar era heillandi, einkum verða minnistæðar lýsingar á ósnortnum skógum Sjálands á steinöld í upphafi Norna-Gests. En það sem greinir þessar sögur, og sum önnur verk JVJ frá skáldsögum á hans tíma og löngum síðar, er hvernig hann fyllir þau af goðsögum. Þar er ekki fyrst og fremst um það að ræða hvernig hann tekur fornfrægar goðsögur, svo sem um Prómeþeif sem færði mannkyninu eldinn, um Óðin eða Örvar-Odd. Þetta er þó mikilvægur þáttur verksins, JVJ fléttar þessum menningararfi mannkyns inn í það og endurtúlkar. Enn mikilvægara er þó goðsöguleg framsetning, einkum að lýsingar á persónum og umhverfi era í senn mynd- rænar, sérkennilegar, og þó jafnframt dæmi- gerðar, almenns eðlis. Þetta hafa mörg skáld reynt, fyrr og síðar. Athyglisverðar era skil- gi’einingar JVJ sjálfs: „Sérhver lýsing sem tengir hluta náttúrunnar við tímann, er goðsaga ... Sleppið söguþræði, einbeitið ykk- ur að þessum snöggu leiftrum frá kjarna hlutanna, sem varpa ljósi á menn og tíma, og þá er komin goðsaga". Þetta er lykillinn að töfram FL, þessvegna verður náttúran eins- konar aðalpersóna, eilíf, en í ýmsum mynd- breytingum. Póstmódern? Nýlega birtist umfjöllun P. Houe um þennan skáldsagnabálk hjá forlagi Kaup- mannahafnarháskóla. Þar er beitt „afbygg- JOHANNES V. Jensen ingu“ (dekonstruktion), og fjallað um bálkinn sem „póstmódernisma". Hvernig lítur nú skáldsagnabálkurinn út í spegli þessara tískustefna bókmenntatúlkunar? Ég verð að segja, að mér virðist sjónarhomið afar þröngt, þvi hér er eingöngu talað um hug- myndir, eins og skáldskapur sé úr þeim gerð- ur. Ekkert er minnst á byggingu sagnanna, persónusköpun, lýsingar á náttúru og hlut- um, stíl né annað það sem greinir bók- menntaverk frá öðram textum. Hugtakið „af- bygging" sýnist mér upphaflega hafa merkt þá aðferð, að leita að þeim forsendum verks- ins, sem ekki era nefndar, sem það gengur út frá sem sjálfsögðum hlut, en era það ekki endilega í augum lesenda eða ætti ekki að vera skv. ritskýranda. Þetta var því róttæk aðferð, oft í pólitískum skilningi, ævinlega í menningarlegum. En nú virðist þetta oftast haft um einhvern leik að andstæðum hug- myndum, eitthvað á þá leið, að „hér segir þetta. En mætti ekki alveg eins hugsa sér andstæðuna?“ Mér finnst þetta yfirleitt afar ófrjótt, lesendur verða engu nær. Póstmódernismi verksins á að birtast í því, einkanlega, að þar ræður ekki ein saga, held- ur koma fram margar, sem eru hver sín út- gáfa af heildinni. En það er ekki nýtt. Þetta einkennir frægustu skáldsögur frá síðari hluta 19. aldar, svo sem Stríð og frið Tolstojs, rússneski bókmenntafræðingurinn Bakhtin hefur talið það megineinkenni merkra skáld- sagna, að vera margradda. Einnig í Madame Bovary eftir Flaubert, frá miðri 19. öld, koma fyrir náttúralýsingar, sem era ítarlegar, myndrænar, og einsog þrungnar táknrænni merkingu, sem verður þó ekki negld niður við tilvísun til tilekinna fyrirbæra. Það er sama aðferð og í FL. Það má virðast einkennilegt að segja Ferðina löngu koma á eftir módem- ismanum, sem einmitt átti sitt blómaskeið þegar hún birtist; í leit að horfmni tíð samdi Marcel Proust á árunum 1913-1922, seinna árið birtist Ulysses eftir James Joyce, og Virginia Wolf semur sínar módernu skáld- sögur einmitt uppúr birtingartíma FL, og svo mætti áfram telja. Helsti munur þessarra módernu skáldverka og FL er að hún fylgir röklegu samhengi í stórum dráttum, en þau era meira eða minna sundrað í einstakar skynmyndir. Sameiginlegt einkenni er að sögumaður er mjög fjarlægur efninu, heldur mikilli yfirsýn. En í FL er hann ópersónuleg- ur, líkt og hjá Flaubert, sem varð fyrirmynd hlutlægnislegra skáldsagna á siðari hluta 19. aldar og framvegis. Mín ályktun er að FL sé síður en svo póstmódem, fremur formódern, en umfram allt sígild. . LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.