Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 11
I 1/ gu ?“ 51d ídi SÝNING Ólafs Elíassonar ber yfírskriftína Hinn samsíða garður og aðrar sögar. Verkin fjögur eru unnin sérstaklega fyrir þessa sýningu á göngum Kjarvalsstaða. List Ólafs hefur vakið talsverða athygli í evr- ópskum listheimi að undan- förnu. Eftir að hann lauk námi við Konung- legu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árið 1995 hefur hann haldið á annan tug einka- sýninga beggja vegna Atlantshafsins og tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Foreldrar Ólafs eru íslenskir, hann ólst upp í Danmörku og býr nú í Þýskalandþ Sem barn dvaldi hann sumarlangt í sveit á íslandi og þrátt fyrir al- þjóðlegan bakgrunn sækir hann mikið til Is- lands. Því hefur verið haldið fram að hina ríku náttúrutilvísun í verkum Ólafs megi rekja til uppruna listamannsins á landi mik- ilfenglegra náttúruafla, Islandi. Sjálfur seg- ist Olafur rekinn áfram af innsæinu einu saman. List sín fjalli ekki um ísland heldur um það hvað felist í því að vera manneskja í samfélagi. Náttúruna noti hans eins og hvern annan efnivið til listsköpunar. „List mín fjallar um sjálfskoðun og í gegnum það fjallar hún um allt annað. Um náttúruna, en líka um hvað það þýði að kveikja og slökkva á sjónvarpinu.“ Hugtakaandstæðurnar menning/náttúra era listamanninum hugleiknar. I viðtali við Francesco Bonami í norræna listtímaritinu SIKSI frá síðasta ári lætur Ólafur hafa eftir sér að með því að einangra og flytja einstök náttúrufyrirbæri frá sínu eðlilega umhverfí og setja þau í samhengi listarinnar verði upplifunin á þeim sterkari. í Hinum samsíða garði er andstæðum gildum menning- ar/náttúru viðsnúið. Miðgangur Kjarvals- staða hefur verið tyrfður og á túninu er brú og brunnur. Við brúna hafa verið skornir tveir ferningar úr túninu. Menningin er hér eins og jarðvegur undir náttúruna. í brunn- inum er vatn og dæla til þess að það mynd- ast kröftugur hvirfill í miðjum brunninum, eins og óendanlega djúpt svarthol. Við innkomu á safnið, á ganginum vestan- megin, blasir við risavaxinn speglasjónauki. Þín samsetta sjón er strendingslaga spegla- hýsi sem þrengist inn á við. Þröngt opið við enda ganganna endurkastar rýminu fyrir utan í ótal spegilmyndum á fjölmarga vegg- fleti hýsisins. Hið samsetta auga er einkenni ýmissa skordýra. Margir smáir sexhyrning- ar mynda eitt heildarsjónsvið, - hver hluti um sig skynjar lítinn hluta heildarmyndar- innar. Þessi framlenging á augum áhorfand- ans ljær honum eftirsóknarverðan hæfi- leika, - þann að sjá í margar áttir í einu. Utandyra stendur Regnskáli. Grasúðar- inn á þaki garðhýsisins spýr vatni sem renn- ur niður með byggingunni. í frosti eins og nú hímir yfír borginni er Regnhýsið í klaka- böndum. Náttúran hefur farið höndum um menninguna. Rómantíska hugmyndin um garðhýsið í vel ræktuðum lystigarðinum hef- ur vikið fyrir hinni fegurstu ískristalshöll. Hellisgerði er bók með 25 ljósmyndum sem teknar eru í Hellisgerði í Hafnarfirði, - lystigarði frá náttúrunnar hendi. A meðan á samtalinu stóð varð Ólafi allt í einu litið á skuggamynd sem sólin endur- NÁTTÚRAN SEM VERKFÆRI SKÖPUNAR LjósmyndiPétur Sörenson REGNSKÁLINN í klakaböndum, eitt af þeim fjórum verkum sem Ólafur vann fyrir sýninguna á Kjarvalsstöðum og ers utandyra. kastaði á hvítan vegg miðgangsins á Kjar- valsstöðum. Lítil rifa var á einni af renni- hurðunum út í garð og ef vel var að gætt mátti greina skugga hitastróksins líða upp eftir veggnum þar sem hitinn streymdi út í frostið. Ólafur snarþagnaði, benti svo á vegginn og sagði: „Hefurðu séð nýja verkið mitt!?“ Þessa næmu skynjun á veruleikan- um leitast hann við að færa inn í listina. Huglæga og persónubundna skynjun sem allir geta upplifað á sinn hátt. Hljómar sann- arlega rómantískt. Er myndlist Ólafs Elías- sonar rómantísk? „Það má leggja margvíslegan skilning í orðið rómantík. Það sem mér finnst róman- tískast við verkin er það hversu trár ég er eigin innsæi. A einfaldan hátt reyni ég að vinna með hluti sem orka á mína eigin skynjun. Hins vegar vinn ég ekki eftir hug- myndafræði rómantíkur né neinu öðru til- búnu manifestí. Öllum er frjálst að hafa sína skoðun á verkum mínum og ég reyni aldrei að troða skoðunum mínum inn á aðra.“ Náttúran verkfæri hugmyndasmíðanna „Ég vinn með hugmyndir um hvað það þýðir að vera manneskja í okkar heimi. Hvað það þýðir að vera tÚ, að virka í samfé- lagslegu kerfi. Um sjálfskilning okkar og í gegnum það um allt annað. Um náttúruna en ekki síður um það að kveikja og slökkva á sjónvarpinu og staðfesta með því þátttöku okkar í samfélaginu. Til þessa beití ég fyrir mig skynjun og skynjunarfræði. Náttúran er því einungis verkfæri við smíðar þessara hugmynda. Það má finna hugmyndum sín- um farveg á svo ótal aðra vegu, t.d. í gegn- um kvikmyndir og tónlist. Kvikmyndir og tónlist eru mér hins vegar ekki eins nákom- in og náttúran, þ.e.a.s. ég hef ahst upp í meira návígi við náttúruna en tónlist og kvikmyndir. Ég legg þetta þannig upp fyrir mér að annars vegar er það áhorfandinn og hins vegar rýmið. Innan þessa ætla ég að skapa upplifun, segja ákveðna sögu, og sá efniviður sem ég hef valið mér til þess er náttúran.“ Hættan er sú að áhorfandinn einblíni á efniviðinn og leyfi sér ekki að upplifa verkin á annan hátt en að lesa beint í efnið. Ólafur segir það víðsfjarri sér að halda frammi sjónarmiðum náttúruverndar í listsköpun sinni. „Það er rétt upp að ákveðnu marki að list mín fjallar um samband náttúra og menningar. Ég er hins vegar ekki að fjalla um þetta samband sem samfélagslegt vandamál auk þess sem verk mín fjalla ekki nema að litlu leyti um þetta samband. Ég nota náttúruna fyrst og fremst vegna þesj að hún hefur svo mikið að gefa til listsköp- unar.“ „List min f jallar ekki um ísland" I skrifum um list Ólafs Elíassonar í er- lendum listtímaritum er jafnan getið um upprana Ólafs auk þess sem tæpt er á helstu einkennum íslenski-ar náttúra. Fjölmiðlar vii-ðast ekki í vafa um hvers vegna náttúran er listamanninum svo hugleikin en hvað finnst Ólafi sjálfum um þessa skilgreiningu á list hans sem „sér-íslenskri“? „Ég hef það oft á tilfinningunni að þeir sem skrifa um listir geri í raun ekki annað en flytja kassa á milli herbergja. Þeir era fá- ir sem opna kassana og skoða innihaldið. Og ég hef orðið var við að þeir sem það gera velta sér ekki upp úr því að ég er frá íslandi. List mín fjallar ekki um ísland og hefur ekkert með það að gera að ég er Islending- ur. Islendingar verða alltaf svo móðgaðir þegar ég segi þetta en í raun er hér mikill misskilningur á ferð,“ segir Ólafur. „Ég er fæddur og uppalinn í Danmörku og ef eitt- hvað er finnst mér list mín vera meira dönsk en íslensk. Það skiptir ekki máli hvaðan þú ert heldur hver þú ert. Annað er bara exót- ismi í þágu markaðssetningar." Ólafur tekur dæmi af sýningunni Visions du Nord - Nuit blanche, sýningu á norrænni myndlist sem nú stendur yfir í Nútímalistasafninu í París. „Sýningin fjallar ekki um hvað þessir lista- menn eru að segja heldur hvað það er gam- an að þarna skuli vera kominn hópur fólks sem er „öðravísi". Frakkar fara ekki á safn- ið tO að sjá hvað einstakir listamenn hafa fram að færa, hvort skoðanir þeirra era feminískar eða hvað annað. Þeir fara á safh- ið til að sjá verk sem skrítið fólk frá Norður- löndunum hefur gert!“ En finnst honum það hafa hjálpað sér að vekja athygli á íslenska upprunanum? „Slík markaðssetning hrífur aldrei nema í skamman tíma. Gott slagorð flýtir kannski fyrir velgengni en fyrr eða síðar reynir á raunveralegt gildi listaverk- anna. Ég kem oft til Islands og vissulega er tengingin við landið til staðar en það er líka tengingin við Danmörku. Ég segi reyndar oft að ég sé danskur en það er ekki það sem fólk vill heyra.“ ið- er gri ta- rið ss- og id- /Ít- ieð og ins lur fir ísi. Ef ig- m- ma )ar Ég ar. að, séð sð- sð- idi tur , , Morgunblaðið/Kristinn OLAFUR Elíasson myndlistarmaður. „Eg nota náttúruna fyrst og fremst vegna þess að hún hefur svo mikið að gefa til listsköpunar." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 1 \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.