Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 20
TOFRAR DISNEY Á LEIKSVIÐI ÍLONDON Einn þeirra söngleikja sem nú eru sýndir í London er Beauty and the Beast, Fríða og Dýrið eða Yndisfríð og Ofreskjan, hvað sem menn nú vilja kalla ævintýrið á íslensku. RAGNHILDUR SVERRISDÓniR fór í Dominion Theatre og lifði sig inn í ævintýraheim sem oftast er frátekinn fyrir börn. FRÍÐA, Julie-Alanah Brighten, les fyrir Dýrið, Alasdair Harvey. INU sinni, í landi óralangt í burtu, bjó ungur prins í fögrum kastala. Hann hafði allt sem hug- urinn girntist, en var spilltur, eig- ingjarn og góðsemi átti hann enga. Vetrarnótt eina bar gamla betlikerlingu að kastalanum. Hún bauð honum eina rós gegn því að hann veitti henni skjól í nöpru vetrarveðrinu. Prinsinum bauð við kerlingunni og vísaði henni frá. Hún sagði honum að hann ætti ekki að dæma fólk út frá útliti, því fegurðin byggi hið innra. Hann lét sér ekki segjast og vísaði henni enn frá. Þá breyttist hún í gullfallega dís. Hann reyndi að biðja hana afsökunar, en hún hafði þegar séð illskuna í hjarta hans, svo það var um seinan. Hún gerði hann hræðileg- an, dýrslegan og um leið lagði hún álög á kastalann og alla íbúa hans. Rósin, sem gamla konan hafði boðið prins- inum, var töfrarós. Hún hélt fegurð sinni í mörg ár. Ef prinsinum lærðist að elska ein- hvem og ef einhver elskaði hann, áður en síð- asta rósarblaðið félli, þá yrði álögunum aflétt. Annars yrði hann í dýrslíki til eilífðar. Alögin lögðust á þjónustulið kastalans, sem smám saman breyttust í hluti, ketil, kerta- stjaka, gólfklukku, diska, stundaglas, hnífa- pör og svo mætti lengi telja. A meðan gestir Dominion Theatre við Tottenham Court Road koma sér fyrir leikur hljómsveit leikhússins nokkur lög. Tjaldið er dregið fyrir, en á það er varpað grófteiknaðri vangamynd „Dýrsins", sem heldur á rauðri rós. Eitt rósarblaðið er að svífa til jarðar. Teiknimyndin „söngleikur órsins" Uppsetningin í Dominion Theatre er ættuð frá Disney í Bandaríkjunum. Fyrirtækið sendi frá sér teiknimyndina Beauty and the Beast árið 1991 sem náði miklum vinsældum um allan heim. Gagnrýnandi New York Times komst svo að orði, að besti söngleikur ársins væri án efa Beauty and the Beast og hann harmaði það eitt að hann hefði ekki verið sett- ur upp í leikhúsi á Broadwaý heldur í Hollywood-mynd. Nokkrum mánuðum síðar voru Disney- menn farnir að velta fyrir sér hvort ekki mætti færa teiknimyndina á leiksvið, enda hafði lengi verið rætt um að Disney ætti að hasla sér völl innan leikhússins. Stjómarfor- maður Disney, Michael Eisner, ákvað að ráð- ast skyldi í verkið, en auðvitað sáu menn fyrir sér að erfitt gæti verið að færa atriði eins og dans leirmuna og hnífapara yfir á leiksvið. Tónlistin hafði hins vegar slegið í gegn og m.a. fengið Oskarsverðlaun, enda voru höf- undar laga og texta þeir Alan Menken og Howard Ashman, sem höfðu meðal annars vakið athygli fyrir lögin í Litlu hryllingsbúð- inni og teiknimynd Disney um Litlu hafmeyj- una. Búningahönnuðurinn Ann Hould-Ward var ráðin til að gera búninga og erfiðasta verkefni hennar hlýtur að hafa verið að klæða alla „hlutina" sem eru í álögum. Áhorfendur máttu ekki velkjast í vafa um hvaða „hlutur" vappaði um á sviðinu, en leikarar urðu að eiga auðvelt með að athafna sig, hvort sem þeir léku teketil eða kertastjaka. Eftir margra mánaða þrotlausa vinnu töldu starfsmenn Disney sig hafa fundið réttu leið- ina til að koma þessu ævintýri á fjalirnar. Handritshöfundurinn Linda Woolverton breytti og jók við handritið að teiknimyndinni, Alan Menken bætti við tónlistina og fékk gamlan félaga sinn Tim Rice til að leggja sér til texta, en báðir höfðu þeir fengið Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í teiknimynd- inni um Aladdin. Rice hefur margoft komið við sögu söngleikja, samdi meðal annars handrit og söngtexta í Jesus Christ Superstar og Evitu, en Andrew Lloyd Webber tónlist- ina. Svo þurfti alls konar brellumeistara, því rósin þarf að missa blöð, gamla flökkukerling- in að breytast í töfradís, prinsinn að breytast í Dýrið og aftur í prins og svo mætti lengi telja. Og hönnun á sviðsmynd var enginn leikur, því í leikritinu er farið úr litlu sólríku þorpi að skuggalegum kastala á einni svipstundu, eða frá þorpskránni heim til Fríðu. Áhorfendur heillaðir Þegar tjaldið er loks dregið frá og ævintýr- ið hefst standa fullorðnir áhorfendur sig margoft að því að stara opnum munni á sviðið og stynja upp einstaka „vá“. íslenskir kunn- ingjar, sem höfðu séð sýninguna skömmu áð- ur, sögðu að í fyrstu væri hún kannski svolítið barnaleg, en svo hætti fólk að velta því fyrir sér. Þetta er hárrétt, nema kannski að hún er allan tímann „bai-naleg“ en það skiptir bara alls engu máli. Ef það er barnalegt að njóta fallegrar sýningar á borð við þessa, þá verður bara svo að vera. Fullorðnu áhorfendurnir voru gagnteknir og börn, sem voru mörg á áhorfendapöllunum, ekki síður. Þau hafa þó sjálfsagt verið ívið gagnrýnni en hinir full- orðnu, enda líklegri til að kunna teiknimynd- ina utan að, en miðað við svipinn á þeim og upphrópanir gefur söngleikurinn teiknimynd- inni ekkert eftir. Leikmyndin er stórkostleg og lýsingin ekki síðri. Disney tekst hið ómögulega, að flytja áhorfendur á sannfærandi hátt úr einum heimi í annan, úr sólinni á þorpstorginu í heit- arlega baráttu góðs og ills á svölum kastalans á meðan eldingar lýsa upp himininn. Búningarnir eru frábærir, ráðskona prins- ins vappar um í líki teketils og ýtir oftar en ekki á undan sér teborði með syni sínum á, en hann hefur breyst í bolla. Hvemig farið er að því að hafa símalandi höfuð Bolla litla á borð- inu er hulin ráðgáta, hluti af töfrunum. Þjónn- inn er kertastjaki og kveikir og slekkur á kertum sínum þegar honum hentar, stofu- stúlkan er orðin að mikilli franskri dragkistu og dregur úr skúffum sínum alls konar klæði. Og svo er það allt leirtauið, eldhúsáhöld, pipar og saltstaukar. Mesta „sjóið“ er þegar allir þessir hlutir í álögum halda Fríðu veislu, dansa og syngja. Það atriði var glæsilegt i teiknimjmdinni, en að sjá þetta á leiksviði er ótrúlegt. Áhorfendur hljóta að velta því fyrir sér eft- irá að eitthvað gangi nú á baksviðs svo allt geti gengið upp á sviðinu. Það skiptir bara engu máli á meðan sýningin stendur, hún er töfraheimur út af fyrir sig. Auðvitað veit mað- ur að einhver Hollywood-maskína lyftir Dýr- inu í andarslitrunum upp í loftið, hringsnýr því þar og breytir því í prins, en á meðan það gerist trúir maður á töfrana. Sýnd víða um heim Uppfærsla Disney á Beauty and the Beast hefur verið sett upp í Chicago, New York og Dallas í Bandaríkjunum, í Fukuoka og Tókýó í Japan, í Mexíkóborg og London. Nýjasta verk- efni Disney í leikhúsheiminum er Lion King, eða Konungur ljónanna, en sá söngleikur var frumsýndur á Broadway í nóvember á síðasta ári. Það er erfitt að óséðu að ímynda sér þá sögu á leiksviði, en Disney tókst ætlunarverkið með Beauty and the Beast, svo það er ástæða til að láta fyrirtækið njóta vafans. Og Disney ætlar ekki að láta þar við sitja. Næsta verkefni hefur þegar verið ákveðið, söngleikur eftir Elton John og Tim Rice um Aidu. HLUTIR í álögum halda Fríðu glæsilega veislu í kastala Dýrsins. Ljósmynd/Michael Le Poer Trench r20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.