Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 16
HARRI Heikkinen hvernig má kafa dýpra í eigin sköpunarmátt. Þeir eru mjög opnir fyrir því að taka við því sem aðrir hafa fram að færa - og þeir eru ekki eins líkamlega formaðir, ekki strangt mótaðir." Um hvað fjallar „Night,“ verkið sem þú ert að æfa með flokknum? „Jorma Uotinen skrifaði það upphaflega fyrir sex konur og einn karldansara, en mitt helsta verkefni hér er að æfa verkið fyrir þann flokk sem þið eigið og hér verður það dansað af sex konum og fjórum körlum. Mér sýnist að það muni koma vel út. Hugmyndina að þessu verki sótti Jorma í mjög gamlan finnskan þjóðsöng þar sem sagan segir frá konu sem átti í ástarsam- bandi fram hjá eiginmanni sínum - á 8. eða 9. öld. A þeim tíma voru voru þungar refs- ingar í Finnlandi fyrir konur sem gerðust sekar um svona hluti. Þær voru lokaðar inni í vegg þegar kastalar voru byggðir. Þetta er sagan sem var kveikjan að verk- inu en sjálft verkið fjallar um það að konurn- ar komi út úr veggjunum. Astæða fyrir því er sú að karlarnir hafa raskað sálarró kvenn- anna. Þær ákveða að standa mjög þétt sam- an og það fer smám saman að þrengja að körlunum þangað til þeir þurfa sjálfir að fara inn í vegginn. Ég er mjög hrifinn af þessu verki og það er dálítið merkilegt að Jorma samdi það vor- ið 1995 og það var í fyrsta sinn sem hann skrifaði verk fyrir konur. Fram að þeim tíma hafði hann alltaf verið að fjalla um karlork- una.“ Nú ert þú æfingastjóri. Hvað er það? „Þegar dansflokkur, eins og Islenski dans- flokkurinn í þessu tilfelli, er að byrja að æfa nýtt verk, kem ég til að skoða hvers konar dansarar eru í flokknum, finn leiðir til að að- laga verkið að þeim dönsurum og legg á ráð- in um það hvemig sé best að þjálfa hvem og einn dansara. Það er ekki nóg að senda verk- ið bara til flokksins og láta vaða. Nútímaball- ett er allt öðravísi en klassískur ballett, þar sem oft er verið að endurtaka hreyfingar frá einum flokki til annars og löngu komin hefð á það hvernig eigi að sýna þau ævintýri sem verið er að segja. í nútímaballett eru hins vegar allt aðrar hreyfingar og verið að túlka mjög ólíka hluti. Karakterarnir era oft margþættir og flóknir, en ekki einhliða prinsessur eða prinsar eins og í ævintýran- um. Hver og einn dansari verður að geta túlkað svo miklu fleiri hliðar og tilfinningar í DANSARAR MEÐ STERK TENGSL VIÐ JÖRÐINA Einn virtasti ballettæfingastjóri Finna, Harri Heikkinen, dvaldi hér ó landi við skipulag æfinga Islenska dans- flokksins fyrir Listahátíð. SUSANNA SVAVARSDOTTIR ræddi við Harri um hans eigin feril, Islenska dansflokk- inn og stöðu nútímaballettsins. r ISLENSKI dansflokkurinn er nú á ferðalagi um Lettland og Litháen með verkið Útlaga, sem hann áður sýndi á sviði Borgarleikhússins, sýningu sem óhætt er að segja að marki nokkur tímamót hjá flokknum. Flokkurinn hefur gengið frá samningi um að sýna uppfærslur sínar í Borgarleikhúsinu, íslenskum dönsuram við flokkinn hefur fjölg- að og hinn nýi listdansstjóri, Katrín Hall, hefur kynnt þá stefnu sem flokkurinn mun vinna eftir undir hennar stjóm. Þegar maður svo spyr um nánustu framtíð - er auðvitað sýning flokksins á Listahátíð 1 ‘98 næst á dagskrá. Jú, nú þegar er byijað að æfa á fullu - verk eftir danshöfunda sem ekki era nein aukanúmer. Eitt af þeim verkum sem verða sýnd á Listahátíð er „Night“ eftir hinn finnska Jorma Uotinen. Hann er okkur ís- lendingum að góðu kunnur eftir að dans- flokkur hans sýndi hér á Listahátíð fyrir fá- um áram, við einróma lof og fögnuð. En í ár eigum við flokk sem er í stakk búinn að dansa sjálfur verk Uotinens. Hægri hönd og æfingastjóri Jorma Uotinens er Harri Heikkinen. Þeir hafa fylgst að frá 1986 þegar Harri fór að vinna við dansflokk Jorma, Helsinki City Theatre Company. 1 Harri yfirgaf þó flokkinn sem fastur æfinga- stjóri 1991 og starfaði næstu þrjú árin sem lausráðinn æfingastjóri með dansflokkum í sínu heimalandi og erlendis. En árið 1994 réðst hann, ásamt Jorma til Finnska þjóðar- ballettsins 1 Óperuhúsinu í Helsinki og hefur verið æfingastjóri þar síðan, auk þess sem hann hefur haldið áfram að vinna með minni flokkum, sem æfingastjóri, í sjónvarpsupp- færslum og við tískusýningar. Helsta sérsvið hans er nútímaballett og dansútfærslur. íslenskir og finnskir dansarar líkir Harri kom hingað til lands til að útsetja og aðlaga „Night“ að íslenska dansflokknum og þegar ég spyr hann hvemig honum lítist á flokkinn í dag, segir hann: „Mjög vel,“ eins og það komi honum á óvart. „Þetta hefur verið óskaplega skemmtilegur tími,“ bætir hann við. „Ég hef líka verið að velta því fyrir mér hvað það er sem gerir finnska og íslenska ballettdansara svona líka.“ Era þeir eitthvað frábragðnir dönsurum frá öðram löndum? „Já. Ég sé að dansarar þessara tveggja þjóða bera með sér svo sterk tengsl við nátt- úruna og jörðina. íslenskir og finnskir dans- arar era miklu fremur jarðbundnir en loft- kenndir eins og svo algengt er með ballett- dansara. Ég segi oft um okkur Finna að við séum nýkomnir út úr skóginum. Þeir hafa, eins og íslenskir dansarar, mjög gott innsæi. Þeir eru ekki bara að forma hreyfingar eftir skipun, heldur fara þeir miklu dýpra til að skapa þá sögu sem þeir eru að segja. Arangurinn sem flokkurinn hefur sýnt á þeim fáu dögum sem ég hef unnið með hon- um er miklu betri en ég átti von á og það er auðvitað alltaf mikið gleðiefni.“ Þegar þú talar um jarðbundna og loft- kennda dansara, ertu þá að meina að önnur tegundin sé betri í nútímaballett, hin í klass- ískum? „Nei. Ef þú skoðar rússneska, bandaríska, jafnvel suður-evrópska dansara, þá era þeir mjög loftkenndir og svífandi. En það hefur ekkert með tækni að gera, heldur túlkun. Is- lensku dansaramir hafa þekkingu á því nútímaballett sem þýðir að hann þarf oft að búa yfir gríðarlegri tækni og sveigjanleika.“ Á ekki klassiskan bakgrunn Hvað um þig sjálfan. Varst þú ballettdans- ari? „Nei. Ég byrjaði í danstímum þegar ég var sextán ára og byrjaði þá í djassdansi. Ég bjó fram að unglingsáranum í litlu þorpi lengst norður í Finnlandi þar sem var engin danskennsla en flutti síðar til stærri borgar þar sem ég dreif mig í dansinn. Ég fikraði mig smám saman yfir í klassískan dans, jafn- vel klassískan ballett en Jorma var fyrsti raunveralegi dansmeistari minn í nútíma- dansi. I skólun minni var hann bæði gagn- fræðaskóli og menntaskóli - en á endanum útskrifaðist ég frá Carolyn Carlsson í París. Þangað sendi Jorma mig vegna þess að þau kenna sömu tækni og stíl. Jorma hafði sjálf- ur unnið með Carolyn í tíu ár áður en hann sneri aftur til Finnlands til að taka við stjóm ýmissa ballettflokka þar.“ Hvaða tækni og stfll eru það? „Það er tækni sem er byggð á Alvyn Nicholas aðferðinni. Það er til Alvyn Nicholas dansskóli í Bandaríkjunum en sjálf- ur dó hann árið 1993. Hann er hinn mikli meistari þessarar aðferðar, en Jorma hefur auðvitað þróað sína eigin útgáfu af henni frá því að hann vann með Carolyn Carlsson. Þetta er nútímatækni, sem er grundvölluð á fjóram hornsteinum; rými, lögun, tíma, '16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.