Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 10
4 Á Kjarvalsstöðum voru í gærkvöldi opnaðar sýningar á verkum tveggja myndlistarmanna, Rúríar og Qlafs Elías- sonar. Sýning Rúríar í vestursal Kjarvalsstaða er lang- viðamesta sýning hennar til xr CD co co Q Dekur eina 500 fer- metra af rými og er s cipt upp í sex hluta. DRÖG AÐ Ólafur Elíasson hefur á síðustu árum vakið athygli í hinurr alþjóðlega myndlistarheimi. Hann er íslenskur að upprunc fæddur og uppalinn í Danmörku og býr nú í Berlín._ HULDA STEFANSDOTTIR fjallar um sýningarnar og ræðir við listamennina. FRAMTÍÐ? PARADÍS? - Hvenær? er yfírskrift sýningar Rúríar í vestursal. í þessu stóra umhverfisverki eru helstu miðlar samtímans nýttir til að lýsa ógnum og afleiðingum stríðsátaka í samtímanum. Eftir sínum eigin sjónrænu leiðum reynir listakonan að vekja athygli áhorfendans á þeim ótta og hryllingi sem stöðugt vomir yfír heimin- um. Saga 20. aldarinnar er samfelld stríðssaga. Saga um það hvemig tortryggni og hatur í garð framandi trúarbragða og hugmyndafræði hefur endurtekið leitt af sér eyðileggingu landsvæða og dauða eða örbirgð milljóna manna. Síðasti áratugur er engin undantekning. Allt frá Persaflóastríðinu í upphafi áratugarins, áfram- haldandi stríðserjum á Irlandi, stríðinu í Rúg- anda og í Bosníu-Herzegovínu, þar sem mál hafa enn ekki verið leidd til lykta. „Við eigum öll von um að heimurinn fari batnandi, en þegar maður horfir yfir öldina þá spyr maður sig hvað sé eiginlega að gerast? Hvenær fer ástandið batnandi? Við verðum að hugsa heildrænt um ástandið í heiminum. Upp- lýsingatækni nútímans gerir það að verkum að við komumst ekki lengur upp með að skilja eina þjóð frá heildinni og láta hana okkur litlu varða,“ segir Rúrí. „Við tökum ekki fortíðina aftur, en spumingin er hvaða drög við viljum leggja að framtíðinni. Ef það væri augljós vilji fjöldans að breyta þessu ástandi þá má vel vera að ráðamenn yrðu ekki eins fljótir að grípa til vopna.“ Sýninguna ber upp á 50 ára afmælisári Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna og er framlag listakonunnar til friðammræðna í heiminum. Hafa erlendir aðilar sýnt því áhuga að fá sýninguna til sín í framhaldinu. Þýski list- fræðingurinn Dorothea van der Koelen ritar ýt- arlega grein um verkefnið og list Rúríar í sýn- ingarskrá. I tengslum við sýninguna gengst Mannréttindaskrifstofa Islands fyrir málþingi í samvinnu við Amnesty Intemational og Rauða Krossinn á íslandi, í dag, laugardaginn 14. mars, á Komhlöðuloftinu, kl. 14. Tími og ógnir Tíminn er á stöðugri hreyfingu og breyting- um undirorpinn. Ummerld tímans koma hins vegar fram á ólíkan hátt og á mislöngum tíma. Kenningu sína um afstæði alls og hugmyndir um tímann og ógnir hans hefúr Rúrí tjáð með einum eða öðmm hætti á ferli sínum. Þegar að er gætt reynist umhverfisverkið PARADIS? - Hvenær? í mun nánari tengslum við eldri verk listakonunnar en í fyrstu kann að virðast. Hug- myndimar hafa aldrei verið settar fram á eins beinskeyttan hátt. Rúrí vinnur skipulega að niðurröðun og framsetningu ólíkra efnisþátta, flokkar, raðar og númerar, - myndgerir þetta ósýnilega hugtak, tímann og það sem í honum felst. Upphaf og endir, endurtekning og óend- anleiki. Við emm minnt á fortíðina og þeirri spumingu er varpað fram hvaða drög við viljum leggja að framtíðinni. I verki sínu, Desolation, frá árinu 1984 vann Rúrí afsteypu af rústum byggingar sem hún gekk fram á í yfírgefinni borg. Byggingarústun- um var síðan komið fyrir á Kuftorvet í Kaup- mannahöfn þar sem verkið vakti mikla athygli vegfarenda. I framhaldinu vann Rúrí fjölmörg ljósmyndaverk af rústum bygginga undir heit- inu Tími. í verkinu Saklaus? frá árinu 1993 varpar sýningarvélin á vegg myndum af göml- um meistaraverkum listasögunnar sem lýsa stríði og átökum. Svokölluð Metraverk Rúríar, þar sem tommustokkurinn er endurtekið notaður í ýms- um myndum; Fimm metrar, Níu metrar, Fer- metri, fjalla um gildi og afstæði þeirra. Hið óumdeilanlega gildi metrans getur við ákveðnar aðstæður orðið umdeilt og afstætt. Afstæðis- kenning Rúríar hljóðar upp á það að allt geti verið afstætt. „Reynsla okkar og skilmngur er alltaf háð umhverfí og sjónarhomi þess sem Morgunblaðið/Árni Sæberc A sýningunni PARADIS? - Hvenær? sem opnuð var á Kjarvalsstöðum í gærkvöldi vekur myndlistarkonan Rúrí athygli á hinni stöðugu ógn og skelfin stríðsátaka sem voma yfir heiminum. „Þegar maður horfir yfir öldina þá spyr maður sig hvað sé eiginlega að gerast! Hvenær fer ástandið batnandi horfir. Einnig tímanum og einstaklingnum sem horfir. T.d. getur einföld mælieining eins og metrinn átt sér mörg birtingarform. Það sem táknar metra hjá múhameðstrúarmanninum getur verið merkingarlaust í augum kaþólikk- ans og öfugt.“ Sýningin PARADÍS? - Hvenær? á sér því langan aðdraganda og líkt og eldri verk lista- konunnar þá er inntak þessara verka hinar stöðugu breytingar tímans. Segja má að grunn- ur verkefnisins hafi verið lagður árið 1994, en allt það ár safnaði Rúrí blaðaúrklippum úr Morgunblaðinu um stríð í heiminum. Þessar blaðaúrklippur eru nú á sýningunni ásamt upp- runalegum fréttatexta frá Reuter og dagbókar- brotum listakonunnar. í raun er ekkert verk- anna fullgert og sýningin mun halda áfram að vaxa og breytast allt frá opnun til sýningarloka. Og áfram í hvert sinn sem verkin verða sýnd í framtíðinni. Tæknin sem Rúrí styðst við er margþætt; bæði innsetningar, umhverfisverk með myndböndum og hljóði, tölvur, hlutir, Ijós- myndir og fjölmargar skriflegar og tölulegar upplýsingar. Margir aðilar hafa komið að undir- búningi verkefnisins og hefur Rúrí m.a. leitað til Mannréttindaskrifstofu Islands; Amnesty International og Rauða krossins. Þannig eru ljósmyndaverkin 15 á sýningunni eftir þrjá höf- unda; Þorkel Þorkelsson, ljósmyndara á Morg- unblaðinu, Irenu Guðrúnu Kodic og Rúrí. Hvað skyldi hafa orðið af þessu fólki? Meginviðfangsefni sýningarinnar eru þau átök sem standa næst okkur í tíma og rúmi; stríðið í Bosníu-Herzegovínu og í Rúganda. I upphafi árs ferðaðist Rúrí ásamt kvikmynda- tökumanni um hluta Bosníu-Herzegovínu og viðaði að sér heimildum íyrir sýninguna, bæði ljósmyndum og myndbandsupptökum. „Átökin sem nú standa yfir í Kosovo höfðu ekki hafíst þá og allt var með kyrrum kjörum. Engu að síður var ástandið hörmulegt og eyði- leggingin yfirgengileg. Þetta fólk bjó áður við öll sömu þægindi og við en nú eru þetta rústir einar. Maður gæti ímyndað sér að þessar mann- vistarleifar væru aldagamalar ef ekki væri fyrir hinn nútímalegan arkitektúr; þvottavélar og þurrkara. Og hvað skyldi hafa orðið um þetta fólk?“ spyr Rúrí. „í Sarajevo blöstu við sundur- skotin háhýsi um allt. Ef vel var að gætt mátti sjá þvott úti á snúru! Margir hverjir voru að reyna að koma sér fyrir aftur í íbúðum sínum, því þeir hafa ekki í annað skjól að venda. Samt er það hjómið eitt að koma þama nú og lesa stríðssöguna úr ummerkjunum hjá reynslu íbúa þessa lands.“ Við innkomu í sýningarsalinn blasir fyrst við spjaldskrá er hefur að geyma upplýsingar um fórnarlömb stríðs í heiminum á síðustu 10 ár- um. Rúrí hefur þegar aflað sér upplýsinga um 100.000 fórnarlömb og bendir á að sá fjöldi sé aðeins lítið brot af stærri og enn meira ógnvekj- andi heildarmynd. „Það er kannski minn bamaskapur að halda að upplýsingar um fórnarlömb stríðs í heimin- um séu aðgengilegar, það hefur verið gríðar- lega erfíður róður að safna saman þessum upp- lýsingum. Fómarlömbin eru margfalt fleiri en þau 100.000 sem mér hefur tekist að afla mér upplýsinga um. Sem dæmi þá voru flóttamenn í heiminum um mitt síðasta ár taldir vera um 13 milljónir. Ég hef þurft að fara ýmsar krókaleið- ir og það virðist ekki vera hægt að nálgast þess- ar upplýsingar á einum ákveðnum stað. Sú ályktun sem ég dreg af þessu er að yfirvi þessara landa sem eiga í stríði reyni vísvitai að halda upplýsingunum leyndum." Hver einstalclingur getur haft áhrif í einum hluta sýningarinnar gefst gestum i gangur að upplýsingum í gegnum tölvm-. Þar bæði heimasíða sýningarinnar með ítarlej upplýsingum um verkefnið og eldri verk lis konunnar ásamt tengingum um alnetið ’ heimasíðu Sameinuðu þjóðanna, Rauða kro inn, Amnesty International og fjölmiðla eins The Washington Post. í myrkvuðum klefa stendur áhorfandinn ai spænis andlitum íbúa Bosníu-Herzegovínu. I skyggnum í líkamsstærð er varpað á vegg rr reglulegu millibili. „Það er vonleysi í andlitum þessa fólks vonleysið getur verið svo mikið að það er ei og fólkið sé í raun komið yfir vonleysið. Mac fær sterkt á tilfinninguna að þau búi y óhugnanlegri reynslu. Og börnin eru öðruv: Ég veit ekki hvort þetta fer af með tímanum. þeim tekst að gleyma þá tekur það eflaust lai an tíma.“ Aðspurð um eigin væntingar til sýningarii ar segir Rúrí að hún hefði aldrei ráðist í svc stórt verkefni nema hún hefði einhvers stac undir niðri þá trú að sýningin skipti máli. er að reyna að leggja mitt lóð á vogarskálarn Vilji og hugsun er orka sem við getum not rétt eins og rafmagn, þó hvorugt getum við s með berum augum. Ég álít að ef við erum mi vituð um hvað við viljum og beitum okkar mi vitað fyrir því þá getum við breytt ríkjai ástandi. Þegar að allir leggjast á eitt þá gel jafnvel hið smáa haft áhrif.“ 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.