Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 12
_______________________________J ZAPATISTAUPPREISNIN í CHIAPAS . OG STAÐA INDÍÁNANNA ÞAR EFTIR ELLEN GUNNARSDÓTTUR „Sjálfstæði" indiánanna eins og mexíkóski rithöf- undurinn Carlos Montema- yor tekur fram er í raun ^„einangrun, utangarðstil- vera og eymd" sem ein- kennist af svo til engri menntun, næringu, heilsu- gæslu eða virku dóms- kerfi. Fram að fjórða ára- tug þessarar aldar unnu flestir Chiapasbúar á nautabúum eða sykur- og kaffiplantekrum stórra landeiganda. ANN 1 janúar 1994 hófu Mar Chiapasfylkis í Mexíkó uppreisn gegn mexíkóskum stjómvöldum. Liðsmenn uppreisnarhersins kölluðu sig Zapatista eftir Emili- ano Zapata, frægustu byltingar- hetju Mexíkó. Þann 1. Janúar hertóku þeir höfðuborg fylkisins, San Cristóbal de las Casas ásamt öðrum borg- um og bæjum. Skærur við þjóðarherinn vörðu í tólf daga þegar stjómvöld létu undan þrýst- ingi og sömdu um vopnahlé og settust að samningaborði. Kröfur uppreisnarmanna snerust flestar um aukið félagslegt réttlæti og batnandi lífskjör í fylkinu sem er það fátæk- asta í Mexíkó. Nú fjómm árum síðar telja ýmsir að hreyfingin hafi rannið sitt skeið á enda. Stjórnvöldum hefur tekist að draga samningaviðræður á langinn og Zapatistamir era ekki tilbúnir veralegra tilslakanna. Stuðn- ingur og athygli almennings er svo að segja á þrotum og stjómarandstaðan Lýðræðislegi Byltingarflokkurinn (PRD) sem áður studdi Zapatistanna er að taka við stjómartaumun- um í höfuðborginni og hefur þar af leiðandi um annað að hugsa. Á þjóðhátíðardaginn, 16 sept- ember þrömmuðu 1111 Zapatistar inn í borg- ina og inn á aðaltorgið þar sem þeir kröfðust þess að stjómvöld efndu loforð þau sem þegar höfðu verið gefin og undirrituð í samningar- viðræðunum. Innreið þreyttra og hungraðra liðsmanna uppreisnarhersins má e.t.v. teljast táknræn fyrir endalok hreyfingarinnar. Nú þegar nokkur timi er liðinn síðan uppreisinin hófst, og ekki síst þar sem endalokin virðast vera á nánd, hafa fræðimenn nú hafist handa við að rekja ítarlegar en áður aðdragandann að sköpun byltingarhersins í Chiapas. Frá Bartolomé de las Casas til Samuel Ruiz Árið 1515 gekk ungur munkur af reglu Domíníkana, að nafni Bartolomé de las Casas, á fund Karls V Spánarkonungs. Fyrir framan konung og hina flæmsku ráðgjafa hans for- dæmdi hann framferði spænsku conquistador- anna gagnvart indíánum nýja heimsins. Að hans sögn var nú landarán, morð og þrælahald hlutskipti þessa fólks og konungi bæri skylda til að vemda þessa nýju þegna sína rétt eins og honum bæri að vemda íbúa Spánar gegn lögleysu og kúgun. Málflutningur munksins sannfærði konung og ráðgjafa hans um mikil- vægi þess að takmarka vald leiðtoga spænska herliðsins í nýja heiminum. Las Casas hélt áfram baráttu sinni fyrir réttindum indiána þar til ársins 1542 að hann bar sigur úr býtum með setningu „Nýju Laganna" sem afnámu þrælahald á þeim forsendum að indiánar væra frjálsir þegnar Spánarkonungs og kváðu svo um að indiánum skyldi borgað kaup fyrir vinnu sína í þágu spænskra landeigenda. Eftir þennan sigur bauð konungur honum annað mikilvægasta biskupsdæmi nýja heimsins, Cuzeo, Perú, fyrram höfuðborg Incanna. Las Casas afþakkaði en bað í þess stað um lítil- vægasta og fátækasta biskupsdæmi konungs, Chiapas. Þangað leiddi hann 45 dóminíkanska munka og hófst handa við að að innleiða rétt- læti í samskiptum spánverja og indiána. Vold- ugasta vopn hans í þessari baráttu var synda- flausnin; hann skipaði munkum sínum að neita hverjum spánverja, sem tekið hafði land frá indiánunum um syndaflausn. Indiánar héraðs- ins tóku biskupnum sem frelsara sínum og verndara. Fjögur hundrað ár liðu frá dauða de Las Casas og lítið breyttist í Chiapas. Indiánarnir fengu lönd sín ekki til baka og unnu á búgörð- um fólks sem oftast er jafn evrópskt í útliti og fyrstu conquistadoramir. Lifnaðarhættir hafa ekki breyst. Flestir búa í leirkofum með strá- þaki og leirgólfi þar sem þeir sofa á strámott- um og nærast á baunum og korni. Árið 1960 fengu Chiapasbúar nýjan biskup, Samuel Ru- iz. Hans aðaláhyggjuefni var að Chiapasbúar virtust í auknum mæli gerast fráhverfir kaþ- ólskunni og jafnvel snúast snúast til mótmæl- endatrúar. Það leið hinsvegar ekki á löngu þar til hinn nýji biskup gerði sér grein fyrir hinni gífurlegu fátækt og eymd sem ríkti í héraðinu. „Ég kom til San Cristóbal til að snúa hinum fátæku aftur til trúarinnar en það era þeir sem hafa að lokum sannfært mig“ minntist hann síðar. Eftir þessi sinnaskipti beitti Ruiz kröftum sínum í þágu indiánanna. „Miskunnarlaust sjálfstæði" Heimur sá sem blasti við hinum nýja bisk- upi í Chiapas átti í raun ekkert sameiginlegt með þjóðfélagi því sem hafði orðið til í Mexíkó- borg og öðram þéttbýliskjömum i miðhálend- inu. Mexíkó hefiir ætíð verið land andstæðna. Enn þann dag í dag ríkja skörp skil á milli norðurs og suðurs: Norðrið og stór hluti mið- hálendisins era þjóðfélög þar sem spánveijar, indiánar og fólk af afrískum upprana hafa blandast í gegnum aldimar en í suðri (Michoacán, Guerrero, Oaxaca og Chiapas) hefur indíánasamfélagið að mörgu leyti lítið breyst síðan fyrir daga Columbusar. Síðan á seinni hluta 19. aldar hefur mexíkóska þjóðin öðlast aukið stolt yfir menn- ingararfi sínum frá þjóðfélagið því sem ríkti hér fyrir komu Spánverjanna. Mexíkönum af EMILIANO Zapato, frægasta byltingarhetja Mexíkó. spænsku (creolar) og blönduðu (mestizos) bergi hefur verið kennt frá bamæsku að líta á sig sem erfingja þessa menningarheims. Hins- vegar hafa viðhorf til hinna raunveralegu erf- ingja þessarar menningar löngum verið blönd- uð; aðalmarkmið stjórnvalda síðustu tvö hund- ruð árin hefur verið að aðlaga indiána að því þjóðfélagi sem skapast hefur í landinu á þessu tímabili, og „aðlögun" þýðir oftast afneitun á eigin menningu. Chiapas hefur ætíð verið útvarðarþjóðfélag og fyrir utan auð þann sem gamlar heldri fjöl- skyldur og athafnamenn hafa dregið til sín úr skógarhöggi, búfjárrækt, olíuvinnslu og land- búnaði hefur svæðið að mestu leyti verið gleymt af stjómvöldum og mestum hluta þjóð- arinnar. Mestur hluti íbúa era indiánar sem oftast tala ekki spænsku og búa við sína eigin siði og hefðir. „Sjálfstæði" indiánanna eins og mexíkóski rithöfiindurinn Carlos Montemayor tekur fram er í raun „einangran, utangarðstilvera og eymd“ sem einkennist af svo til engri mennt- un, næringu, heilsugæslu eða virku dómskerfi. Fram að fjórða áratug þessarar aldar unnu flestir Chiapasbúar á nautabúum eða sykur- og kaffiplantekram stórra landeiganda. Þetta skipulag breyttist að mörgu leyti við landumbætur mexíkósku stjómarinnar. Vinnufólki á slíkum búgörðum var nú gert kleift að stofna sín eigin þorp, byggð á sam- vinnubúskap (ejidos), og gefið land til að yrkja. Árið 1950 vora 162 slík þorp í héraðinu flest stofnuð í harðri baráttu við landeigendur sem vora síður en svo tilbúnir að lúta hinum nýju lögum. Búskapur stundaður í þessum þorpum var að mestu kaffirækt, þar sem hvorki var til stofnfé né land til að hefja nautgriparækt sem á þeim tíma var arðvænlegasti atvinnuvegur svæðisins. Á fimmta áratugnum varð hins veg- ar tvennt til að raska jafnvægi og velferð þess- ara samfélaga. f fyrsta lagi gerðu margir hinna nýju þorpsbúa sér grein fyrir að sam- vinna við fulltrúa stjórnarflokksins PRI væri vænleg hvað þeirra eigin hagsmuni varðaði og þannig sköpuðust fljótt valdahópar sem réðu lögum og lofum. Stjórn þorpanna var í hönd- um eins aðila, cacique, sem hlýddi fyrirmælum að utan og fór með öll völd. Spilling og mútur byrjaði að einkenna stjórnkerfi þorpanna og ungt fólk sem tilheyrði ekki kerfinu sat eftir landlaust. í öðra lagi stuðlaði hinn fábrotna heilsugæsla sem þó hafði verið komið á stofn í mörgum bæjum af stjórnvöldum að fækkandi ungbamadauða. Enn var algengt að fjölskyld- ur eignuðust 12-14 börn en nú komst oft meira en helmingur á legg. Af þessum ástæðum fjölgaði íbúum Chiapas um 50% á sjötta ára- tugnum og um 40% á þeim sjöunda. Einnig hófu stórir landeigendur að reka vinnufólk sitt af landinu til að hefja nautgriparækt sem krafðist lítils vinnuafls og varð landeigendum mikil auðlind á tímabilinu 1950-1970. Land- leysi hafði ætíð verið vandamál meðal íbúa héraðsins en varð nú að allsherjar kreppu. Skærar bratust oft út vegna deilna út af landi, þorpsbúar keyptu vopn og settu upp sína eigin lögreglu til að vakta umráðasvæði sín. Landleysið gerði það að verkum að þúsund- ir manna fluttu til norðurs, til höfuðborgarinn- ar, eða annarra þéttbýliskjarna. Þrátt fyrir þessa fólksflutninga var eftirspurn eftir landi ennþá gífurleg í héraðinu. Til að vernda stór- býli gegn innrásum landlausra bænda leyfðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.