Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 13
stjórnvöld á sjötta áratuginum landnám í hluta af Laeandon frumskóginum í norðvesturhluta Chiapas. Þangað fluttu indiánar hvaðanæva úr héraðinu, tzeltales, tzoztiles, choles, tojobales og zoques. Allir töluðu sínar eigin tungur og fæstir töluðu spænsku. Fyrir indiánana sem komu frá hálendinu voru aðstæður í frumskóginum gífurlega erfið- ar; hiti, rigning og aur gerðu búskap þungan í vöfum og sjúkdómar herjuðu á þá. Skólar og heilsugæsla voru ekki til. Þrátt fyrir þessa erf- iðleika hélt fólk áfram að flytja til Lacandon- svæðisins og nýjar kynslóðir uxu úr grasi í þorpunum. A sjöunda áratugnum fjölgaði fólki úr 60,000 í 120,000 á svæðinu. Flestir stund- uðu sjálfsþurftarbúskap en alla dreymdi um að hefja nautgriparækt og eignast peninga. La Sultana þorpið, til dæmis, þar sem bjó fólk sem verið hafði rekið af stórbýli í ná- grenni Ocosingo, þegar landeigandinn ákvað að breyta landi sínu í beitiland fyrir nautgiápi, hóf svínarækt í þeim tilgangi að eignast reiðu- fé til að kaupa nautgripi. Eftir því sem tíminn leið hófu mörg þorp í Lacandonfrumskóginum kaffirækt sem krafðist ekki mikils stofnfés. Friðurinn ríkti hinsvegar ekki lengi. Arið 1972 undirritaði þáverandi forseti Mexíkó, Lu- is Echeverría skjal sem skipaði svo fyrir að meira en 600,000 hektara landi af Lacandon- svæðinu skyldi skilað til Lacandonindiánanna sjálfra, fumbyggja svæðisins. Á þessum tíma bjuggu á svæðinu u.þ.b. 4000 aðfluttar fjöl- skyldur sem var gert að flytja í burtu með valdi. Þeim þorpum sem tókst að verja lagalegan rétt sinn til Iandsins var bannað að stækka umráðasvæði sitt. Þannig skapaðist enn og aftur eymd meðal hinna ungu sem áttu nú ekkert tilkall til lands. Opinber tilgangur skip- unarinnar var að fullnægja réttlætinu og gefa skóginn aftur til hinna raunverulegu íbúa hans en á bak við tjöldin voru undirritaðir samning- ar á milli Þróunarbankans í eigu stjórnvalda og Lacandon indiánanna sem skuldbatt hina síðarnefndu til að leyfa bankanum aðgang að u.m.þ. bil 10,000 trjám á ári. Þannig batt ríkistjórnin enda á samkeppni við önnur skógarhöggsfyrirtæki á svæðinu. Á áttunda áratugnum var efnahagskreppa í Mexíkó. Á Lacandonsvæðinu þar sem þoi-pin börðust um land varð ofbeldi daglegt brauð. Frá 1989 lækkaði heimsmarkaðsverð á kaffi um 60% og þeir sem höfðu hafið kaffirækt í skóginum töpuðu meira en helmingnum af tekjum sínum. Ekki bætti úr skák þegar þá- verandi forseti, Carlos Salinas de Gortari, batt árið 1991 enda á úthlutun lands til þeirra sem þurftu á því að halda. I raun höfðu umbætur þessar einungis verið til á pappírnum síðustu þrjátíu árin og Salinas lýsti því yfir að tilgangur hans væri að stöðva spillingu þá sem hafði skapast síðan á fjórða áratugnum í kringum umbæturnar. Akvörðun forsetans varð að lögum árið 1992. Sama ár bannaði ríkisstjóri Chiapas þorpsbúum í skóginum að stunda nautgripa- rækt á þeim forsendum að varðveita yrði nátt- úrulegt jafnvægi svæðisins. Einkafyrirtækjum var hinsvegar leyft að halda áfram nautgripa- rækt í skóginum. Dropinn sem fyllti bikarinn var síðan væntanleg efnahagssamvinna Amer- íkuríkjanna eða NAFTA. Meirihluti Chiapas- búa, þar á meðal íbúar Lacandonsvæðisins ræktaði korn til sölu. Korn frá Bandaríkjunum yrði a.m.k. helmingi ódýrara en þeirra fram- leiðsla. Það var í Lacandonskóginum sem Zapatistauppreisnin hófst. Frá Ruiz biskupi til subcommandante Marcos Þegar Samuel Ruiz kom til Chiapas árið 1960 höfðu prédikarar af mótmælendatrú þeg: ar náð miklum áhrifum meðal þorpanna. I eymd þeirri sem ríkti í héraðinu var boðskap- ur þeirra skýr, skorinorður og huggandi: Tæk- ist mönnum að halda út hina vonlausu og sárs- aukafullu tilveru sína á jörðu biði sæluvist eft- ir dauðann. Boðskapur þessi hjálpaði fólki að sætta sig við hlutskipti sitt og bíða eftir betri tilvist. Kaþólska kirkjan, á hinn bóginn, virtist fjar- lægjast fólkið meira og meira eftir því sem ástandið varð verra. Kirkjurnar voru oft í meira en þi'iggja daga göngufjarlægð frá þorpunum, sérstaklega í Lacandon og ef fólk komst til messu skildi það oft ekki spænskuna vel og þó að það svo væri, fólu orð prestanna ekki í sér boðskap sem skírskotaði til að- stæðna þess. Eftir löng ferðalög um héraðið hóf Ruiz að endurskipuleggja starfsemi kirkjunnar. Hann stofnaði fimm skóla sem fengu til sín unga menn af mismunandi svæðum og tungumálum í þriggja mánaða námskeið sem útskrifaði þá að lokum sem kaþólska katekista. Á námskeið- inu lærðu þeir grundvallaratriði í spænsku, boðskap kaþólsku kirkjunnar og einhverja iðn. Eftir útskrift sneru katekistarnir til þorpa sinna og boðuðu Guðs orð á þeirra eigin tungumáli og settu upp vinnustofur þar sem fólki var kennt að framleiða vörur til sölu. Ljósmynd: Raul Ortega. SAMUEL Ruiz biskup. „Hann lærði tvö algengustu mál héraðsins og í gegnum árin þróaði sinn eiginn boðskap sem hann beindi til hinna fátæku: „Guð er Guð hinna fátæku..." MARCOS, einn af leiðtogum Chiapasbúa. SAMNINGAVIÐRÆÐUR í dómkirkju. Ruiz sjálfur sótti Vatican II fundina í Róm frá 1963-1965 og tileinkaði sér boðskap páfans um tilgang kaþólsku kirkjunnar, „kirkja allra og sérstaklega kirkja hinna fátæku. Hann lærði tvö algengustu mál héraðsins og í gegn- um árin þróaði sinn eiginn boðskap sem hann beindi til hinna fátæku: „Guð er Guð hinna fá- tæku...Guð er ekki Guð mannréttindana eins og hinir voldugu skilgreina þau. En Guð er Guð þeirra sean ekki búa við mannréttindi." M.ö.o. kirkjunni sem þjóni Guðs á jörðu bar að sitja ekki auðum höndum og horfa upp á óréttlæti heldur berjast gegn því til að reisa Guðsríki á jörðu fyrir hina fátæku. Á sjöunda áratugnum leiddi hugmynda- fræðilegur ágreiningur smám saman til klofn- ings innan Chiapas kirkjunnar. Annar hópur- inn hélt sig við prédikun orðs Guðs en hinn var mun pólítískari í sjónarmiðum sínum. Bisk- upinn studdi við bakið á seinni hópnum sem varð svo að segja einráður meðal þorpanna í Lacandonskóginum. Eftir því sem þeir öðluð- ust betri innsýn inn í hinn stærra heim sem umkringdi, gerðust margir katekistanna rót- tækir og gengu til liðs við uppreisnarmenn þá sem höfðu komið til Chiapas á áttunda ára- tugnum. • Á sjötta áratugnum hófu ýmsir uppreisnar- hópar að hreiðra um sig í Mexíkó. Kjarni þess- ara hópa voru háskólanemar og tilgangurinn að bylta einveldi PRI flokksins og spillingu þeirri sem blómstraði í stjórnkei'finu. Eftir blóðbaðið á Tlatelolco torginu í Mexíkóborg árið 1968 þegar herinn truflaði friðsamleg mótmæli gegn stjórnvöldum og myrti meira en hundrað háskólanemendur varð tilvera þessai-a hópa æ erfiðari. Leiðtogar þeh-ra voru myi-tir af hernum og höfuðstöðvar þein-a eyði- lagðar. Einn stærsti hópurinn var Frelsisherinn (Fuerzas de Liberación Nacional) stofnaður í kiingum 1970. Um miðjan áttunda ái'atuginn gerði stjórnarherinn árásir á þrjár stærstu stöðvar hópsins í suður- og norðurhluta lands- ins, leiðtogarnir voru myrtir, handteknir eða „hurfu“. Þann 17 nóvember árið 1983 héldu sextán leiðtogar FLN í skjóli nætur inn í Lacandon- frumskóginn. Þar á meðal voru fjórir indiánar sem áttu fjölskyldur í skóginum. Aðrir félagar voni svo að segja allir hvítir (ladinos), mennt- aðir miðstéttannenn. Tilgangur þein'a var að sannfæra „þá fátækustu meðal fátækra í Mexíkó" um nauðsyn þess að rísa upp gegn stjórnvöldum og stofna Zapatista Frelsisher- inn (Ejercito Zapatista de Liberación Nacional). Þegar FLN liðsmenn komu til Chiapas voru þegar til staðar í héraðinu ógrynni af félaga- samtökum sem börðust fyrir réttindum indi- ánanna, flest studd af biskupi Ruiz. Öll þessi félög skipulögðu mótmælagöngur og hungur- verkföll til að krefjast lands og gerðu innrásir inn á lönd stórbýla í einkaeign. Castellanos var einnig einn stærsti landeig- andinn í Chiapas. Stjórn hans einkenndist af spillingu og harðræði, leiðtogar félagasamtaka bænda voru pyntaðir og myrtir á skipulagðan hátt og hús þeirra oft brennd. Næsti ríkis- stjóri sem tók við völdum árið 1989 var lög- fræðingur menntaður í Cambridge háskóla í Englandi. Hann notaði dómskerfið til að út- rýma samtökum sem börðust fyrir mannrétt- indum. Viðbætur hans við lög fylkisins kváðu svo um að opinber mótmæli yrðu hér með glæpsamlegt athæfi sem refsað yrði með fang- elsjsvist. I þessu andrúmslofti áttu liðsmenn FLN auðvelt með að afla sér fylgis meðal bænda Chiapas, sérstaklega í Lacandonfrumskógin- um. Aðaltengiliður þeirra við umheiminn og biskupsumdæmið fyrstu árin var Lázaro Hernandes, tzeltal indiáni sem var svo virtur af indiánum skógarins að þeir gáfu honum embætti hálfgerðs æðsta prests (tuhunel). Hann kom á sambandi við biskup og samtök róttækra presta í Chiapas (SLOP). Það var hinsvegar ekki fyrr en 1985 sem Zapatistarnir hófu að opinbera þorpunum í skóginum tilveru sína. Fyrsta þorpið sem þeir höfðu samband við var San Francisco. í skjóli myrkurs héldu þeir fund með þorpsbúum og buðu fram þjónustu sína sem fólst í því að setja upp skóla, læknishjálp, bólusetningar, heræfingar og koma á stjórnmálaumræðu® meðal íbúanna. Sömu aðferðir voru notaðar við að vinna önnur þorp yfir á þeirra band. Þróunarhjálp sem þessi stóð ekki til boða af hálfu stjórn- valda og herþjálfun sú sem Zapatistarnir buðu þorpsbúum var kærkomin þar sem mexíkóski herinn undir stjórn Castellanos ríkisstjóra hafði aukið aumsvif sín í skóginum til muna. Smám saman jukust umsvif hreyfingarinn- ar. Vopn voru keypt meðal annars í skjóli Samtaka um Þróunarhjálp til Mexíkóskra Indiána (DESMI) en félagar þeiiTa í Chiapas voru flestir leynilegir fylgjendur eða liðsmenn Zapatista. Á seinni hluta áttunda áratugarins náði hreyfingin áhrifum meðal einna stærstu samtaka bænda á svæðinu. Samtökin, skammstafað ANCIEZ, beitti sér fyrir þróunarhjálp á þeim stóru svæðum sem aldrei höfðu fengið slíka hjálp af hálfu stjórn- valda. í Janúar 1992 fór fyrsta mótmælaganga samtakanna fram í bænum Ocosingo. I henni tóku þátt um 4000 bændur. Göngumenn mót- mæltu meðal annars hinum fyrii'hugaða NAFTA samningi og umsvifum hersins í fylk- inu. Eftir því sem efnahagsástandið versnaði í Chiapas sneru Zapatistarnir og liðsmenn þeirra í félagasamtökum og kirkjunni sér að stríðsundirbúningi. í Janúar 1993 hittust leiðtogar FLN til að taka ákvörðun um hvort farið skyldi út í stríð eða ekki. Margir álitu að uppreisnarherinn væri ekki tilbúinn, best væri að bíða í önnur tíu ár þangað til að styrkur þeirra hefði aukist í vestur-og norðurhluta landsins. Marcos ásamt öðrum Chiapasleiðtogum kvað nauðsyn- legt að hefja uppreisnina sem fyrst. Samuel Ruiz hafði snúist gegn skæruliðunum þegar hann gerði sér grein fyrir alvöru þeirri sem fylgdi stríðsundirbúningi þeirra og ferðaðist nú um héraðið til að biðja bændurna um að styðja þá ekki. Mexíkóski herinn vissi af tilveru þeirra og myndi ráðast á höfuðstöðvar þeirra af fyrra bragði ef ekkeri væri að gert. I mars á sama ári gengu íbúar skógarins til kosninga um hvort hefja ætti stríð eða ekki; um helmingur var því fylgjandi. Eftir áralanga eymd, skorí og hungur, rann loksins upp sá dagur sem svo lengi hafði verið beðið eftir. Þann 1 janúar, 1994 gerðu íbúar Lacandonskógarins uppreisn gegn mexíkóskum stjórnvöldum. Hverju áorkaði uppreisnin? Zapatistauppreisnin í Chiapas opnaði tví- mælalaust augu mexíkósks almennings og um- heimsins gagnvart því óréttlæti, vanrækslu og eymd sem ríkti í fylkinu. Þó svo að meirihluti fólks væri ekki fylgjandi ofbeldi studdi þjóðin þær réttmætu kröfur sem Zapatistarnir settu fram og það var almenningsþrýstingi og að- gerðum stjórnarandstöðunnar að miklu leyti að þakka að stjómvöld gengu til samninga við uppreisnaiTnennina. Salinas lofaði þegar í stað úthlutun lands meðal hinna landlausu og þróunaraðstoði, Þessi loforð hafa ekki verið efnd nema að litlu leyti. I febrúar 1996 voru undirritaðir fyrstu samningar milli uppreisnarmanna og stjórn- valda. Samningai-nir viðurkenndu réttindi indiánanna og kváðu á um að nefndir skyldu stofnaðar til að koma á umbótum. Síðan þá hefur ekkert gerst í Chiapas og al- menningur er að missa þolinmæðina bæði gagnvart aðgerðarleysi stjórnvalda en einnig gagnvart Zapatistunum. Margir kenna Marcosi um og telja að hann vilji í raun ekki samningaviðræður þar sem hann hefur ekki verið tilbúinn að gefa eftir í kröfum sínum. Sem stjórnmálamaður er Marcos sérvitring- ur og ekki hræddur við að skapa sér volduga óvini. í augnablikinu bendir all til að stjórn- völdum muni smám saman takast að lama hreyfinguna. Upplausn virðist vera að breiðas.t. út meðal þorpanna í skóginum. Reynt var að ráða Samuel Ruiz af dögum í nóvember. Síð- ustu fréttir eru að liðsmenn PRI flokksins séu að reka Zapatistafjölskyldur brott úr þorpun- um. Zedillo, forseti Mexíkó rak síðan smiðs- höggið á sigur sinn þegar hann fór í vel aug- lýsta ferð til Chiapas, þar sem hann lét mynda sig með brosandi indiánakonum og lofaði stór- felldum fjárhagsstuðningi við fylkið. Um- hyggjusamir forsetar og stór loforð gagnvart hinum fátæku eru ekkert nýtt í Mexíkó. Það hefur hins vegar lítið farið fyrir efndum. Hver sem afdrif Zapatistahreyfingarinnar verða er líklegt að réttlæti það sem Bartolomé de las, Casas, Samuel Ruiz og subcommandante Marcos hafa barist fyrir í Chiapas verði ekki fullnægt á næstunni. Höfundurinn er sagnfræðingur og búsett í Mexíkó þar sem hún vinnur að rannsóknum. i c LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 14. MARZ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.