Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 14.03.1998, Blaðsíða 14
MYNDLÝSING: Guðný Svava Strandberg. EÐULEGUR DAUÐDAGI SMÁSAGA EFTIR RAIJA SIEKKINEN MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR ÞÝDDI Hún horfði gftur út, og flgtneskjg landsins fór að fara í taugarnar og hægur hraðinn. Landið var enn slétt að fjarlægri skógarbrún, sem var líka flöt. Hús voru d reifð, útihúsin byggð eins og til að hlífa sjálfri aðalbygging- unni: eins og gegn umheiminum. KONAN sem tók á móti á flug- vellinum fyrir hönd verkbeið- anda ók svo hægt, að eftir tvo kílómetra var rithöfundurinn viss um að verða of seinn. Þegar konan beið við vegamótin eftir að bíll, sem sást varla í fjarska, færi framhjá, leit hún af klukk- unni í mælaborðinu, fór að horfa út um glugg- ann; fimmtán mínútur, og hluti áheyrenda, þeir, sem alltaf komu fyrstir, gamlar konur, minntu einhvem veginn alltaf á gömlu kennar- ana hennar, voru að fara úr kápunum í fata- henginu. Kílómetramir á skiltinu við vegamót- in voru í huganum eins og dulúðug óhappatala. En skipuleggjendumir fastsettu tímann, hún hafði augun á glugganum og því, sem sást. Landslagið var flatt, norðurbotneskt. Fyrsti snjór vetrarins fylgdi enn misfellum í landinu. Á ökranum sáust plógför, skurðimir vora dýpri. Rauðmálaðar byggingar loguðu í morg- unsólinni, sem lýsti upp hvítt landslagið, eins og einhver hægur innri eldur hefði gleypt þær. Enn minnkaði hraðinn. - Ég er ekki enn vön að keyra þennan bíl, sagði konan. Talsmátinn var líka hægur. Hún leit á kon- una, betur en þegar hún tók í hönd hennar á flugvellinum. Miðaldra kona, andlitið eins og þrútið. Dökkur stjarfi í augum. Róandi lyf? hugsaði hún þegar konan skerpti með erfiðis- munum augun á hana og síðan aftur á veginn. ■ - Maðurinn minn keyrði hann alltaf, sagði konan, og í orðunum og hægri ferðinni og það að lá á, sem henni virtist standa á sama um, var vísbending um sögu sem þyrfti að vera tími til að segja. Hún horfði nú á hendurnar sem héldu um stýrið. Þéttir stuttir fingur, ekkert naglalakk; á vinstri baugfingri tveir breiðir hringir. Hreyfingarlaus ró handanna virtist sanna henni að konan var skyndilega orðin að- alpersóna, eins og oft er með eldri fráskildar konur, sem við snöggan skilnað, eftir mörg jöfn fölnandi ár, finna þráð í lífinu og hátind, heila sögu skrifaða til loka, og segja hana. - Nú hefur orðið að venjast. Þannig var það; samsinnti hún. Og til að nrófa hugsunina sagði hún: - Það var ekki snjór fyrir sunnan þegar ég fór. Að vísu frost, en ekki snjór. Og eins og hún hafði gert ráð fyrir, heyrði konan ekki, svaraði ekki; niðursokkin í eigin sögu og ók hægt, á jöfnum hraða. Já; leituðu ekki allir að heild í lífi sínu, upp- hafi og endi, hugsaði hún eftir smástund; deÚa lífinu í tímabil, þar sem hver aðalpersóna er eins og önnur manneskja. Og hún mundi hvemig hún sjálf hafði lokað sínu lífi á sínum tíma eins og fullskrifuðum dagbókum, sem verða aldrei framar lesnar, sem verður einu sinni flett í gegn og svo brenndar, og hvemig allt hefur samt mætt manni aftur og hvemig henni hafði skilist, að úr þessum liðum verður líftU. - Þrjátíuogfimm ár, sagði konan og andvarp- aði, þungt. - Langur tími, sagði hún; hún mundi að það var aldur hennar nú. - Þrjátíuogfimm ár, endurtók konan eins og hefði ekki heyrt. Langur tími héma, hefði hún viljað segja. Hún horfði aftur út, og flatneskja landsins fór að fara í taugarnar og hægur hrað- inn. Landið var enn slétt að íjarlægri skógar- brún, sem var líka flöt. Hús voru dreifð, útihús- in byggð eins og til að hlífa sjálfri aðalbygging- unni: eins og gegn umheiminum. Tré svo fá að þau litu út fyrir að vera leifar einhvers meira. Ekkert í landslaginu hvatti til að fara í ein- hverja vissa átt; sama hvert litið var, allt var eins, jafnslétt, og leit út fyrir, að svona héldi það líka áfram hinumegin við sjóndeildarhring- inn. Og hún hugsaði, að maður konunnar hefði orðið leiður á þessu landslagi, þessum jafna hraða. Strax á flugvellinum hafði hún tekið eftir, að bíllinn var nýr og dýr, enn sjaldséð tegund í þessu landi. Hún fann mýkt sætanna, sá mæla í mælaborðinu, sem hún hafði ekki hugmynd um hverju þjónuðu; og af þeim áhrifum sem bíllinn skapaði fæddist hægt mynd af manni, sem hafði átt bflinn. Maðurinn varð spengilegur, grár i vöngum, brátt birtist við hlið hans yngri kona. Skilnaður, já; og hringirnir á fingri kon- unnar gáfu til kynna eignarrétt, sem ekki lyki. - Þetta er svo erfitt, sagði konan. -Já. - Þegar maður hefur vanist. - Já? - Að vera einn. Vanist, endurtók hún í huganum. Sjálf hefði hún notað annað orð. Og hún hvarf aftur til ný- legra hugsana sinna um, að það era fá orð, mjög fá, aðeins fáein, hjá hveijum manni, og að þeim fækkar með áranum: að lokum bara tvö, eitt. Og bak við þau rúmast svo öll hin orðin. Hún þekkti sín eigin orð, og var hrædd við hvert eitt einasta. - Vanist, endurtók hún; hún mundi eftir þeg- ar hún lagði af stað um morguninn, eiginlega síðla nætur. Um fjögurleytið þurft að fara framúr frá sofandi eiginmanni, drekka kafiið í rökkvuðu eldhúsinu. Við akstur eftir auðum vegi umluktum trjám fór hugsun um elg sem stykki á veginn að naga, að vita af hálkublett- um þegar nálgaðast brýr. í lítilli tveggja hreyfla vél, sem titrandi, að því er virtist með erfiðismunum reis undir hvössu homi í átt að skært skínandi stjömum, hún hafði horft á dökka jörðina, ljósklasa hér og þar króka á vegunum sem svona séð að ofan virtust óþarfir, og hafði fundist, að allt líf, líka lif hennar, hefði orðið eftir niðri á yfirborði jarðar; að alltaf væri verið að fjarlægjast það. Og eitthvað var það, sem hélt áfram að naga; rifrildi, sem hún mundi ekki lengur ástæðuna fyrir. Núna, með fábreytt landslagið fyrir aug- um á alla vegu hugsaði hún, hve gagnslaust það allt saman var. Hún mundi, hvemig flug- vélin skjökti áfram norður, og hvernig á sjón- deildarhringinn hafði komið blóðrauð lína, sem breikkaði og lýsti upp himininn og deyfði stjömumar. - En annað er ekki hægt, sagði konan, og hún sá aftur veginn og akrana og skógarbrún- ina. - Eigið þið börn, spurði hún. - Fullorðinn son, en líka hann er giftur. - En það er ekki, sagði hún, - en það er. - Gott, bætti hún við eftir smástund, en eins og spyrjandi. Konan svaraði ekki, andvarpaði bara þungt og lengi. Hún heyrði hljóð vélarinnar. Skipta í annan, hugsaði hún, eða gefa í. Langaði ekki lengur að líta á klukkuna, ekki heldur skiltið með vegalengdunum, sem sýndi enn tveggja stafa tölu. - Þama var það, sagði konan og benti með höfðinu til vinstri við veginn. - Kominn var skógur í stað akurs. Hún horfði á hann. Skógur; háar beinar furur, dökkt greni. Hvít jörð, snjór svo lítill, að botngróðurinn þrengdi sér í gegn. Kjarr, fros- ið, þannig molnaði með braki við hvert fótmál. - Héma. Var? hugsaði hún. Þama vora líka lauftré, sá hún svo, og er hún hvarf til fyrri hugsana sinna ímyndaði hún sér vor í skóginum, fingerð græn lauf á trén, skógarsóleyjar á jörðina, og mosa, sem úr draup raki úr nýbráðnuðum snjó undan skónum, og þangað í skóginn manninn, for- stjórann, og konu; ritarann. Svo hristi hún höf- uðið. Þó ekki, hugsaði hún, og síðan; því ekki. Og hún mundi eftir öðram skógi, og öðra fólki í þeim skógi. - Þannig er það, sagði hún. Sólin var nú beint framundan á hæð við tijátoppana. Mað- urinn, hugsaði hún, er vaknaður, drakk nú kaffi meðan hann las blaðið. Þrjátíuogfimm ár hugsaði hún: það þýðir, enn þrjátíu ár. Það virtist stutt. - Þeir báru hann hingað, sagði konan. - Bára? - Já, nágranninn og sonur hans. Skyndilega lokaði rauður hlöðuveggur veginum. Vegurinn stefndi beint á hann, beygði rétt áður en færi gegnum vegginn, og þegar krækt hafði verið fyrir hlöðuna fór hann aftur í sama far. Svona var áður veittur eignarréttur, hugsaði hún. Svo fór hún aftur að velta fyrir sér; bára. - Þegar ég kom á staðinn, hringdu þeir sjáðu úr þessu húsi þarna, hann var nú dáinn. Vorið hvarf eins og það hafði komið, í tómið. Aftur var vetur, eins og núna, og frosin jörð, og þunnt snjólag yfir henni, og rauð vetrarsólin sást yfir dökkum trjánum. Á þessu svæði var mikið um sjálfsmorð, mundi hún. Þröng félagsleg viðhorf, góður jarðvegur fyrir trúarhreyfingar; mundi hún úr félagsfræðináminu. Myrkur lengi, og vetur, án undankomu, síðan sumar, stutt, eins og vindur- inn kæmi með það annars staðar að. Jú, hún skildi. Hún horfði á skóginn, og þögn trjánna náði tökum á henni. Fingur hægri handar hennar straku úlnlið þeirrar vinstri. Þar fannst bunga, sem enn eftir fimmtán ár var aum við- komu. Og eins og alltaf, mundi hún líka núna trén. Þau bærðust hinum megin við gluggann í hlýrri ágústgolunni; svo eins og glerið væri horfið, hún hafði heyrt þyt þeirra; og þegar hún hafði enn horft, hafði henni fundist hún sjálf líka vera tré, rætumar djúpt í svalri rakri moldinni, glampi sólarinnar á laufinu og hrist- ingur vindsins. Allt lífið hafði verið þama, allt -I- 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14. MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.