Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 15
SfiilSBslSS mamm jff pHB iPSrÉfÍ ilfr BSfrysiS STYTTRI brúin með 22 burðarvírum báðum megin, en á lengri brúnni er aðeins einn mjög gildur vír báðum megin. KWAI CHUNG-hraðbrautin inn til Hong Kong er hluti af þessu nýja samgöngukerfi. þar sem flugvöllurinn er, við meginlandið. Þar er yfir tvö sund að fara og breiðara sund- ið er 2,17 km á lengd. Yfir það er Tsing Ma- brúin, sem er tvöföld í þá veru að sjálft brú- argólfið er á tveimur hæðum. Þetta er lengsta haf til þessa sem nokkur hengibrú fyrír bíla- og lestaumferð, nær yfir. Tilboðið sem tekið var hljóðaði uppá 916 milljónir Bandaríkjadala, en verktakarnir sem samein- uðu krafta sína eru brezkir og japanskir. Sjálf brúin er samansett úr stáleiningum, 40 m breiðum, 36m löngum og 7,3 m háum, sem framleiddar voru í Bandaríkjunum og Japan. A efra brúargólfinu eru 6 akreinar, járnbraut á því neðra, svo og tvær neyðaraki-einar. Eins og myndin ber með sér eru tvennir tumar á hvorri brú. Turnarnir eru úr járn- bentri steinsteypu, 206m á hæð. Þessi burð- arvirki eru þó sitt með hvoru móti á brúnum tveimur. Á styttri brúnni sem er fjær á myndinni, eru 22 burðarvírar og ná þeir mishátt á turnana. Á löngu brúnni eru hins- vegar aðeins tveir burðarvírar eins og þegar Ölfusárbrúin var byggð. Þeir vírar voru eins og mannshandleggur að gildleika, en á Ts- ing Ma-brúnni eru burðarvírarnir hvorki meira né minna en 110 cm í þvermál og vega 27.500 tonn úr ótal stálstrengjum. Þeir voru snúnir saman á staðnum, sem þykir glæfra- verk, en vegna þyngdarinnar er naumast hægt að gera þetta öðruvísi. Brúnni var lok- ið á síðasta ári. Kwai Chung-hraðbrautin Þegar yfir brýrnar er komið og uppá meg- inlandsströnd Kína, er enn 3 km spölur til Hong Kong. í samræmi við stærðir brúnna og annara umferðarmannvirkja varð að leggja nýja og afkastamikla hraðbraut á þessum síðasta áfanga inn til borgarinnar, eða öllu heldur að jarðgöngunum undir sund- ið. Af loftmyndinni sem hér sést mætti ætla að annað eins vega- og járnbrautakerfi á mörgum hæðum hljóti að vera í nánd við ein- hverja bandaríska stórborg þar sem hefð er fyrir umferðarmannvirkum af þessu tagi. En svona lítur hún raunar út þessi strandlengja uppi á meginlandströnd Kína og gefur ef til vill góða hugmynd um þá uppbyggingu sem fram fer af fullum krafti þarna syðst í Kína. GÍSLI SIGURÐSSON tók saman. Á ÞJÓÐLEGUM NÓTUM IQMISI Sígildir diskar NORSK TÓNSKÁLD The long, long winter night. Norsk þjóðlög og Slagir (Grieg); úr 50 þjóðlögum frá Harðangri (Geirr Tveitt), Myndir frá Norðurlandi (Monrad Johansen) og Til- brigði f. píanó (Fartein Valen.) Leif Ove Andsnes, píanó. EMl Classics 7243 5 56541 2 0. Upptaka: DDD, Abbey Road Studio, London, 1/1997. Útgáfuár: 1998. Lengd: 68:13. Verð (Skífan): kr. 2.099 kr. EDVARD Hagerup Grieg (1843-1907) varð fyrstur og fremstur til að kveðja Nor- egi hljóðs meðal tónlistarþjóða. Sótti hann jöfnum höndum innblástur úr miðevrópskri listmúsík og norskum alþýðustefjum. Margir norrænir tónhöfundar hafa að vísu ort á þjóðlegum nótum, bæði íyrr og síðar, en fáir jafn tært og persónulega og Grieg, er léði norrænum anda áður óþekktan léttleika með óvenju lagrænni tón- hugsun, vakurri hryntflfinn- ingu og ferskum hljómasam- böndum. Norskir afdalabændur náðu að yrkja frjórri akur leikinna alþýðulaga en íslend- ingar, þökk sé meiri hagsæld á 17.-19. öld en hér norður á hjara, spilarahefð hai’ðang- ursfiðlunnar og vanrækslu klerka við að kveða niður félagslíf almúg- ans. Sá akur stóð reyndar á fornum grunni, og hafa tónvísindamenn fullyrt, að elztu slagir harðangursfiðlara eigi sér ræt- ur aftur í heiðni. Það kemur því ekki lítið á óvart hvað yfirbragðið á 9 laga úrvalinu úr Norske folkeviser Op. 66 og Slátter Op. 72 (1902) virðist nútímalegt, jafnvel svo minnt geti stundum á ýmist franskan im- pressjónisma eða á Mikrokosmos eftir Bartók. Enda ekki með öllu loku fyrir það skotið, að „hinn nýi Grieg,“ eins og ung og framsækin tónskáld fóru að kalla hann í Frakklandi, hafi haft áhrif á báðum stöð- um; alltjent gerði Bartók sér ferð norður til þess eins að hlusta á harðangursfiðlu- leik, eftir að hann kynntist Slögum Griegs! Geirr Tveitt (1908-81) lagði líkt og Jón Leifs rækt við hinn forna þjóðartón, eink- um á heimsstyrjaldarárunum seinni. Hann var mjög fær píanóleikari er samdi tækni- lega krefjandi konserta fyrir það hljóð- færi, og lögin hans sjö úr „50 Folketoner fra Hardanger" eru geysivel útfærð íyrir slaghörpuna. Samherji hans í þjóðrækn- inni, David Monrad Johansen (1888-1974), var ekki mjög afkastamikill; síðasta verk hans (1969) var Op. 35. Hann var atkvæða- mikill gagnrýnandi og sömuleiðis fær pí- anisti, hallaðist á efri árum að nýklassis- isma (hljómsveitarverkið Pan, undir áhrif- um frá sögu Hamsuns), en samdi fjór- þættu píanósvítuna á þessum diski, Norlandsbilleder, árið 1919; að mörgu leyti furðu huglæga tónlist í'yrir sinn stað og tíma og undir sterk- um náttúruáhrifum. Fartein Valen á hér lítið tilbrigðaverk, Variasjoner for klaver Op. 23 (1936), lík- lega afstraktasta verkið á diskinum, enda samið í sjálf- stæðum pólýfónískum tólf- tónastíl, sem var hvorki und- ir áhrifum frá seinni Vínar- skólanum né átti sér neina fylgismenn meðal tónskálda; íhugult verk og eins og flest frábærlega leikið af Andsnes. Lestina reka svo 4 lög úr Slátter og stev fra Siljustol eftir Harald Sæverud (1897-1992), ótrú- lega marghliða að stfl, og er án efa fræg- ast Kjempe-visesl&tten, „andspyrnuóður" Norðmanna gegn hernámi Þjóðverja, sem Jan Henrik Kayser kynnti og flutti svo eftirminnilega í Listasafni Islands s.l. nóvember. Andsnes fer þar meira hikandi af stað en Kayser með innhverfum rú- batóum, sem ég er ekki viss um að eigi við, en í heild er spilamennskan á heims- mælikvarða, og hljóðritunin úr Abbey Road ætti ekki að spilla fyi’ir ánægjunni af fjölbreyttu verkavali þessa litríka píanódisks. Leif Ove Andsnes, píanóleikari. BEETHOVEN Ludwig van Beethoven: Folk Songs. 20 Brezkar þjóðlagaútsetningar úr Op. 108 og WoO 152-55. Wolfgang Holzmair barýton; Trio Fontenay (Michael Miicke, fíðla; Niklas Schmidt, selló; Wolf Harden, píanó.) Philips 442 784-2. Upptaka: DDD, Bad Kissingcn 12/1994. Útgáfuár: 1997. Lengd: 60:47. Verð (Skífan): 2.099 kr. EKKI eru allir þjóðlagaunnendur jafn hrifnir af hinum 176 þjóðlagaútsetningum Beethovens fyrir skozka forleggjarann George Thomson í Edinborg frá árunum 1809-20. Ég hitti t.d. einu sinni Breta nokkurn, er fullyrti að hið sanna eðli þjóðlagsins færi þar gjörsam- lega forgörðum. Og mátti svosem skilja hann að hluta. Vínarklassískar útleggingar góðtónskáldanna (Beethoven var ekki sá eini, heldur fengu Haydn og fleiri líka að spreyta sig) fyrir söngrödd og píanó, fiðlu og selló virðast óneitanlega spölkorn frá rödd sauðsvartrar alþýðu. Og þó. Vissulega er hægt að hafa ánægju af þessum út- setningum á þeirra eigin for- sendum, og ekki síður frá sögulegu sjónarhorni, því með nokkrum rétti má segja, að með upp- hafningu listamanna eins og Beethovens hafi rödd alþýðunnar loks öðlazt þá reisn sem þurfti til að vekja samúð valdastétta og ljá henni sjálfstraust og tundur í þær byltingar sem áttu eftii’ að leiða hana til vegs og virðingar. Það er ekki tilviljun, að Beethoven var alltaf í hávegum hafður í Sovétríkjunum fyrrum. Þar fyrir utan er athyglivert hvað Beet- hoven lagði mikinn metnað í þessar út- setningar, og er spurning hvort þær hafi ekki verið óþarflega vanmetnar á seinni tímum. Þær tóku verulegan part af starfs- orku tónskáldsins á sextugsaldri, og með- an samtíðin var farin að afskrifa hann sem „útbrunninn,“ var Beethoven á sama tíma að leggja í sarp fyrir Níuna og fleiri mikfl- fengleg verk, þar sem alþýðulagið gengur upp í stærri heild. Svo mikið er víst, að skozku, írsku og velsku þjóðlögin tuttugu á þessum diski eru dýrðlega falleg og vel flutt af Holzmair og félögum. Samanburður flestra safnara mun væntanlega hin aldarfjórðungsgamla DG-plata með Fischer-Dieskau, Edith Mathis og enskum tenór ásamt RIAS-kórnum, enda hefur lítið farið fyrir útsetn- ingum Beethovens á hljóm- plötumarkaði hingað til. Fjöl- breytnin er vitanlega meiri á eldri plötunni, þar eð Holzmair er einn um hituna á sinni (hann „döbbar" að vísu nokkur viðlög við sjálfan sig í stað kórinnslaga), en þó að textatúlkun hans sé ekki alltaf eins innlifuð og hjá Dieskau, er enskuframburður hans betri og stirðnar vart nema í hröðustu lögum eins og „The Pulse of an Iris- hman.“ Angurværu ballöð- urnar fara tenórlegum barýton hans greinilega bezt, og þar hafa þær skozku yfirburði; er engu líkara en að Irar séu hlutfallslega léttari á bárunni en keltnesku frændur þeirra í norðri. Flutningur Fontenay-tríósins er sízt lak- ari en sá á gömlu plötunni, hljóðritunin er betri og bæklingstexti Bai-ry Coopers er skrifaður af þekkingu manns sem hefur rannsakað viðfangsefnið sérstaklega (Beet- hoven’s Folksong Settings, Oxford 1994). Ríkarður O. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.