Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 19
FYRSTA hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári er fullt af áhugaverðu efni og er til merkis um það að íslensk menningarumræða er hvorki lítil né leiðinleg. í heftinu er birt skemmtilegt viðtal við þýska rithöfundinn Giinter Grass sem lýs- ir meðal annars vanþóknun sinni á gagnrýnendum. Hann segir að gagnrýnendur hafi „umfram allt áhuga á því að baða sig í sviðsljósinu", að bækur séu í „augum margra gagnrýnenda algert aukaatriði, þeir lít[i] fyrst og fremst á bækur sem tækifæri til að upp- hefja sjálfa sig og koma eigin bókmenntaskoð- unum á framfæri", hann segir ennfremur að „sýningarstjórinn" sé orðinn aðalatriðið í um- fjöllun um myndlist. Síðan segir Grass: „Þetta oflæti gagnrýnenda, að líta á gagnrýnina sem listgrein, hófst með þeim Friedrich Schlegel og Schelling. Látum þá félaga liggja milli hluta, en núorðið er það orðin almenn regla að gagn- rýnendur trani sér fram og finnist þeir sjálfir vera aðalatriðið." Ekki er þetta ný gagnrýni á gagnrýnendur, þeir hafa löngum þótt sjálfhverfir í skrifum sínum. En hér vakna ýmsar spurningar (og þá einmitt með Schlegel og Schelling í huga): Er óeðlilegt að gagnrýnendur geri sjálfa sig að persónu í gagnrýni sinni, jafnvel að aðalper- sónunni? Hvaða forsendu á gagnrýnandi að gefa sér ef ekki sjálfan sig í því verki sem hann fjallar um? Hvaða kenningum á hann að beita - eða flagga eins og Grass vill segja - ef ekki þeim sem hann kann best skil á? Á gagnrýn- andi að afsala sér sjálfsvitund sinni þegar hann skrifar? Um fleðufræði Deilan um póstmódernismann birtist hér í svolítið óvæntri mynd í grein Guðna Elíssonar, bókmenntafræðings, sem fjallar um kennslu- fræði Kristjáns Kristjánssonar, heimspekings í Háskólanum á Akureyri. Guðni fjallar hér um greinina „Að lifa mönnum" sem birtist í rit- gerðasafni Kristjáns, Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki, sem kom út á síðasta ári en Guðni víkur einnig alloft að Lesbókargreinum Kristjáns um póstmódernisma frá síðasta hausti. Er ljóst að greinar Kristjáns í Lesbók- inni hafa rekið marga til að brýna ritvopnið. I stuttu máh' er Guðni ósáttur við gagnrýni Kristjáns á það sem hann kallar fleðufræði en það eru fræði sem „hvorki eru heilnæm né virðingarverð" og einbeita sér að einhvers kon- ar smáatriðarannsóknum sem ekki geta talist „hagnýt' eða „stuðla að bættum hag þjóðarinn- ar". Slík fræði kallar Kristján „ósönn" og að ekki sé ástæða til að veita til þeirra fé úr opin- berum sjóðum. „Sönn" telur Kristján þau fræði sem hafa hagnýtt gildi, hann telur raunar að það sé önnur af meginskyldum háskólakennar- ans að stunda hagnýtar rannsóknir, hin megin- skylda hans sé lýðfræðsla. Þessar hugmyndir um notagildi rannsókna telur Guðni hættuleg- ar: „Sú farsældarkvöð sem Kristján prédikar AFSAL SJALFS- VITUNDAR?! íslensk menningarumræða er hvorki lítil né leiðinleg og ber nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar þess glögg merki. Þao sem einkum vakti athygli ÞRASTAR HELGASONAR var krafg þýsks rithöfundar um að gagnrýnendur afsöluðu sér sjálfsvitund sinni og umræoa um kennslufræoi og íslenska málstefnu. hendur þeirra einstaklinga sem í nafni sam- hyggju telja sig færa um að dæma heil fræða- svið ómerk ef þeim svo sýnist." Ekki verður betur séð en að gagnrýni Guðna sé réttmæt; það væri afturför um marga ára- tugi ef ekki árhundruð að hverfa að útilokunar- aðferðum eins og þeim sem Kristján leggur til; undirstaða góðs háskóla hlýtur að vera sú að kennarar hans séu óheftir í rannsóknum sínum, að þeir séu frjálsir í vali sínu á aðferðum og við- fangsefnum. Frelsið má þó ekki fría þá frá rök- studdri gagnrýni, það myndi valda sinnuleysi. Umræðan um póstmódemismann undanfarna mánuði er til merkis um að slík deyfð er ekki yfir háskólakennurum en vissulega hefur stundum skort á að þeii' væru í nægilega góð- um tengslum við samfélagið. Guðni bendir hins vegar réttilega á að margir þeirra kennara sem Kristján deilir á móti kennslufræði sína á for- sendum sem Kristján heldur á lofti í grein sinni. „I menningarfræðum er þannig rík áhersla lögð á að menntamaðurinn haldi úr ffla- beinsturninum út í samfélagið. Sem „pólitískur baráttumaður" berst hann gegn „kæfandi hug- myndafræði" og greinir m.a. þau hagsmuna- kerfi sem móta akademíuna." Heilög mey Þórdís Gísladóttir skrifar gott og vel orðað innlegg í ritdeilu Ólafs Halldórssonar og Böðvars Guðmundssonar um stöðu íslenskrar tungu sem fram hefur farið í TMM undanfarin misseri. Ólafur hefur lýst afar íhaldssamri verndarstefnu í skrifum sínum og ekki viljað sjá að menn „óhreinkuðu" tunguna með er- lendum orðum. Böðvar hefur hins vegar brugð- ist til varnar þeim sem það hafa stundum gert og sagt að engin stórhætta væri á ferðum. FORSIÐUMYND TMM heitir Upplestur og er eftir Sigrúnu Eldjárn. er ógn við fræðasamfélagið. Hann hvetur há- skólakennara til að setja sér reglur um félags- legar skyldur sem síðan eigi að stjórna því hvaða rannsóknir séu styrktar úr opinberum sjóðum. Kristján lýsir ekki þeim reglum sem hafðar yrðu í fyrirrúmi, en ef þær væru litaðar af þeirri hugmyndafræði sem hann setur fram sem sjálfgefna yrðu afleiðingarnar skelfilegar. Forræðishyggja vegur að starfsfrelsi háskóla- kennarans og færir völdin að of miklu leyti í Þórdís tekur líka upp málstað þeirra sem vilja ekki líta á tunguna sem heilaga mey held- ur sem tæki til að gera sig skiljanlega. Þórdís vill gefa mönnum frjálsar hendur í meðferð á þessu tæki enda sé það ekki í einkaeigu: „Þetta tæki er sameign okkar allra og enginn getur átt stærri hlut en annar. Tækið má laga að öll- um hugsanlegum aðstæðum, teygja og toga út-- og suður útum allar trissur eða hnoða saman í litla kúlu allt eftir þörfum." Ekki er rými til að rekja deilur þessar nánar hér en það er hins vegar stórskemmtilegt að slíkar deilur skuli enn fara fram hér á landi. Meðalvegurinn hlýtur að vera bestur í þessum efnum eins og svo mörgum öðrum, þótt hann sé kannski leiðinlegur, sá meðalvegur sem Þór- dís vill að fylgt sé, við höldum „alveg tenging- unni við menningu og bókmenntir okkar," seg- ir hún, „fornar sem nýjar, þrátt fyrir að eitt og eitt útlent orð eða hugtak slæðist inn í orða- forðann og geri sig heimakomið ef það gerist á forsendum íslenskrar tungu." Bændur eg upphaf bókmenningar Meðal annarra áhugaverðra greina í TMM að þessu sinni er svar Arna Björnssonar við þeirri áleitnu spurningu, „af hverju í ósköpun- um hinir fámennu íslendingar muni allt að því einir germanskra þjóða hafa skrifað fornsögur sínar á bókfell á eigin móðurmáli". Ekkert ein- hlítt svar er til við þessari spurningu þótt menn hafi um aldir velt fyrir sér uppruna ís- lenskra fornbókmennta. Segir Arni að einna helst hafi verið stungið upp á því að „skilgreina þessa þjóðlegu sagnaritun sem einhvers konar kraftaverk". Sú tilgáta sem Árni setur fram í þessari grein er hins vegar af veraldlegri toga, sem sé sú að íslenskir bændur hafi verið frjáls- ari en flestir starfsbræður þeirra sunnar í Evr- ópu þegar ritlistinni skolaði á land hér og þeir c því haft meiri tíma til Jaess að sinna henni. I niðurstöðu sinni segir Arni: „Þessu athæfi var haldið áfram þótt stöðugt fækkaði hinum frjálsu miðlungsbændum og leiguliðar kæmu í þeirra stað. Eftir að íslendingar voru eitt sinn komnir á bragð söguritunar á eigin máli varð eftirleikurinn auðveldari fyrir hinn söguglaða hluta þjóðarinnar að halda nokkurri bókmenn- ingu við fram eftir öldum og meðal allra stétta." Hér ritar einnig Hannes Pétursson um leik- rit eftir Danann Henrik Herz sem sett var upp 1 Kaupmannahöfn á síðustu öld en ein af per- sónum þess var „dónalegur íslendingur" sem fór fyrir brjóstið á Benedikt Gröndal. Hér er svo grein eftir Birnu Bjarnadóttur um sam- bönd og innra líf í sogum Guðbergs Bergsson- ar og grein eftir Sigurð A. Magnússon um Nó- belsskáldið Dario Fo. Þess má að lokum geta að hægt er að skoða ýmislegt efni úr TMM á heimasíðu Máls og menningar, meðal annars viðtalið við Grass og svo eldra viðtal við Einar Má Guðmundsson. Slóðin er http://www.mm.is. Morgunblaðið/Kristinn GÍTARLEIKARARNIR sem fram koma í Gerðubergi á morgun: Sfmon H. ívarsson, Pétur Jónasson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson og Einar Kristján Einarsson. EFNT verður til gítarveislu í menningarmið- stöðinni Gerðubergi á morgun, sunnudag, frá kl. 14 til 18. Um er að ræða kynningu á hljóð- færinu, í tali og tónum, þar sem fléttast sam- an tónleikahald, sýning og umræður. Meðal annars munu fímm af fremstu klassísku gít- arleikurum landsins koma fram, bæði sem einleikarar og með öðrum. Þetta eru Einar Kristján Einarsson, Kristinn H. Árnason, Páll Eyjólfsson, Pétur Jónasson og Símon H. ívarsson, sem leika nú í fyrsta sinn allir sam- an á tónleikum. Ðagskráin er samstarfsverkefni Gerðubergs og Félags íslenskra tónlistarmanna (FIT) og var ákveðið að beina sjónum að einu hljóðfæri og kynna það sérstaklega, að sögn Álfrúnar G. Guðrúnardóttur hjá Gerðubergi. „Þegar form- ið lá fyrir beindust spjótin fljótt að gítarnum, enda koma okkar bestu gítarleikarar alltof sjaldan saman fram á tónleikum." Að sögn Álfrúnar verður dagskráin mjög fjölbreytt - „fólk fær að kynnast gítarnum f öllum sínum myndum." I forgrunni verða tdnlistaruppákomur sem spanna allt frá ein- leik á gítar, samleik gítars og flautu, fiðlu og söngs til raftdnlistar svo eitthvað sé nefnt. Auk þess verða pallborðsumræður, þar sem gítarleikararnir fimm munu sirja fyrir svör- um, gítarsmiður mun kynna starf sitt, hægt verður að hlýða á geislaplötur með gftartón- list, skoða blaðaúrklippur um gítarinn úr safni Trausta Thorberg og gítarnótur, auk þess sem boðið verður upp á veitingar í spænskum anda. Alfrún segir dagskrána tilvalið tækifæri fyrir fólk að kynnast gítarnum, sögu hans og göldrum, og takist vel til sé vel hugsanlegt að halda áfram á sömu braut - beina næst sjón- um að einhverju ððru hljóðfæri. Sem fyrr segir koma ýmsir gestir fram með gítarleikurunum. Þeir eru: Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari, Laufey Sigurðar- dóttir fíðluleikari, Margrét Bóasdóttir söng- kona, Sigurður Halldórsson sellóleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir fíðluleikari, Guð- mundur Kristmundsson víóluleikari, Kjartan Ólafsson tónskáld og hljómborðsleikari, Hilmar Jensson djassgítarleikari og Matthfas Hemstock trommu- og slagverksleikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21. MARZ 1998 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.