Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 10
STÖÐ Katrínar Sigurðardóttur. Myndhöggvarafélagio gengst fyrir sýningu sem hefst í sumar og hefur hlofið nafnio Strandlengjan, enda nær sýningin yfir um fimm kílómetra svæoi milli borgarmarka Kópavogs og Seltjarnarness. JÓHANN HJÁLMARSSON hafói veður gf sýningunni sem á ao byggja brú milli manns og náttúru, stuðla ao þeirri framtíoarsýn að gera listina ao hluta umhverfisins og daglega lífsins. STRANDLENGJAN nefnist fyr- irhuguð sýning Myndhöggvara- félagsins í Reykjavík. Þetta er útisýning á strandlengju Reykjavíkur við Skerjafjörð, sýningarsvæðið er um 5 km langt og liggur á milli borgar- marka, frá Kópavogsbæ og vest- ur að Seltjarnarnesbæ. Sýnendur, sem allir eru í Myndhöggvarafé- laginu, verða 25 (og tveir að auki). í sýningar- stjórn sitja Borghildur Óskarsdóttir, Brynhild- ur Þorgeirsdóttir og Kristinn E. Hrafnsson. Stjórn félagsins ákvað að sýningarstjórn skyldi taka þátt í sýningunni og velja með sér aðra 22 félaga úr Myndhöggvarafélaginu. Engin krafa verður gerð um varanleika listaverkanna. Því gæti farið svo að sum verkin standi aðeins í skamman tíma, t.d. eitt sumar, á meðan önnur gætu staðið til aldamóta. Sýningin verður opn- uð í tengslum við Listahátíð 7. júní. Strandlengjusýningin verður upphafið á þriggja ára sýningarferli Myndhöggvarafé- lagsins og eiga fleiri listamenn eftir að koma við sögu. Að sögn stjórnarinnar verður há- punktur sýningarferlisins árið 2000 þegar Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu. Framhald verkefnisins verður ekki á strandlengjunni. Önnur svæði borgarinnar verða skoðuð og nýjar sýningarstjórnir munu taka afstöðu til þess hvert framhaldið verður. í samtali við þau Borghildi, Brynhildi og Kristin kom fram að Myndhöggvarafélagið hefur sýnt einu sinn á ári um árabil og staðið fyrir útisýningum í Hveragerði, á Akureyri, Hallormsstað og í Skálholti. Stór hluti félags- starfsins er útisýningar. Auðveldara er að sýna úti á landi að þeirra mati, flóknara í Reykjavík vegna skriffinnsku. Strandlengju- svæðið er sérstakt og viðkvæmt og nauðsyn- legt hefur verið að leita til margra. Endanleg staðsetning er enn í skoðun, m.a. hjá um- hverfismálaráði. í Reykjavík hefur áður verið sýnt á Skólavörðuholti og Korpúlfsstöðum. Aðstaða Myndhöggvarafélagsins við Ný- lendugötu samkvæmt samningi við borgina hefur verið til mikilla bóta og félagið ekki síst vegna þess getað einbeitt sér að sýningarhaldi og því hvernig eigi að koma höggmyndum inn í borgarumhverfið. Félagið átti 25 ára afmæli 1997 og þá kviknaði Strandlengjuhugmyndin. Hún er þó ekki bundin við strandlengjuna eina heldur getur breitt sig út um allt borgarlandið og til dæmis náð til Grafarholts. Umhverfið og hugmyndirnar Myndhöggvarar vilja vera „sýnilegir í rým- inu", en staðsetningin þarf ekki að vera var- anleg, þeir vilja venja fólk á að horfa á mynd- ir. Sýningin á að vera breið, allt frá verkum sem eru „unnin beint í náttúruna til hefð- ¦ ¦ SKYNJUN eftir Ragnhildi Stefánsdóttur. bundinna útiverka og flóknari hugnynda- fræðilegra verka". Fólk sem kæmi til að njóta náttúrunnar nyti þá líka lista. Listin yrði að mati þremenn- inganna brú á milli mannsins og náttúrunnar. Þau gera sér grein fyrir að það tekur tíma að gera listina hluta umhverfisins eða eins og Brynhildur orðar það: „Menn yrðu þá ekki á svipinn eins og átján barna faðir í álfheimum sem spyrði þegar hann rækist á list: Hvað er þetta?" „Þó að galleríin séu ágæt þá er okkar stað- ur ekki þar," segir Borghildur, „þetta minnir á rauðsokkutímabilið þegar orð var haft á því að staður konunnar væri ekki bara í eldhús- inu, konur vildu fara út í lífið." Kristinn ítrekar listina sem brú á milli manns og náttúru: „Listin er náttúra í sjálfu sér, list er tengd umhverfi, stöðum og tlma. Á þann hátt er list náttúra. Hún er í það minnsta ekki náttúrulaus í eðli sínu. Og list er ekki bara það sem listamenn gera eins og oft er sagt heldur ekki síður það sem listamenn fá aðra til að gera eins og það að skoða list og umhverfi í samhengi og lýsa afstöðu sinni til þess." Á Strandlengjuhni er náttúran mannanna verk. Geim-Steinninn sem Brynhildur ætlar að setja þar er lendingarpunktur, hann verð- ur hluti náttúrunnar, brú. Náttúra og list sameinast. Þetta kallar Kristinn „að gefa um- BRU MILLI MANNS OG ¦ FLÆÐISKER Borghildar Óskarsdóttur. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.