Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 4
RITI Inga Sigurðssonar: Hug- myndaheimur Magnúsar Steph- ensen, segir á bls. 92: „Athyglis- vert er, að Magnús segir í bréfí til sr. Jóns Jónssonar á Möðrufelli, að þýski heimspekingurinn Immanuel Kant hafí haft mikil áhrif á lífsskoðun sína..." Kant skrifaði ritgerð um upplýsinguna; „Beantwor- tung der Frage: Was ist Aufklárung?" 1784. Isaiah Berlin telur þessa ritgerð með bestu styttri ritgerðum Kants. I þessari ritgerð svarar Kant spurningunni í stuttu máli. „Að vera upplýstur er að vera ábyrgur, jafnvel þegar hlýðni við lögleg yfirvöld er skylda, að vera sjálfstæður í vali sínu, að ákveða sjálfur val sitt: láta ekki leiðast af öðrum, sem ómálga barn..." Ritgerð þessi er m.a. hörð fordæming allrar forsjárhyggju, sama hve mjúkir hanskar hennar virðast. Motto ritgerðarinnar er: „Sapere aude" - Haf þoran vizku að leita - Þýðing bréfa Horazar, fyrri bókin, annað bréf Rv. 1864. Upphaf upplýsingarinnar var skynsemisstefnan - rationalisminn - með upphafi raunvísinda á 17. öld í Vestur-Evrópu. Descartes og Bacon og fylgjendur Galileos og Newtons reistu skoðanir sínar á náttúrubundn- um sannleika, náttúrurétti eða náttúru- lögmálum og heilbrigðri skynsemi. Alex- ander Pope orti: „Nature and Nature's law lay hid in night/ God said, let Newton be! and all was light." Enlightenment - upplýsing. Lumi~eres var franska hugtakið yfir þessa dögun skynseminnar. Og þýska hugtakið Auf- klarung und Licht, Freiheit und Licht, upplýs- ing, uppljómun og ljósið gerði menn frjálsa. Höfuðkenning frönsku „philosophanna" um miðja 18. öld, var að manneðlið væri í grund- vallaratriðum það sama á óllum tímum og alls staðar og maðurinn væri ein tegundanna, eins og dýr og plöntur væri maðurinn ákveðinnar gerðar, hlýddi vissum líffræðilegum og and- legum lögmálum, sem væru honum inngróin; MAGNUS STEPHENSEN. Hugsjónin um „manneskjuréttinn" var inntak kenninga sem hann kynntist í Skálholti og síðar við nám í höfuðborg íslands, Kaupmannahöfn. ískri menningu Grikkja og Rómar og samruna þessara heimsmynd í heildstæða menningar- heild. Samfélagsgerðin var mótuð af kenning- um kirkjunnar og kirknanna eftir siðaskipti. Vísirinn að raunvísindum 17. aldar varð grundvöllur kenninga heimspekinganna, fíló- sófanna, á 18. öld og þeirra höfunda sem sam- tengdust þeim á einn eða annan hátt. Voltaire og Rousseau og ekki síst Diderot fundu lausn mannheima úr álögum í „skynseminni" og með beitingu skynseminnar afhjúpuðu þeir grund- vóll þjóðfélagsgerða Vesturlanda, en sá grundvöllur byggðist á hjátrú, óréttlæti og kúgun og heimsku. Samfélagsgerðin var ill, reist á lygum og falsi. Og hvers var sökin? Fram til þessa hafði enginn dirfst að ákæra þann, sem nú var dreginn fyrir dómstól skynsemi og upplýsingar, sem var Kristur. Það var ekki óskað eftir siðbót, upplýsingamenn kröfuðust þess að Krossinn yrði fjarlægður. Þeir af- neituðu sambandi Guðs og manns, neituðu öllum guðlegum opinberunum, kraftaverkum, trú á uppheiminn, á endurlausn og sigur á dauðanum. Heimur mannanna var jörðin, hér og nú. Þessar kenningar hnigu allar að því að þurrka út kristna heimsmynd, sem mótað hafði sögu og mannlíf Vestur- landa í á annað árþúsund. Trúarleg út- listun mannlegs tilgangs og örlaga stóðst ekki ljós og birtu upplýsingarinnar. Voltaire skrifaði „Ecrasez l'infáme", malið niður eða útþurrkið svívirðuna, þar átti hann við þá stofnun sem hann taldi vera grundvöll og réttlætingu hins úrelta samfélagsforms. Og í stað þessa þjóðfélags var þjóðfélag upplýs- ingarinnar á næsta leiti. En þrátt fyrir fordæmingu guðs-kristni þá var Guð í náttúrunni, þótt hann væri fjarlægur og snerti ekki líf hvers og eins. Guðstrú, deismi, var samkvæm skynseminni, orsök alls, kveikja tilverunnar, skapari heimsins, hinn „mikli stærðfræðingur", skapari náttúrunnar og þar með „úr" tilverunnar, „úrsmiðurinn mikli", en síðan gekk klukkan eða úrið án frekari afskipta úrsmiðsins. Þessi heimsmynd UPPLYSINGIN OG MAGNUS STEPHENSEN því mætti skilgreina eðli mannsins. Því var trúað að við manninn sem hluta náttúrunnar mætti beita samskonar aðferðum og náttúru- fræðingar og vísindamenn beittu til þess að komast að þeim lögmálum sem giltu fyrir aðr- ar dýrategundir og í plönturíkinu. Með því að beita rannsóknaraðferðum reistum á heil- brigðri skynsemi væri gjörlegt að kortleggja eðli mannsins og ákveða þær aðferðir sem skynsamlegastar væru til þess að hann mætti njóta frelsis og réttlætis. Til þess að þetta gæti gerst, þurfti að hreinsa burt hjátrú, þekkingarleysi, andlega leti, fordóma og fyrst og fremst þau öfl, sem höfðu hag af því að halda manninum í hlekkjum fáfræði og heimsku, og voru ástæðan fyrir hörmungar- sögu mannkynsins, spillingu og grimmd, sem voru ákveðin með lögum og úreltum venjum. „Maðurinn er fæddur frjáls, en alls staðar sé ég hann í hlekkjum" Rousseau. Um miðja 18. öld hófst barátta áhrifamesta höfundar aldarinnar, Voltaires, og annarra, gegn heimsmynd sem var grundvölluð á „falli mannsins" og lauk ófrjávíkjanlega með dóms- degi, og fyrir nýrri heimsmynd, þar sem Ijós skynseminnar vísaði veginn til framfara mannkynsins. Framfarir fyrir eigin tilverknað hófust með frönsku heimspekingunum og framhaldið varð í ritum Wielands, Humes, Lessings, Malbys, Kants og Condorcets. Hugtakið framfarir táknaði hér leiðina til hamingju mannkynsins, til frelsis, réttlætis og bræðralags. Frumkvöðlar skynsemisstefnunnar voru Descartes og Bacon og þar með rufu þeir þá helgi sem heimsmynd kirkjunnar hafði fest. Þótt þeir ásamt fylgismönnum sínum virtust forðast að hefja beina gagnrýni á kenningar- kerfi kirkjunnar og yrðu því ekki sakaðir um afneitun - atheisma -, þá hefjast beinar árásir á kirkjuna með sporgöngumönnum þeirra, upplýsingamönnum 18. aldar. Vestræn menning var reist á kenningum kirkjunnar allt frá heilögum Ágústínusi, klass- EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON Upphaf Upplýsingarinnar var slcynsemisstefnan - rationalisminn - meo upphafi raunvísinda á 17. öld í Vestur-Evrópu. Descartes og Bacon og fylgjendur Galileos og Newtons reistu skooanir sínar á náttúrubundnum sannleika, náttúrulögmálum ____________og heilbrigori skynsemi.____________ MONTESQUIEU hafði m.a. ROUSSEAU. Bæði hann fleiri VOLTAIRE: Malið niður eða geysileg áhrif á Katrínu II upplýsingarmenn afneituðu útþurrkið svívirðuna, skrifaði Rússadrottningu. sambandi Guðs og manns, hann. Þar átti hann við þá neituðu öllum guðlegum op- stofnun sem hann taldi vera inberunum, kraftaverkum, trú grundvöll og réttlætingu hins á uppheiminn, á endurlausn úrelta samfélagsforms. og sigur á dauðanum. sýndi mönnum svo ekki varð misskilið, að maðurinn var skapari eigin örlaga og sú sköp- un var byggð á skynseminni og upplýsingunni, vísindalegum rannsóknum, raunskyni. Heim- urinn var baðaður ljósi. Og Voltaire kvað enn: „Ef Guð væri ekki til, þá yrði að skapa hann". Þá fæddist sú „æðsta vera" höfuðsmðurinn og skapari náttúru, skynsemi og upplýsingar. Upplýst einveldi Frönsk menning, tíska og stjórnarhættir höfðu mótað evrópskar yfirstéttir og stjórnar- form konungsríkja Vesturlanda frá því á 17. öld. Sólkonungurinn, Lúðvík XIV. var hin mikla fyrirmynd, hallirnar og hirðin í Versöl- um voru stældar um meginland Evrópu. Franska var annað mál yfirstéttanna og les- efnið franskar bókmenntir. París var menn- ingarhöfuðborg álfunnar. Á 18. öld var af- kastamesti og snjallasti höfundur Frakka Voltaire. Það voru bein áhrif hans og kenning- ar um nýtt stjórnarlag, „upplýst einveldi", sem mótuðu hugmyndir Friðriks II. Prússa- konungs, Jóseps II. keisara Habsborgarríkis- ins og Katrínar II. drottningar Rússaveldis. „Konungur af Guðs náð", konungsdæmi for- tíðarinnar, þegar litið var á konunginn, hinn smurða konung, sem heilaga persónu, sem var fulltrúi Krists og veraldlegur valdhafi og bar í sér tvær persónur. (Sbr. Ernst H. Kantorowicz: The King's Two Bodies, Pr- inceton University Press 1957) Með afhelgun- inni sem var forsenda upplýsingar-stefnunnar, varð veraldlegt vald konungsins algjörlega af þessum heimi, sá æðsti burokratanna, þjónn þjóðarinnar, eins og Friðrik mikli Prússakon- ungur orðaði það. Þótt hinir upplýstu einvaldar væru fylgj- endur upplýsingastefnunnar í orði, þá voru að- stæður í ríkjum þeirra oftar þess eðlis, að ógerningur var að framkvæma eða framfylgja upplýstri stjórnarstefnu á borði. í trúmálum var staða þeirra erfið og afnám sérréttinda að- alsins ekki síður. Hagkvæmari og skilvirkari 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.MARZ1998 \ ':¦

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.