Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 16
+ Morgunblaðið/Árni Sæberg MYNDLISTARMAÐURINN Sigurður Þórir Sigurðsson. „Ég trúi því að ef mér tekst að hreyfa við hugum fólks með feg- - urðinni þá hafi mér tekist að breyta einhverju til batnaðar." Myndlistarmaourinn Sigurður Þórir Sigurðsson stendur á fimm- tugu. Vegna þessara tímamóta opnar hann í dag kl. 16 stóra yfirlitssýningu hátt, á annað hund- rao verka sinna, í Hafnarborg. HULDA STEFANSDOTTIR hitti listamanninn ao máli og ræddi vio hann um lífið og listina. LEDA og Svanurinn, 1983, olía á striga, 100 x 75 cm. „Þessa mynd læt ég aldrei frá mér," segir Sigurður. FEGURÐ TIL HOFUDS UÓTLEIKA HEIMSINS MANNESKJAN er ætíð í forgrunni verka Sigurð- ar Þóris Sigurðssonar. Allt frá fyrstu verkum hans í anda sósíal-real- isma, heimsósóma- myndir eins og Sigurð- ur kýs sjálfur að kalla þær, til nýrri verka, þar sem fegurðin gegnir lykilhlutverki. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út tæplega 150 blaðsíðna listaverka- bók, Ur hugarheimi, sem fjallar um list og ævi Sigurðar Þóris. Ólafur Haukur Símonarson, rithöfundur, skrifar æviágrip og formáU er eft- ir Jón Proppé, listfræðing og gagnrýnanda. „I raun finnst mér verk mín ekki hafa breyst svo mikið í gegnum tíðina. Ég er alltaf að fjalla um það sama, bara með mismunandi hætti," segir Sigurður. „Allt í einu varð mér ljóst að það væri tO lítils að bæta við óhugnað heimsins sem birtist okkur í fjölmiðlum á hverjum degi og ég hugsaði með mér að sennilega væri áhrifaríkara að snúa blaðinu við og mála feg- urðina. Andstæðan við veruleikann verður skýrari og vekur vonandi áhorfandann til um- hugsunar. Því maðurinn hefur þörf fyrir meiri fegurð, ekki ljótleika." Mótmaelti öllu sem hann gat Sigurður Þórir er fæddur í hernámsbragga í Hlíðahverfi í Reykjavík 31. mars árið 1948. Faðir Sigurðar var verkamaður og móðir hús- freyja sem sá um heimili og uppeldi 7 barna, en alls voru systkinin 10, þar af 3 hálfsystkin. Oft var þröngt í búi og 7 ára gamall hóf hann að vinna fyrir sér með blaðaútburði og síðar sem sendisveinn í prentsmiðjunni Eddu, þar sem faðir hans starfaði. Sigurður segist alítaf hafa tekið pólitíska afstöðu til málefna samfélagsins og hóf snemma að mótmæla öllu sem hann gat. Hann trúði því þá og trúir enn að myndlist geti haft áhrif í samfélaginu. „Ég get ekki slitið myndlistina frá sýn minni á þjóðfélagið. Menn eru alltaf að tala um að myndlist eigi ekki að koma nærri pólitík. En pólitík er ekki bara flokkspólitík, hún fjallar um lífið sjálft, hvernig við víljum lifa því og hvernig við vUjum að mannlífið verði. Þá getur myndlistin ekki skor- ast undan. Og maður verður að taka afstöðu, því án gagnrýni rfkir stöðnun í þjóðfélaginu." Hugur hans beindist snemma að myndlist. Sigurður smitaðist af lömunarveiki 9 ára gam- all og á sjúkrahúsinu stytti hann sér stundir við að teikna. „Móðir mín hafði í sér þennan sköpunarþráð og kannski hef ég þetta frá henni. Þá var móðurafi minn hagmæltur og gaf út bók með yrkingum sínum. Annars get ég ekki útskýrt það hvers vegna ég gerðist málari á annan hátt en þann að það býr í mér sterk þrá til þess háttar tjáningar." Sigurður hefur sent frá sér eina ljóðabók sem hann kallar Bernskubrek og hyggst setja saman ljóð í aðra áður en hann er allur, - og nefna hana Elliglöp. Það tók hann þrjú ár að safna kjarki til að sækja um nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Myndmenntakennari hans í Miðbæj- arskólanum, Jón Guðmundsson brúðugerðar- maður, hvatti hann eindregið áfram. Tvítugur hóf hann nám við skólann, árið var 1968 og mönnum heitt í hamsi. Tveimur árum síðar var honum vikið ú'r skóla vegna uppsteyts við yfir- völd þar á bæ. Sigurður kenndi myndmennt á Þorlákshöfn í tvö ár, en að svo búnu hlaut hann inngöngu í Akademíuna í Kaupmannahöfn þar sem hann var við nám næstu 4 árin. I hópi kennara við Akademíuna fékk hann viðurnefn- ið „duglegi íslendingurinn". Þeim hugnuðust vel pólitísku heimsósómamyndirnar og kannski hafði honum lærst að beina skoðunum sínum til útrásar á striganum. Fyrsta einkasýning hans í SÚM-salnum vakti mikla athygli og ádeila verkanna var bein og hörð. Við tekur tímabil þar sem Sigurður vinnur málverk, dúkristur og grafíkþrykk af vinnandi fólki, áfram með greinilegum pólitískum skírskotun- um. Við heimkomu frá Kaupmannahöfn byrjar Sigurður að kenna og kennir víða næstu 6 árin, en frá árinu 1985 hefur hann eingöngu sinnt starfað að eigin myndlist. Árið ... fór hann utan og dvaldi í Reeding í Englandi einn vetur þar sem hann hóf aftur að vinna vatnslitamyndir. Ljótlcikanum varpað fyrir róða Á níunda áratugnum verða þáttaskil í mynd- sköpun Sigurðar. Boðskapur verkanna er sá sami, en gripið hefur verið til nýrra meðala; fagurfræðinnar og táknrænna tilvísana í lista- söguna. Um þessi umskipti segir Jón Proppé, í nýútkominni bók um listamanninn, að þar hafi Sigurður Þórir fundið leið í myndlistinni sem stóð nær hans eigin skaphöfh og tilfínningu en það sem á undan hafði gengið. „Þar sem and- SKÝRAR eru andstæðurnar, 1976, æting á pappír, 12,5 x 19 cm. hóf Sigurðar birtist áður sem bein árás, eins og slagorð í kröfugöngu eða stefnuyfirlýsing, fá verk hans nú á sig myndrænni blæ. Það er engu Mkara en hann sé farinn að treysta betur þeim vopnum sem málverkið færir honum í hendur og þurfi ekki lengur á ögruninni að halda til að koma skilaboðum sínum frá sér; ... „að vega að ljótleikanum og niðurlægingunni með því einasta vopni sem alltaf er skírt og bit- urt: fegurðinni eins og hún birtist í ljósi, form- um og litum manngerðra hluta, í náttúrunni og ekki síst í manneskjunni sjálfri." Til þess að bæta mannlífið verður manni að þykja vænt um mannfólkið, að geta greint fegurð og mikil- leika í hversdagslegum hlutum og ná að túlka þetta í öllu sem maður gerir." i 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21.MARZ1998 •. ' \\ TtllC:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.