Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 7
vegabréf ef hann er ekki á svörtum lista í Vín. Um þetta þarf að senda skeyti. Er viljugur að taka á móti Fuchs. Tilkynnti ég Dr. Jónasi Sveinssyni þetta með þeirri viðbót, að við getum ekkert gert fyrr en að það er komið í ljós, hvort hægt er að fá þýskt vegabréf; að við munum svo gjarnan skrifa til Kbh., en að það sé 99% öryggi fyrir því að F. fái ekki vegabréfsáritun, þar sem hann hefur ekki löglegt vegabréf. Jónas Sveinsson ætlar nú að senda Fuchs til Timmermans, en efast um að hann fái vega- bréf, þar sem hann hafi svo að segja fiúið frá Austurríki til að lenda ekki í fangabúðum, þótt haldið sé fram að hann hafi ekki komist í tæri við lögregluna. *) Hann varð að láta af hendi allar eigur sínar til þess að fá vegabréfsáritun, sem gaf rétt til að snúa aftur til Þýskalands, og ritaði hann undir það að hann myndi aldrei snúa aftur. Ef honum verður vísað úr landi, verður það jú til Þýskalands, sem varla getur neitað að taka á móti honum. Við höfum ekki áhuga á þessu, sagði Timmermann; þess vegna mótfall- inn því að gefa honum vegabréf, sem gerir hon- um kleift að halda sig í burtu. Jónas Sveinsson lýsir því yfir að Fuchs gerir sjálfur ráð fyrir því að lenda í fangabúðum, ef honum yrði vísað úr landi. Hann hefur í hyggju að fyrirfara sér með konunni, ef honum verður vísað úr landi án þess að hafa fengið möguleika á því að fara annað. HeU Hitler! 12/11'38 Br. *) Hljómar grunsamlega, en allt jú hugsanlegt í Þýskalandi. Vantrú Þetta minnisbréf sendiráðsfulltrúans sýnir að mál gyðingsins Felix Fuchs var danska sendiráðinu afar vandasamt. Dönsk og íslensk lög gáfu litla sem enga möguleika. Þýska sendi- ráðið hafði ekki áhuga á að gefa hjónunum vegabréf fyrir þýska þegna. Brun var heldur vantrúaður á aðstæður hjónanna, nema ef þau hefðu átt í útistöðum við yfirvöld í heimalandi sínu, sem voru algeng viðbrögð danskra emb- ættismanna. Hann bætir þó við, að allt sé mögulegt í Þýskalandi. Kaldhæðnislega kveðju sendiráðsstarfsmannsins, „Heil Hitler", til sendiherrans, ber greinilega að skilja sem ein- hvers konar skírskotun til þess að allt gæti gerst í Þýskalandi af völdum Hitlers. Þess ber þó að gæta, að kveðja eins og þessi var alls ekki venjan í dönskum sendiráðum og átti vart við. C.A.C. Brun fylgdi hins vegar, eins og fjöld- inn allur af dönskum embættismönnum, harð- neskjulegum reglugerðum, sem ekki tóku tillit til ríkjandi aðstæðna. Þótt flestum dönskum gyðingum hefði verið bjargað til Svíþjóðar í frækilegri aðgerð árið 1943 var áhugi danskra yfirvalda minni á því að bjarga þeim erlendu gyðingum sem knúðu á dyr Danaveldis í lok 4. áratugarins. Það sama er hægt að segja um yf- irvöld hinna Norðurlandanna og ekki síst yfir- völd hér á landi, sem að hluta til fylgdu reglum sem settar voru í Danmörku. Nýjar rannsóknir sýna að félags- og dómsmálaráðherra Dana á 4. og 5. áratugnum, sósíaldemókratinn K.K. Steincke, var ásamt ríkislögreglunni eins og skósveinn Gestapos í Danmörku í málum varð- andi flóttamenn af gyðingættum. Danska vinnumálastofnunin var þeirrar skoðunar, að of stór straumur gyðinga myndi skapa gyð- ingahatur og utanríkisiráðuneytið studdi ríkis- lögreglustjórann í þeirri skoðun, að afstaðan gagnvart flóttamönnum yrði að vera hörð. Fulltrúi í utanríkisþjónustu Dana lýsti því yfir á norrænum fundi í Osló snemma árs 1939, „að í Danaveldi hefði aðilum sem sæju um vega- bréfaskoðun verið fyrirskipað að vísa úr landi útlendingum, sem ekki höfðu landgöngleyfi; að þessi ráðstöfun hefði tekist vel og hefði í raun aðeins komið niður á gyðingum. Ef einhverjir gyðingar hefðu sloppið í gegn, hefðu þeir verið sendir úr landi." Búast má við því að C.AC. Brun hafi unnið eftir slíkum óskrifuðum fyrir- mælum, og að íslensk yfirvöld hafi fylgt sams konar reglum eftir tilmælum frá Kaupmanna- höfn. C.A.C. Brun hafði meiri vitneskju um stöðu mála í Þýskalandi en hinn almenni borgari ut- an utanríkisþjónustunnar. Ríkjandi lög, reglu- gerðir, óskrifaðar reglur, og lokuð landamæri komu hins vegar í veg fyrir að hann gæti hjálp- að Fuchs hjónunum, þótt hann hefði viljað það. Vegna lélegs upplýsingastreymis frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur hafði Brun orðið það á að gefa konu, austurrískum gyðingi, vegabréfsáritun til Kaupmannahafnar sumarið 1938, eftir að Danir höfðu lokað landamærum sínum fyrir austurrískum gyðingum. Brun hafði ekki fengið nýjar vegabréfsreglur í hend- ur nógu tímanlegar. Hann fékk áminningu fyr- ir þessa „yfirsýn" frá yfirboðurum sínum í Kaupmannahöfn. Hugsanlega hefur hann þess vegna viljað sýna betri embættisfærslu gagn- vart Fuchs hjónunum er þau bar að garði. GYÐINGAR neyddir til að þvo götur með litlum burstum og sýruupplausn í Austurriki árið 1938. FELIX Fuchs 19 árum eftir að hann var á íslandi. Myndin er passamynd úr fyrstu bandarísku vegabréfsumsókn hans ár- ið 1958. Ljósmynd. State Department Washington. STEFANIE Karpelens-Fuchs á tröppum Árness á Seltjamarnesi, húss Jónasar Sveinssonar læknis, sem skaut skjólshúsi yfir Fuchs-hjónin. Stefanie heldur hér á Reyni Jónassyni. Öll úti? 29. nóvember 1938 sendi de Fontenay sendi- herra langt skeyti til forsætisráðuneytisins í Kaupmannahöfh, þar sem hann skýrði málið og vonlausa stöðu hjónanna. Skeytið var þegar í stað sent áfram til utanríkisráðuneytisins. Tveimur dögum síðar sendi de Fontenay annað skeyti, þar sem hann upplýsir að Felix og Stef- anie hafi fengið loforð um fund í bandaríska sendiráðinu í Kaupmannahöfn 20. desember, og að síðasta ferð frá íslandi sé 5. desember. Þrátt fyrir þetta barst skeyti frá dómsmála- ráðuneytinu í Kaupmannahöfn og staðfesting á því frá ríkislögreglustjóranum þann 3. desem- ber 1938, sem eru svör við síðara skeyti de Fontenays. Þar er upplýst, að Felix Fuchs og konu hans hafi verið synjað um vegabréfsárit- un til Kaupmannahafnar. Þau voru ekki vel- komin. Þrátt fyrir að bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn hefði staðfest við dönsku Rík- islögregluna, að Felix Fuchs ætti pantaðan við- talstíma og læknisskoðun í sendiráðinu 20. des- ember, var beiðni hans um að koma til Kaup- mannahafnar hafnað. Embætti ríkislögreglu- stjóra fyrirskipaði 30. nóvember lögreglustöð einni í Kaupmannahöfn að vera viðbúin komu hjónanna og fyrirskipaði að þau ætti að senda með fyrstu ferð aftur til íslands ef þau birtust' Hjálp Jónasar Sveinssonar og annarra góðra manna til að bjarga dr. Fuchs og konu hans til Bandaríkjanna, þar sem þau fengu ekki dvalar- leyfi á íslandi eða í Danmörku, virtist að engu orðin. Tll Halnar Fuchs hjónin sigldu þrátt fyrir svör danskra yfirvalda með farþegaskipinu Dronning Alex- andrine til Kaupmannahafnar þann 5. desem- ber. Um borð voru einnig C.A.C. Brun og fjöl- skylda hans á leið í jólafrí. Sonur hans, Erik Brun, sem var 9 ára árið 1938, minnist ferðar- innar á þennan hátt: Faðir minn sat í setustofunni alla leiðina og talaði þýsku við lítinn mann og unga konu hans. Hann var læknir. Ég fékk að vita að þau væru gyðingar og að þau mættu ekki búa á ís- landi og að þau myndu fara í fangelsi þegar þau kæmu til Þýskalands. Já, hvað segir mað- ur níu ára barni? Eftir komuna til Kaupmannahafnar er hægt að fylgja hjónunum dag frá degi, þökk sé ítar- legri skýrslu danskra yfirvalda, sem litu á veru hjónanna í Danmörku sem glæpsamlegt at- hæfi. Klukkan fjögur þann 10. desember lagðist Dronning Alexandrine að bryggju í Kaup- mannahöfn. Þar voru mættir lögreglumenn frá Ríkislögreglunni og liðsafli á lögreglubíl til að handtaka hjónin. En málin þróuðust á ann- an veg. C.A.C. Brun og Poul Niclasen, Lög- þingsmaður, ritstjóri Dimmalættings og full- trúi Færeyinga í Þjóðþingi Dana, sem hafði stigið á skipsfjöl í Þórshöfn, töluðu báðir máli hjónanna og lofuðu að hafa samband við danska dómsmálaráðuneytið. Brun tjáði lög- reglumönnunum að hann hefði reynt að fá hjónin ofan af því að sigla til Hafnar, en þar sem hjónin hefðu samt ákveðið að yfirgefa ís- land í neyð, vildi hann hjálpa þeim af fremsta megni. Skipstjórinn, sem einnig var yfirheyrður, upplýsti að skipið myndi ekki sigla aftur til ís- lands fyrr en 4. janúar. Lögreglumennirnir gáfu því hjónunum leyfi til að stíga í land. Felix Fuchs tilgreindi í bréfi sínu til danska sendiráðsins í Reykjavík, að þau hjónin yrðu gestir Svend Dyhr, Islandsvej 3 í Lyngby. Dy- hr var mættur við komu hjónanna og greindi rannsóknarlögreglumönnunum frá því að Felix Fuchs væri gamall kunningi sinn, og að hann væri kominn til að heimsækja sig. Var Dyhr þá greint frá því að hjónin hefðu ekki dvalarleyfi. Lofaði hann að ábyrgjast þau og skjóta yfir þau skjólshúsi meðan þau dveldust í Kaup- mannahöfn. Dyhr þessi hafði skömmu áður gifst flóttakonu af gyðingaættum. Ríkislögreglan uppgötvaði að Gullfoss færi sína síðustu ferð til Islands fyrir jólin hinn 12. desember. Reynt var að koma hjónunum um borð, en áður en það tókst hafði Niclasen lög- þingsmaður haft samband við danska dóms- málaráðuneytið og talað máli hjónanna. Það varð til þess að ákveðið var að þau gætu dvalist í Kaupmannahöfn til 4. janúar 1939, en yrðu þá að snúa aftur til Reykjavíkur. Ný vegabréf Danska Ríkislögreglan fyrirskipaði ábyrgð- armanni hjónanna að fara með austurrísk vegabréf þeirra í þýska sendiráðið og fá ný nationaldeutsch vegabréf. Ný vegabréf með stimplinum J bárust lögreglunni 17. desember. J stimpillinn sýndi „glæp" hjónanna, þau voru gyðingar. Hjónin þurftu ekki á þessum nýju vegabréfum að halda til þess að komast til Bandaríkjanna, en dönsk yfirvöld, eins og^ h LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNiNG/USTIR 21. MARZ 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.