Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 5
VIÐEY. Magnús Stephensen dómstjóri keypti Viðey 1817 og kom þar upp prentsmiðju sem var starfrækt 1819-44 stjórnsýsla rakst á forn réttindi aðals og klerka. Voltaire var einhver magnaðasti áróðurs- maður meðal rithöfunda sem uppi hefur verið, háðskur, hugkvæmur og mjög snjall stílisti. Um hans daga var franskan alþjóðamál, en kunnátta í frönsku utan Frakklands var bund- in yfirstéttunum og á Frakklandi var mikill hluti almennings ólæs. Áhrif upplýsingamanna náði því „aðeins" til yfirstéttanna, en það nægði. Afhelgunin og krafan um borgaraleg réttindi, mannúðlegra réttarfar og óheft prentfrelsi, tjáningarfrelsi og séreignarrétt náði eyrum og skilingi þeirra sem löndum réðu og þeirra sem mótuðu hagkerfið. Voltaire stóð í bréfasambandi við fjölda áhrifamanna, þar á meðal Friðrik mikla og Katrínu II. Friðrik mikli var mjög raunsær og auk þess vel kyniskur. Hann taldi konungsdæmið rétt- lætast af verkum konungsins, ef þau stuðluðu að meiri hagsæld þegnanna og liprari stjórn- sýslu og þar með hagkvæmnisþróun samfé- lagsins, þá hafði „Þjóni þjóðarinnar" tekist verk sitt. Uppeldi þjóðarinnar var lykillinn að hagsæld og hamingju og því bar að veita öllum almenningi aðgang að ríkisreknu fræðslukerfi, eins og „upplýstir einvaldar" reyndu. I skóla- kerfi þeirra var hagnýt fræðsla höfuðatriðið. Friðrik II. lagði blátt bann við pyndingum til að knýja fram játun sakborninga, hann játaði kristindóm í orði og þótt hann réttlætti víst frjálsræði þegna sinna og leyfði þeim að tala og skrifa að eigin vild, þá réð hann og hafði allt í hendi sér, embættismannakerfið varð það konungshollasta í Evrópu og prússneski her- inn fremsti her Evrópu. Jósep II. keisari var mikill upplýsingarmaður og hann var frá- brugðinn Prússakonungi að því leyti að hann var einlægur í trú sinni á skynsemisstefnu og upplýsingu og var auk þess trúaður. Friðrik II. kallaði hann „bróðir minn, kórdrengurinn". Keisarinn taldi að ríkisvaldið skyldi vera þjónn skynseminnar og hafi einhver land- stjórnarmaður verið heill upplýsingarstefn- unni, þá var það Jósep II. Hann kom á skólaskyldu, leitaðist við að létta ánauðinni af bændum, fækkaði stórum klaustrum, takmarkaði mjög samband páfa við stjórnendur kirkjunnar í löndum sínum og vann að því að gera kirkjuna að deild innan Stjórnarráðsins. Réttarfarið var lagað að hug- myndum upplýsingarinnar og pyndingar bannaðar. Jósep II. var sívinnandi og hann fylgist grannt með því að fyrirmæli sín væru framkvæmd. Hann ætlaði sér hvorki meira né minna en að gera gjörvallar þjóðir undir sinni stjórn að „skynsemisverum", og það á skömm- um tíma. Katrín II. Rússadrotting varð þegar í æsku altekin af kenningum Voltaires, Diderots og Montesquieus, áhrif þess síðast nefnda urðu kveikjan að „Fyrirmælum" sem ætluð voru nefhd, sem átti að endurskoða og samræma rússneska réttarkerfið og lög. Sú tilraun rann út í sandinn, gjáin var of víð milli evrópsks raunveruleika og rússnesks. Afskipti hennar af kirkjunni urðu þau að jarðeignir kirkjunnar voru gerðar að ríkiseign og tvær milljónir ánauðarbænda urðu nú eign ríkisins. Tilhlaup Katrínar II. til skynvæðingar rússnesks samfé- lags lét meginhluta þjóðarinnar algjörlega ósnortinn. En hún dó í þeirri trú að upplýsingin gæti leitt mannkynið áleiðis til hamingjunnar. Voltaire kallað Norðurlandaþjóðirnar „peuples libres sous les rois", frjálsar þjóðir undir konungsstjórn. Búauðgistefna og þar áður „veraldlegur" píetismi hafði mótað stjórnarstefnu Danmerkur fram að skömmu valdaskeiði Struensees, sem stóð fyrir bylt- ingu að ofan, hægfara endurbætur í stjórn- kerfinu vottuðu velferðareinveldi eins og sjá má af afskiptum dönsku ríkisstjórnarinnar af íslandsmálum á síðari hluta 18. aldar. Hinar hatrömmu árásir á kirkjuna ollu því að mótmælendakirkjur Vestur-Evrópu leituð- ust við að samræma skynsemi og kristna trú. Forsjárhyggja Guðs, forsjónin og mannúð urðu áhersluatriðin, réttrúnaðurinn var á und- anhaldi og skynsemis-kristindómur eða praktískur kristindómur varð víða arftaki rét- trúnaðarins. Mannréttindayfirlýsingar Bandaríkja- manna og Frakka voru byggðar á kenningum upplýsingarmannanna og samfélag samkvæmt þeim kenningum upphófst í Bandaríkjum Norður-Ameríku, en hlé varð á þeim fram- kvæmdum í Vestur-Evrópu eftir fyrsta skeið frönsku stjórnarbyltingarinnar. Með terrorn- um og hervirkjum Napóleons varð afturhvarf um Vestur-Evrópu eða fráhvarf frá hugsjón- um upplýsingarinnar um aukið frelsi einstak- lingsins. Á 18. öld var krafan um náttúrurétt hvers og eins aðeins „utopía", en hugsjónin lifði og upp af þeirri kveikju spruttu lýðræðis- samfélög Evrópu á 19. öld. Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens Hugsjónin um „manneskjuréttinn" var inn- tak kenninga Magnúsar Stephensens, sem hann kynntist í Skálholti og síðar við nám í höfuðborg íslands, Kaupmannahöfn. (í hinu ágæta riti Inga Sigurðssonar: „Hugmynda- heimur Magnúsar Stephensens" Hið íslenska bókmenntafélag 1996.) Magnús lýsir dvöl sinni í Noregi í Hólma- garði hjá Þorkeli Fjeldsted, en þar dvaldi Magnús síðari hluta árs 1783 og fram á árið 1784, þegar hann komst til Islands. Astandið hér á landi var þá eins og það gat verst orðið, eftir Móðuna. Misræmið á milli umhverfisins í Noregi og hér á landi var hrikalegt. Magnús Stephensen fæddist 27. desember 1762. Þor- kell Jóhannesson lýsir árferði og landshögun á síðari helmingi 18. aldar svo: „en er hér var komið sögunni, var sem undanfærið, bilið milli áfalls og bráðs voða, væri mjórra en nokkru sinni fyrr". I riti Inga Sigurðssonar er að finna lýsingu og umsagnir um lífsskoðanir Magnúsar Steph- ensens og ævisögu hans. Til er skrá um bóka- safn hans og af líkum má ráða hvaða rit hann hefur kynnt sér, sem ekki eru þar á skrá, en af hvoru tveggja má ráða að Magnús hefur verið gjörkunnugur ritum „heimspekinganna" og úrvinnslu þeirra í dönskum og þýskum bún- ingi. Viðhorf Magnúsar í sagnfræði koma gleggst fram í „Eftirmælum 18. aldar" sem Ingi Sigurðsson telur með réttu meðal merk- ustu sagnfræðirita sem „íslendingar höfðu samið fram til þess tíma" ásamt þáttum um sagnfræði í öðrum ritum Magnúsar. Skoðun Magnúsar á stjórn Danakonunga hér á landi er fyllilega raunsönn, allt frá 1662 var viðhorf landsstjórnarmanna í Danmörku mótað af „velferðarhyggju", ekki síst þó eftir að áhrifa píetismans og búauðgistefnunnar tekur að gæta um stjórnsýslu, hvað þá upplýsingarinn- ar. Magnús var í rauninni hinn fullkomni „upplýsingarmaður" og hvergi kemur þetta skýrar fram en í riti hans „Ræður Hjálmars á Bjargi", eins og Ingi Sigurðsson ályktar rétti- lega. Skoðanir Magnúsar á þýðingu höfuð-bjarg- ræðisvega fslendinga hafa vafalaust mótast af áhrifum fóður hans, en samkvæmt því taldi hann landbúnað höfðuðbjargræðisveg þjóðar- innar, eins og sagan vottar ótvírætt. Sjávarút- vegur var í hans augum auka-búgrein, sem hafði ekki þá lykilþýðingu sem sumir samtíð- armenn Magnúsar töldu hann hafa. Magnús Stephensen var konunghollur og fylgismaður upplýsts einveldis, mannúðarmaður og trú- maður eins og Ingi Sigurðsson lýsir trúaraf- stöðu hans. Höfundi Hugmyndaheims M. St. hefur tek- ist að skrifa fyrstu ævisögu íslensks valda- manns, þar sem andleg mótunarsaga persón- unnar er rakin og ritið er jafnframt mjög vönduð saga þjóðarinnar. Auk þess er ritið almenn hugmyndasaga upplýsingarinnar. Höfundur fjallar einnig um útgáfustarfsemi Magnúsar, en með tímaritum og fræðandi ritum náði hann að kynna íslend- ingum mannúðarstefnu upplýsingarinnar og menntastefnu. Hafi „Eftirmæli 18. aldar" ver- ið merkasta sagnfræðirit í íslandssögu á sín- um tíma, þá er „Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens" merkasta ævisögu- og sagn- fræðirit sem skrifað hefur verið á ofanverðri 20. öld. Heimildir: Paul Hazard: European Thought in the Eighteenth Century. Hollis & Carter 1954. Gerald R. Cragg: The Church and the Age of Reason 1648-1789. Penguin 1966. Peter Sloterdijk: Kritik der zynischen Vernunft, I-II. Suhrkamp Verlag 1983. Ulrich Im Hof: The Enlightenment. Blackwell 1997. Höfundurinn er rithöfundur. JQHANNA YR JONSDÓTTIR AÐDÁUN MEÐ VAFA- SÖMU IVAFI Snjórinn er farinn. Rigningin kom og tók hann með sér í endurvinnsluna. Hann hvarfsvo tígulega, hljóðlega á braut. Þú tókst ekki eftir því. Einsog sönn áama hvarf hann af sjónarsviðinu, án vitundar okkar. Hreina lyktin, sem ætíð fyllir loftið eftir rigningu, er svo mögnuð og ljúfí senn. Hreinleiki umhverfisins erþó vafasamur. En samt er áílt svo fallegt. Ég sit hér og átta mig á hve lífið getur verið yndislegt. Magnað í einfaldleika sínum. Við vitum öll hve lífiðgetur verið erfitt, grimmt. En hamingjustundirnar! Svona stund einsogþessi. Rétt eftir rigningu. Þegar heimurinn stendur kyrr í virðingu. Virðingu fyrir kraftaverki lífsins. Undarlegþögn sem einungis erhægt að finna á svona stundu. Og einfaldleiki lífsins heillar mig, gleður mig. Gerir mig máttvana, orðlausa. Og meðgleði íhjarta teygi ég hönd mína niður í blautt grasið. FyBi mig, ölvuð af tUveru þess og segi: „Já, lífið er dásamlegt", með tárin í augunum. Það byrjar aftur að rigna og með skelfíngu átta ég mig á því að ég hef ekki regnjakka og bölsótast út íþessa ömurlegu íslensku veðráttu endalaust! Höfundurinn er ung stúlka í Vestmannaeyjum. KRISTIN JONA ÞORSTEINSDOTTIR FANGI FROSTSINS Setið á verönd hins nýja lífs sólin hefur þerrað döggina sem lá á greinum trjánna glitrandi sem gimsteinar niður vatnsins heyrist frá ánni er vatnið rennur viðstöðulaust eitthvert svo langt áfram án þess að vera að fara nokkuð sérstakt bara lætur sig fljóta Frostið hefur fangað döggina sem lá á grasinu fangað hana og hneppt í hvítt þang sem liggur ájörðinni fangiþar tU sólin hefur brætt frostið svo vatnstaumarnir renna niður hlíðina markmiðið er áin sem flýtur svo flýtur áin flýtur niður að sjó og enginn veit að þar flýtur döggin sem var einu sinni fangi en er nú frjáls og flýtur og flýtur. Hófundurinn er hljóðfæraleikari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.