Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSEVS ~ MENMNG LISTIR 12. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Strandlengjan nefnist sýning sem Myndhöggvarafélagið gengst fyrir í sumar en hún nær yfir fimm kilómetra svæði milli borgarmarka Kópa- vogs og Seltjarnarness. Sýningin á að byggja brú á milli manns og náttúru, stuðla að þeirri framtíðarsýn að gera listina að hluta að umhverfisins og daglega lífsins. Upplýsingin og Magnús Stephensen er heiti á grein eftir Siglaug Brynleifsson, en þessi merka 18. aldar hreyfing hafði mikil áhrif á Magnús. Heimspekingarnir sem lögðu grundvöll stefnunnar vildu beita rannsóknaaðferðum byggðum á heilbrigðri skynsemi; þeir vildu kortleggja eðli mannsins, en trúarleg útlist- un mannlegs tilgangs og örlaga stóðst ekki l.jós og birtu upplýsingarinnar, sögðu þeir. Norræna hljómsveitin er sinfóníuhljómsveit ungs fólks frá öllum Norðurlöndunum. rDjóm- sveitin heldur tónleika á Islandi í fyrsta sinn í sumar. Það telst mikill heiður fyrir ungt tónlistarfólk að vera valið til þátttöku en íslensku þátttakendurnir eru níu að þessu sinni. Rætt er við tvo þeirra og fjallað um þetta samnorræna verkefni á tónlistarsvið- inu sem hófst árið 1992. Heimurinn var ískyggilegur í Evrópu árið 1938, ekki síst fyrir Gyðinga í Þýzkalandi og Austurríki, sem sættu þá skipulegum ofsóknum og kusu margir að flýja, slyppir og snauðir, til ann- arra landa. Þar á meðal var læknirinn Felix Fuchs og kona hans, sem leituðú* í örvænt- ingu sinni til íslands og nutu þar um tíma gððvildar Jónasar Sveinssonar læknis. Um hrakningasögu Fuchs-hjónanna skrifar Vil- hjálmur Orn Vilhjálmsson. FORSIÐUMYNDIN er af Sigurði Þóri Sigurðssyni listmálara framan við eitt af málverkum sínum. Viðlal við hann birtist í Lesbók í dag. Ljósmynd: Árni Sæberg. JOSIF BRODSKY í FRAMHALDI AF PLATO Eyvindur Erlendsson þýdd i. Þar vildi ég búa íþessháttar borg Fortunatus þar aem áin kæmi undan brú líkt og hönd fram úr ermi og teygði sig krókóttum Sngrum að híjómborði hafsins líkt meistara Chopin sem hófaldrei hnefa gegn neinum. Og þar væri ópera og syngi þar útfarinn tenór afkunnáttu og aiyggi Maríos aríu á kvöldin og harðstjórinn klappaði í stúkunni og gnístandi tönnum sæti ég tuldrandi í baksætum: bölvaður tuddinn! Og íþessari borg væru skútur og fótboltafélag og fagur-leirrauðir verksmiðjustromparnir sýndu komu sunnudagsmorgnanna, reyklausum tranti. í skröltandi sporvagni þrýsti ég skotsiifur rýrt. II. Ogþar væri bókasam. Röltandi um salina tóma fletti ég blöðunum, álíka sánum með kommum og klúryrtur skætingur blómstrar í daglegu mák' þótt líðist illa í bókmenntum, langsíst íkvæði. Ogþar væri brautarstöð þunglega leikin afstríðí og framhliðin þessvegna áhugaverðari en aðrar. Og sæi égpálmatré útstillt ífiugfélagsgluggaxm færi apinn á kreik sem mér auðvakinn blundar í hjarta. Og er veturinn Fortunatus breiddi sinn kyrtil á torgið, þá léti ég mér leiðast í myndlistarsálnum aðheilsa uppámálverkin, einkumþó Ingres ogDavid löngu mérgjörkunnugrétt eins oghundinum þúfan. Ég sæti í rökkrinu, sæi út um gluggann minn raðir rymjandi bifreiða skjótast fram og til baka hjá nöktum, stæltum pg beinvöxnum, spaklegum súlum með forngríska hárgreiðslu, hvítum ífordyri Dómsins. Höfundurinn er rússneskt skáld. Það er brot IjóSsins sem hér birtist. RABB NAFN bandarísku kon- unnar Körlu Faye Tucker komst í heims- fréttirnar fyrr á þessu ári fyrir þær sakir að hún var líflátin í Texas í Bandaríkjunum fyrir að- ild að tveimur morðum. BandaríMn leyfðu dauðarefsingu á ný árið 1976 eftir nokkurt hlé og síðan hefur fjöldi fólks verið drepinn löglega þar í landi þó ekki öll fylkin 50 nýti sér leyfið frá hæsta- rétti Bandaríkjanna. Það var tvennt sem þótti sérstaklega fréttnæmt við aftöku Tucker, annars vegar er hún aðeins önnur konan í hópi þeirra líflátnu frá 1976 og hins vegar þótti hún fyrirmyndarfangi, var frelsuð í guðstrú og sagði samfélaginu ekki lengur stafa nein hætta af sér. Enn eina ástæðu er líklega óhætt að telja til, Tucker var hvít, vel máli farin og myndarleg kona. Athyglin sem aftaka Körlu Faye Tucker vakti, 15 árum eftir að hún framdi glæpinn, beindi sviðsljósinu svo um munar að þeirri staðreynd að í rúm tuttugu ár hefur fyrir- myndaiTÍkinu í vestri þótt við hæfi að beita dauðarefsingu og það í vaxandi mæli síð- ustu árin. í yfirlýsingu frá Mary Robinson, yfirmanni Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, vegna málsins, sagði að fjölgun dauðarefsinga í Bandaríkjunum og víðar væri alvarlegt áhyggjuefni og að hún stang- aðist á við almennan vilja í heiminum um afnám dauðarefsingar. Evrópuþingið for- dæmdi einnig aftökuna formlega. Þá er ótalinn fjöldi mannúðarsamtaka, banda- rískra jafnt sem erlendra, sem reyndu að hafa áhrif á yfirvöld en allt kom fyrir ekki. I kringum síðustu helgi fengu íslending- ar góða gesti frá Bandaríkjunum. Hjónin Hugo Bedau, prófessor í heimspeki við Tufts-háskóla í Boston, og Constance AD GJAtDA FYRIR MED LIFI SINU Putnam, sem vinnur að doktorsverkefni sínu við Tufts-háskólann um líknarmeðferð og dauðahjálp, stoppuðu hér í nokkra daga og héldu fyrirlestra á vegum heimspeki- deildar Háskóla íslands, Félags áhuga- manna um heimspeki og Siðfræðistofnunar Háskóla íslands. Einn fyrirlesturinn fjallaði um þær siðferðilegu og réttarheimspeki- legu deilur um réttmæti eða óréttmæti dauðarefsingar sem blossað hafa upp með reglulegu millibili, nú síðast með aftöku Tucker. Það er ekki komið að tómum kofan- um hjá þeim hjónum um þessi málefni, en Hugo Tucker og Constance Putnam eru bæði ötulir talsmenn þess að dauðarefsing verði afnumin i Bandaríkjunum og sérstak- lega hefur Bedau verið þar áberandi í bar- áttunni. Árlegar meðaltalstölur fyrir árin 1990 til 1997 sýna, að sögn Bedau, um tuttugu og tvö þúsund morð í Bandaríkjunum, sextán þúsund handtökur vegna þessara morða og tíu þúsund sakfellingar. Þar af voru tvö til fjögur þúsund tilfelli þar sem sá seki var „hæfur" til aftöku, þ.e. var dæmdur fyrir morð af því tagi sem dauðarefsing þótti eiga við um. Af þessum tvö til fjögur þús- undum voru 250 dæmdir til dauða og þar af voru fjörtíu teknir af lífi. Sú tala er eins og hinar meðaltal fyrir árin átta, en hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár. Rétt er að hafa í huga að tölurnar um fjölda morða, handtökur og sakfellingar eiga við um öll Bandaríkin, en þar sem sum fylki þeirra leyfa ekki dauðarefsingu, skekkist saman- burðurinn þegar litið er til þeirra sem þykja „hæfir" til þess að sæta dauðarefsingu, eru dæmdir til dauða og teknir af lífi. Á meðan löglegum aftökum fjölgar, fækkar ekki morðunum, en varnaráhrifin eru þó ein af sterkustu rökunum sem fylgj- endur dauðarefsingar þykjast hafa í vasan- um. Fjöldi kannana hefur sannreynt að það er heldur engin fylgni milli fjölda morða í þeim fylkjum sem beita dauðarefsingu og þeirra sem beita henni ekki, þ.e. ekkert sýnir að menn myrði ekki í fyrrnefnda hópnum af ótta við rafmagnsstólinn eða eit- ursprautuna. Hvað varðar morð innan fang- elsisveggja, þar sem fórnarlömbin eru ým- ist fangar, fangelsisverðir eða gestir, hafa kannanir líka sýnt að þau eru alla jafna framin af fóngum sem sitja inni fyrir aðra glæpi en morð. Það er erfitt að hreyfa hér mótmælum þegar staðreyndirnar tala sínu máli. Með- mælendur dauðarefsingar eiga önnur rök í pokahorninu, nefnilega þau að þeir sem gerist sekir um hryllileg morð eigi skilið að týna lífinu sjálfir. I því sé réttlætið falið. Þessi rök hafa að sögn Hugo Bedau og Con- stance Putnam átt vaxandi vinsældum að fagna síðastliðin fimmtán ár eða svo, vænt- anlega í samræmi við staðreyndirnar sem eyða fyrrnefndu rökunum um aftökur sem fyrírbyggjandi aðgerðir. Það er sem sagt réttlátt að fyrir þann glæp að taka líf ann- ars manns, skuli maður gjalda með lífi sínu. Gott og vel, en hvað með þá glæpamenn sem til dæmis nauðga eða limlesta? Ættu ekki þessi sömu rök að hníga að því að eðli- legar og réttlátar refsingar fyrir slíka glæpi væru nauðgun og limlesting, spurðu hjónin Hugo Bedau og Constance Putnam. Hér eru enn ótalin peningarökin, þ.e. að með því að lífláta morðótt glæpahyskið sparist skattpeningar sem ella færu í uppi- hald innan fangelsisveggja. Hérna gleymist að réttarhöld vegna glæpa sem varða dauðarefsingu eru alla jafna þau dýrustu sem um getur, bæði umfangsmikil og tíma- frek. Eftir að dómur hefur fallið og áfrýjun- arferlið tekur við, rýkur kostnaður upp úr öllu valdi. Verður margfalt meiri en súpa og brauð í fangelsi þó í nokkra áratugi sé. Þessi rök eru eiginlega þau ógeðfelldustu. Ef meta á mannslífið þannig til fjár, af hverju þá ekki bara að drepa alla glæpa- menn og spara fúlgur? Svo má kannski líka leita á önnur mið með niðurskurðarhnífinn? Með dauðarefsingunni er stórveldið Bandaríkin í félagsskap með þjóðum á borð við Kína, íran, írak og Suður-Afríku, þjóð- um sem alla jafna eru þekktar fyrir virðing- arleysi fyrir mannréttindum þegnanna. Það er þó ekki langt síðan sum Evrópulönd af- námu dauðarefsingu, Bretland árið 1971, Frakkland árið 1981. Stór hluti Bandaríkja- manna vildi frekar sjá land sitt í síðar- nefnda hópnum þó fréttir berist gjarnan af því að meirihluti þjóðarinnar sé fylgjandi dauðarefsingu. Til dæmis má nefha könnun sem gerð var í Kaliforníu árið 1990. Rétt rúm 80% aðspurðra voru í fyrstu umferð fylgjandi dauðarefsingu en þegar fólk var beðið um að velja á milli dauðarefsingar og lífstíðarfangelsis án möguleika á náðun, breyttist hlutfallið, aðeins_26% voru þá fylgjandi dauðarefsingu. Ótti fólks við að glæpamenn fái að leika lausum hala ræður svörunum. Hæstiréttur Bandaríkjanna kýs að bregðast við þessum ótta með sýndar- lausn. Órlítill hluti dæmdra morðingja geld- ur fyrir þá sýndarmennsku með lífi sínu. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSEN LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.