Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 12
 UR EYRARPLASSI II JÓN PÉTURSSON EG GAT þess að í og við Eyrarodda fyndust minjar um horfið mannlíf, allt frá landnámsöld. Þarna sér til mikilla bæjarrústa, garða og fornra nausta og eru þessar mannvistaleifar mestar þar sem heita nú Tóftír, nokkru sunnan við sjálfan oddahausinn, á allháum ,sjávarbökkum við Kolgrafarfjörðinn utanverð- an. Hann hét fyrrum Urthvalafjörður, sem bendir til þess að þar hafi hvalkýr með kálfa haldið sig, líkt og í Arnarfirði vestra. Rústirnar að Tóftum eru margar og að- gengilegar, enda byggt á harðbala, svo þær hafa lítt sigið í jörð. Vestan, eða landmegin við rústírnar, hefur verið hlaðinn tún- eða varnar- garður. Þar vestur af og utangarðs eru einnig rústir, sýnilega mun eldri en hinar og er ein rústin miklu stærst. Sjálfsagt skálatóft. Bæj- arlækurinn kemur niður móana, vestan frá fjallinu og fellur tíl sjávar í grónu gili, rétt sunnan bæjarhólsins. Það er víðlent og bú- ''áældarlegt að litast um af bæjarhólnum á Tóftum. I norður sést til hafsins, með renni- sléttar sjávargrundir fram í oddann, tjarnir ið- andi af fugli og grösugar mýrar. Á grundum þessum voru fyrstu íþróttamót UMF Grund- arfjarðar haldin. Þarna eru líka rústir af út- gerð Gísla í Tröð frá þessari öld og bera grundirnar nafn hans í daglegu tali og kallast Gíslahjallar. Þá hefur verið gott til fanga frá Tóftum, þegar fiskigöngur voru árvissar inn á Kolgraf- arfjörð. Og stutt var til höndlunar meðan sigl- ingar voru á Salteyrarós handan fjarðar í Ber- serkseyrarodda. Það dylst engum, sem að lítur í kringum sig Á Tóftum, að þar hefur verið stórbýli, enda er það svo, því þar bjuggu höfðingjar um aldir. Þar stóð Ondurðareyri sem frá er sagt í Eyr- 4>yggju, landnámsbær Vestarðar og afkom- enda hans um langan tíma, sem höfðu í fyrstu undir bú sitt nesið allt sem fjallið Klakkur og Eyrarfjall standa á. Einnig dalbotnana austan frá Tröllahálsi að Grundará og tílheyrir Eyr- arbotn enn Hallbjarnareyrinni. Þarna bjó Steinþór hinn vopnfimi og tengdadóttir hans, Þuríður hin spaka, einn heimildarmanna Ara fróða um upphaf íslandsbyggðar. Þarna bjó Þórður Sturluson og má nærri geta að hann hafi haft nokkuð umleikis. Þarna andaðist hann og var grafinn fyrir kirkjudyrum, sem segir okkur, að þarna hafi staðið kirkja, senni- lega allt frá kristnitökuog þá um fimm hund- ruð ár, þegar hún var aflögð og flutt. Þarna fæddist upp Sturla Þórðarson, sagnaritari, og fékk hann Eyrina í erfðir. Á þessari upptaln- ingu sést, að engir meðalmenn hafa gengið jjarna um garða. Margt stórmenna áttu erindi að Öndurðareyri vegna stórra atburða. Fyrst innanhéraðs, í deilum Steinþórs á Eyri og Snorra á Helgafelli, og síðar urðu Þórður St- urluson og synir hans beinir þátttakendur í landsmálapólitíkinni alla Sturlungaöldina. Engin átök, vígaferli, eða húsbrunar ofan af fólki áttu sér stað á Öndurðareyri, svo vitað sé, fyrr en rétt fyrir aldamótin fimmtán hund- ruð, að Páll Jónsson á Skarði á Skarðsströnd er veginn eða réttara sagt aflífaður á Öndurð- areyri. Nokkur aðdragandi var að þessum at- burði, sem er of langt mál að rekja í þessari grein, en í Vikunni frá 1940 er samantekt að- draganda og viginu sjálfu lýst svo: „Frá því er (Sagt í Fitjaannáli, að fáum árum fyrir alda- mótin 1500 hafi verið veginn Páll bóndi Jóns- son á Öndverðareyri, af Eiríki Halldórssyni og „hans fylgjurum". Páll bjó á Skarði á Skarðsströnd. Áður en hann kvæntist Sólveigu Björnsdóttur, Þor- BÆJARHÚSIN á Hallbjarnareyri eins og þau eru nú. Fjær sést yfir Eyrarveituna og niður á sjávarkambinn þar sem býlið Nýjabúð stendur. TVÖ SUMARHÚS Á HOFUÐBOLINU HALLBJARNAREYRI GAMLA íbúðarhúsið á Hallbjarnareyrí séð milli Eyrarstapanna. I baksýn er Bjamarhafnarfjall. KASTALINN á Hallbjamareyri. Eyrarfjall og Strákarnir í baksýrt. leifssonar ríka, hafði hann átt aðra konu og er hann leitaði sér kvonfangs norður til Möðru- valla, þá hafi Eiríkur, sonur Halldórs ábóta Ormssonar frá Helgafelli, leitað sér eiginorðs í sama stað. Sagt er, að stúlkan hafi verið kölluð Akra-Guðný. Páll kom síðan til hennar í annað sinn, en fékk ekki jáyrði. Skrifaði hann þá upp á kirkjuþilið vísu þessa: PekkurðuekkiVai, bjó í Mosdal, sauðum stal, klippinginn hafði hann sér til þvengja, öll skyldi Vala börnin hengja. Forfaðir ábótans hafði heitið Valerianus. Þegar Eiríkur kom aftur og sá vísuna fékk hann dauðlegt hatur á Páli. En er Eiríkur lét flytja ölföng sín norður Sölvamannagötur kom þar Páll að og hjó niður allt ölið. Eiríkur keypti öl aftur fyrir norðan og fékk svo stúlkuna. Eftir þetta kvænist Páll Sólveigu og er þau höfðu verið nokkur ár saman fór hann erinda sinna út á Snæfellsnes á tólfæringi. Lenti hann á Öndverðareyri í Eyrarsveit og keypti það hús, sem hann hvíldi í, því honum var ugg- ur að umsátum Eiríks, og lét menn sína týgj- aða Iiggja í skálanum fram frá, en hann lá einn í þessu húsi innan frá, með skósveini sínum. Þetta frétti Eiríkur á Helgafelli. Hann tók sig strax upp og fékk með sér 60 manns (sumir segja 18). Þeir komu um nótt til Eyrar og brutust inn. Fór Eiríkur fyrst upp á gluggann og spurði, hvort væri inni. Inni er hann, kvað Páll, og ekki hræddur, bíddu þess að hann er klæddur. Þá tóku sig til þess tveir og tveir, af Eiríks mönnum, að halda hverjum einum, sem var með Páli. En Eiríkur og aðrir sóttu innar um að svefnherbergisdyrum Páls. Sveinn hans hafði getað læst og stóð fyrir dyrnum, meðan Páll klæddi sig og komst í pansarann. Varði þá Páll dyrnar lengi, svo að enginn komst inn, og ekki fékk hann snemma sár. Maður sá var einn með Eiríki, sem áður hafði verið sveinn Páls, og hafði Páll gefið honum sverð og hanska. Þessi lagði að Páli og gat um síðir stungið hann fyrir neðan pansarann, í gegnum lærið. Þá sagði Páll við hann: Þú mátt ganga djarflega fram, með því, sem þú hefur á hönd- unum. Eftir það bugaði Páll sig og féll um síð- ir. Veittu þeir honum mörg sár og gengu svo út. Þeir sendu þá inn prest til hans að veita honum sakramenti, ef hann girntist það, áður en hann dæi. Og sem prestur hafði aflokið sín- um fortölum, spurði hann Pál að, hvort honum myndi líft. Páll svaraði í trúnaðarmálum: Líft mundi, væri fljótt um bundið. Er prestur kom út spurðu hinir, hvernig Páli liði. Prestur svar- aði: Þér megið gera betur út af við hann, ef þér viljið ekki síðar eiga hann yfir höfði yðar. Þá fóru þeir inn aftur og aflífuðu hann. Frændur Páls kröfðust bóta fyrir hann á al- þingi. Er sagt, að mest manngjöld á Islandi hafi komið eftir Pál, næst NjáU. Var þeim mönnum öllum, sem voru með Eiríki, dæmdur sá eiður, að þeir hefðu ekki farið þá ferð til Eyrar með því hugarfari og ásetningi að drepa Pál eða skemma. Þrír voru dæmdir útlægir, friðlausir um Norðurlönd, til páfans náða. Ei- ríkur og tveir aðrir, urðu að útvega páfaleyfi tíl landvistar. Eiríkur dó í Róm og fékk heiðar- lega greftran, annar í Þýskalandi. Jón Halls- son hét hinn þriðji. Hann komst aftur tíl ís- lands. Nokkru síðar er bærinn og kirkjan flutt frá Eyrinni og upp undir fjallið og má álíta að óhugur af verknaði þessum hafi flýtt fyrir bú- setuskiptunum, frekar en atburðir í þeim tveimur þjóðsögum, sem til eru um hvers vegna byggðin var færð. Önnur segir frá því, í þjóð- sögum Olafs Davíðssonar, að prestur á Óndurð- areyri, hafi drukknað á Kolgrafarfírði og geng- ið svo magnaður aftur, að ekki var vært á staðnum. Hin sagan í þjóðsögum Jðns Þorkels- sonar, er meiri að vöxtum og þar er galdratrúin í fyrirrúmi, sem veldur flutningnum. í sögunni segir frá sundurþykkju prestsins á Eyri og dönskum skipara, er kom á Grund- arfjörð, vegna misjafns eldis á sonum þeirra, einn veturinn, þar sem skipara fannst sonur sinn illa hafa verið haldinn í vist hjá presti. Af presti er að segja, að hann varð bráðkvaddur og kennt um fjölkyngi skiparans. Víst var sá danski magnaður, en Eyrsveitungar áttu jafn- oka hans þar sem var bóndinn í Naustál. Ekkja prestsins biður nú bónda að ráða til- tektum sínum sem hann gerði og tók að fást við skiparann og hafði í fullu tré við hann, en ekkjunni réð hann að flytja sig með allt úr Eyraroddanum hið snarasta, ella mundi skip- ari hafa líf hennar. Það gerði hún, en á Tóftum 4'5H ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.