Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 17
Fyrii- Sigurði er ekkert abstrakt. „Ég lít á veruleikann sem hlutbundinn. Jafnvel abstrakt hugsun er ekki til, því öll hugsun kemur ein- hvers staðar frá úr náttúrunni. ímyndunin tengist alltaf veruleikanum að einhverju leiti, þetta eru náttúrutilvísanir,“ segir Sigurður. Hann nefnir þó Svavar Guðnason sem einn áhrifavaldanna í list sinni. Einnig þá Goya og Matisse, Kjarval og Jón Engilberts. Og vin sinn Jóhannes Geir. Sigurður segist lesa mikið af bókum sagnfræðilegs eðlis; táknfræði og fagurfræði. „Veruleikinn endurspeglast í goð- sögunum. Ég byggi mikið á þessum gömlu sög- um; allt frá menningu Assyríumanna, um end- urreisn, til dagsins í dag.“ Á síðari árum hefur léttleikinn verið ríkjandi í verkum Sigurðar. Fyrirmyndirnar virðast enn fjær veruleikanum en áður, í eigin draum- kennda myndheimi. Kona, maður og grunn- formin svífa um í tómanimi; þríhyrningur, tákn andans, ferhyrningur, tákn efnisins og hringurinn, alheimstáknið sjálft. I bakgrunni íslenskt landslag, - veruleikatenging? Litirnir eru bjartir, loftkenndir og glaðlegir. Hug- myndirnar koma víða að og um konurnar í verkum sínum segir Sigurður að andlit þeiiTa gætu jafnvel verið sprottin úr skáldsögu eða kvenmannsandliti í strætisvagni. Alltaf sami rómantíski hugsjónamaðurinn Síðastliðinn aldarfjórðung hafa einkasýningar listamannsins verið 35 talsins og samsýningarn- ar sem hann hefur tekið þátt í eru jafnvel enn fleiri. Þó líkir hann aðstöðu myndlistarmannsins við stöðu öiyrkjans í samfélaginu. Hann er ósáttur við að ekki skuh vera neinar fastmótað- í HEITU rúmi, 1997, olía á striga, 150 x 110 cm. ar úthlutunarreglur um opinbera styrki til lista- manna og er á móti því að myndlistarmenn sitji í úthlutunamefnd listamannalauna. Segist sjálf- ui' einungis hafa fengið ársstyrk til listsköpunar á sínum 25 ára ferli og að útgáfu bókarinnar Úr hugarheimum stendur hann sjálfur með stuðn- ingi nokkurra góðra aðila. „Það má segja að þetta sé rómantík í mér. Hugsjónin og trúin á betra samfélag, þó það taki hundrað ár eða þúsund. Ég trúi því að ef mér tekst að hreyfa við hugum fólks með feg- urðinni þá hafí mér tekist að breyta einhverju til batnaðar," segir Sigurður, „En mér finnst efnishyggjan vera enn meiri í dag en hún var fyrir 20 árum. Fólk hugsar alltof mikið um efnaleg gæði, það hugsar hins vegar ekkert um að auðga andann. Ég hef aldrei skilið af hverju það er svona mikilvægt að eiga fínan bíl.“ HAFSJÓR AF FUÚGANDI DISKUM Veistu hvað ég óttast mest? Að verða hundeltur a fóðum köttum. AÐ má með sanni segja að Hrafn Harðarson yrki öðruvísi en önnur skáld. Ljóð hans eru sjálfsprottin og tjáningarrík, ei- lítið óhefluð á köflum. Jafnvel má ganga svo langt að varpa fram þeirri tilgátu að flestum viðteknum hugmyndum um skáldskap sé snúið á hvolf í verkum hans. Það er því ekki að undra að mann langi til að for- vitnast um viðhorf skáldsins til ljóða sinna. Við mælum okkur mót á fögrum febrúardegi þegar fannhvít snjóbreiða hylur fold, öllum til óblandinnar ánægju, kyrjandi krakkaskörum, óðum köttum sem körlum og kerlingum. Hvít trén í garði Hrafns i Kópavoginum breiða út tandurhreinan faðminn eins og englavængi, og í suðurátt blasir pýramítinn Keilir við aug- um, baðaður gullnu sólskini. Á svona dögum er fegurðin fylginautur sálarinnar og draum- arnir fæðast og rætast á víxl. Landið klæðist hvítu sakleysi eins og barn voninni. Því líkt og til áréttingar marrar í snjónum undan fóta- takinu. Ég spyr Hrafn hvort hann gæti sæst á fyrrnefnda tilgátu um verk sín. „Já,“ svarar hann eftir stutta umhugsun, „og ég get hæglega bætt um betur og tekið heilshugar undir það sem Rimbaud sagði um ljóðlistina hér forðum daga. Að yrkja ljóð er æði, jafnvel æðibunugangur, sem erfítt er að ráða við. Stundúm spyr maður sjálfan sig hvers vegna maður er að fikta við þennan fjanda, og þá verður fátt um svör! Einna helst hallast ég að því að þetta sé einhverskonar ör- yggisventill fyrir uppsafnaða innri spennu og ófullnægju sem lætur undan á þennan hátt. Kannski eru þetta bara játningar, eitthvað sem mann langar til að segja öðru fólki en orðar ekki í samtali. Það er erfítt að vera ein- lægur og opna sig í þessum harða heimi sem við lifum í, því verður ljóðið oft þrautaráðið. Svo má og ekki gleyma því að ljóðlist er leikur að orðum, og hugmyndum sem maður þarf að koma frá sér á einhvern hátt. Fá útrás fyrir það sem maður vonar innst inni að sé sköpun- argleði! En sé maður fullkomlega heiðarlegur við sjálfan sig og aðra, stafar þetta eftilvill að- eins af eintómri sýniþörf. En það er þörf sem ég held að allir menn búi yfír! Það er bara spurning hverju hún brýst út i!“ Alþýðulist er vafalaust réttlátasta lýsingin á skáldskap Hrafns. Greinileg er líka áður- nefnd þrá hans til að opna lesanda innstu hug- arfylgsni sín án nokkurra undanbragða. Akademísk fyrirmæli um það hvernig ljóð eigi að vera hefur hann að engu. Stundum sýnist það markmið í sjálfu sér að orðin komi les- anda að óvörum. Sum ljóðin beinlínis ólga af ærslafullum leikjum myndmáls og hugmynda: Hafíð kemur með fangið fullt affískum himinninn yfír hafsjóraf fljúgandi diskum. Þríleikur að orðum heitir fyrsta bók Hrafns, útgefin árið 1990. Fá íslensk skáld, ef þá nokkur, beita jafnmarkvisst hljóðum í ljóð- um sínum og Hrafn. Að þvi leyti, og reyndar í fleiru, minna yrkingar hans mig á Dadaistana i byrjun aldarinnar. Ágengur hljómur kvæðanna og óvanaleg innbyrðis afstaða orðanna mynda skemmti- lega hrynjandi sem gefur ráðsnjöllum upp- lesurum mikið að moða úr. Með þetta í huga spyr ég Hrafn um Dada, og hvort hann hafí kynnt sér þessa frjóu stefnu sem átt hefur sér fáa fulltrúa hérlendis, „Nei,“ svarar Hrafn: „Ég kynnti mér aldrei Dadastefnuna af neinu viti, en ég las Eddu Þórbergs spjaldanna á milli. Líka kynnti ég mér sem ungur maður verk franska höfund- í skáldskap Hrafns Harðarson- ar er flestum viðteknum hug- myndum snúið á hvolf. Hann yrkir öðruvísi en önnur skáld að mati ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR sem segir að Ijóð Hrafns séu tjáningarrík og eilítið óhefluð á köflum. arins J.M.G. Le Clézio, sem er mikið í deigl- unni úti hinum stóra heimi núna. Þó verk hans séu að mestu leyti prósi verða þau tæp- ast kölluð hefðbundin. Á síðari árum hef ég haft mikla ánægju af að lesa norska skáldið Jan Erik Vold, og hef meira að segja gert til- raunir til að þýða hann. Sem dæmi tiltek ég þetta ljóð úr bókinni: Sorgin, söngurinn, veg- urinn.“ HVÍTUR FUGL - VOTUR FUGL Ergleðin hvítur fugl í ljósinu, svo s tór að hann þekur allan himininn? Kúnstin að sjá himininn sem fugl gleðinnar, einnig þá daga erregnið fellur gegnum fuglinn. Hlér Hlér, Ijóðaflokkur um dauðann og sorgina, kom út á bók haustið 1995. í ljóðunum blæðir úr undum enda er flokkurinn ortur í minningu sonar höfundar sem andaðist barn að aldri. Ljóðin eru tilfinningarík og fjalla um sáran missi, langæja kvöl. Kyrrlát tjörn, fiskar sem synda, kvöldfuglar og draumfuglar, eru mikil- væg tákn í flokknum sem kenndur er við sjáv- arguðinn foi-na, Hlé. Kannski stendur Hlér fyrir úthafið sem manneskjan siglir í lífi sínu; á sama hátt er tjörnin kyrra eftilvill myndlík- ing þess sem við eigum ósnortið innst inní okkur sjálfum. Andvaraleysi og ósk um hlut- tekningu, ásamt eftirvæntingu um bjarta tíð. Sumsé vonin blíð! Hverfí hún okkur er fátt eftir. Faðir kemur niður að tjörn með barni sínu sem spyr í sífellu spurninga um einhvern sem " er horfinn. Faðirinn reynir að svara barninu eftir bestu getu, en glímir sjálfur við sára þraut. Draumfuglarnii- og fiskarnir veita svarið. Beitan er sorgin og vonin. Öðlist menn trú á það góða sem vakir meðal fiskanna og hlusti þeir á fuglana sem bera orð úr öðrum draumi; finna þeir tilgang lífsins. Hlýja og smáa barnshöndina og regnið sem fellur þeg- ar jörðin sofnar inní nýjan draum. Nái sorgin að dafna verður hún illgresi sem kæfir allan gróður. En trúin á endurfundi fær sorgina til að sefast, og blómstrandi er hún fógur jurt. Fyrirheitin eru þanin segl í fjarska, sem færast nær. Það er funheitt hjarta sem slær í Hlé: Draumurinn teygii' sig lengra en auga eygir frán augu þín sjá alit. Þótt þokan vefji migsvölum örmum og byrgi mér sýn. Ég sé hendur þínar í móðu égmæðist og hræðist myrkrið, sem er mér þó sem móðir tekur mig í fang sér strýkur um hái• og vanga hlustar af þolinmæði dagsemnótt huggarmeð þögn þungii og þyrmandi. Vaki með mér fískar í tjörn. Í Ljósalandi ,Árið 1992 var mér boðið á ráðstefnu í Sví- þjóð sem bókasafns- fræðingi,“ segir Hrafn þegar ég inni hann eftir ástæðu þess hversu mjög honum hefur á umliðnum árum verið umhugað um Lettland. „Ráðstefnan fjallaði um lýðræðisþróun í Eystrasaltsríkjunum, en söfnin þar fengu ekld til skamms tíma að kaupa bækur sinna eigin skálda. Þarna kynntist ég mörgum lettneskum skáldum, og hef nú í tvígang sótt þau heim. Árið 1994 þýddi ég úrval úr ljóðum skáldkonunnar Vizmu Belsevicu og birti undir heitinu, Hafið brennur. „ Aðdáun Hrafns á fólkinu sem í 50 löng ár bjó við kúgun og frelsissviptingu, má glöggt greina í eftirfarandi ljóði ortu í Salaspils á fullveldisdegi Lettlands 18. nóvember 1994. Höfundur er gestkomandi hjá skáldbróður sínum Knut Skujenieks, ásamt enn öðru skáldi Uldi Berzins: Heimili skálds skíðlogandi hjartarými: eiginkonan berá borð bænheita rétti; sonurinn leikur á lútu lettneska þjóðarsál. Skælbrosandi skáldið skálai■ fyrir Agli og mér. Og mér verður Ijósara hve langskólaganga mín hefur sneitt hjá landi eikarskóga og rafurloga oglangriraunasögu, þessu Ljósalandi. Ég kveð Hrafn og held út í hvíta febrúar- stilluna. Sama kvöld fellur logandi loftsteinn í hafið suðaustur af íslandi. Andartak er norð- urheimsskautshvelið slegið grænum bjarma. Og svei mér þá, ef það er ekki Ijósagangur í holtinu á heimleiðinni. f LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.