Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 14
¦M-% &$&$'¦¦'¦ STÆRSTA hengibrú heimsins nær yfir tvö sund í námunda við Hong Kong. Mesta og stærsta byggingasvæoi heimsins er nú um stundir í námunda vio Hong Kong þar sem m.a. er verið að byggja dýrasta flugvöH heimsinS/ ævintýralega langar hengibrýr og stór umferoarmannvirki. RISASTÓR GÖNGU VIÐ HONG t^Mh NVIRKI KONG ISIÐASTLIÐNUM júlí lauk brezkum yfirráðum í Hong Kong og þetta merki- lega borgríki varð hluti af Kína. Illa hafði verið spáð fyrir þeim umskiptum og einhverjir hafa flúið með aurana sína, en á undirbúningstímanum hefur hvorttveggja gerzt að vestræn stórfyr- irtæki hafa haslað sér völl í Kína og eins hitt, að Kínverjar virðast komnir á þá skoðun að þeirra eigin kommúriismi og vest- rænn kapítalismi sé ágæt blanda. Að minnsta kosti lítur út fyrir að Hong Kong verði áfram umsvifamikil viðskiptamiðstöð eins og áður. Nú er skrifað í blöð að Hong Kong og næsta nágrenni á Kínaströnd séu að verða nýr „að- alinngangur" í Kínaveldi. Hvergi í veröldinni er byggt annað eins á tiltölulega litlu svæði. Raunar er einnig bent á, að þarna sé aðeins byrjunin á risavaxinni uppbyggingu í þessu fjölmennasta ríki heimsins. En hvað er það einkum sem er verið að gera við aðalinnganginn og forstofuna? Það er til dæmis Chek Lap Kok-flugvöllurinn; nýr flugvöllur á uppfyllingu út frá Lantau- eyju, sem síðan þarf að tengja við megin- landsströndina og Hong Kong með feiknar- legum hengibrúm. Flugvöllurinn var for- senda þess að Hong Kong gæti haldið lykil- hlutverki sínu. Búið var að þjarma svo að hin- um eldri flugvelli í Kowloon með háum bygg- ingum, að ekki var talin framtíð í honum. ' Vonir standa til að nýi flugvöllurinn verði tekinn í notkun á þessu ári og kostnaðaráætl- unin hljóðar uppá 21 milljarð Bandaríkjadala - 1512 þúsund milljónir íslenzkra króna, ef einhver skyldi treysta sér til að ná utanum slíka upphæð. Haft var á orði í bandaríska tímaritinu Scientific American, að slíkt gæti aðeins gerzt í Hong Kong að annað eins mannvirki sé skipulagt, fjármagnað og byggt á sjö árum. Fyrir skömmu var sagt í Lesbók frá stærsta einstaka byggingarverkefni sem Bandaríkjamenn hafa ráðizt í: Getty-lista- safninu í Los Angeles. Eins og að líkum lætur er það aðeins smáræði hjá því sem nú er að rísa í Kína. Flugvöllurinn í Hong Kong, segir tímaritið, er viðamest allra opinberra verk- efna, sem nokkru sinni hefur verið ráðizt í. Kannski er það rétt. Það skyldi þó aldrei vera að tímaritinu og öðrum sem mikla þetta SÉÐ yflr nýja flugvölfinn við Hong Kong. Til dæmis um hvað flugstöðin er stór má geta þess að ranninn út úr henni er 1,3 km fyrir sér hafi yfirsést um Kínamúrinn, sem er víst enn þann dag í dag eina mannvirkið sem sést frá Tunglinu. Og hvað ætli það mundi kosta núna að byggja pýramídana í Egypta- landi? Þó talað sé um nýjan flugvöll spannar framkvæmdin allmiklu meira. Leiðin á hann er eins og rúmlega hálfa leið á Keflavíkur- flugvöll frá Reykjavík, 34 km. Hluti þessara samgöngumannvirkja við Hong Kong felst í að leggja nýjar hraðbrautir og járnbrautir. Nú er þróunin að færast í þá átt að geysilega hraðskreyðar þotulestir á einum, sverum teini, skutli þotuliðinu af flugvöllunum á örfá- um mínútum inn í miðjar borgir og svo verð- ur það í Hong Kong. Nú hagar svo til að frá Lantau-eyju, þar sem flugvöllurinn er, liggur leiðin til Hong TUNG CHUNG, borg byggja borg fyrir 200 á byrjunarstigi. Á þessum bletti er byrjað að þúsund manns sem starfa munu við flugvöllinn. HONG KONG, borg á örlagaríkum tímamót- um, en virðist ætla að halda stöðu sinni sem afar þýðingarmikil miðstöð heimsviðskipta. Kong fyrst yfir á smáeyju, síðan á aðra stærri eyju og yfir mjórra sund unz komið er upp á kínversku ströndina, eða „fastalandið" eins og menn mundu segja í Vestmannaeyj- um. Þaðan þarf að komast yfir enn eitt all- breitt sund, ef leiðin liggur tíl Hong Kong, og þar hafa menn grafið jarðgöng í stað þess að brúa. Fyrir 8 árum var komið á fót einskonar samþættingarstofnun New Airport Projects Coordination Offíce, skammstafað NAPCO, þar sem mest mæðir á bandarísku verktaka- fyrirtæki sem heitir Bechtel. Foster Asia, útibú brezka arkitektsins Normans Foster, fékk það verkefni að hanna fiugstöðina, sem sést hér á loftmynd og ber varla með sér hveru stór hún er. Flatarmál flugstöðvarinn- ar er nærri 52 hektarar og ofanfrá að sjá lík- ist hún flugvél. Það gefur einhverja hugmynd um stærðina að raninn sem gengur út úr að-' albyggingunni og sést á myndinni er 1,3 km á lengd. Við hann geta komizt að í einu 39 Boeing 747 farþegavélar. Nærri 200 þúsund manns munu vinna við flugvöllinn og flug- stöðina og þótti nauðsynlegt að byggja sérstaka borg í næsta ná- grenni til að hýsa allt það fólk. Borgin heitir Tung Chung og er á byrjunar- stigi, en eins og myndin sýnir er ris- inn þéttur klasi há- hýsa og mun ekki af veita að byggja nok- uð hátt ef þessi fjöldi á að komast fyrir á því litla svæði sem þarna sýnist vera til ráðstöfunar. Stærsta hengi- brú heimsins Tvær hengibrýr tengja Lantau-eyju, 14 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.