Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 13
leikur sú sögn, að þar þyki allreimt, svo þar gagnast ei, að hafa fjárhús fyrir bráðdauða fjár. Þrátt fyrir reimleika og galdra virðist eitthvað hafa verið búið á Tóftum áfram, því í Jarðabókinni 1702 fyrir Eyrarsveit er getið um grashjáleiguna Tóftir, sem fylgir jörðinni Öndverðareyri og eru heimilismenn ellefu. Um 1920 reisti Lárus á Kolgröfum sér bæ að Tóftum, með búsetu í huga, en bærinn brann áður en flutt var í hann. Þóttu enn koma fram álög skiparans hins danska. Sagt er að Hallbjörn prestur Jónsson hafi flutt bæinn og kirkjuna af eyrinni uppundir fjallið á núver- andi stað á fyrrihluta 16. aldar, sem síðan hef- ur verið kenndur við hann og nefndur Hall- bjarnareyri. Þetta er ekki alls kostar rétt, því Jarðarbókin 1702 nefnir jörðina Öndverðar- eyri. Eyrbyggja nefnir hana Öndurðareyri, en aðeins Eyri er oftast notað þar og í Sturlungu. Þá hefur hún einnig verið nefnd Hospítala- Eyri, og nú seinustu áratugina er hún kölluð þremur nöfnum, Hallbjarnareyri og síðan ná- kvæmar, Neðri- og Efri-Eyri, eftir að tvíbýli varð á höfuðjörðinni. Ondurðar, eða Öndverð- areyri, er réttnefni miðað við staðsetningu landnámsbæjarins, sem heita nú Tóftir, þ.e.a.s. öndvert eða á móti, við Eyrina, þegar átt er við norðurströnd Eyraroddans. Hvað raunverulega hefur valdið flutningunum veit enginn. En hitt er víst að meira aðlaðandi bæj- arstæði en að Hallbjarnareyri er vandfundið, milli klettaborga og stapa, með víðsýni yfir Breiðafjörðinn. Mun grasgefnara land en fyrri staðurinn, en fyrst og fremst má ætla, að mestu hafi ráðið um flutninginn, að frá Hall- bjarnareyri er styttra til öruggra fiskimiða, þó spölur sé niður á sjávarkambinn. Kirkja var reist að Hallbjarnareyri, en hvar hún stóð er ekki víst, nema þá undir kletta- borg, vestan við bæjarhólinn, þar sem síðar var höfð smiðja. Neðan við þessa klettaborg og fast að bæjarhólnum sá til kirkjugarðsins og nokkurra leiða í honum neðst, fram yfir 1950, en þá var sléttað yfir hann. Kirkjan á Hallbjarnareyri stóð skammt, eða til 1563, um 60 ár eða svo og kannski aldrei veglegt eða mikið Guðshús að ytri gerð, því örnefni á Hallbjarnareyri, Bænhúsaskarð, Skarfatangl Eyrars^r ' „ /"xMJfnotóV.^^ (rland ., ,,/ ^*"""""—""--.J------Nýjabúð -Qddahaus v^nrað,r. ^'.strákar;-...^" ¦ xCo/ftmdf,-• iiovouj/j .. r v--^.-..1j.~,, ^Hallbiarnareyri / / v-Eyraiflatl-;:-"Wiinnri-— Naustálí I J < ^J ¦ «¦ ¦!*¦•¦ \ -.*vvjinri;7-ífOÖ / 'Þórdísaotaði, Wlingadítór,., ),\Önr£erðareyri \ ~\^Éði V Kolgral 'lílmi) rtulf km V\\\\l:'< milli tveggja stapa austan við hugsanlegt kirkjustæði bendir til þess. Bæjarlækurinn rann vestar frá fjallinu, en rás hans breytt á seinni tímum og færður að bæjarhólnum vest- anverðum. Fóru þá að koma í ljós mannabein úr kirkjugarðinum, er lækurinn tók að grafa sig. Holdsveikraspítali var settur á Hallbjarn- areyri, einn fjögurra á landinu, eftir miðja 16. öld og var við lýði til 1848. Þessir spítalar voru víst lítið annað en nafnið tómt, því hjúkr- un var af skornum skammti, ef nokkur. Hvar spítalinn hefur staðið, ef um sérstakt hús hef- ur verið að ræða, veit enginn, en seinasti spít- alahaldari var Þorleifur, kenndur við Bjarnar- höfn, sá mikli sjáandi og sjálfmenntaði læknir. Annar þjóðkunnur maður ólst upp á Hall- bjarnareyri, en það var Asgrímur Hellna- prestur, en faðir hans Vigfús var einn spítala- haldaranna. Fjöldi hjáleiga og grasbýla hafa verið í landi Hallbjarnareyrar gegnum tíðina og sjálfsagt einnig verbúðir. Efri-Eyri stendur rétt ofan og vestan við gamla Hallbjarnareyrarbæinn, sem seinustu áratugina hefur kallast Neðri- Eyri. Þar sunnar og fast að fjallinu voru tvö býli. Innri-Tröð austar, en Ytri-Tröð vestar og skilur hólbarð frá fjallinu þau að. I Innri-Tröð bjó á þessari öld Gísli Jónsson, kunnur sæ- garpur sem margar sagnir eru um, bæði ritað- ar og kannski fleiri óskráðar. Enn vestar á brekkunum var Hjarðarbrekka, sem er erfða- festuland, það eina í Eyrarplássi. Neðan við brekkurnar, vestan við Neðri-Eyri og í jaðri mýrarinnar, var býlið Jaðar. Þar stóð til skamms tíma í miðjum tíinbleðli fallegur torf- bær, sem eftirsjá er í. Á tímum farkennslunn- ar var bærinn nýttur sem skóli fyrir börnin í Eyrarplássinu og á sumrin voru stundum haldin þar böll á laugardögum við miklar vin- sældir. Þá voru býlin á sjávarkambinum. Vestast og vestan við Naustalækinn, þar sem hann kemur til sjávar, er talið að Fornu-Naust hafi staðið. Þá kemur býlið Naust. Fyrrum kallað Stóru-Naust. Naust er nú annar bæjanna í Eyrarplássi, sem enn er í byggð. Upp úr 1940 var byggður snotur torfbær í sunnanverðum túnfætinum á Naustum og í honum búið um nokkur ár og kallaður Kreppa. Austan við Naust og með samliggjandi tún er Nýjabúð, hinn bærinn, sem er í byggð þar á sjávar- kambinum. Austan við bæjarlækinn var Bakkabúð. Þórðarbúð hét býli á lágum hól í mýrinni suðaustur af Nýjubúð. Þá kemur Garðsendi fram á nokkuð háum klettabökkum við sjóinn. Þar norður af er Garðsendatangi, sem þótti varhugaverður sjófarendum er þeir skriðu inn eða út með landinu. Þessir klettabakkar eru þeir einu fyrir Eyrarplássi, annars sléttur malarkambur austan frá Eyrarodda vestur að bænum Skallabúðum, sem einnig stendur á klettabökkum. í Jarðabókinni er talað um Garðsenda og Garðsenda annan. Annað hvort býlið hefur staðið vestar en núverandi Garðsendi, því í heitinu Garðsendi segir að býli hafi staðið við enda garðsins og þá sjálf- sagt átt við fyrrnefndan Göngugarð yfir mýr- ina frá bænum að Hallbjarnareyri og kemur hann niður á þurrlendið, nokkru vestan við nú- verandi Garðsendabæ, sem enn hangir uppi. Nokkru austan við Garðsenda og spöl frá sjón- um eru bæjarrústir, sem nú kallast Græna- rúst. Sennilega eru þetta rústir af býli sem heitir því einkennilega nafni Lánlausu-Tóftir í Jarðabókinni. Þá er komið austast á strandlengjunni í sjálfan Eyraroddann við Kolgrafarfjörðinn. Eyraroddinn, eða Oddahausinn, er lágur klettahöfði sem er lengri frá norðri til suðurs og eru skjólgóðar yíkur sitt hvorum megin við hann vestanvert. I þeim er góð lendingarað- staða í öllum áttum. Á höfðanum, sem er nokk- uð hærri en landið í kring, var býlið Oddakot. Einnig er þar að finna fjárrétt, forn naust, og þar vestanvert í skjóli fyrir norðanáttinni sér til minja um akuryrkju frá fornri tíð. Nokkru vestan við Oddahausinn er mikil og greinilega forn garðhleðsla þvert yfir eyrina, að mestu sigin í jörð og kallast Nautagarður. Sjálfsagt gerður til varnar búpeningi að fara fram í Oddann. Ég hef nú í fljótheitum farið vítt um land Hallbjarnareyrar. Fyrir mig, upprifjun á ýmsu sem fyrir augu bar og ég heyrði sögur um þegar ég var að leik,' eða rannsóknum glaðra æskudaga í Eyrarplássi, kringum og eftir 1940. Annað efni hefur verið aðgengilegt í bókum og ritum. Fyrir fræðimann, sem ég er ekki, gæti verið áhugavert og ég held þess virði, að rita sögu Hallbjarnareyrar og væri þá hægt að teygja lopann í heila bók. Þá veit ég að þjóðminjavörður er fullur áhuga á að hefja rannsóknir á Tóftum, en hann hefur lauslega litið á staðinn. Um mannlífið í Eyrarplássi, einstaka menn og konur, mætti margt rita. Um aðbúnað og kjör, sem litlum breytingum tók gegnum aldir, fyrr en uppúr 1940. Fram að þeim tíma, sem að mér finnst ótrúlegt í dag, varð t.d. allt að því að knékrjúpa til að fá leyfi að taka upp mó úr einhverri fúamýrinni eða það að heyja mýr- arfláka og úthaga, sem búpeningur komst ekki yfir að éta 1 hagagöngu sumarsins. Hvað þá að hirða spýtur eða sprek úr fjörunni. Slíkt gat orðið að stóru máli þá, en nú hálfri öld síðar er ðll strandlengja landsins orðin að einum alls- herjar ruslahaug. Sennilega hefur í langan tíma verið mann- margt í Eyrarplássi, vegna þess að stutt var á fiskislóðir þaðan. Sama var með aðra byggða- kjarna í Eyrarsveit. Skallabúðir með fjölda býla, Vatnabúðir, Bárarpláss og Kvíabryggja. í Jarðabókinni 1702 segir að 65 manns hafi þá verið í landi Hallbjarnai-eyrar, á níu býlum ásamt heimajörðinni, kringum 1940 eru rúm- lega 40 manns þar. En nú er hún Snorrabúð stekkur, því á sjálfu höfuðbólinu Hallbjarnareyri eru í dag tvö sumarhús, en tún og önnur hlunnindi nytj- uð af tveimur hjáleigum, sem eitt sinn voru, en nú orðnar að virðulegum bújörðum með vel innan við tug heimilisfastra. Hvað verður um framhald búskapar í Eyrarplássi get ég ekk- ert sagt um, en ákveðin þróun, eins og stend- ur, er fækkun bújarða. Vel gæti ég séð fyrir mér aukningu sumarhúsabyggðar í Eyrar- plássinu, því vel er landið fallið til skógræktar við Steinahlíðarhaus og sunnanvert við Eyrar- hyrnu og á Kálfadal, að ég tali nú ekki um Eyrarbotn. Enn er stutt til fornra fiskislóða, enn er selur fyrir landi í skerjum. Fjaran enn með sína töfra og marglita smásteina og enn er á vorin rauðmagi í lónum. Æðarvarp og annað fuglalíf, fjölskrúðugt svo af ber. Ég sé fyrir mér land Hallbjarnareyrar í framtíðinni, sem griðland fyrir menn og skepnur, og fari vel á því. Höfundur er lögregluþjónn í Reykjavík, uppalinn í Eyrarplóssi. / / JON FRA PALMHOLTI [ SKÓGINUM VIÐ IGUACU I grænum janúarskógi Argentínu lyfta marglit fíðrildin vængjum sínum og eðla sig í skugga frá laufblaði. Mollan í skógarrjóðrinu fyllir nasimar heitu þykku lofti sem einu sinni var ferskt. Yfir fossum Iguacu svífa dökkir fuglar. Frumskógarlögmálið drepur hægt en örugglega. A dauðastundinni glitrar lífið í auga þess sem deyr. Andartak blómstrar rósin rauð og heit ísólinni. Allt er sterkt heitt og hverfult. Kvöldrjóðrið ilmar afmold og grasi ogfíðrildin svífa einsog laufblöð írökkrinu. Gamlir indíánar selja mate á markaðstorgi við hvítt skógarhótelið. I kaffísalnum hangir mynd eftir Hring Jóhannesson. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðið er ort í Buenos Aires í jan. 1998. REGN ÖRSAGA EFTIR MAGNUS H. AXELSSON KVARAN JESÚS öslar í pollum New York borgar. Það er nýhætt að rigna og enginn himna- kór syngur honum lofsöng þar sem hann arkar fram hjá skítugum matsölustöðum og betlurum. Ekkert himneskt ljós lýsir honum leiðina um þessi öngstræti volæð- is og hnignunar. Hvern hefði órað fyrir að það kæmi að þessu. Það þýðir ekkert að segja neinum sannleikann, honum yrði bara stungið inn á hæli. Enginn hefur áhuga á að hlusta á hann nema kannski geðlæknir, og það er af því að hann fær borgað fyrir það. Á stöku stað í borginni má finna Ijósglætu heilags anda og heyra örvinglað fólk kalla nafn hans, en það er allt búið að rugla staðreyndunum. Það bíður ekki eftir að hann komi og frelsi það, heldur einhver sem það hefur sjálft búið til í hugarfylgsnum sínum. Jesús handfjatlar nokkra pengingaseðla í vasanum sínum og gengur að næsta pulsu- vagni. Afgreiðslumaðurinn lítur á hann og segir „Heyrðu hef ég ekki séð þig einhvers- staðar áður?" ¦ „Það getur svo sem verið, en þú munt aldrei sjá mig aftur," segir Jesús og borgar. „Það hefur enginn not fyrir mig í þessum heimi lengur." „Svona nú, okkur líður öllum þannig einhvern tímann á lífsleiðinni en maður verður bara að vinna sig upp úr því. Hérna, fáðu eina fría og hresstu þig við." „Guð blessi þig, sonur," umlar Jesús með troðfullan munninn og gerir afgriðslu- manninum krossmark með hinni pulsunni. „Þér mun verða launuð hjartagæska þín." „Vonandi...," hugsar hann svo með sjálfum sér. Hann vefur kápunni þéttar um sig og heldur síðan áleiðis til Manhattan. Tveimur húsalengdum þaðan sér hann nafnið sitt á flennistóru neonskilti. Það hang- ir utan á ríkmannlegu húsi og út um dyragættina hljóma vemmilegir lofsöngvar honum til dýrðar. Sá sem syngur þykist vita að Jesús elski sig og að þeir séu hinir mestu mát- ar. Hann gengur upp tröppurnar og stígur inn um dyragættina. Á gólfinu eru dýrindis teppi og á einum veggnum hangir stórt málverk af honum sjálfum á krossinum, angist- in sMn úr andliti hans og úr flakandi sári á síðunni vætlar blóð. Glaðlegir Rómverjar standa og horfa á og einn þeirra er að borða pylsu. Bakvið stórt skrifborð við enda anddyrisins situr fíngerður maður sem stendur upp þegar hann kemur auga á Jesú. „Velkominn kæri vinur, inn í hús Drottins." Hann otar að honum þungum peninga- bauk og býður Jesú að gefa peninga til styrktar söfnuði Hinnar Heilögu Þrenningar. „...Og fyrir aðeins $39.95. geturðu fengið sent nýja Jehóva-tannkremið með guðdóm- lega Colgate-bragðinu. Það hvítþvær tennur þínar af öllum sælgætissyndum og Karí- esdjöflum." „Sama og þegið, kæri bróðir," segir Jesús, „og Guð fyrirgefi þér syndir þínar. Mér sýnist að þið afvegaleiddu sauðir hafið skriplað á skötunni hvað kristilegan kærleika varðar. Eru ekki peningar undirrót alls ills? Hvað hefur þú með þessar veraldlegu ger- semar að gera, þegar ljós Guðs hefur lýst upp götu þína? Andleg gæði eru yfir allt haf- in, sjáðu að þér og kastaðu þessu glingri frá þér, það er til einskis nýtt!" Fíngerði maðurinn starir á Jesú og veit varla hvað hann á af sér að gera. Loksins áttar hann sig. „Ekki þegar maður getur fengið svona fínt tannkrem. Það er guðdómlegt." Hann ot- ar bauknum aftur framan í Jesú og starir biðjandi á hann. Jesús hristir höfuðið sorg- mæddur, og snýr baki í hann. Þegar hann kemur út er byrjað að rigna aftur. Stórir droparnir lemjast ofan í göt- una og fjarlægur þrumugnýr brýst í gegnum regntjaldið. Fleiri fylgja á eftir og eld- glæringar lýsa upp strætin öðru hverju. Jesús gengur niður götuna og strigaskórnir hans blotna í gegn á augabragði. Hann finnur samt ekki fyrir bleytunni. Hjarta hans er fullt af sorg er hann sendir föður sínum þögul skilaboð um að bíma sig upp. Hann veit að í þetta skiptið hættir aldrei að rigna. .V LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.