Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 5
húsameistari ríkisins, teiknaði. Nægir að nefna Sundhöll Reykjavíkur, Háskóla Is- lands, Þjóðleikhúsið og héraðsskólana á Laugarvatni og í Reykholti. Nokkrir háskólastúdentar sitja í grasinu í hnapp og ræða málin. Aðrir sem lokið hafa vorprófum rangla um götur með kampa- vínsflösku í hendi, klæddir dökkum jakka- fötum sem hellt hefur verið á kampavíni sem lítur út eins og flórsykur. Þetta er gömul hefð í háskólanum en verkar ankann- alega á mig. Það er tekið að skyggja, tímabært að taka lestina til London. Ég þreifa með hendinni niður í töskuna, finnst ég vera með dýrmæti. I kvöld ætla ég að lesa gögnin í London. Bandaríkjamenn í námsferð slofna verkamannaháskóla Ég kem mér fyrir í herbergi mínu í Hammersmith í London, kveiki á borðlamp- anum og les gögnin sem ég hef fengið í Ru- skin College. Fyrst les ég um frumkvöðlana að stofnun verkamannaháskólans en skólinn nefndist Ruskin Hall fyrstu tvö árin. Það voru ekki Bretar heldur tveir ungir Banda- ríkjamenn sem stofnuðu skólann. Þeir komu haustið 1898 til Oxford í framhaldsnám. Þeir hétu Walter Vrooman og Charles Beard. Þeir höfðu báðir kynnst róttækum hreyfing- um í föðurlandi sínu. Vrooman aðhylltist kristilegan sósíalisma en ekki marxisma. Hann var ákafur hugsjónamaður, mælsku- maður mikill og frjór í hugsun. Hann hafði starfað við blaðamennsku. Beard var einnig róttækur í skoðunum en jarðbundnari. Ég hrífst af frásögninni af Vrooman en fæ ekki skýra mynd af Beard. Jarðvegurinn var undirbúinn. Á þessum árum var hafin umræða um menntun verka- manna á háskólastigi og hvernig háskólinn gæti komið til móts við hana. Sumarnám- skeið höfðu verið haldin í Oxford og Cambridge fyrir verkamenn í þessu skyni en þau voru dýr og fáir höfðu ráð á slíku. Bandaríkjamennirnir ungu hugsuðu hærra. Þeir vildu verkamannaháskóla sem byggðist á kenningum John Ruskins. Það var í virð- ingarskyni við framlag Ruskins sem þeir létu háskóla öreiganna bera nafn hans. Jónas Jónsson lýsti kjamanum í hugmynd- um Ruskins á myndrænan og skemmtilegan hátt í áðurnefndu bréfi til bróður síns 20. nóvember: „Þessi skóli var stofnaður fyrir tíu árum og heitir eftir rithöfundi einum miklum. Ruskin var listamaður og hefir skrifað ágætar bækur um málverk og byggingar. En af því að hann dáðist að því sem var fag- urt tók það hann sárt að sjá eymd fátækling- anna sem fóru alls á mis. Ritaði hann þá margt um vinnuna, um göfugleik hennar og góð áhrif á manninn. ,^Allir eiga að vinna erfiðisvinnu nokkuð,“ sagði hann, „en ekki eins og húðarjálkar heldur hafa líka tíma til að njóta og gleðjast." Hann var háskóla- kennari í Oxford og hafði svo mikið vald yfir höfðingjasonunum, lærisveinum sínum, að þeir gerðu veg með honum utan við Oxford. En þótt Ruskin væri mesti listaþekkjari í álfunni þá varð vegurinn ljótur. Og fólkið hló að honum. Fyrst að hann, ríkur og lærður, skyldi vinna stritvinnu og í öðru lagi að hann þessi mikli maður skyldi ekki geta gert eins fallegan veg og hver meðalmaður.“ Af þessu má sjá að hinn myndræni frá- sagnarstíll, sem einkennir mjög skrif Jónas- ar, er mótaður. Saga var það fag sem heill- aði hann mest. Islenskir nemendur áttu eftir að kynnast þessari frásagnargáfu í Islands- sögu hans sem kennd var í barnaskólum landsins í hálfa öld og er lífseigasta náms- bók 20. aldar. Það tók þá Vrooman og Beard aðeins fimm mánuði að undirbúa stofnun Ruskin Hall. Þeir ferðuðust víða um England til að fá stuðning verkalýðs- og samvinnufélaga, kristilegra félaga, háskólastofnana og ein- staklinga. Það voru ekki síst efnaðir einstak- lingar sem voru beðnir að veita námsstyrki. Þeir félagar gerðu sér hins vegar grein íýrir því að aðeins fáir ættu kost á því að stunda nám við Ruskin College og skipulögðu strax í upphafi merkilegan bréfaskóla á landsvísu f'yrir verkamenn. Bréfaskólinn átti síðar eft- ir að gegna mikilvægu hlutverki við val á nemendum í skólann. Mér þykir skemmtilegt að lesa að þeir Vrooman og Beard völdu 22. febrúar 1899 sem stofndag þessa fyrsta verkamannahá- skóla, en það var afmælisdagur George Washington, fyrsta forseta Bandaríkjanna. Þannig geta dagar haft táknrænt gildi. Sátt var um skólann meðal prófessora í Oxford, en margir stúdentar litu hann hornauga. STÚDENTAR í Ruskin College flytja sitt hafurtask út úr skóianum 1909. Opnunarhátíð var haldin í Ráðhúsinu að við- stöddum Oxfordmönnum, fyrstu nemendum skólans og fulltrúum fjölmargra verkalýðs- félaga, sem höfðu 300.000 félagsmenn innan sinna vébanda. Það var kennari Beard, pró- fessor við Christ Church, sem stjórnaði samkomunni. Skólinn tók svo til starfa í 14 St. Giles þar sem hann var í tvö ár er hann fluttist í Walton Street. Það var Walter Vrooman sem valdi starfs- lið Ruskin Hall. Skólastjórinn, Dennis Hird, var Oxfordmaður og hafði m. a. starfað sem prestur í fátækrahverfi Lundúnarborgar. Sú reynsla gerði hann að sósíalista og hann gekk í stjórnmálaflokk. Hann var rithöfund- ur og skrifaði um Krist sem sósíalista. Þetta varð til þess að hann var rekinn úr kirkj- unni. Hugmyndir Dennis Hird og Vrooman um kristilegan sósíalisma hafa greinilega farið saman. Skólinn hafði það markmið að mennta verkamenn til að hafa áhrif í samfélaginu, móta samfélagið. Námefni skólans var hag- nýtt. Um námið segir Jónas í fyrrnefndu bréfi til bróður síns 20. nóv.: „En af því tíminn er stuttur þá er áhersla lögð mest á að kenna um þjóðfélagið, hvern- ig það hafi verið, hvernig það sé og hvernig það geti verið. Og um þau lög sem allir mannflokkar fylgja. Það er held ég kölluð félagsfræði á íslensku, en er eiginlega saga eða sálin úr sögu eins og hún er best.“ Aðeins tvær bækur sem kenndar voru eru nefndar í gögnum mínum, Saga Englands eftir Macaulay og Félagsfræði eftir Spencer. Þetta þykir mér áhugavert að lesa og minnist þess að afi var mikill aðdáandi Macaulays alla tíð, dáðist að ritsnilld hans og lærði af honum. í Ruskin College var kennd verkalýðssaga, tungumál og hag- fræði. Nemendur fengu ennfremur þjálfun í félagsstörfum, að tjá sig í ræðu og riti, enda var markmið skólans með orðum Jónasar í fyrrnefndu bréfi að mennta „alþýðumenn þannig að þeir gætu orðið myndarlegir borgarar, og tekið þátt í opinberum málum“. Skólinn var opinn konum, en það er til marks um stöðu þeirra í þjóðfélaginu að fyrsta konan settist ekki í skólann fyrr en 1919. Hugurinn reikar til Samvinnuskólans en markmið hans var frá upphafi að mennta nemendur til starfa í samvinnuhreyfingunni, en einnig „þannig að þeir gætu orðið mynd- arlegir borgarar og tekið þátt í opinberum málum“. Þar var einnig lögð áhersla á fé- lagsfræði, tungumál og hagfræði. Og ekki má gleyma samvinnusögu og þjálfun í al- mennum félagsstörfum. Þessi menntun hef- ur nýst mörgum vel og opnað þeim leið til áhrifa. Tveir af fjórum núverandi ráðherr- um Framsóknarflokksins eru t. a. m. sam- vinnuskólamenn. Ruskin College var opinn háskóli þar sem námsmenn gátu komið og dvalist um lengri eða skemmri tíma. Kostnaði var haldið í lág- marki. Af þeim ástæðum og af hugsjónaá- stæðum sáu nemendur um öll heimihsstörf. Til að skipuleggja þau voru haldnir vikulegir fundir. Síðar var ráðinn starfsmaður í eld- hús en húsfundir voru haldnir eins og fyrr og áttu eftir að verða líflegur vettvangur umræðna um önnur mál. Vrooman stofnaði mánaðai'ritið Young Oxford 1899 og gaf það út í fjögur ár eða þann tíma sem hann dvaldist í Englandi. Þar skrifaði hann um hugmyndir sínai- og gagn- rýndi margt í starfsemi Oxfordháskóla sem HAROLD POLLINS THE OFRUSKIN RUSKIN College í Oxford, þar sem tveir bandarískir hugsjónamenn komu á laggirnar háskóla sem ætlaður var sonum verkamanna. hann taldi ófrjóa ítroðslustofnun. Hann var t.d. á móti hefðbundnu einkunnakerfi sem byggðist á þekkingaratriðum. Hann vildi að gefið yrði fyrir ástundun, áhuga og frjóa hugsun. I Ruskin College var tekið tillit til þessara þátta við mat á námsárangri. Marg- ir héldu að Young Oxford væri málgagn Ru- skin College og ekki voru allir hrifnir af þeim hugmyndum sem þar voru settar fram. Walter Vrooman var kvæntur auðugri bandarískri konu. Það var hún sem kostaði útgáfu Young Oxford og borgaði stóran hluta í rekstri skólans fyrstu fjögur árin eða þar til leiðir þeiiTa hjóna skildi. Róttseklingar i verkalýðshreyting- unni við nám í Ruskin College Það var því árið 1902 sem þurfti að finna nýjar fjáröflunarleiðir. Þá fyrst fara verka- lýðsfélögin að styrkja skólann, einkum með því að senda efnilega unga menn sem starfa að félagsmálum og hafa gegnt ábyrgðar- stöðum. Þannig breytist smám saman nem- endahópurinn, auk þess sem efnilegum nem- endum í bréfaskólanum er boðin dvöl í skól- anum. Ég les að árið 1907 hafi róttækustu ungu mennirnir innan verkalýðshreyfingar- innar í Englandi verið samankomnir í Ru- skin College. Það var opinber stefna að kennslan væri „hlutlaus", ekki tengd pólitískum flokkum. Nemendur áttu að mynda sér sjálfstæðar skoðanir á grundvelli námsins. Hinir rót- tæku nemendur töldu hins vegar að skólinn styddi ríkjandi skoðanir undir yfirskini „hlutlausrar" kennslu. Skólastjórn brást hart við þessu og bannaði nemendum að tala á pólitískum fundum. Svo fór að þeir vildu ekki sætta sig við slíkt bann. Jónas Jónsson ræðir ekkert um einstaka nemendur skólans. En hann bregður upp í bréfi til bróður síns 7. mars 1909 svipmynd af fundi sem lýsir frábærlega vel því and- rúmslofti sem ríkti á þessum tíma, hinum skörpu stéttaandstæðum: „Helsti sósíalisti á Englandi hélt hér ræðu í fyrradag um bágindi atvinnulausra manna hér. Þeir eru nú um ein milljón í landinu. Mörg hundruð stúdentar hlýddu á. Þeir hata jafnaðarmenn og höfðu því öll ill læti í frammi, sungu, grenjuðu, hentu eggjum og eplum og ætluðu seinast að draga ræðu- manninn niður af stólnum. Lögreglan hindr- aði það en gerði annars ekkert til að hegna óróaseggjunum, af þvi að þeir voru ríkir og voldugra manna synir. Ef verkamenn hefðu átt í hlut mundu hundruð hafa verið sett í tugthús." Oánægðir nemendur í Ruskin College stofnuðu samtök haustið 1908 sem þeir köll- uðu Plebs League og hófu að gefa út tímarit til að útbreiða hugmyndir sínar. Þeir vildu að Ruskin College yrði sjálfstæð stofnun, óháð Oxfordháskóla og kostuð eingöngu af verkalýðshreyfingunni. Sama haust skipaði skólastjórn nefnd til að kanna þau vanda- mál sem höfðu magnast upp í skólanum og koma með tillögur til úrbóta. Þessi könnun leiddi til uppsagnar Dennis Hird sem var sakaður um að hafa ekki haldið aga í skól- anum, þótt aðrar ástæður lægju að baki. Hann var reyndar beðinn um að segja upp sjálfur. Ég rýni í dagsetningar. Þetta gerð- ist á fundi skólastjórnar 6. mars. Dennis Hird skilaði inn uppsögn sinni viku síðar, 12. mars. Hann greindi nemendum sínum frá þessu 26. mars, og það kom þeim í opna skjöldu. Þeir ákváðu samstundis að fara í verkfall. Þremur dögum síðar var fundur haldinn og ályktanir samþykktar um skipan mála í verkfalli. Yfirstjórn skólans hundsaði allar óskir nemenda og staðfesti ákvörðun skólastjómar 31. mars. Verkfallið hélt áfram. 7. apríl var skólanum lokað tíma- bundið í hálfan mánuð og nemendur fluttu út. Þeir sem vildu koma aftur voni látnir skrifa undir skjal þar sem þeir lofuðu að hlíta reglum skólans. Plebs League notaði tækifærið og hélt áfram áróðri sínum gegn skólanum. 20. apríl sneru 44 af 54 nemend- um skólans aftur, en deilunum var ekki lok- ið. Hluti nemendanna varði skóla sinn. Lyktir urðu þær að hinir óánægðu stofnuðu nýjan skóla í Oxford, Central Labour Col- lege, og sum verkalýðsfélög hættu stuðn- ingi við Ruskin College. Jónas Jónsson var í hópi þeirra tíu sem sneru ekki aftur í skólann. Hann gerir ekki mikið úr þessu verkfalli í bréfi til bróður síns 22. apríl: „Ovænt breyting varð á högum okkar í skólanum þó að ekki saki það mig mikið. Skólastjóri okkar var góður maður og góður kennari. En yfirmenn hans héldu að hann væri vantrúaður og mundi spilla lærisvein- unum. Viku honum því frá, allt í einu. Við vildum ekki missa hann og hótuðum að fara allir, ef honum væri ekki veitt starfið aftur; því var neitað og skólanum lokað um tíma. Ég flutti þá út í bæinn og bý hjá 60 ára gömlum hjónum, sem eru mér góð. Jón í Flensborg hafði beðið mig að verja öllum tíma til að búa mig undir starfið við kenn- araskólann. Ég geri það svo mér er lítill skaði að breytingunni." Eins og kemur fram í bréfinu hafði Jón Þórarinsson, sem nú var orðinn fræðslu- málastjóri, áður skólastjóri Flensborgar- skóla, boðið Jónasi stöðu við nýstofnaðan Kennaraskóla íslands. Það var næstum það besta sem fyrir Jónas gat komið, eins og hann kemst að orði í bréfi 22. apríl. Sá sem hafði mælt með Jónasi var Guðjón Bald- vinsson vinur hans sem var róttækur verka- lýðssinni og hugsjónamaður. Einhvern veg- inn tengi ég dvöl Jónasar í Ruskin College við hann. Guðjón var rétti maðurinn til að benda Jónasi á verkamannaháskóla. Hann gæti þó hafa fengið vitneskju um skólann eftir öðrum leiðum. Það er komin nótt og regnið byrjað að streyma að nýju. Ég skríð undir ábreiðuna og slekk ljósið. Ég geri mér grein fyrir því að atvikin höguðu því þannig að Jónas Jóns- son var í Ruskin College á örlagaríkasta ár- inu í sögu skólans og varð þátttakandi í uppreisn sem skráð er í sögu breskrar verkalýðshreyfingar. HEIMILDIR: Guðjón Friðriksson: Með sverðið í annan*i hendi og plóginn í hinni. Saga Jónasar Jónssonar frá Hriflu I. Ið-r unn. Reykjavík 1991. Jónas Kristjánsson: Æviágrip í Jónas Jónsson frá Hriflu. Ævi hans og störf. Sýslunefnd Suður-Þingeyjar- sýslu. Reykjavík 1965. Pollins, Harold: The History of Ruskin College. Ox- ford 1984. Yorke, Paul: Ruskin College 1899 - 1909. Ruskin Stu- dents’ Labour History. Pamphlets. Number One. Ed- ucation and the Working Class. 1977. Resolutions passed by students, March 29th 1909. Bréf Jónasar Jónssonar til Kristjáns Jónssonar í fór- um Jónasar Kristjánssonar, fyrrv. forstöðumanns Stofn- unar Arna Magnússonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.