Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 13
fara ekki lengra en að Hlíðarenda í dag, en þar sem leiðin tekur aðeins um fjórar klukkustundir var ákveðið að fresta brott- för til hádegis og freista þess að veðrið skánaði. Við drápum tímann með því að tefla og lesa. Fengum hádegisverðinn í fyrra fallinu. Vonir okkar um veðrabrigðin rættust. Lögðum upp kl. 13.15 og það byrj- aði að rofa til um það leyti. Himinninn hreinsaði sig en það var mistur. Leiðangur- inn fór út af veginum til Reykjavíkur eftir u.þ.b. 1,5 km. og eftir það var leiðin grýtt og seinfarin. Seinna skánaði hún þó enn væru troðningar og okkur miðaði hraðar. Við komum að Hlíðarenda kl. rúmlega 17. {Inn- skot þýð. Hér er um að ræða Hlíðarenda í Ölfusi og voru ábúendur Jón Jónsson hreppstjóri og formaður og frú Þórunn Jónsdóttir.} Fengum kvöldverð kl. 19. Hí- býlin hér eru þau lökustu til þessa. Vana- lega höfum við fengið tvö svefnherbergi og setustofu til eigin nota og borðhalds. Hér svaf Wittgenstein í sjálfri setustofunni og herbergi mitt er mjög lítið og dimmt. Allt að einu var þetta mjög vistlegt. Eftir mat- inn hélt Wittgenstein uppteknum hætti og kenndi mér táknmálsrökfræði. Mjög áhuga- vert og hann gerir þetta virkilega vel. Mánudagur 23ji september, 1912 Fór á fætur kl. 7.15 og borðaði morgun- verð kl. 8.30. Lögðum af stað kl. 9. Við byrj- uðum vel. Mestöll leiðin var mjög torfarin. Um 9/10 hluta leiðarinnar þurftum við að fara fetið yfir hraunsléttur þar sem engan slóða var að finna, aðeins reglubundnar vörður sem vísuðu veginn. Jörðin er þakin stórum og smáum hraunhnullungum, svört- um sindursteinum og yfir þetta bókstaflega klöngrast hestarnir. Eða þá að leiðin liggur um svarta eyðimörk með gjóskulagi þar sem hestarnir sökkva mæðulega í sandinn í hverju spori. Við komum að bóndabænum Herdísarvík um hálftvöleytið og fengum okkur hádegisverð úr eigin forðabúri, nið- ursoðið saltkjöt. {Innskot þýð. I Herdísar- vík í Selvogi bjuggu 1895-1927 Þórarinn Árnason og frú Ólöf Sveinsdóttir sem var m.a. annálaður esperantisti} Um kl. hálfell- efu rigndi eins og hellt væri úr fötu og í hálftíma deildi ekki dropum, þá allt í einu stytti upp. Olíufötin héldu okkur hinsvegar þurrum. Þau eru frábærar flíkur, ég hef að- eins einu sinni þurft að hafa fataskipti vegna vosbúðar og það var þá vegna þess að ég þráaðist við að fara í buxurnar uns það var um seinan. Við héldum leið okkar áfram eftir hádeg- ismatinn og komum til Krýsuvíkur stundar- fjórðungi fyrir kl. sex. Rétt áður en við komumst á leiðarenda gátum við hleypt klárunum á húrrandi brokk og var það dá- samlega hressandi eftir að hafa þurft að fara fetið langtímum saman. Komum okkur fyrir á bóndabænum. Mjög þægileg að- staða. {Innskot þýð. Ábúendur í Krýsuvík 1907-1914 voru Jón Magnússon, síðar versl- unarmaður og löggiltur fasteignasali í Reykjavfk og kona hans frú Ingibjörg Sig- urðardóttir frá Esjubergi á Kjalarnesi.} Kl. 18 gengum við Wittgenstein upp á sér- kennilegan sjónarhól í nágrenninu þaðan sem við sáum til allra átta. Við ræddum lengi um ferðaáætlun morgundagsins. Ég vildi halda rakleiðis til Reykjavíkur en hann vildi staldra hér við í einn dag og fara á mið- vikudaginn. Ég gaf undireins eftir og lagði til að við dveldum hér í tvær nætur. En Wittgenstein varð mjög miður sín vegna eftirgjafar minnar (að lokum duttum við niður á málamiðlun). Hann er á nálum yfir því að ég skuli gefa eftir til að halda friðinn. Auðvitað er það ekki hugsun mín. Mér gekk gott eitt til. Ég held hann hafi skilið mig að lokum. Mættum í kvöldmatinn klukkan hálfátta. Eftir matinn ræddum við um heima og geima en hvfldum heimspekina að þessu sinni! Þriðjudagur 24ði september, 1912 Ég fékk leiðsögumanninn til að vekja mig korter fyrir sjö, fór á fætur og skaust upp á sjónarhólinn til að taka ljósmyndir. Kom í morgunmat kl. 8.30. Lögðum af stað kl. 9.15 og komum um kl. 10 til hverasvæðisins sem Wittgenstein langaði sérstaklega til þess að skoða. Skoðuðum hverina í tvo klukkutíma. Þetta eru mestmegnis brennisteinshverir og mikið af hreinum brennisteini liggur við yfirborðið. Lögðum af stað áleiðis til Reykjavíkur á hádegi. Veðrið var dásam- legt. Þessi leið var með þeim skemmtilegri sem við höfum farið. Vegur alla leið til Hafnarfjarðar, fyrst slóði og þar á eftir góð- GUÐMUNDUR Erlendsson, bóndi í Skipholti. Þar gistu þeir félagar og töldu bæinn „fram- úrskarandi vistarverur." ÁGÚST Helgason, bóndi í Birtingaholti. Þar fengu ferðalangarnir hádegisverð, en bónd- inn „hafði mjög menningarlegt yfirbragð og átti mikinn bókakost." JÓN Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir, ábúendur (Krýsuvfk. ÓLAFUR ísleifsson dannebrogsmaður og kona hans, Guðríður Eiríksdóttir, ábúendur á Þjórsártúni. Þau ráku þar bæði verzlun og gistingu. JÓN JÓNSSON og Þórunn Jónsdóttir, ábú- endur á Hlíðarenda í Ölfusi ráku þar eínnig greiðasölu og þar gistu þeir félagar og eftir matinn kenndi Wittgenstein vini sfnum táknmálsrökfræði. EINAR Eyjólfsson og Rannveig Helgadóttir, ábúendur á Kotströnd f Ölfusi, ráku gistingu og greiðasölu. Hjá þeim var einn áfangstaður Wittgensteins og Pinsents. L.H.Muller og frú Marie, sem buðu þeim Wittgenstein og Pinsent heim til sín. ur kerruvegur. Við riðum fyrst upp mikinn halla, fórum þar næst framhjá tveimur óvirkum eldgígum og síðan aftur niður á flatlendið. Kl. 13.15 borðuðum við hádegis- verð úti í náttúrunni, niðursoðið kjöt og súkkulaði. Það varð ekki einn einasti bónda- bær á vegi okkar til Hafnarfjarðar. Við lögðum af stað korter fyrir tvö og vorum komnir kl. 17 eftir að hafa riðið greitt mest- alla leiðina, nema þar sem hraunið var mjög úfið. Hafnarfjörður er fiskimannaþorp og þar fengum við okkur kakó og brauð á kaffi- húsi. {Innskot þýð. Þetta gæti verið veit- ingastaður sem hét Kaffi Drífandi og var í verslunarhúsi Sigfúsar Bergmanns sjávar- megin við Strandgötuna.} Við gerðum stuttan stans og riðum hratt til Reykjavíkur þangað sem við komum kl. 19. Við fórum rakleiðis á Hótel Reykjavík. Kvöldmatur kl. 20. Við vorum einu gestirnir þegar við vor- um þarna síðast, en nú eru fjórir aðrir gest- ir á hótelinu. Ég átti samtal við einn þeirra yfir kvöldmatnum, dásamlegan uppskafn- ing. Síðar um kvöldið ræddum við Wittgen- stein í þaula um slfkar manngerðir. Hann umber þá ekki en ég get haft mjög gaman af þeim. Síðan fór ég í bað og fór ekki að sofa fyrr en eftir miðnætti. Þetta var langur og strangur dagur en ég var ekki vitund þreyttur. Það var kærkomið að sofna á ný í rúmi af fullri stærð, rúmin á bóndabæjun- um voru einatt of stutt. Þar að auki voru þau búin með laki og sæng sem er skelfileg ráðstöfun. Til allrar hamingju vorum við með tvö teppi með okkur sem gerðu sæng- urnar óþarfar. Nú sem áður er það tvennt sem vekur at- hygli mína. I fyrsta lagi efast ég um að það sé eitt einasta tré á íslandi. Alltént hef ég ekki séð það. I öðru lagi hef ég sagt að ís- lendingar séu morgundaufir. Þeir eru einnig hávaðasamir. Þeim liggur hátt rómur og þegar þeir leggja aftur hurð þá skella þeir henni undantekningarlaust með látum! Að öðru leyti eru þeir mjög elskulegt fólk. Ferðalag okkar innanlands hefur tekist frábærlega vel og ég held að Wittgenstein sé sama sinnis. Ég er leiður að því skuli vera lokið. Miðvikudagur 2Sti september, 1912 Fékk mér morgunverð kl. 9. Fór og versl- aði smávegis og páraði þvínæst í dagbókina. Kl. 11 kom leiðsögumaðurinn til að sækja koffortin sem við notuðum á ferðalaginu og heimta launin sín. Við gáfum honum tvö pund í þjórfé, hann á það fyllilega skilið því hann stóð sig með mikilli prýði og var auk þess mjög skemmtilegur ferðafélagi. Síðan skrifaði ég í dagbókina. Ég sótti einnig bréf á pósthúsið, eitt frá mömmu, skrifað á heimleið þeirra frá Falmouth, dagsett 7da sept. Ég vonast til að fá fleiri bréf á föstu- daginn kemur með næsta skipi frá Englandi. Seinna um daginn var Wittgenstein mikið niðri fyrir. Hann er búinn að magna svo upp andúðina á uppskafningnum sem við hittum í gær (jafnvel þó hann hafi aldrei talað við. hann) að hann harðneitar að sitja til borðs með honum í kvöld. Því pöntuðum við mat- inn klukkutíma á undan öðrum. Þetta er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt því maturinn er borinn fáránlega seint fram, morgunverður kl. 10, hádegisverður kl. 15 og kvöldverður kl. 20. Við fengum morgunmatinn á um- beðnum tíma en þeir gleymdu þessum sér- óskum í hádeginu. Við brugðum okkur því í bæinn til að fá okkur í svanginn en fundum ekkert. Að lokum maulaði Wittgenstein tekex uppi á herbergi. Ég fór í matsalinn. Kl. 16 fór ég í sömu ljósmyndavöruverslun- ina og ég skipti við síðast og framkallaði 30 áteknar filmur úr ferðalaginu. Allar vel heppnaðar nema ein sppla af sex sem klúðr- aðist vegna mistaka. Ég reyndi að bjarga henni en án árangurs. Eg vonast til að 3/4 af filmunum 30 verði skýrar. Fór aftur á hótelið kl. hálfsjö, eftir að hafa skilið film- urnar eftir til vinnslu, og hitti Wittgenstein sem enn var mjög argur út af klúðrinu með hádegismatinn. Fengum kvöldmatinn samt á réttum tíma og drukkum kampavín (mjög sætt!) sem hýrgaði hann til muna, og að lok- um bráði af honum. Að síðustu röltum við um bæinn. Fimmtudagur 26ti september, 1912 Eftir morgunmatinn fórum við og náðum í filmurnar. Snerum aftur á hótelið og flokk- uðum þær. Kl. 11 fórum við og létum taka frá káetur á Botníu á morgun. Leiðsögu- maðurinn kom kl. 12 og fór með okkur í Þjóðmenjasafnið sem geymir mikið ? LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998 13"

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.