Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNEVG LISTIR 18. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI JOHANN WOLFGANG VON GOETHE Uppreisn varð í Oxford árið 1909, nánar tiltekið í há- skólanum Ruskin College, sem bandarískir hugsjónamenn höfðu sett á laggirnar og átti skólinn einkum að vera fyrir syni verka- manna. A plaggi uppreisnarmanna sem þar er uppi á vegg má sjá nafnið Jónas Jónsson, og er það sá sami og átti síðar eftir að verða áhrifamikill stjórnmálamaður. Um veru Jónasar í Ruskin College og uppreisnina þar skrifar dótturdóttir Jónasar, (íerður Stein- þórsddttir, sem sjálf fór á staðinn. Einsaga er ný aðferðafræði i sögurannsóknum sem Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur, hefur verið að vinna með undanfarin miss- eri. Einsögunni hefur verið misjafniega tek- ið af íslenskum sagnfræðingum en hún er augljóslega hluti af þeirri miklu gerjun sem á sér nú stað í húmanískum vísindum hér á landi. I samtali við Þröst Helgason segist Sigurður Gylfi ekki hafa gengið eins langt og hægt er í beitingu þessarar aðferðafræði af ótta við að vera úthrópaður í faginu. Páll Pampichler Pálsson stendur á sjötugu í dag. Fáir hafa verið hon- um atkvæðameiri i íslensku tónlistarlífi eftir stríð en hann hefur staðið í eldlínunni með Sinfóníuhljómsveit íslands, Hljómsveit Is- lensku óperunnar, Karlakór Reykjavíkur og Barnalúðrasveitum Melaskóla, svo dæmi séu tekin. Hin síðari ár hafa trompetinn og tón- sprotinn vikið fyrir blýanti og nótnablokk. Orri Páll Ormarsson ræddi við Pál í tilefni sjötugsafmælisins. Kirkjulist Nýlega voru sett upp í Fella- og Hólakirkju listaverk eftir hjónin Sigríði Jóhannsdóttur og Leif Breiðfjörð. Það eru annars vegar stdrar myndir úr steindu gleri, altaristafla og mynd sem hengd er undir þakglugga og hins vegar skrúði kirkjunnar og í þriðja lagi gler- og speglamyndir í glugga sem myndar mjóan borða yfir kirkjuna. Lesbókin fylgdist með uppsetningu verkanna og tilurð þeirra. Wittgenstein á íslandi - síðari hluti ur dagbók Davids Pinsents, þar sem lýst er förinni frá Gull- fossi að Þjórsártúni og Tryggvaskála, en þaðan um Kotströnd og Hlíðarenda í Ölfusi út í Selvog, til Krýsuvíkur og loks til Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur. Forsíðumyndin: Forsíðumyndina tók Golli á æfingu Sinfóníuhljómsveitar Islands, þegar æft var nýtt verk eftir Pál Pampichler Pálsson, sem frumflutt var ó fimmtudagskvöld. FISKIAAADURINN GRÍMUR THOMSEN ÞÝDDI Gjáifrar í mari, sogar sund, sjómaður er á bát; kaldur á hönd og hýr í lund hefur á Öngíi gát; og sem h&nn kveður og keipar, þá klýfur sig aldan svöl, hefúr sig upp úr hafi blá hafkona vot og föL Hún gól \dð hann, og sætt hún söng: „Seiddu ekki, maður kær, börn mín úr mjúkri marar hröng með slægð í dauðans klær! Þvívissirðu, hve humrum er íhafsins djúpi rótt, þá færirðu þangað fús meðmér og fylltist nýjum þrótt. Sérðu ekki, hvernig sól og tungl svala þar höfðum æ, og hálfu bjartar brosa við í bláum lauguð sæ? Horfðu á tæra himins lind, íhafi er endurskín, og ásýndar þinnai' eigin mynd, allt bendir þér til sín." Gnauðaði mar og gjálfur skall, gjálpaði sjðr um keip, honum aflöngum hjartað svall og hugann leiðsla greip; en gýgjan söng og gól við hann og glapti honum lund; hálfdrð hún hann, hálfhné hann fram og hvarf á samri stund. Johann Woifgcmg von Gœthe, 1749-1832, var þýzkur rifhöfundur, vfeínda stjómmólamaður og eitt af höfuðskáldum þýzkra bókmennta. RABB MÍKIÐ hefur gengið á í samfélaginu undan- farnar vikur. Fjöl- miðlar hafa geisað yfir Landsbankamál- inu. f ríki þar sem nánast óþekkt er að stjórnmálamenn beri ábyrgð á störfum sínum er það óneitan- lega fréttnæmt að valdamenn á vegum stjórnmálaflokka séu knúnir til að segja af sér. í sjálfu sér er þetta hins vegar sára- einfalt mál og þarf ekki mikilla fréttaskýr- inga við. En það kitlar forvitni fólks þegar stórlaxar lenda í vanda og fjölmiðlamenn kynda undir meðan áhugi endist. Það al- varlega við þetta er að í miðjum látunum yfir Landsbankanum var til umfjöllunar á þjóðþingi íslendinga annað og mun alvar- íegra bankamál sem fékk ótrúlega litla at- hygli fjölmiðla. Hér er á ferðinni stórmál sem varðar brýna hagsmuni allra lands- manna. Lagafrumvarpið um gagnagrunna á heilbrigðissviði vekur margar erfiðar spurningar, meðal annars af lagalegum og siðferðilegum toga, sem krefjast bæði ná- kvæmrar skoðunar fræðimanna og al- mennrar umræðu í samfélaginu. Þetta mál átti að fá sérstaka flýtimeðferð á Alþingi nú á síðustu dögum þingsins. Gagnagrunnsmálið býr sem sé yfir öllu því sem kallar á vandaða og ítarlega fjöl- miðlaumræðu í lýðræðissamfélagi. En fjölmiðlarnir hafa brugðizt. Það er helzt að maður sjái hljóðnema réttan að ein- hverjum sem á að tjá „álit" sitt á málinu eða önnur viðhorfsviðbrögð af þvi tæi. Engin skipuleg tilraun virðist hafa verið gerð af hálfu fjölmiðla til að kafa ofan í Þ(V)INGRÆÐI OG • • • • ÞOGN FJOLMIÐLA þetta mál, greina þær mikilvægu spurn- ingar sem það vekur og ræða þær á upp- lýstan hátt. Raunar er slík málefnaleg blaðamennska fátíð í íslenzkum fjölmiðl- um. Þar með bregðast þeir frumskyldu sinni að upplýsa almenning um þjóðmál og að draga forsendur fyrir pólitískum ákvörðunum fram í dagsljósið. I því máli sem ég hef gert hér að umtalsefni var þetta sérstaklega brýnt. Málsmeðferðin var hreint út sagt með ólíkindum og á tímabili virtist stefna í alvarlega aðför að lýðræðinu. Til allrar hamingju var málið stöðvað í þinginu, en þeirri spurningu er ósvarað hvers vegna málatilbúnaðurinn var með þessum hætti. Það er verkefni fjölmiðla að leiða það í ljós. Víst komu fjölmiðlar að ómetanlegu gagni sem einn vettvangur þeirra fræðimanna og annarra sem kröfðust þjóðfélagsumræðu um mál- ið, en fjölmiðlum ber að hafa frumkvæði um gagnrýna umfjollun um svona mikil- væg þjóðmál. Og sé því svo varið að fjöl- miðlar hafi meiri áhuga á mönnum en málefnum, þá hefur verið ærið tilefni til þess að ræða menn í þessu tilviki. Fram- gangur forsætisráðherra í gagnabanka- málinu kemur mér mjög einkennilega fyr- ir sjónir. í fyrsta lagi var hann viðstaddur undirritun milljarðasamningsins í Periunni og var þeim samningi þó mest hampað af stjórnvöldum fyrir það að þar væri einkaframtakið á ferð. Raunar hefur forsætisráðherra áður verið viðstaddur slíkar athafnir, en það getur verið dýr- keyptara að treysta samninga við lyfjafyr- irtæki en að opna hamborgarastað. Enda var engu líkara en forsætisráðherra beitti sér fyrir því að málið fengi flýtimeðferð í þinginu. Haft var eftir honum í fjölmiðlum að milljarðar væru í húfi. Ekki minnist ég þess að hann nefndi einu orði mannrétt- indi þegnanna sem vinna á erfðaupplýs- ingarnar úr. Fólkið í landinu er þá orðið nánast eins og hver önnur auðlind, skipti- mynt í milljarðasamningum. Og þetta mál átti að knýja í gegnum þingið áður en tími gæfist til lýðræðislegrar umræðu í samfé- laginu. Er þetta ekki nægilega áhugavert verkefni fyrir fjölmiðla til að moða úr? Málflutningur margra stjórnmála- manna í gagnagrunnsmálinu birtir óvenjuskýrt ríkjandi siðferði stjórnmála. í heimspekilegri umræðu er það oft kennt við grófgerða nytjastefnu þar sem stjórn- valdsákvarðanir eru réttlættar með því einu að þær komi sér vel fyrir heildina. Þegar þessi hugsun tvinnast við þá hug- mynd að velferð heildarinnar sé mæld í efnahagslegum einingum, farsæld er lögð að jöfnu við hagsæld, þá verður skiljan- legt að aðrir hagsmunir þjóðarinnar verði léttvægir fundnir. Grófgerð nytjastefna er raunar siðferðilega óverjandi fyrir þá sök að henni er ekkert heilagt. Engin sann- færing, enginn málstaður er nægilega mikilvægur til þess að hann geti ekki orð- ið skiptimynt í hrossakaupum stjórnmál- anna. Flokkur forsætisráðherra hefur hingað til kennt sig við einstaklingsfrelsi og mannhelgi, en í frumvarpi til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði er þessum gildum kastað fyrir róða. Nú tel ég víst að ef á reyndi myndu langflestir íslendingar vera hlynntir því að heilsufarsupplýsingar um þá yrðu fluttar í umræddan gagnagrunn og nýttar til góðra verka. En það breytir því ekki að lögin eiga að tryggja frelsi einstaklinga til að ráðstafa þessum upplýsingum. Alltaf munu vera einhverjir sem kjósa að neita því að heilsufarsupplýsingar um þá fari í grunninn og það væri óverjandi innrás í mannhelgi þeirra að hunza þá ákvörðun. Hin grófgerða nytjastefna stjórnmálanna er hins vegar ávallt reiðubúin að fórna einstaklingum á altari hagsældarinnar. Það er í hennar anda að tala bara ábúðar- mikið um milljarða og mörghundruð störf þótt mannréttindi geti verið í húfi. Fjölmiðlar hafa gaman af Kára Stefáns- syni og hann er ötull talsmaður síns fyrir- tækis. Það er ofur skiljanlegt að forstjóri einkafyrirtækis fylgi fast eftir þeim mark- miðum sem það hefur sett sér. Hitt er óskiljanlegt að forsætisráðherra þjóðar- innar skuli ganga fram fyrir skjöldu til að vinna þeim hagsmunum brautargengi án þess að láta kanna í þaula hvaða áhrif það kynni að hafa á farsæld þjóðarinnar. Da- víð Oddsson er vinsæll og snjall stjórn- málamaður, en það er hættulegt lýðræð- inu ef leiðtoginn er hafinn yfir gagnrýni. Hver er skýringin á þögn fjölmiðla í þessu máli? VILHJÁIMUR ÁRNASON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 9. MAÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.