Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 12
TRYGGVASKÁLI og Ölfusárbrúin. Myndin er tekin skömmu eftir að þoir Wittgenstein og Pinsent voru þar á ferðinni. WITTGENSTEIN Á ÍSLANDl - SÍÐARI HLUTI HÁRÓMA ÍSLENDINGAR EFTIR HALLDÓR FRIÐRIK ÞORSTEINSSON I síðustu Lesbók var gripio niour í dagbók Davids Pin- sents, vinar heimspekings- ins Ludwigs Wittgensteins, sem var með honum í ís- landsförinni 1912. Hér halda beir félagar förinni áfram frá Gullfossi suour ÞJÓRSÁRTÚN hefur litið út eins og herragarður í samanburði við flesta sunnlenska bæi árið 1912. Þar var gistihús og þar gistu þeir Wittgenstein og Pinsent, „vel votir". Hreppg, ao Þjórsártúni og Tryggvaskála vio Ölfusár- brú, út Ölfus, en í stað þess ao fara beint yfir Hellisheiði, héldu þeir út í Selvog, til Krýsuvíkur og þaoan til Hafnarfjaroar. Fimmtudagur 19di september, 1912 Morgunverður kl. 9. Vorum ferðbúnir kl. 10.15. Við höfum ekki enn séð Geysi skvetta úr sér en getum ómögulega beðið lengur! Wittgenstein gaf ráðskonunni ríf- legt þjórfé þegar við fórum og hún kvaddi okkur alla á eftir með handabandi, inn- virðulega! Hér um slóðir er fólk alltaf að heilsast, leiðsögumaðurinn heilsar næstum því öllum sem verða á vegi hans! Það létti til um morguninn, þó var jörðin blaut og við þurftum að fara fetið að Gullfossi og náðum þangað kl. 12.30. Við stöldruðum í hálftíma. -Fossinn er stór og fallegur. Eftir að við yf- irgáfum Gullfoss miðaði okkur hraðar og við áðum á bóndabæ tii hádegisverðar. Fólkið á bænum hafði aðeins uppá kaffi og rúgbrauð að bjóða en við lögðum til niður- KRÝSUVÍKURBÆRINN í upphafi aldarinnar. Þar gistu þeir félagar og var þar „mjög þægileg aðstaða". Geysir 'N l) títöjr, WU 7 Ferð Wittgensteins um ísland 1912 xx ( soðið kjöt, diska, hnífa og gaffla og út- bjuggum huggulegasta málsverð undir ber- um himni. {Innsk. þýð. Þetta er sennilega bærinn Brattholt í Biskupstungum en þar bjuggu Tómas Tómasson og Margrét Þórð- ardóttir.} Við héldum ferð okkar áfram kl. 15. Landið sem við fórum yfir í dag er miklu grónara en við höfum átt að venjast. Kl. 17.15, eftir snarpa reið, komum við að bóndabænum Skipholti þar sem við ákyáð- um að hafa næturstað. {Innskot þýð.: Ábú- endur á Skipholti í Hrunamannahreppi voru Guðmundur Erlendsson og frú Þór- unn Stefánsdóttir.} Við fengum framúr- skarandi vistarverur, bærinn er sá stærsti sem ég hef séð í ferðinni til þessa. Borðuð- um kvöldmat korter fyrir sjö og ræddum svo um heimspeki og fleira til kl. 22 að ég háttaði. Norðurljósin sáust greinilega um kvöldið. Wittgenstein hefur verið tíðrætt um smáborgara, nafngift sem hann gefur öllu því fólki sem honum fellur ekki við. Eg hef á tilfinningunni að sumar af þeim skoð- unum sem ég hef látið í ljósi hafi orkað á hann sem örlítið smáborgaralegar, og það ruglar hann í ríminu því ég er ekki smá- borgari í hans augum. Eg held að honum sé ekki í nöp við mig. Hann sefar sjálfan sig með því að fullyrða að ég muni hugsa öðru- vísi með aldrinum. Bærinn sem við gistum á er dæmigerður íslenskur bóndabær. Það virðist sem bænd- urnir leggi sig fram um að taka á móti er- lendum ferðamönnum. Það er vanalega sér- inngangur fyrir okkur og eitt eða tvö her- bergi sem við höfum alveg útaf fyrir okkur. Þetta er ódýrt, venjulega 6 skildingar á mann, fyrir mat og gistingu. Að öðru leyti sýnist mér bændurnir lifa að mestu á sauð- fjárrækt. Þeir rækta ekki korn, aðeins hey og dálítið af grænmeti. Föstudagur 20ti september, 1912 Fram úr kl. 8. Morgunverður 9.30. Lögð- um upp kl. 11 og riðum hratt til kl. 14 er við komum að stórum bóndabæ niðri á flat- lendi, þar sem við fengum hádegisverð. Bóndinn hér hafði mjög menningarlegt yfir- bragð. Hann átti mikinn bókakost. {Innskot þýð.: Sennilega er hér átt við Birtingaholt í Hrunamannahreppi. Þar voru ábúendur 1892-1948 frú Móeiður Skúladóttir og Ágúst Helgason, fyrsti formaður Sláturfélags Suð- urlands og Kaupfélags Árnesinga}. Veðrið var gott þegar við lógðum í hann en um miðjan dag byrjaði að rigna og um kvöldið var komið slagviðri. Riðum frá kl. 15 til 19 eftir beinum vegi yfir mýrlendisflatneskjur og náðum að lokum gistihúsinu við Þjórsár- brú, vel votir. {Innskot þýð. Hér er átt við Þjórsártún í Ásahreppi. Ábúendur: Ólafur ísleifsson læknir og frú Guðríður Eiríks- dóttir.} Fengum herbergi, höfðum fata- skipti og borðuðum kvöldmat kl. 20.30. Fór- um í rúmið um tíu-leytið. Laugardagur 21sti september 1912 Fór á fætur á slaginu átta. Morgunmatur kl. 9.30. Riðum af stað rúmlega 11. Himinn- inn var þungbúinn en hann hékk þurr þótt hraustlega blési um morguninn. Við riðum meðfram veginum, góðum kerruvegi, til kl. 14 að við komum að Ólfusárbrú og þar borð- uðum við hádegisverð á vertshúsinu. {Innsk.þýð.Hér er um að ræða Tryggvaskála og vertinn var Þorfinnur Jónsson.} Það tók þá klukkustund að hafa matinn til en hann var góður þegar hann loks kom. Silungur. Við héldum áfram kl. 16 og riðum mjög greitt í um það bil klukku- stund að við komum að vertshúsi í um 50 km. fjarlægð frá Reykjavík þar sem við lét- um fyrirberast um nóttina. {Innskot þýð. Þetta er sennilega bærinn Kotströnd en þar bjuggu Einar Eyjólfsson og frú Rannveig Helgadóttir og ráku m.a. veitingaþjónustu} Að máltíð lokinni sýndu þau okkur herberg- in og eftir fataskipti skrifaði ég þessar lín- ur. Kvöldmatur hálfátta. Ég las Wuthering Heights, {Innskot þýð. Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronté} til kl. 22. Það var þungt í Wittgenstein allt kvöldið. Hann er mjög klaksár ef ég pirrast snöggvast yfir smá- munum eins og henti mig í kvöld, ég man ekki lengur hvers vegna. Það endaði með því að hann var þungbrýnn og þögull það sem eftir lifði kvölds. Hann þrábiður mig að vera ekki uppstökkur. Ég geri mitt besta og tel mig síður en svo hafa stokkið oft upp á nef mér í ferðinni. Sunnudagur llar septembcr, 1912 Það var hífandi rok og rigning í alla nótt. Borðuðum morgunverð kl. 9.30. Ákveðið að Ji% ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.