Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 10
+ KIRKJULIST EFTIR GISLA SIGURÐSSON Fyrir páska voru sett upp í Fella- og Hólakirkju verk úr stein- du gleri og samsvarandi kirkjuskrúði verður brátt tekinn í notkun. Hjónin Leifur Breiðfjörð og Sigríður Jóhannsdóttir eru sameiginlega höfundar þessarar nútímalegu kirkjulistar. FELLA- og Hólakirkja var vígð 27. marz, 1988. Þar sameinuðust tvær sóknir í Efra-Breiðholti um stóra kirkju, sem ekki er þó hægt að segja að láti mikið yfir sér með íbúðabyggð á þrjár hliðar, en bezt sést kirkjan frá óbyggða svæðinu vestan við Elliðaárnar. Ásamt með safhaðarheimili og skrifstofum er byggingin 106o fermetrar og í hæsta máta nútímaleg; minnir að utanverðu á ýmis tónlistarhús þar sem konsertsalur skagar uppúr. Klukkuturn- inn gefur þó augljósa vísbendingu um það hverskonar hús þetta er, en auk hans setur sérstakan svip á kirkjuna að grasi grónir jarð- vegsflaar ná upp að byggingunni og jarðtengja hana ef svo mætti segja. Að aflokinni samkeppni valdi dómnefnd til útfærslu tillögu arkitektanna Ingimundar Sveinssonar og Gylfa Guðjónssonar, en fyrsta skóflustungan var tekin í apríl 1982. Form kirkjunnar og lögun mótast m.a. af hugmynd- um höfundanna um samnýtingu kirkjuskips, safhaðarheimilis og kennslustofu sem notuð er við fermingarundirbúning. Með samnýtingu geta fjöl- mennar athafnir farið fram í kirkjunni, en innra skipu- lag er sveigjanlegt og hentar fjölbreyttu safnað- arstarfi. Þar er bæði hægt að tengja saman rými og afskerma með felliveggj- um. Kirkjuskipið rúmar um 250 manns, en um 400 manns geta verið við stærri athafnir þegar opn- að er inn í safnaðarsal. Að utanverðu eru stein- aðir, steyptir fletir. Dökk- ar steinflísar eru á gólfum kirkjuskipsins og sér- kennilegt að þær ná einnig rúma mannhæð upp á veggina. Veggir og loft eru klædd viði sem hefur dökknað, en milli tré- klæðningarinnar og stein- flísanna er mjó ræma; gluggi sem ef til vill hefur verið ætlað að létta á þeim þunga sem þessar klæðningar skapa óhjákvæmilega. Glugga- ræman hefur síðan verið nýtt á frumlegan og listrænan hátt fyrir steint gler. Metnaður forráðamanna Fella- og Hóla- kirkju stóð til þess að prýða þetta glæsilega hús með kirkjulistaverkum úr steindu gleri. Á því sviði ber Leifur Breiðfjörð höfuð og herðar yfir aðra íslenzka listamenn og er óhætt að segja að orðstír hans hefur borizt um alla heimsbyggðina. í þetta sinn var bæði leitað til Leifs og konu hans, Sigríðar Jóhannsdóttur textfllistakonu og þau hafasameiginlega unnið að hönnun listaverkanna. í ljós kom að ákjós- anleg skilyrði voru á tveimur stöðum í kirkj- unni fyrir hangandi verk úr steindu gleri. Þesskonar verk eftir Leif hafa landsmenn til dæmis séð í Leifsstöð og Borgarleikhúsinu. Þessi ákjósanlegu skilyrði í Fella- og Hóla- kirkju voru annarsvegar stór, þríhyrndur þak- gluggi yfir miðju kirkjuskipinu og hinsvegar breiður, heillegur flötur innst í kór, þar sem ofanbirta verður til þess að hangandi glerlista- verk nýtur sín afar vel. Bæði verkin eru eftir venjulegri skilgrein; inu abstrakt, þó ekki algerlega non-fígúratíf. í samræmi við form þakgluggans hefur verið unnið þrlhyrnt verk í bláum lit og hvítum, sem táknar sjö náðargáfur mannsandans. Þetta verk hangir niður úr loftinu undir glugganum. Verkið í kórnum má segja að sé altaristafl- an. Eins og vel sést af myndunum er þetta af- ar formfagurt verk og enda þótt höfundarnir telji það táknmynd krossfestingarinnar og ía að því með táknum eins og þyrnum og krossi, GLERLIST nærist á og lifnar við birtu og svo fagurlega getur sólin blandað sér í verkin í Fella- og Hólakirkju. er myndin margræð og má alveg eins lita á hana sem táknmynd fyrir upprisuna eða trú- arlega upphafningu. Hver kirkjugestur getur fundið sína lausn á því. I gluggaræmuna sem áður er nefnd voru unnin afar sérstæð verk. Þar snýr steint gler út, en fyrir innan eru sandblásnir speglar. Myndræn form sem sandblásin eru í speglana endurvarpa því innri birtu kirkjunnar þegar myrkur er úti. Þegar birtir skína hinsvegar lit- ir og form steinda gersins í gegnum sand- blásna spegilinn. Þetta tækifæri hefur verið notað fyrir ímyndir skriftar, en einnig einstök orð og tilvitnanir úr Biblíunni. SkrúSi i stíl við gleriislina Leifur Breiðfjörð hefur í mörg ár haft verk- stæði við Sigtún í Reykjavík, en hefur nú flutt sig um set í nýja, rúmgóða vinnustofu að Ný- býlavegi 28 í Kópavogi og Sigríður hefur sína vinnuaðstöðu einnig þar. Á veggjum vinnu- stofunnar má sjá vinnumyndir af glermyndun- um í Fella- og Hólakirkju og einnig frumgerð- ir þeirra hjóna af skrúða kirkjunnar. Þegar kemur að verklega þætt- inum við skrúðann er komið að yfirráðasvæði Sigríðar og hún fagnaði því mjög að hafa fengið þetta tækifæri til að standa að svo umfangs- miklu, sameiginlegu verki með Leifi. Að loknu vefh- aðarkennaraprófi frá MHÍ fór Sigríður til fram- haldsnáms í Osló og í Finnlandi, þar sem hún lærði m.a. damaskvefnað. Af frumdrögum að skrúða kirkjunnar má sjá að höfundarnir hafa tekið mið af formum og lit í gerlistaverkunum og má segja að þessi form haldi áfram í skrúðanum til þess að mynda fagra og listræna heild. Svipað hafa þau hjón áður gert í lítilli kapellu í kvennadeild Landsspítalans. Þau hafa farið þá leið að hanna svokallaðan yfirhökul, sem notaður er með öllum öðrum höklum, þ.e. undir höklum í litúrgísku litun- um. Til þess að hafa þá létta og þægilega er yfirhökullinn ofinn, en samt léttur, og undir- hökullinn er úr flaueli með ásaumuðu gull- og silfurefni. Hverjum hökli fylgja síðan tvær stólur, en stóla er borði sem lagður er yfir háls prestsins. Það eitt að útvega hin allra æskilegustu og vönduðustu efni hefur útheimt langan tíma og mikla leit og sú leit varð að fara fram úti í Evr- ópu og jafnvel austur í Asíu. í Singapore fannst til að mynda gullofinn dúkur frá Kína, svo þéttofinn að það er nánast eins og að snerta pappír. Af öðrum stranga sýnir Sigríð- ur mér silfurofinn dúk og þann þriðja, þar sem gull og silfur er ofið saman. Ekki nóg með það; einstök myndræn form á höklunum eru „app- líkeruð" eða ásaumuð og útlínur þeirra brydd- aðar með sérstökum snúrum, sumpart úr gylltum þráðum eða öðru efni, og þessar snúr- ur fundu þau í verksmiðju í Frakklandi sem um langan aldur hefur sérhæft sig í þessum iðnaði. Það lá við að Sigríður iðaði af sköpunargleði þegar hún sýndi mér þennan dýrmæta efnivið, enda sagðist hún vera eins og barn í sand- kassaleik með þetta verkefni í höndunum. Góðir hlutir gerast hægt og þetta verður ekki verk sem hún getur hrist framúr erminni, enda ekki hægt að nota til þess saumavélar. Ætlunin er að Sigríður fái þrjú ár til verksins, en fyrsta höklinum mun hún skila í september á þessu ári. SÉÐ INN eftir kirkjuskipinu í Fella- og Hólakirkju. Glerlistaverkin eru undir þríhymdum þakglugga, f kc VERK SIGRIÐAR OG LEIFS 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 9. MAÍ 1998 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.