Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 17
sagnfræðingarnir komist að þeirri niðurstöðu að hér hafi orðið gríðarleg umbylting í þessum efnum frá síðustu aldamótum. En þessar nið- urstöður eru villandi, allt að því blekking vegna þess að hér er aðeins fjallað um eina hlið þessara mála. Stofnanasagan gerir enga tilraun til að greina hvaða þýðingu þessi þróun hafði fyrir samspil barna, foreldra þeirra (fjöl- skyldunnar), skólans og hversdagslífsins. Nálgunin snýst um að skoða þróun stofnan- anna en ekki að kanna einstaklinginn and- spænis þessum stofnunum á hverjum tíma. Með því að nálgast þetta viðfangsefni út frá einstaklingnum fæst allt önnur saga, allt ann- að sjónarhorn. En þrátt fyrir að þennan þátt vanti í rannsókn hefðbundinnar sagnfræði læt- ur hún samt alltaf í það skína að rannsóknir hennar séu endanlegar; „Þetta vitum við," segir hún, „svona er þetta." Hinn hefðbundni sagnfræðingur lætur í það skína að hann hafi unnið með hlutlægar opinberar heimildir og engir huglægir óvissuþættir, eins og tilfinn- ingar einstaklinga, séu í spilinu. Hann lætur í það skína að niðurstaða rannsókna hans sé Sannleikurinn. Fyrir þrjátíu árum tóku menn að sjá ýmsa vankanta á þessari aðferðafræði. Menn sáu að þessar opinberu heimildir tækju í raun ekki til allra hópa samfélagsins, þannig væri til að mynda ekki hægt að fullyrða neitt um konur eða ákveðna minnihlutahópa út frá þeim vegna þess að þær næðu ekki til þeirra nema að mjög takmörkuðu leyti. Það var því farið að leita leiða til að taka þessa hópa inn í heildar- myndina og svarið var lýðfræðin, hin tölfræði- lega nálgun. Lýðfræðin var bylting á sínum tíma, sérstaklega í félagssögunni. Með tölvu- tækninni var hægt að fjalla um afmarkaða hópa af meiri nákvæmni en áður, hópa sem oftast höfðu verið útundan í umfjöllun sagn- fræðinga. Þó svo að þessi áherslubreyting hafi haft gríðarleg áhrif á sagnfræðina þá var vandi hennar sá að hún meðhóndlaði viðfangs- efni sitt, hvort sem það voru konur eða ein- hver hluti alþýðunnar, sem hóp. Einstakling- urinn var enn útundan. Þegar nánar er að gáð fetar lýðfræðin í sömu spor og hefðbundna sagnfræðin. Það er verið að nota opinberar heimildir, tölulegar upplýsingar og niðurstað- an er alltaf einhver meðalmaður, einhver sem er dæmigerður í hópnum sem er til rannsókn- ar. Þeir sem standa í jaðrinum á þessum hópi (frávikin) eru hins vegar útilokaðir. Og það er hér sem einsagan kemur til skjal- anna en hún tekur einmitt þessa einstaklinga í jaðrinum til umfjöllunar. Einsaga gerir raun- verulega einstaklinga, þá sem hafa skorið sig úr, að sérstöku viðfangsefni. Og hvers vegna er það gert? Jú, vegna þess að þetta er fólk sem hefur glímt við hinar opinberu stofnanir af einhverjum ástæðum, það hefur til dæmis framið morð og saga þess er því til skráð í dómsskjöl, það hefur látið reyna á þolrif stofn- ana samfélagsins öfugt við meðalmanninn sem er spegilmynd þeirra. Eða þá að þetta eru óvenjulegir menn eins og bræðurnir á Strönd- um, Halldór og Níels Jónssynir, sem ég rann- sakaði í bók minni Menntun, ást og sorg en þeir skráðu niður nánast allar hugsanir sínar og það sem þeir reyndu í daglegu lífi. Við vit- um fyrir víst að þeir voru til, að þeir voru raunverulegir einstaklingar gagnstætt við meðalmann lýðfræðinnar sem aðeins er til á teikniborði sagnfræðingsins." - Einsagan vill sem sagt koma upp að hlið hinum hefðbundnu sagnfræðirannsóknum, hún er ekki í andstöðu við stofnanasagnfræð- ina oglýðfræðina heldur viH vinna meðþeim? „Það má segja það," heldur Sigurður Gylfi áfram. „Útgangspunktur einsögurannsóknar- innar er sá að meðalmaðurinn er ekki til, hann er blekking og því þurfi að nálgast viðfangs- efnið á allt annan hátt. Það sem lýðfræðin fer á mis við eru átökin sem einstaklingarnir eiga stöðugt í við sjálfa sig og opinberar stofnanir. Einstaklingurinn fylgir vissulega ákveðnu samfélagslegu ferli en að baki því liggja marg- ar ákvarðanir, mikil togstreita innra með okk- ur. Það er mikill fengur af frásögnum og hug- leiðingum sem til eru varðveittar í ýmsum heimildum um þessa togstreitu; með þeim er hægt að sýna hvernig þjóðfélagið virkar fyrir einstaklinginn. Ef þessar heimildir eru ekki skoðaðar líka tel ég að menn sitji uppi með falska mynd af þjóðfélagsþróuninni." Afbygging og frósögn - En kallar einsagan ekki á önnur vinnu- brögð en þau sem hingað til hafa verið talin góð og gild í sagnfræðinni, huglægari vinnu- brögð, túlkunarfræði? „Jú, þetta hefur valdið nokkrum erfiðleikum við framgang einsögunnar hér á landi, menn hafa átt svolítið erfitt með að sætta sig við þessar eigindlegu heimildir og úrvinnsluna á þeim. Það sem einsagan reynir að gera er að endurgera þessar heimildir í frásögn. Það hef- ur verið gerður greinarmunur á rannsókninni og frásögninni í íslenskri sagnfræðiumræðu undanfarin misseri en einsagan reynir að sam- eina þessa tvo þætti. Sagt hefur verið að akademísk rannsókn sé leiðinleg í eðli sínu og því þurfi að reyna að gera hana skemmtilega með góðri frásögn. Menn líta hér á frásögnina sem nokkurs konar viðhengi, jólaskraut sem hengt er á rannsóknina. Ég held að þetta sé misskilningur; við þurfum að reyna að hefja okkur upp yfir þessa tvískiptingu og gera frá- sögnina að hluta af rannsókninni. Það er lykilatriði í einsögunni að sagnfræð- ingurinn ræðir við lesanda sinn, opinberar sig og segir: Ég á ekki möguleika á að þekkja sögu viðfangsefnis míns nema að mjög tak- mörkuðu leyti en það eru til ýmsar leiðir til að nálgast sannleikann um það. Sagnfræðingur- inn afbyggir síðan heimildina sína fyrir fram- an lesandann og endurgerir í frásögninni. Með þessu móti verður lesandinn hluti af rannsókn- inni, hann er engu leyndur því hann fylgist með því hvernig við vinnum úr heimildinni, hvernig við túlkum hana, um kosti hennar og galla. Þetta gerir sagnfræðina, að mínum dómi, bæði heiðarlegri og skemmtilegri. Hefð- bundna sagnfræðin segist hafa höndlað sann- leikann vegna þess að hún hefur skoðað hinar hlutlægu opinberu heimildir en menn átta sig ekki á því að þeir eru alltaf að túlka þessar heimildir, leggja skilning sinn í þær, huglæg túlkun er jafnvel með í spilinu þegar verið er að vinna með tölfræðilegar heimildir. Það er fölsun að leyna þessum huglæga þætti í fram- setningu á niðurstöðum eins og iðulega er gert af þeim sem sinna hagsögu og pólitískri sögu, svo einhver dæmi séu nefnd. Það sem verra er, menn verða af gullnu tækifæri til að skoða sóguna í nýju Ijósi með því að horfa framhjá huglægu eðli hverrar heimildar." Ólraustar heimildir? - En er hægt að fuUyrða eitthvað um lífið almennt fyrr á tímum út frá þessum persónu- legu heimildum? Eru bræðurnir á Ströndum ekki bara einhverjir furðufuglar sem ekki er hægt að taka of mikið mark á þegar álykta á almennt um samféiagslegt ástand hér á nítj- ándu öld? „Jú, þetta voru mjög óvenjulegir menn en það er einmitt kosturinn við þá. Hérna kemur í ljós munurinn á þeim sem stunda einsögu- rannsóknir og hinum sem stunda þjóðlegan fróðleik. Það þarf að setja þessa einstaklinga í ákveðið samhengi, það þarf að skoða þá í ljósi stofhana samfélagsins. Við erum hérna með ákveðna einstaklinga sem skrá niður hugsanir sínar og reynslu, það skiptir í raun engu máli hvað þeir segja, hvort þeir eru geggjaðir eða óvenju skarpir, vegna þess að þetta er reynsla þeirra af samfélaginu sem þeir búa í og við verðum að nýta heimildina sem slíka, sem skrásetningu á einstakri upplifun á tilteknu samfélagi og stofnunum þess. Hefðbundin stofnanasagnfræði er sannarlega nauðsynleg og lýðfræðin líka því við verðum að láta þessar frásagnir einstaklinganna kallast á við sögu stofnananna, rétt eins og allt annað í kringum þá. En vegna þessara áherslna einsögunnar á að tengja líf einstaklingsins við stærri heildir getum við hiklaust dregið víðtækar ályktanir um þróun samfélagsins, ályktanir sem margir gagnrýnendur einsögunnar eiga erfitt með að sætta sig við vegna þess að þær eru byggðar á vitnisburði fárra einstaklinga. Einsagan er því mjög þýðingarmikil nálgun á hvaða sagnfræði- lega viðfangsefni sem er. Einsagan er í raun aðferð til þess að ná utan um erfiðar heimildir, oft brotakenndar persónulegar heimildir eða aðrar heimildir sem tengjast einstaklingum á einhvern hátt. Af þessu sést að einsagan leggur höfuðá- herslu á að meðhóndla heimildirnar á sem ná- kvæmastan hátt, að afhjúpa sýnileg og ósýni- leg tengsl milli þeirra sem skráðu heimildina, þeirra sem heimildin getur um og samfélags- ins alls. Til merkis um vakninguna í kringum heim- ildirnar sem orðið hefur hér á íslandi er til dæmis verið að vinna í því að skrá allan þann fjölda dagbókarhandrita sem til er á Handrita- deild Landsbókasafns. Það er merkilegt að þetta skuli ekki hafa verið gert fyrr, en sum þessara handrita hafa legið þarna órannsökuð og í hálfgerðu reiðileysi í rúm hundrað ár. Nú er ég ekki að kasta rýrð á handritadeildar- menn nema síður sé, það hefur bara ekki verið neinn áhugi á því að skoða þetta. Þarna bíður óplægður akur í þessum fræðum, óskrifuð saga. Það sama má segja um bréfasöfnin sem liggja þarna og fleiri heimildir sem nýtast vel við einsögurannsóknir." Viðfangsefni - Þú hefur sjálfur fengist við að gefa út slík- ar heimildir. „Á síðasta ári tók ég saman dagbækur og annað efni sem varðveitt er í handritum eftir þá títtnefndu bræður af Ströndum, Halldór og Níels. Háskólaútgáfan gaf þetta út en ég fékk styrk til útgáfunnar, meðal annars frá menn- ingarsjóði. Ég lagði upp með þessa heimilda- ritaútgáfu í því skyni að úr yrði ritröð sem ég nefndi Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Eftir útkomu fyrstu bókarinnar fékk ég Kára Bjarnason, sérfræðing á Handritadeild, sem meðritstjóra og hugmyndin er að það komi út ein bók á ári í þessum flokki. Næst er það svo Ólafur Kárason eða dag- bækur Magnúsar Hj. Magnússonar. Þar ligg- ur alveg ðtrúlega skemmtilegt efni sem Hall- dór Kiljan Laxness nýtti sér í Heimsljósi. Við lestur dagbóka Magnúsar hef ég reyndar upp- götvað að áhugi minn á alþýðunni og kjörum hennar hlýtur að vera ættaður frá Heimsljósi en bókina las ég ungur að árum. Síðan ætla ég að skoða Sighvat Grímsson Borgfirðing sem er annar svona ofurfræði- maður úr alþýðustétt. Laxness steypir reynd- ar saman Sighvati Grímssyni og Þórði Þórðar- syni Grunnvíkingi sem var annar alþýðufræði- maður sem mikið kvað að á seinni hluta nítj- ándu aldar en hann var frændi Magnúsar Hj. Úr þessum tveimur mönnum bjó hann til hina eftirminnilegu sögupersónu Guðmund Gríms- son Grunnvíking í Heimsljósi. Ég áttaði mig á því þegar ég las Magnús hvað þessir karlar voru miklar stofnanir í sínu héraði, þeir voru prentsmiðjur fólksins, söfnuðu saman efni og sátu svo linnulaust við skriftir, þeir bókstaf- lega dældu út efni. Magnús svaf ekki nema tvo til þrjá tíma á sólarhring því hann varði öllum tíma sínum í párið. Fólk var sífellt að koma til hans og fá uppskriftir á rímum og sögum og öðru. Svo voru þessir menn að vinna að fræði- störfum lfka. Allir þessir karlar þekktust, Magnús, Sighvatur, Þórður og bræðurnir Halldór og Níels. Magnús kallar þessa vini sína skáldyrðinga og fræðimenn. Þegar hann heimsótti Sighvat þá sváfu þeir saman og héldust í hendur. Þeir voru svo allir í sam- bandi við Finn Jónsson, norrænufræðing í Kaupmannahöfn og Jón forna, þjóðskjalavörð. Þarna eru ýmis menningarsöguleg tengsl sem skemmtilegt er að skoða." Punklur eða flugnaskítur - Þú sagðir í byrjun spjalls okkar að þú teldir að það væri hægt að ganga lengra með einsóguna en þú gerðir í Menntun, ást og sorg. Geturðu aó* lokum sagt okkur hvað þú átt við með Iengra? „Það er hægt að ganga lengra með því að viðra þessi viðhorf til heimildanna sem ég var að tala um, að taka fullum fetum fram hvers virði einstaklingurinn getur verið fyrir sagn- fræðirannsóknir, í raun að ganga gegn öllu því sem mér hefur verið kennt í mínu sagnfræði- námi. Það er nauðsynlegt fyrir sagnfræði framtíðarinnar að hrista af sér hlekki hefð- bundinna aðferða og ganga lengra en gert hef- ur verið í túlkun heimilda, að lesa inn í heim- ildirnar nýja hugsun og nýja merkingu. Við eigum að láta af leit okkar að meðalmannin- um. í félagsvísindum er gerður greinarmunur á æskilegri hegðun og raunverulegri hegðun; lög eru sett en þeim er sannarlega ekki alltaf fylgt eins og við vitum. Það er á þessum mis- mun sem ég byggi mínar sagnfræðirannsókn- ir, á vissunni um að við högum okkur oft öðru- vísi en ætlað er, og höfum alltaf gert. Ég var hræddur við að ganga þvert á skoð- anir fólks í fræðunum sem segir: Við hlítum ákveðnum reglum, við notum heimildir okkar á ákveðinn hátt, það eru sumar heimildir ör- uggar og aðrar ekki, persónulegar heimildir - ja, þetta er bara einstaklingur sem er að viðra sínar skoðanir og hvers virði er það? Ég var smeykur við þessi viðbrögð, ég þorði ekki að ganga þvert á þessar skoðanir en ég geri það hiklaust nú því ég hef öðlast traustari aðferða- fræðilegan grunn og er sannfærður um þýð- ingu hans fyrir sagnfræðina." - Eiga þessar aðferðir, þessi nýju viðhorf erfitt uppdráttar innan íslensks fræðaheims? „Já og hluti af vandamálinu er hve menn hengja sig að ósekju í form rannsóknanna. Menn sitja stífir í aðferðunum (forminu) en innihaldið eða efnið skiptir engu máli. Þess vegna eyða margir fræðimenn starfsævinni í að ákveða hvort það sé punktur yfir i-inu eða flugnaskítur í handritinu sem þeir rannsaka. Það er ekki hægt að standa í svona vitleysu, menn verða að nota ímyndunaraflið við að rannsaka þær dýrmætu heimildir sem liggja í handritasöfnum." - Er íslenskur fræðaheimur kannski oflok- aður, er Háskólinn til dæmis lokaður fyrir nýj- um hugmyndum, hamlandi en ekki hvetjandi eins og hann é að vera? „Háskóli íslands er vígi, eða virki, sem oft virðist varið með kjafti og klóm. Ég held að allir ungir fræðimenn finni fyrir þessu og ef til vill er hér aðeins um eðli háskólastofnana að ræða. Nú er svo komið að sjálfstætt starfandi fræðimenn hafa tekið höndum saman og vinna um þessar mundir að stofnun akademíu sem er ætlað að vinna fyrst og fremst að þverfag- legri nálgun fræðimanna úr ólíkum greinum, að því að brjóta niður hefðbundna múra virkis- ins. Æskilegt væri að háskólinn næði að virkja þann kraft sem býr í hugviti ungra fræði- manna og vonandi tekst honum það í framtíð- RUNAR KRISTJÁNSSON DALURINN MINN Ég kom í dal sem kjarri fylltur var og kliður mikill hátt um loftið fór. Mér fannst svo gott að ganga um stíga þar oggeta hlýtt á stóran fuglakór. Svo settist ég á gráan, stakan stein og stundin leið við margra lækja hjal. Og allt var bjart því sól í suðri skein og síðan hefég elskaðþennan dál. EINAR BEN Meðan útsærinn þrumar og fákarnir frýsa og friðhelgar myndir í tíbránni rísa, frá stróndum til stálblárra fjalla. Og bragur er ortur og elskuð er vísa skal Einars minnst og hans kyndill lýsa á Fróni um framtíð alla. SÓLHEIMA UÓÐ Bjart er um vegi, dásemd að degi fæðist. Á láði og legi friðarins fegurð glæðist. Sólheimur sveita um silfurnet dýrðar þræðist, er landið andar með lífsins bórnum og lifandi myndum kiæðist. Raddir á sviði fullar affriði kalla. Allt er á iði, smálækir hendast um hjalla. Listaverk leita laðandi á hugsun alla, með hvíta svani syndandi á tjörnum og sól yfir tindum fjalla. VORHVÖT Bjart sé yfir, birta vors beri í hjörtu vilja þors. Lyndisfar hins létta spors landans ásýnd krýni, líf í ljósi sýni, Ijómi, geisli og skíni. Allt sé lífs að lögum sátt, leiti fram írétta átt. Vaxí að þroska, horfí hátt, hylli þjóðleg gildi, haldi hreinum skildi, hlýði visku og mildi. Land og vinir, land og rætur, land og blóð. Land og synir, land og dætur, land ogþjóð. Höfundurinn býr á Skagaströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.