Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 16
H- Sigurour Gylfi Magnússon, sagnfræðingur, hefur á undanförnum misserum lcynnt til sögunnar nýjg aðferoafræði í sögurann- sóknum hér á landi, ein- söguna. ÞRÖSTUR HELGASON bao Sigurð Gylfa ao skýra hvar ein- saqan stendur í heimi ís- lenLrsagnfræði,hveri- ar eru aðferoir hennar og marKmi kmið og_ >ar unair hann gggnrýni sem heyrst hefur á þessar hugmyndir. EINSAGAN (e. microhistory) er til- raun til að nálgast viðfangsefni sagnfræðinnar á nýjan hátt. I stað þess að einbeita sér að formlegum stofnunum samfélagsins og ein- staka mönnum sem taldir eru hafa haft mikil áhrif á framgang sög- unnar skoðar einsagan hvar ein- staklingurinn stóð í þessu stóra gangvirki. Einsagan hefur beint sjónum sínum að ein- staklingum sem ekki hafa átt upp á pallborð sagnfræðinga hingað til, alþýðumönnum og -konum sem skildu einhverra hluta vegna eftir sig heimildir um líf sitt og hugsanir. Sigurður Gylfi Magnússon, sagnfræðingur, er frumkvöðull að einsógurannsóknum hér á landi en einsagan á upptök sín á ítalíu fyrir um það bil tveimur áratugum. Óhætt er að segja að Sigurður Gylfi hafi hleypt lífi í íslenska sagnfræði. Hann hefur sjálfur verið mjög af- kastamikill undanfarin misseri við að kynna - einsöguna, jafnt í bókum sínum, Menntun, ást og sorg. Einsögurannsókn á íslensku sveita- samfélagi 19. og 20. aldar og Bræður af Ströndum. Dagbækur, ástarbréf, almenn bréf, sjálfsævisaga, minnisbækur og samtíningur frá 19. óld, sem komu báðar út í fyrra, sem og í tímaritsgreinum og námskeiðum sém hann hefur kennt í Háskóla íslands. Eftir eitt þess- ara námskeiða stofnaði hann umræðuhóp í samvinnu við Erlu Huldu Halldórsdóttur, for- stöðumann Kvennasögusafns íslands, um ein- sögurannsóknir ásamt nemendum sínum, hóp sem starfað hefur í tvö ár en ritið, Einsagan - Ólíkar leiðir. Átta ritgerðir og eitt myndlistar- verk, sem nýlega kom út hjá Háskólaútgáfunni undir ritstjórn Erlu Huldu og Sigurðar Gylfa er afrakstur þess starfs. Viðtökurnar hafa hins vegar verið misjafnar; . sumir hafa tekið þessum nýju straumum sem ferskum andblæ inn í sagnfræðina en aðrir hafa sagt að aðferðafræði einsögunnar sé ótraust, að lítið sé hægt að fullyrða um sögu- lega þróun á grundvelli persónulegra og brota- kenndra heimilda. Enn aðrir hafa svo sagt að engin nýmæli séu af einsögunni, slíkar rann- sóknir hafi menn löngum fengist við. Ljóst má vera að einsagan er hluti af hinum miklu hræringum sem eiga sér nú stað í húmanískum vísindum á íslandi og því þótti mér hnýsilegt að heyra Sigurð Gyífa segja nánar frá aðferðum og markmiðum einsögunn- ar um leið og hann svaraði þessari gagnrýni. Sá fyrir mér að ég yrði úthrópaður i faginu Sigurður Gylfi segir að kynni sín af einsög- unni hafi átt sér langan aðdraganda. Hann hafi í raun allan sinn fræðaferil verið að leita að að- ferð til að nálgast einstaklinginn í sögunni. „Eg hef alltaf haft áhuga á því að skoða hvernig einstaklingunum hefur reitt af í gegn- um söguna eða hvernig sagan lítur út frá sjón- arhóli einstaklinganna og alþýðunnar. Ég skrifaði B.A.-ritgerð frá Háskóla íslands um kreppuna miklu hérna fyrr á öldinni en sú rit- gerð var síðar gefin út á bók hjá Sagnfræði- stofnun undir heitinu Lífshættir í Reykjavík 1930-1940. I stað þess að leita eingöngu uppi einhverjar tölulegar heimildir um þetta tíma- bil, um afkomu fyrirtækja, stöðu ríkissjóðs og slíkt, þá kannaði ég hvernig fimm íslenskar fjölskyldur höfðu það á þessum tíma og beitti til þess viðtölum. Ég fór ósköp einfaldlega og tók viðtöl við fólk sem tilheyrði þessum fjöl- skyldum og skrifaði síðan um reykyískt fjöl- skyldulíf á krepputíma út frá þeim. Út úr þess- ari rannsókn kom alveg ný mynd af kreppuár- SIGURÐUR Gylfi Magnússon Morgunblaöið/Ásdís Ásgeirsdóttir EINSAGAN - ÓSKRIFUÐ SAGA unum, þetta voru nefnilega ekki eins slæm ár og hinar opinberu tölur gefa til kynna, í það minnsta ekki fyrir hinn venjulega borgara. Þetta voru alveg þokkalega góðir tímar, fólk svalt ekki, öfugt við þá ímynd sem við höfum af kreppunni, og kjörin voru bara þokkaleg, þeir sem áttu í erfiðleikum voru þeir sem höfðu ekkert húsnæði, það var auðvitað helvítis basl en yfirleitt hafði fólk það bara nokkuð gott á þeirra tíma mælikvarða. Þegar ég skrifaði þessa ritgerð hjá Birni Th. Björnssyni var ég, að segja má, í fræðilegu tómarúmi. Síðan fór ég út til Bandaríkjanna í skóla þar sem sagnfræðingar voru mjög töl- fræðilega sinnaðir og sögðust þess vegna loks- ins geta sýnt fram á að sagnfræðin væri raun- veruleg vísindi, þarna voru menn að drepast úr alvarlegum vísindakomplex. Sjálfur gleypti ég við þessum gorgeir þangað til ég tók að skrifa doktorsritgerðina þar sem ég notaðist við sjálfsævisögur. Ritgerðin er reyndar mjög í þessum vísindalega anda, í bandaríska félags- söguandanum sem er mótaður af megindlegri (tölfræðilegri) aðferðafræði, en ómeðvitað var ég í raun að vinna gegn þessari fræðilegu nálg- un því ég var að vinna með eigindlegar heim- ildir (frásagnarheimildir) eins og í B.A.-rit- gerðinni; ég var að fást við sjálfsævisögur og vildi nálgast einstaklinginn. Það var hins vegar ekki fyrr en ég var kom- inn hingað heim að ég kynntist einsögunni. Ég hafði verið að kenna námskeið við háskólann um sjálfsævisögur. Eftir að námskeiðinu lauk héldum við nemendurnir áfram að hittast ásamt nokkrum fræðimönnum úr ólíkum greinum og ræða vandann við að fást við per- sónulegar heimildir. Til að opna umræðurnar skrifaði ég nokkurs konar kynningu á efninu. Ég gerði þetta um nótt og eftir að hafa komið á blað almennum hugleiðingum um stöðu ein- staklingsins í sögunni fór ég að hugsa að það hlyti einhver annar að hafa fjallað um þetta efni, hvernig maður rannsakar þátt einstak- lingsins í þróun og mótun samfélaga. Ég leit upp í hillu hjá mér og þar stóðu þá nokkrar bækur um einsöguna sem ég hafði keypt í Bandaríkjunum rétt áður en ég fluttist aftur heim. Þegar ég fór að glugga í þessi rit þá kviknaði ljós, þarna kom aðferðafræðin sem ég hafði verið að leita að upp í hendurnar á mér, aðferðin til þess að glíma við einstaklinginn sem ég hafði verið að reyna að nálgast svo lengi. Kynningin sem ég skrifaði þessa nótt varð síðar stofmnn að innganginum að bók minni Menntun, ást og sorg. Og raunar skrif- aði ég þá bók um leið og ég var að kynnast þessari aðferðafræði. Hér á landi hafði enginn notað þessar aðferðir áður. Sem einsögurann- sókn er bókin frumraun og fyrir vikið svolítið frumstæð. Ég held að það sé hægt að ganga miklu lengra en ég gerði, ég bara þorði það ekki, ég viðurkenni það fúslega því að ég óttað- ist að ég yrði úthrópaður í faginu." Hefðbundin sagnfræði - iýðfræði - einsaga - Hvernig skynjar þú stöðu þína og einsög- unnar í íslenskri sagnfræði? Ertu í uppreisn gegn hefðbundinni sagnfræði? „Til þess að svara þessu þarf ég að skýra aðeins hvað hefðbundin sagnfræði hefur verið að gera í gegnum tíðina og hvar einsagan kemur inn í þá mynd. Hefðbundnir sagnfræðingar glíma mest við formlegar stofnanir samfélagsins. Stofnana- sagan byggist fyrst og fremst á því að það eru til nægar heimildir um viðfangsefnið sem eru til dæmis fjölskyldan, menntakerfið og póli- tískar hreyfingar. Rannsókn hins hefðbundna sagnfræðings hefst iðulega á spurningu og svo er leitað af sér allan grun, allar tiltækar heim- ildir eru kannaðar. Niðurstöðurnar eru svo kynntar með þeim hætti að lesandinn fái það á tilfinninguna að sagnfræðingurinn viti ná- kvæmlega hvað hann er að gera, að hann hafi svarað spurningunni sem lagt var upp með, sama hversu stór hún var. Leyfðu mér að taka dæmi um þetta. I áður- nefndri bók minni Menntun, ást og sorg, fjalla ég meðal annars um menntun, eins og titillinn gefur til kynna. Eg byrja á því að feta hefð- bundna slóð og fjalla um hina formlegu hlið menntunarinnar eins og hún birtist í lögum og reglum um þennan málaflokk og í almennri umræðu, aðallega menntaðra karlmanna um hann. Næsta skref er að kanna hvað aðrir sagnfræðingar hafa gert og þeir hafa nær ein- göngu fjallað um stofnanaþáttinn sem áður var nefndur en að auki koma til tals hinir „miklu" éinstaklingar sem hafa komið að skólasögunni og skólastofnanirnar sjálfar, þróun þeirra og framganga. Iðulega hafa 16 LESBÓK MORGUNBLADSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAM998 • .

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.