Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 8
Þjódmálqþqnlcqr HVAÐ Á EKKI AÐ KLÓNA? UNDANFARNA mánuði hafa menn í fyrsta sinn í sögunni þurft að standa frammi fyrir spurningu sem vísindaskáldsöguhöfundar settu fram á sínum tíma: Er leyfilegt að klóna menn? Það sem er átt við er hvort taka megi erfða; efni eins manns og búa til annan alveg eins. I raun er ekkert sem mælir móti því að menn jafnvel setji saman erfðaefni til að búa til mann sem uppfyllir þau skilyrði sem við setjum. Þannig mætti endurnýja efnilega stjórnmála- menn áður en þeir hverfa á braut. Eiginkona gæti fengið yngri og uppfærða útgáfu af bónda sínum sem væri minni um mittið og jafnvel stærri annars staðar. Hægt væri að verða sér úti um börn eftir pöntun og væntingum. Og for- setar íraks og Bandaríkjanna gætu þá barist með slíkum herjum sem væru þá ekki með ræt- ur í samfélaginu og okkur varðaði því ekkert um hve margir féllu, því þetta væru hvort eð er bara verur af rannsóknarstofu en ekki ástar- börn úr móðurkviði. Og þetta finnst óllum aga- legt. En í raun er þetta þróunin á svo mörgum sviðum. Pyrir nokkrum árum fógnuðum við þegar Mógilsármenn gátu ræktað draumabirki úr kími trjáa sem spruttu, ef ég man rétt, í Morsárdal og voru þeim eiginleika gædd - ein íslenskra birkitrjáa - að vera sæmilega bein. Þá er það ekki spurning að mörg undanfarin ár hafa menn ekki mátt markaðssetja vöru öðru- vísí en að eíga það á hættu að svipuð eða eins vara birtist frá öðrum framleiðanda. Gott dæmi um það eru tölvur, en t.d. er mikið talað um tölvuklóna þessa dagana og erfitt að sjá að þeir séu minna eftirsóttir eða lakari en upprunalega gerðin. Og eftir þessu sækjumst við. Við fórum á net- ið og saekjum okkur forrit og gögn fyrir ekki neitt í stað þess að kaupa þau, oftar en ekki lak- ari gerðir eða eftirhermur hins upprunalega. Framleiðendur ódýrari bíltegunda reyna að hanna bfla sína þannig að þeir líti fallega út þó svo menn uppgötvi fljótt að það er munur á bíl sem kostar innan við milljón og bíl sem kostar nokkrar. I stað þess að kaupa merkjavöru í dýrum búðum förum við í stórmarkaði og kaupum eitt- hvað sem lQdst merkjavörunni og plötufram- leiðendur reyna að þeyta út tónlistarefni í ódýr- um útgáfum með óþekktum tónlistarmönnum sem taka upp við lakari skilyrði. Oft segist fólk ekki heyra muninn en oftast er það vegna þess að það gefur sér ekki tíma til að bera saman. En er nógu gott nógu gott? Það var það ekki þegar ég var ungur. Þannig hlusta margir á lélega framsetta tón- list í lélegum tækjum og leyfa sér ekki þann munað að versla sjaldnar og njóta þess betur sem þeir fá. Þá er ástandið orðið þannig að við, á Vesturlöndum a.m.k., horfum á sama sjón- varpsefnið eða svipað, hlustum á sama útvarps- efnið eða svipað, kaupum í mjög áþekkum verslunum sömu vörumerkin og borðum meðal annars sambærilegan mat á veitingahúsum sem heita það sama í mörgum löndum. Miðborgir Evrópu eru uppfullar af sömu verslunarkeðjun- um. Það er margt ærið líkt með stórborgum og Reykjavík. Meira að segja loftmengunin og há- vaðinn. Og nýjungagjarnir íslendingar vilja hafa það svona og fórna í staðinn sérkennum sínum - sem eru sosum misjafnlega eftirsóknarverð. Eg ætla strax að taka það fram að ég fellst á afar margt í þessari þróun. Munurinn er kannski sá að ég viðurkenni að það verður ekki bæði sleppt og haldið. í upphafi skyldi endinn skoða segir einhvers staðar og það er málið. Þegar við tókum fyrstu skrefin í þessum dansi hefðum við átt að reyna að sjá hvert þróunin stefndi. Hverju ætlum við að sleppa? Við viljum nýjungarnar og kaupum okkur nýjar þarfir en gleymum að forgangs- raða því hvernig við ætluðum að taka á móti. Og nú stendur heimurinn frammi fyrir því að annaðhvort verður þróunin að halda áfram eða við verðum að bakka og fórna einhverju af lúx- usnum. Staðreyndin er sú að við getum illa hörfað. Það var m.a. reynsla þeirra sem reyndu að stilla klukkuna aftur á bak á öldum fyrr t.d. þegar lýðræðishugmyndir höfðu skotið rótum í Frakklandi og úr var orðin bylting. Núna verðum við að búa í samhæfðum heimi og reyna að tryggja að umhverfisvandamálin drepi okkur ekki. Það hvort menn verði klónað- ir er flókin siðferðisspurning en þær eru fleiri og flóknari sem heimurinn stendur frammi fyl*- ir núna. Nægir að nefna hvaða skuldbindingar Vesturiönd hafa gagnvart iöndum sem voru knúin til að taka þátt í köldu stríði með kjarn- orkuvopnum sem þau geta ekki falið eða passað lengur. Það er vandamál. MAGNÚS ÞORKELSSON LAUGARVATN og Laugarvatnsfjall í baksýn. Ljósbrúnt sár er í hlíð fjallsins þar sem skriðan féll. ÞEGAR FJALLID HRUNDI EFTIR ÞÓRÐ KRISTLEIFSSQN Uppi á efstu brún Laugarvatnsfjalls, á móts við og inn- an við innstu hús staoarins, hóf sig til flugs skrioa, fyrst eigi ýkjg breio um sig, en þandi sí og æ út vængi síng eftir bví sem neðar dró í hlíðina. Svo ríkt er mér í huga það, sem bar til tíðinda hér að Laugarvatni sl. laugardagskvöld (26. maí), að mér til hugarfróunar ætla ég að drepa á dyr þínar og rabba við þig stundar- korn. Veðri að Laugarvatni var þannig háttað dag þennan, að það var logn, blindþoka og ýringsregn framan af degi, sem færðist sí og æ í aukana, er á daginn leið. Eigi er það óalgengt í skúraveðri, að hérna í nánd við Laugardalsfjöllin séu skúrir -, hellidembur -, oft og einatt mjög staðbundnar, hrynja niður á örlitlum bletti, þótt í námunda við þær sé unnt að binda þurraband og hafa alla sína hentisemi við þurrhey. Þokunni létti um kvöldið þannig að greinilega sást upp eftir hlíð- um fjallsins. - Geta má sér þess til, að á laugar- dagskvöldið hafi gjört skýfall þar uppi í fjalls- hlíðinni. Eitt er fullvíst náttúru hamfarirnar létu eigi á sér standa. - Klukkan 9.25mínúturheyrö- ust dunur í lofti, svo að miklum mun meira gekk á en í Heklugosinu 1947. Eigi fór lengi dult, hvað hér var á seiði: Fjallið var að hrynja. - Al- veg uppi á efstu brún Laugarvatnsfjalls, á móts við og innan við innstu hús staðarins, hóf sig til flugs skriða, fyrst eigi ýkja breið um sig, en þandi sí og æ út vængi sína, eftir því sem neðar dró í hlíðina. Sópaði hún með sér stórgrýti, jarð- vegi öllum, þar sem hún lagði leið sína, og grððri. Þar sem yndislegur gróður blasti áður við auga, mæna nú vatni og grjóti núnar klappir, sem minna helzt'á bergrisahami. Þar sem skrið- an átti upptök sín, er þverhníptur stallur 50-60 cm hár, rétt eins og stungið hefði verið fyrir með skóflu. - Þessi býsn, sem þarna ruddust niður á skemmri tímá en tveim mínútum, ultu fram í fimm meginstraumum. Réðu giljaskorn- ingarnir uppi í hlíðinni mestu um það, hvernig óhroðinn dreifðist. Dýpsta gilið var t.d. andar- tak fullt á barma, síðan spjó það fram úr sér með leiftur hraða þessum ófógnuði. - Við hefð- um sennilega hrækt út úr okkur líka, hefðum við fengið slíkt góðgæti í munninn. - Sú kvíslin, er vestast lagði leið sína, stefndi beint á íbúðar- hús dr. Haralds Matthíassonar. - En þar hlífði hulinn verndarkraftur líkt og hðlmanum forðum daga í héraði þínu. En aðeins voru tuttugu og fimm m. heim að húsinu, þar sem ófreskjan nam staðar. - Dembdi sér þar yfir þjóðveginn og víð- ast hvar á 320 metra löngum kafla, en það má telja breidd skriðunnar hið neðra, þótt sumstað- ar reki hún út bumbuna, eftir að mesti brattinn er að baki, og skrifar þar ævisögu sína, heldur stórkarlalegu Ietri og eigi skemmtilegu aflestr- ar. - Eins og fyrr er að vikið, svipti skriðan með sér öllum gróðri á leið sinni. En inni á milli hinna auðu og ömurlegu klappa, sem skrum- skæla sig framan í okkur, eru smá gróður vinj- ar, óasar í eyðimörkinni. Gyltulág, einn allra un- aðslegasti staður í skóginum, var gjörsamlega færð í kaf af skriðufallinu. - Hið gróskumikla blágresi, sem þar óx sumar hvert, gleður eigi framar augað. - EkM syngja þar heldur framar þrestir á greinum næstu áratugina. - Ekki verð- ur þar heldur eins og hjá Fröding: „... hvíslað og hvískrað/ hlegið og beðið og ískrað og pískrað í hálfgagnsæju húmi. Þar leggur ekki heldur dá- samlegan birkiilm að vitum okkar. - Þú spyrð vafalaust: hversu stórt er svæðið, sem hamfar- irnar lögðu undir sig? - Enginn mun enn geta svarað þessu með vissu. - Svo sem fyrr er að vikið, er breiddin að neðan 320 metrar, það hef ég mælt. Þaðan munu fullir 400 metrar að upp- tökum skriðunnar. - En þar sem hún er mun mjórri efst í fjallinu, verður útkoman eigi rétt með því að margfalda 320 sinnum 400. En hvað sem þessum vangaveltum líður, þá eru skemmd- irnar alveg ofboðslegar. Það þarf vissulega eigi að geta þess, að skógargirðingin ýmist hvarf undir skriðuna á þessu svæði ellegar sviptist burt. - Skriðan teygði sig lengst niður á við að barnaskólanum, sem er í smíðum og stendur neðst á „tjaldagrundinni", austan til við íbúðar- hús Bergsteins Kristjðnssonar kennara. - Er grundin að mestu í kafi af moldareðju og stór- grýti. Skólanum gjörði hún þó ekkert mein. - Eftir að skriðan hafði tekið sér náttból, beljuðu fram lækir í stríðum straumum úr öllum skorn- ingum fjallsins á þessum slóðum. - Bendir það til þess að úrkoman þar efra hafi verið óhemju mikil. - Sá vatnsflaumur fékk útrás niður í vatn- svikið (víkina), þar sem eru hólmar svanahjóna og himbrima. - M.a. sökum þessa flóðs óx þarna svo mjög í vatninu, að himbriminn missti börnin, sem hann átti þarna í vonum. - En svanirnar höfðfu ekki enn gjört sér hreiður. Þau svöðusár, sem skriðan olli, verða aldrei grædd að fullu. En það verður sennilega þegar á þessu vori hafizt handa um að slétta neðstu beðjurnar og reynt að græða þær upp. - En við, sem höfum áratugi horft á þessar þróttmiklu jurtir, sem ár eftir ár hafa fikað sig hærra og hærra upp eftir brattanum, kveðjum þær nú hinstu kveðju, sem hollvini. - Þær hafa kennt okkur að lyfta höfðinu hærra en ella, kallað á okkur upp í hjallana, veitt okkur ilm sinn, sterkan og safa mikinn, og aukið starfsgleði okkar líkt og morgunsólin, sem hefur veitt þeim Ijós, líf og næringu um aldaraðir. Laugarvatn í maí 1962. Höfundurinn lézt 1996 á 105 aldursári og þó allra karla elztur á íslandi. Hann var lengi sönglistarfröm- uSur og kennari á Laugarvatni. Greinina skrifaði hann í maí 1962 í sendibréfsformi til Guðmundar Daníelssonar rithöfundar. ASTA BIRNA KARLSDÓTTIR ÞULA Afstaðþær héldu langa leið litu fagra Herðubreið, hlýddu á ljúfan lindanið, lengi stóðu ekki við. Kíktu inn í kofa þann, sem kenndur er við fjallamann köld hefur þess verið vist, sem víðáttuna hefurgist. Áfram héldu um auðn og sand óbyggðir þessa fagra lands. Draugalegt er Drekagil dvelja lengur þar ég vil en tíminn frá mér ílýgur hratt, framundan er hrjóstugt, bratt. Að Öskjugígum áfram fer ufið hraunið þykir mér, að Öskjuvatni áfram þó ösla megum krapa og snjó. Líparítsins ljósu fjöll langt er síðan byggðu tröll. Öskjuvíti er vítt og bratt, í vist þar engum mundi glatt. Gnæfa hátt við himin fjöll, hylur tinda þeirra mjöti. Kverkfjöti þar við Kringtisá og Hvannalind ég ekki sá en veit nú hvernig liggur land og legg á þennan eyðisand. Afram hér um urð og grjót ökum við nú sólu mót þar sem ljót og lítil brú liggur yfir Kreppu nú, sem að áfram æðir hér ógnvekjandi hún þykir mér. Eg er á hlið við Herðubreið hrikaleg er þessi leið, skaparans máttur mikill er, merki sjást þess víða hér. En Krepputungur kveðja skal við komum brátt í Möðrudal. Höfundurinn er gjaldkeri ó póstgíró. EINARJ. EINARSSON FROST- MORGUNN Úti fyrir gráiandi glugganum gnauðar vindurinn. Krómgult götuljósið sindrar sem gervitungl í forgrunni stálkaldrar víðáttunnar. Lygn, líkt og heiðartjörn á sumar morgni liggur volgur pollur í gluggakistunni. Hvenær verður það sólin sem vekur mig? í LESBÓKINNI 28. marz sl. er grein eft- ir Pétur H. Armannsson arkitekt. I grein- inni er sagt frá því að reistur hafi verið sýningarskáli í júnímánuði 1930 til að hýsa opinbera listsýningu í tilefni af Al- þingishátíðinni. (Um þá sýningu má lesa í bók Björns Th Björnssonar í bókinni ís- lensk myndlist á 19. og 20 öld II. bindi, bls 12 -14.) Þessi skáli var fjarlægður í ágúst á sama ári. Það sem mig langaði einkum til að koma á framfæri til fróðleiks og til gamans er að þetta hús var endurreist þá um veturinn og stendur enn. Það voru skólapiltar á Laugarvatni sem það gerðu undir stjórn Samúels Jónssonar. Húsið var fyrsta íþróttahúsið á Laugarvatni og síðar smíðastofa. Það stendur við bakka Laugarvatns og er hluti þess notaður fyr- ir búningsaðstöðu og sturtur við gamla gufubaðið. Sjá nánar viðtal við Þóri Þor- geirsson í Morgunblaðinu 20. október 1996, bls 31 B. ALDA SIGURÐARDÓTTIR, Selfossi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 9. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.