Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 14
af áhugaverðum fornmenjum. (Innsk. þýð. Þjóðminjasafnið var þá í Safnahúsinu við Hverfisgötu.) Mættum í hádegisverð kl. 14.30. Fyrr um morguninn hittum við hr. L. H. Muller, (sem við kynntumst um borð í Sterl- ing), á förnum vegi og hann bauð okkur heim til sín í kvöldkaffi kl. 21. Vingjarnlegt ^af honum ... Versluðum aðeins um eftir- miðdaginn. Borðuðum kvöldverð kl. 19. I dag er afmælisdagur Danakonungs og af því tilefni var opinber veisla á hótelinu. {Innskot þýð. Þetta var 100 manna samsæti sem borgarstjórinn í Reykjavík gekkst fyrir í tilefni afmælis Kristjáns konungs X.} Þar voru margir erlendir konsúlar í sínu fínasta pússi, fiestir í glitrandi einkennisbúningum. Þeir urðu hressilega hífaðir áður en yfir lauk. Kl. 21 heimsóttum við hr. Muller. Frú Miiller var einnig heima. Við vorum til tæp- lega ellefu og áttum mjög ánægjulega kvöldstund. Hr. Muller er mjög skemmti- jlegur maður. {Innskot þýð. L.H. Muller og frú Marie bjuggu á Stýrimannastíg 15.} Föstudagur 27tli september 1912 Eftir morgunmatinn fór ég á pósthúsið og náði í tvö bréf frá mömmu. Gekk síðan ^með Wittgenstein áleiðis í Þvottalaugarnar í Reykjavík, en leiðir skildu fljótt, Wittgen- stein hélt áfram inn í Laugar en ég nam staðar, las bréfin og sneri síðan aftur á hót- elið. Botnía er stærra skip en Sterling og mun þægilegra. Það eru um 30 farþegar á fyrsta farrými, helmingur þeirra Bretar og á meðal íslendinganna er forsætisráðherr- ann. {Innskot þýð. Hannes Hafstein var á leið til Kaupmannahafnar í embættiserind- um.} Eins og fyrr höfum við Wittgenstein tvær káetur hvor fyrir sig. Sunnudagur 29di september, 1912 Fór á fætur hálfátta og borðaði morgun- verð. Wittgenstein vaknaði en lá í koju sinni mestallan morguninn. Gerði sitt lítið af hverju fram að hádegismat kl. 11. Um eitt- leytið komum við til Seyðisfjarðar en lögð- umst ekki að hafnarbakkanum fyrr en kl. 14.15. Seyðisfjörður er dásamlegur staður, fjörðurinn er girtur þverhníptum fjöllum. Við Wittgenstein fórum í land, spókuðum okkur um og ég tók nokkrar myndir. Kom- um til baka kl. 17. Kvöldmatur kl. hálfsex. Síðan breytti ég káetu minni í myrkraher- bergi og framkallaði nokkrar myndir, mjög vel heppnaðar. Kl. 9 var borið fram te í veit- ingasalnum. Kl. tíu fórum við Wittgenstein aftur í land og röltum um bæinn. Norður- ljósin sáust greinilega. Við spjölluðum mest um rökfræði og aðallega um nýjar rann- sóknir sem Wittgenstein hefur verið að gera. Ég held að hann sé að gera merkileg- ar uppgötvanir. Komum um borð kl.23 og fórum að sofa. Einhvern tímann árla nætur hefur skipið haldið út á haf en ég var í fasta- svefni. Laugardagur 5ti október, 1912 ^j ___Og þar með endar dýrlegasta sumar- frí sem ég hef nokkurn tímann átt. Landið var alveg nýr heimur, engar peningaá- hyggjur, spennan og allt saman, allt gerði þetta ferðalagið að einni yndislegustu reynslu lífs míns. Þetta skilur eftir allt að því rómantíska dulúð í huga mér, því mesta rómantíkin felst í framandi upplifunum og framandi umhverfi, hverskyns upplifunum, svo fremi sem þær séu framandi. Eg get að- eins borið þessar tilfinningar mínar saman við þær sem ég hafði eftir að hafa dvalist í þrjá mánuði í Lausanne. Föstudagur 25ti október, 1912 Wittgenstein hringdi. Hann útskýrði fyr- ir mér nýja lausn á vandamáli sem olli hon- 'um miklum heilabrotum á íslandi og sem hann hafði þá fundið lausn á til bráðabirgða. Nýjasta atrenna hans er gjörólík og ígrund- aðri, og ef hún heldur verður hún byltingar- kennt skref í táknmálsrökræði. Hann segir að Russell fallist á lausnina en óttist að eng- inn skilji hana. Eg held hinsvegar að ég skilji hana! Ef lausnin dugar, þá verður hann fyrstur til að leysa það sem reyndist Russell og Frege ofviða í mörg ár. Lausnin er snilldarlega útfærð hjá honum. Greinarhöfundur vill sérstaklega þakka Páli Lýðssyni sagnfræðingi í Litlu-Sandvík fyrir dyggilega aðstoð. Höfundur er cand.oecon og BA í heimspeki og starfar hjá Kaupþingi hf. SAUÐANESKIRKJA sem byggð var árið 1889 í tíð séra Vigfúsar Sigurðssonar. Hægra megin við hana er leiði séra Arnljóts Ólafssonar, frú Hólmfríðar Þorsteinsdóttur og dótíur þeirra hjóna. Amljótur var eftirmaður séra Vigfúsar á Sauðanesi. Hann var jarðaður þarna að eigin ósk. Ljósm.: Guðrún Þorsteinsdóttir. PREDIKUNARSTÓLLINN í Sauðaneskirkju. Stól þennan gaf kirkjunni séra Árni Skaptason árið 1765. Ljósm.: Guðrún Þorsteinsdóttir. SAUDANES OG BRAUT- RYÐJANDINN SÉRA VIGFÚS EFTIR FRIDRIK G. OLGEIRSSON Það kann að koma á óvart en á Islandi var lang- mestur uppgangur á norðausturhorninu á fyrri hluta síðustu aldar. Einn helzti framfaramaður þar var þá séra VIGFUS SIGURÐSSON á Sauðanesi í Norður- Þingeyjarsýslu. Hann var svo stórhuga að hann lét byggjg íbúðarhús úr tilhöggnum steini, sömuleiðis ________nýjg kirkju, vatnsmyllu og þilskip.________ HVERGI á Islandi fjölgaði fólki jafnmikið á árunum 1801 til 1860 og í Norður- Þingeyjarsýslu og Norður- Múlasýslu. Fjölgunin þar nam 5.900 manns eða um 140%. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum um 30%. Langnesingum fjölgaði um 169%. Sýslurnar tvær voru meðal allra strjálbýlustu héraða landsins og þar var stærsta vannýtta gróð- urlendi þess. Fjöldi nýbýla byggðist upp inn til dala og upp til heiða og í gamalgrónum sveitum þéttist byggðin mikið. Þetta var í fyrsta sinn sem norðausturhorn íslands varð þungamiðja efnahagsþróunar i landinu. Sauðfé hafði fjölgað meira en nautgripum eftir Stórubólu í upphafi 18. aldar og því var þetta landsvæði sérlega vænlegt til byggðar framan af 19. öld þegar saman fór vaxandi mannfjöldi og hagstætt veðurfar. Á Langa- nesi var varla hægt að tala um ónumin heiðalönd en áðurnefnd fólksfjölgun á nes- inu var möguleg vegna þess að byggðar voru hjáleigur á mörgum jarðanna og flestar jarðir urðu fleirbýlar. Jafnvel minnstu hjá- leigurnar voru fieirbýlar. Andlegur leiðtogi Langnesinga á þessum uppgangstímum var í 22 ár séra Halldór Björnsson á Sauðanesi. Hann lést í júnímán- uði 1869. Svo mikillar virðingar naut hann í nálægum byggðarlögum að við jarðarför hans var fjöldi manna saman kominn úr öll- um nálægum sveitum. Meðal annars voru þar sjö prestar: Séra Hjörleifur Guttorms- son á Skinnastað, séra Stefán Jónsson á Presthólum, séra Vigfús Sigurðsson á Sval- barði, séra Gunnar Gunnarsson aðstoðar- prestur hins látna, séra Björn Halldórsson í Laufási, séra Jens Pálsson á Skeggjastöðum og séra Halldór Jónsson á Hofi í Vopnafirði. Fluttu þeir allir ræður nema séra Björn, hann var sonur hins látna. Að athöfn lokinni var mikil matarveisla og líklegast hefur þetta verið með stærri athöfnum á Sauða- nesi á öldinni. Sjálfsagt kannast fáir við séra Halldór, nú þegar liðin eru 128 ár frá dauða hans. Ef til vill er best að segja þau deili á honum að hann var maðurinn hennar Þóru Gunnarsdóttur sem Jónas skáld Hallgríms- son varð skotinn í á leiðinni norður yfir heið- ar árið 1828. Eftir þá ferð orti hann Ferða- lok. Þóra lifði mann sinn og dó ekki fyrr en árið 1882 að Hólum í Hjaltadal. Er hún jörð- uð þar um fjóra metra frá hurð dómkirkj- unnar og á leiði hennar er steinn með loka- erindi Ferðaloka þjóðskáldsins: Háa skilur hnetti himingeimur blað skilur bakka og egg. En anda, sem unnast, fær aldregi eilífð að skilið. Nokkrar sviptingar áttu sér stað að séra Halldóri gengnum. Þannig var málum hátt- að að rúmu ári fyrir andlát hans sótti séra Vigfús Sigurðsson á Svalbarði í Þistilfirði um Staðarbakka í Miðfirði og fékk hann. Mánuði seinna var Sveini Skúlasyni, fyrr- verandi ritstjóra Norðra á Akureyri, veitt Svalbarð og tók hann vígslu um sumarið. Af einhverjum ástæðum fór séra Vigfús aldrei að Staðarbakka og á endanum höfðu þeir séra Sveinn brauðaskipti. Þannig hélt Vig- fús sinni kæru kirkju í Þistilfirði. Það var þó ekki lengi því strax og Sauðanes losnaði sótti hann um að fá að þjóna Langnesingum og fékk brauðið 9. september 1869. Nokkrum vikum seinna fékk Gunnar Gunn- arsson, aðstoðarprestur á Sauðanesi, Sval- barð. Séra Vigfús þekkti vel til á Sauðanesi. Hafði lengi þjónað í næstu sveit auk þess sem hann hafði verið þar aðstoðarprestur fyrir 22 árum, vissi vel að Sauðanes var löngu komið í tölu bestu brauða landsins. Vigfús Sigurðsson var fæddur 13. júní 1811 á Valþjófsstöðum. Foreldrar hans voru hjónin Sigurður stúdent Guðmundsson, sýslumanns í Krossavík í Vopnafirði og Ing- unn Vigfúsdóttir prests á Valþjófsstöðum. Vigfús komst í Bessastaðaskóla árið 1831 og útskrifaðist þaðan stúdent sex árum seinna. Hann varð aðstoðarprestur séra Stefáns Einarssonar á Sauðanesi árið 1839 en hélt Svalbarð frá 1847 til 1869. Séra Stefán var langafi Einars Benediktssonar skálds. Séra Vigfús fluttist ekki að Sauðanesi fyrr en í fardögum árið 1870. Hann var að verða sextugur en átti samt ótrúlega drjúg ár eftir á Sauðanesi við að byggja og bæta staðinn eins og frá verður greint hér á eftir. Séra Vigfús þótti heimilisprúður, ráða- góður í vandamálum, glettinn og gamansam- ur og því var hann mikils metinn bæði á Langanesi og í Þistilfirði. Hann var búhöld- ur og jarðabótamaður og fékkst nokkuð við lækningar. Hann gat verið ákveðinn, jafnvel yfirgangssamur og hann var stundum fljót- ur að reiðast. Sagt er um hann að þegar hann hafði boð- ið gestum inn til sín þá gekk hann um gólf, hélt á neftóbaksdósum sínum, tók oft í nefið og spurði frétta. Hann var mjög laginn við að átta sig á áhugamálum þeirra sem hann var að tala við og þess vegna átti hann auðvelt með að rata á réttu mennina í sveitinni til hinna ýmsu framkvæmda. Það fann klerkur oftar en ekki af smávægilegum atvikum sem aðrir veittu ekki athygli. Viðtalsmann sinn hverju sinni kallaði hann hvað eftir annað „lambið mitt". Ekki voru þó allir sáttir við ræður séra Vigfúsar í kirkjunni. Kölluðu jafnvel sumir þær „hugsunarlaust stagl". En skyldurækinn þótti hann að mæta á réttum tíma og að færa bækur og gefa skýrslur. Hinn 26. maí 1869 féllst konungur á þá til- lögu stiftsyfirvalda á íslandi að Þingeyjar- prófastsdæmi yrði skipt í tvo hluta. Voru Garður, Skinnastaðir, Presthólar, Svalbarð og Sauðanes látin mynda Norður-Þingeyjar- prófastsdæmi og frá 21. júní var séra Vigfús Sigurðsson settur þar prófastur. Gegndi hann stöðunni í tvö ár og svo aftur á árunum 1873-1883 og loks var hann settur um tíma í stöðuna frá 18. maí 1888 til dauðadags. Kona séra Vigfúsar hét Sigríður Gutt- ormsdóttir. Hún var dóttir séra Guttorms Pálssonar í Vallanesi og Margrétar Vigfús- dóttur. Þau Sigríður og Vigfús eignuðust ekki börn. Heimilið var þó alla tíð ákaflega mannmargt því auk vinnufólks sem þar var tóku þau hjón fjölda fólks upp á sína arma sem ekki hafði að miklu að hverfa. Voru stundum allt að 35 manns á heimilinu. Þau Sigríður og séra Vigfús héldu í heiðri þeirri gömlu venju Sauðanespresta að gefa jólapakka á fátækustu heimilin í sókninni. í .14 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.