Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 9
FRANCO BUFFONI KARMELREGLU-SYSTIRIN JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI Klaustríðí Via Marcantonio Cobnna var byggt á fjórða áratugnum. Frænka min sem hafði unnið í verksmiðjunni gekk til hðs við nunnumar eftir stríðið, hefur verið þar frá 1946. Hún hefur fengið bæjarleyfi þrisvar til þess að kjósa (um sJdJnað, fóstureyðingu ogí kosningunum '48) og tvisvar til að leggjast inn á spítaJa. Til að kjósa þarf undanþágu. Sömuieiðis tíl aðfara á spítala. Eftfrþriggja ára reynsktíma nýhða tekur JdausturlífM við eftir lofcaheitin. Flestarjœirra sem gengu íregiuna á þessumárum voru með JiásJcóJapróf. Þær eru um tuttugu íallt, voru nákvæmlega tuttugu ogfjórar áður en ný Karmelregla var stofnudl Nokkrar voru færðar til og nú eru þær sautján í MBanó, þæreJstu. Mér er staðurinn í bamsminni. Frænka mín birtist með blæjuna bakviðrhnlana: Tvo eins og reglan mælir fyrir um, handarbreidd á nÆ þeirra. Éggat næstum snert Jiana með handleggnum, aJveg fram að eUefu ára aídri kom ég hendmni inn. Fvrsta Ijósmvndin sem égsá afástarleik fékk mig til að hugsa um þessa rimla og hönd mína. Éghreifst afhverSskápnum ímóttökuherberginu ognú vekur hann sömu hrifningu hjá Stefano. KannsJdbarstgjöf útúropinu eðaþáekkert. En ég var upptetónn af adsnúa honum og finna sætan ilminn að innan. KJaustrM í Via Marcantonio CoJorina er víst njmóðins. Frænfca mih segir að veggirnir séu aJJs eJdd þykkir og enginn raJd. A vetuma séu í mesta iagi fjórtán stig og yhr þrjátíu mestaJJt sumarió'. Á námsárunum spurði ég hana stundum hvort Jiún vissi Jiver Mareantonio hefði verið. Hún viJdi fremur ræó"a um aóra páfa eða bara um kenninguna. Þegar ég var í heraum sagðist hún sJdJJa nákvæmar tímaáætianir ogstrangan aga. BisJoipnum oglcardináJanum baraðsýna skiíyrðisiausa hlýðni. Nú þegar andtít hennar er orðið eldra en andh't heiiagrar Teresu á málveridnu sem hangir enn á veggnum ímóttóJoiherterginu, lýg ég eJdd Jengur að henni um sjáJfan mig, heidursitoghiusta. Andspænis róðukrossinum stóra og frænkunni sem skýrir píslarsó'guna, nagia rómversku mannanna, starir Stefanolengi áþessi form og snertir hendur hans: ,JSvona heist hann þá uppi." AÍItaf pegar hann taJar um frænku segist hann nafa verið hjá amerísJcu nunnunm'. ítalinn Franco Buffoni er prófessor í samanburðarbókmenntum við Háskólann í Cassino og ritstjóri tímaritsins Testo a fronte sem fjallar um þýðingar. Hann hefur sent frá sér nokkrar ljóðabækur sem skipað hafa honum framarlega í röð ítalskra samtíma- skálda, þýtt og ritstýrt safnritum með Ijóðum ítalskra og enskra skálda. Nunnan í ljóðinu, líkt og Ameríka, er ímynd hins framandlega og óþekkta í augum drengsins. í frumtextanum er augljós orðaleikur: „Carmelitana" og „americana". Þýðandi naut góðra ráða Hilmars P. Þormóðssonar. LJÓÐRÝNI JÓHANNES ÚR KÖTLUM JARÐERNI Afþér er ég kominn undursamlega jörð: eins og Ijós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt eins og Sskur syndi ég í vatni þínu eins og fagi syng ég í skógi þínum eins og iamb sefég íþínum mó. Aðþérmun égverða undursamlegajörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég faila íregni þínu eins og næfur mun ég ioga í eidi þínum eins og duft mun ég sáidrast íþína mold. Og viðmunum upp rísa undursamlegajörð. (Tregaslagur, 1964). ÞETTA ljóð Jóhannesar úr Kötlum byggist fyrst og fremst á vísun í útfarar- siði íslensku þjóðkirkjunnar: Af jörðu eru kominn, að jörðu skaltu aftur verða, af jörðu skaltu aftur upp rísa. En - eins og títt er um notkun vísana, þá fjallar ljóð- ið ekki nákvæmlega um það sem vísunin tekur til, heldur víkur frá henni að ein- hverju leyti. Hins vegar er vísunin ævinlega til þess að komast hjá útskýringum, og því skiptir miklu að lesandinn þekki vísunina hverju sinni og hvað í henni felst, og átti sig um leið á því, í hverju frávikið er fólgið. í þessu ljóði birtist vísunin í þremur stökum línum. Erindin tvö eru svo eins konar útskýring á tveimur fyrri línum vísunarinnar, en hin þriðja þarfnast ekki annarra skýringa en þeirra sem þegar eru komnar í erindunum, enda er þriðja línan breytt frá því sem lesandinn mun væntanlega búast við (ef hann á annað borð kann þessi útfararorð). Fyrsta línan og meðfylgjandi erindi sýnir þá hvernig manneskjan vaknar til lífs af móður jörð. Formið byggist á setningafræðilegri niðurröðun orða með háttbundinni endurtekningu sem skapar skýra hrynjandi, sem þó breytist, því erindið skiptist efnislega í tvo hluta, þrjú vísuorð hvor. I fyrri hlutanum er mæl- andi ljóðsins óendanlega stór, þótt hann sé kominn af jörðinni og ætti því eðli- lega að vera smærri en hún. En þarna eru augu hans sem sól er veitir jurtum birtu, hendurnar líkt og snjóbreiða er lykur um steina, og andardrátturinn eins og vindblærinn í grænu grasi. En samtímis er mælandinn eins og lítill hluti af lífi jarðar: eins og fiskur í vatni, fugl í skógi og lamb í mó. Ef til vill er rétt að gefa því gaum að fiskurinn og fuglinn eru ótilgreindir, en lambið er sértækt. Er leyfilegt að líta hér á það sem tákn sakleysis? Einnig er rétt að taka eftir því, að í lok erindisins er hrynjandi snúið við, svo að því lýkur á stýfðum lið til þess að ná áhrifameiri hljóðdvöl. Og svo er einnig í næsta erindi. Önnur meginlínan og meðfylgjandi erindi sýnir þá hvernig manneskjan snýr aftur til uppruna síns. Hrynjandi er hin sama og í fyrra erindinu. En nú er ein- staklingurinn einungis smár, örsmár, er hann gengur inn í hina stærri heild. Og sameiningin felst í því að hverfa aftur inn í fjögur frumefni tilverunnar (eins og þau voru skilin áður fyrr og sá skilningur er enn í fullu gildi í táknfræði). Maður- inn hverfur aftur eins og sveipur inn í storm (loft), líkt og dropi í regn (vatn), sem næfur í eld (eldur) og ámóta og duftkorn í mold (jörð). , Og við munum upp rísa undursamlega jörð. - Ekki aðeins að maðurinn muni rísa upp af jörðu eftir dauðann. Það er lífið sjálft, lífið í heild sinni, öll tilveran sem rís upp í ódauðleika sínum. Efnisgrundvöllur ljóðsins er sú skynjun sem oft er nefnd náttúrumýstík, og fólgin er í þeirri kennd að finna með sér eins konar allsherjar einingu, að finnast maður sjálfur vera hluti af náttúrunni og um leið að náttúran sé hluti af manni sjálfum. Þá leysast með öðrum orðum upp mörk ytri og innri veruleika. Einstak- lingurinn, hin smáa eining, verður hluti heildarinnar - en um leið verður heildin, hin stóra eining, hluti af einstaklingnum. Sigvaldi Hjálmarsson beitir þessari hugsun er hann nefnir eina bók sína Haf í dropa, og sr. Matthías Jochumsson upphefur einmitt oft mismun hins stóra og óumræðilega og hins smáa og ein- staka. Þannig segir hann í kvæðinu Dettifoss að sér finníst meira tíl um fáein ungbarnstár en hið ógnarlega flóð fossins. Og í Nýárssálmi segir hann: íhendi Guðs erhver ein tíð, í hendi Guðs er aJJt vort stríð, hiðminnsta happ, hiðmesta fár, hið mikJa djup, hið Jítia tár, Með öðrum orðum: Hið stærsta og hið smæsta er í raun eitt og hið sama. Allt er ein órjúfanleg lifandi heild, hið smæsta atóm og hlutar þess - og ómælisvídd alheimsins. NJÖRDUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.