Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 9
FRANCO BUFFONI KARMELREGLU-SYSTIRIN JÓHANN HJÁLMARSSON ÞÝDDI Klaustrið í Via Marcantonio Colonna var byggt á fjórða áratugnum. Frænka mín sem hafði unnið í verksmiðjunni gekk til liðs við nunnumar eftir stríðið, hefur verið þar frá 1946. Hún hefurfengið bæjarleyfí þrisvar til þess að kjósa (um skilnað, fóstureyðingu og í kosningunum ‘48) og tvisvar til að leggjast inn á spítala. Til að kjósa þarf undanþágu. Sömuleiðis til að fara á spítala. Eftir þriggja ára reynsiutíma nýliða tekur klausturlífíð við eftir lokaheitin. Flestar þeirra sem gengu í regluna á þessum árum voru með háskólapróf. Þær eru um tuttugu í allt, voru nákvæmlega tuttugu ogfjórar áður en ný Karmelregla var stofnuð. Nokkrar voru færðar til ognúeru þær sautján í Múanó, þær elstu. Mér er staðurinn í bamsminni. Frænka mín birtist með blæjuna bak við rimlana: Tvo eins og reglan mælir fyrir um, handarbreidd á milli þeirra. Eg gat næstum snert hana með handleggnum, alveg fram að ellefu ára aldri kom ég hendinni inn. Fyrsta ljósmyndin sem égsáaf ástarleik fékk mig til að hugsa um þessa rimla og hönd mína. Ég hreifst af hverfískápnum í móttökuherberginu ognú vekur hann sömu hrifningu hjá Stefano. Kannski barst gjöf útúropinu eða þá ekkert. En ég var upptekinn af að snúa honum og fínna sætan ilminn að innan. Klaustrið í Via Marcantonio Colorína ervístnýmóðins. Frænka mín segir að veggimir séu alls ekki þykkir og enginn rakj. A vetuma séu í mesta lagi fjórtán stig ogyfír þrjátíu mestallt sumarið. Á námsárunum spurði ég hana stundum hvort hún vissi hver Marcantonio hefði verið. Hún vildi temur ræða um aðra páfa eða bara um kenninguna. Þegar ég var í hernum sagðist hún skilja nákvæmar tímaáætlanir og strangan aga. Biskupnum og kardinálanum baraðsýna skilyrðislausa hlýðni. Nú þegar andlit hen nar er orðið eldra en andJit heilagrar Teresu á málverídnu sem hangir enn á veggnum í móttökuherberginu, lýg ég ekki lengur að henni um sjálfan mig, heldursitoghlusta. Andspænis róðukrossinum stóra og frænkunni sem skýrir píslarsöguna, nagla rómversku mannanna, starir Stefanolengi áþessi form og snertir hendur Jians: „Svona Jieíst hann þá uppi.“ Alltaf þegar Jiann talar um frænku segist Jiann hafa verið hjá amerísku nunnunni. ítalinn Franco Buffoni er prófessor í samanburðarbókmenntum við Háskólann í Cassino og ritstjóri tímaritsins Testo a fronte sem fjallar um þýðingar. Hann hefiir sent frá sér nokkrar ljóðabækur sem skipað hafa honum framarlega í röð ítalskra samtíma- skálda, þýtt og ritstýrt safnritum með Ijóðum ítalskra og enskra skálda. Nunnan í ljóðinu, líkt og Ameríka, er ímynd hins framandlega og óþekkta í augum drengsins. í frumtextanum er augljós orðaleikur: „Carmelitana“ og „americana". Þýðandi naut góðra ráða Hilmars P. Þormóðssonar. LJÓÐRÝNI JÓHANNES ÚR KÖTLUM JARÐERNI Afþér er ég kominn undursmlega jörð: eins og ljós skína augu mín á blóm þín eins og snjór lykja hendur mínar um grjót þitt eins og blær leikur andardráttur minn um gras þitt eins og Sskur syndi ég í vatni þínu eins og fugl syng ég í skógi þínum eins og lmb sef ég í þínm mó. Að þérmun égverða undursamlegajörð: eins og sveipur mun ég hverfast í stormi þínum eins og dropi mun ég falla í regni þínu eins og næfur mun ég loga í eldi þinum eins og duft mun ég sáldrast í þína mold. Og við munum upp rísa undursamlega jörð. (Tregaslagur, 1964). ÞETTA ljóð Jóhannesar úr Kötlum byggist fyrst og fremst á vísun í útfarar- siði íslensku þjóðkirkjunnar: Af jörðu eru kominn, að jörðu skaltu aftur verða, af jörðu skaltu aftur upp rísa. En - eins og títt er um notkun vísana, þá fjallar ljóð- ið ekki nákvæmlega um það sem vísunin tekur til, heldur víkur frá henni að ein- hverju leyti. Hins vegar er vísunin ævinlega til þess að komast hjá útskýringum, og því skiptir miklu að lesandinn þekki vísunina hverju sinni og hvað í henni felst, og átti sig um leið á því, í hverju frávikið er fólgið. I þessu ljóði birtist vísunin í þremur stökum línum. Erindin tvö eru svo eins konar útskýring á tveimur fyrri línum vísunarinnar, en hin þriðja þarfnast ekki annarra skýringa en þeirra sem þegar eru komnar í erindunum, enda er þriðja línan breytt frá því sem lesandinn mun væntanlega búast við (ef hann á annað borð kann þessi útfararorð). Fyrsta línan og meðfylgjandi erindi sýnir þá hvernig manneskjan vaknar til lífs af móður jörð. Formið byggist á setningafræðilegri niðurröðun orða með háttbundinni endurtekningu sem skapar skýra hrynjandi, sem þó breytist, því erindið skiptist efnislega í tvo hluta, þrjú vísuorð hvor. I fyrri hlutanum er mæl- andi ljóðsins óendanlega stór, þótt hann sé kominn af jörðinni og ætti því eðli- lega að vera smærri en hún. En þama eru augu hans sem sól er veitir jurtum birtu, hendurnar líkt og snjóbreiða er lykur um steina, og andardrátturinn eins og vindblærinn í grænu grasi. En samtímis er mælandinn eins og lítill hluti af lífi jarðar: eins og fiskur í vatni, fugl í skógi og lamb í mó. Ef til vill er rétt að gefa því gaum að fiskurinn og fuglinn eru ótilgreindir, en lambið er sértækt. Er leyfilegt að líta hér á það sem tákn sakleysis? Einnig er rétt að taka eftir því, að í lok erindisins er hrynjandi snúið við, svo að því lýkur á stýfðum lið til þess að ná áhrifameiri hljóðdvöl. Og svo er einnig í næsta erindi. Önnur meginlínan og meðfylgjandi erindi sýnir þá hvemig manneskjan snýr aftur til uppmna síns. Hrynjandi er hin sama og í fyrra erindinu. En nú er ein- staklingurinn einungis smár, örsmár, er hann gengur inn í hina stærri heild. Og sameiningin felst í því að hverfa aftur inn í fjögur fmmefni tilvemnnar (eins og þau vom skilin áður fyrr og sá skilningur er enn í fullu gildi í táknfræði). Maður- inn hverfur aftur eins og sveipur inn í storm (loft), líkt og dropi í regn (vatn), sem næfur í eld (eldur) og ámóta og duftkorn í mold (jörð). Og við munum upp rísa undursamlega jörð. - Ekki aðeins að maðurinn muni rísa upp af jörðu eftir dauðann. Það er lífið sjálft, lífið í heild sinni, öll tilveran sem rís upp í ódauðleika sínum. Efnisgmndvöllur ljóðsins er sú skynjun sem oft er nefnd náttúramýstík, og fólgin er í þeirri kennd að finna með sér eins konar allsherjar einingu, að finnast maður sjálfur vera hluti af náttúranni og um leið að náttúran sé hluti af manni sjálfum. Þá leysast með öðmm orðum upp mörk ytri og innri vemleika. Einstak- lingurinn, hin smáa eining, verður hluti heildarinnar - en um leið verður heildin, hin stóra eining, hluti af einstaldingnum. Sigvaldi Hjálmarsson beitir þessari hugsun er hann nefnir eina bók sína Haf í dropa, og sr. Matthías Jochumsson upphefur einmitt oft mismun hins stóra og óumræðilega og hins smáa og ein- staka. Þannig segir hann í kvæðinu Dettifoss að sér finnist meira til um fáein ungbarnstár en hið ógnarlega flóð fossins. Og í Nýárssálmi segir hann: í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hiðminnsta happ, hið mesta fár, hið mikla djúp, hið litla tár. Með öðrum orðum: Hið stærsta og hið smæsta er í raun eitt og hið sama. Allt er ein órjúfanleg lifandi heild, hið smæsta atóm og hlutar þess - og ómælisvídc alheimsins. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.