Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 15
STEINHÚSIÐ sem séra Vigfús Sigurðsson lét byggja úr tilhöggnu grjóti á árunum 1879-1880. Nú er unnið að endurbótum þess. Byggingin er í umsjón Þjóðminja- safns íslands. Ljósm.: Óskar Sigvaldason. ALTARISTAFLAN í Sauðaneskirkju er frá árinu 1747 og var upphafiega í Refstaðarkirkju í Vopnafirði. Ljósm.: Guðrún Þorsteinsdóttir. hverjum pakka var eitt eða tvö kerti, kjötmeti, t.d. magáll, hangin sauðasíða eða bringukollur. Ofan á þetta var lagt laufabrauð og jafn- vel kleinur. Pakkar þessir voru af- hentir á jóladag eftir messu í kirkjunni. Húsmæðurnar tóku við þeim ef þær voru við messu, ann- ars voru pakkarnir sendir heim á bæina. Árið 1887 átti Sauðaneskirkja 2.762 kr. í byggingarsjóði. Þessa peninga vildi séra Vigfús Sigurðs- son nýta til að reisa nýja kirkju. En áður stóð hann að annarri bygg- ingu sem fyrst skal sagt frá. Þegar séra Vigfús var búinn að vera á Sauðanesi í áratug og kom- inn á efri ár fylltist hann miklum áhuga á að hýsa Sauðanesstað bet- ur en verið hafði. Lét hann þá teikna íbúðarhús sem segja má að hafi þótt allsérstætt á sínum tíma því það var steinhús. Lét klerkur handverksmenn höggva til grjót í bygginguna úr grjótnámum í Brekknafjalli og Prestlækjarbotn- um sem er dalur upp af jörðinni Fagranesi á austanverðu Langa- nesi. Árið 1879 var komið svo mikið grjót heim á staðinn að byrjað var að hlaða húsið. En prestur fór ótroðnar slóðir í íleiru en bygging- arefninu, hann valdi prestssetrinu nýjan stað. Hann færði það upp á hæðina í túninu svo það mætti sjást vel langt að og vera Langanesi sveitarprýði. Veggir voru hafðir 75 cm þykkir. Húsið er 8 metrar á lengd og 6,85 metrar á breidd. Það er ein hæð með kjallara og vistar- verum í risi. Árið 1880 var búið að reisa húsið og það orðið íbúðar- hæft. Smiðir voru bræðurnir Sveinn og Björgólfur Brynjólfssyn- ir sem á þeim árum áttu heima á Sauðanesi og kallaðir voru völund- arsmiðir. Séra Vigfús gat þá flutt inn en þó lauk byggingunni ekki að fullu fytT en tíu árum seinna í tíð séra Árnljóts Ólafssonar. Rétt áður en byrjað var að byggja húsið rak þar á land rauðviðarbjálka sem höggvinn var ferhyrnd- ur. Hann var tvö fet á kant og um 40 feta langur. Hann var kaffibrúnn á lit og gler- harður. Dyraumbúnaður og allar hurðir í hinu nýja húsi voru smíðaðar úr þessum viði, einnig margar hirslur. Sömu menn stóðu þar að verki og við að hlaða húsið. Gegnt aðaldyrum steinhússins, um 30 fet frá því, byggði séra Vigfús skemmu eina mikla með torfveggjum og torfþaki en timb- urgöflum. Vegna legu húsanna skóf alltaf snjó úr sundinu milli þeirra. í þessu húsi voru ýmsir hlutir geymdir en einnig bjó þar vinnufólk. Gamli Sauðanesbærinn var orðinn hrörlegur en nýja íbúðarhúsið rúmaði auð- vitað ekki allan þann gríðarlega fjölda sem á prestssetrinu var. Áður hafði klerkur látið byggja fjós á jörðinni, smiðju, eldhús, fjár- hús og vatnsmyllu. Myllan var nokkuð langt frá íbúðarhúsinu, miklu fullkomnari en áður hafði þekkst á Langanesi og í nálægum sveitum. Malaði hún hæglega um 200 kíló af rúgi á dag. Eins og áður kom fram átti Sauðanes- kirkja alldigran sjóð árið 1887. Fór þá séra Vigfús að huga að smíði nýrrar kirkju enda þótti honum sú gamla standa á óhentugum stað eftir að hann flutti íbúðarhúsið upp á hæðina. Var ákveðið að kaupa tilbúna hús- grind frá Noregi og ætla verður að svo hafi verið gert þótt hvergi fáist það staðfest. Að öðru leyti var byrjað að draga að efni til kirkjunnar árið 1887 en hún var byggð árið 1889. Hún er enn í notkun en líklegast fer að styttast í að nýtt glæsilegt kirkjuhús verði tekið í notkun á Þórshöfn. Þegar Vigfúsarkirkja var vígð voru sjö gamlir munir fluttir þangað úr gömlu kirkj- unni og þar eru þeir enn. Elstir eru tveir róðukrossar úr pápísku. Þá kemur altar- istafla frá árinu 1747. Ef vænghurðum henn- ar er lokað sést að á vinstri hurðinni stendur: „Offeret Kirkiu af ‘ og á þeirri hægri: „Hans Miile Luía.“ Að því er helst verður ráðið gaf þessi maður ekki Sauðaneskirkju altaristöfl- una heldur Refstaðarkirkju í Vopnafirði. Þegar Sigurður biskup Stefánsson vísiteraði Sauðanes í byrjun júlí 1794 urðu þeir biskup og Einar Árnason sammála um að þáverandi altarisbrík væri gömul og ekki guðshúsinu boðleg. Skráði biskup í bók kirkjunnar að prestur ætlaði að kaupa nýja altaristöflu. Ekki verður þess vart að hann gerði það næstu árin en árið 1819 eru í reikningum kirkjunnar gjaldfærðir 13 ríkisdalir vegna kaupa á altaristöflu úr kirkjunni að Refstað. Fjórði elsti gripurinn í kirkjunni er predikunarstóllinn. Á honum stendur málað hvítum stöfum: „Þena stól lagde til Sauðanes kirkju Sr Ai-ne Skaptason 1765.“ Á stólinn eru málaðar fjórar postulamyndir. Gefand- inn var lengi prestur á Sauðanesi á 18. öld, þekktur að hreysti og miklum líkamsburðum víða um sveitir. Aðrir gamlir munir í kirkj- unni eru kaleikur, patína og kirkjuklukka í turni. Auk allra þeirra framkvæmda sem hér hefur verið greint frá lét Vigfús smíða fyrir sig þilskip og meðan hann þjónaði að Sval- barði í Þistilfirði lét hann byggja þar kirku, þá hina sömu og enn stendur þar. Mun fátítt eða einsdæmi að einn prestur hafi reynst eins atkvæðamikili við byggingafram- kvæmdir og séra Vigfús á Sauðanesi. Sjást verk hans enn í dag á jörðinni, meira en 100 árum eftir að klerkur safnaðist á vit feðra sinna. Þegar aldurinn fór að segja til sín hjá séra Vigfúsi tók hann séra Lárus Jóhannesson til sín sem aðstoðarprest. Hann var fæddur 4. nóvember 1858 á Litlu-Hvalsá í Hrútafirði, sonur hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar síðast sýslumanns í Hjarðarholti og Marenar Ragnheiðar Friðriku Lárusdóttur sýslu- manns Thorarensens að Enni. Séra Lárus lauk prófi frá prestaskólanum árið 1883 og vígðist þá um haustið til Sauðaness. Þar starfaði hann til dauðadags, 9. september 1888. Hann var aðeins þrítugur að aldri þeg- ar hann féll frá. Hann þótti frábær söngvari, lipurmenni og var vinsæll. Kona hans var Guðrún Bjömsdóttir hómópati, systurdóttir séra Vigfúsar Sigurðssonar. Guðrún varð seinna bæjarfulltrúi í Reykjavík og þótti mjög mikilhæf kona. Eftir góðærið framan af 19. öld snerist dæmið við um 1870 og fólki fór að fækka á Langanesi, m.a. vegna fólksflutninga vestur um haf til Kanada. Einkanlega fækkaði fólki mikið á níunda áratugnum vegna harðinda og vesturferða. Upp á þessar breytingar horfði séra Vigfús gamli döprum augum en gat fátt að gert nema hvetja söfnuð sinn til guðsótta og dugnaðar. Fann hann vel á sín- um eigin búskap hvernig veðurfarið gerði lífsbaráttuna erfiðari en áður var. Þegar harðindunum svo loks linnti var starfsþrek klerksins og byggingameistarans á Sauða- nesi búið og hann andaðist 8. janúar 1889. Höfundur er sagnfræðingur. MARGRÉT S. GUÐNADÓTTIR KONUKVÖL I mínu hjarta ég angur má bera. Ekkert ílífínu skildi. Þrautin var sú að ég þurfti að gera það, sem ég ekki vildi. Af ógrátnum tárum augu mín brenna ekkanum hélt ég til baka. Ó, þvílíkur léttir að láta þau renna á líkama og sál mega slaka. Eftir þá skúr kemur skinið til baka skaparinn bjó svo um hnúta að þá verður léttara að vinna og vaka veraldar kvöðunum lúta. Sem fyrr mun ég brosa og byrja á ný þó brugðist hafi minn kraftur. Já, ég ætla að brosa og berjast - því brynverjast skal ég aftur. LEIKHÚSLÍF Ég sit í salnum Ljósin slökkt Tjaldið dregið frá Það kviknar líf á sviðinu Tveimur tímum seinna sit ég aftur í salnum Tjaldið dregið fyrir Ljósin kveikt Meðan áhorfendur klappa og klappa spyr ég sjálfa mig: Skyldi vera til annað líf? Höfundurinn er húsmóðir í Garðabæ og skrifstofustjóri í Reykjavík. PÁLMIJÓNSSON MINNING Leiftur eldingarinnar slær bliki á vatnsflötinn. Fótsporin mást.. Sólin vekur blómin af svefni næt- urinnar. Fjöruborðið hlýðir hvísli öldunnar. Við göngum þögul... Blærinn vefur okkur ilmi blóm- anna, seltu-keim hafsins og eigin angan. Vonir okkai' svífa... Tileinkað llmi, Ijóði eftir Ágústínu Jónsdóttur sem birtist í Lesbók 4. apríl. Höfundurinn er verktaki ó Sauðórkróki. LEIÐRÉTTING í GREIN um miðbæ Hafnarfjarðar í Lesbók 25. apríl sl. stóð ranglega að Þjóðkirkjan í Hafnarfirði hafi verið vígð 1917. Það rétta er að hún var vígð í árslok 1914. í smásögu Önnu Dóru Antonsdóttur í sama blaði varð einum bókstaf ofaukið í fyr- irsögn. Sagan heitir ekki Snjór, heldur Sjór. Leiðréttist þetta hvorttveggja hér og eru höfundurinn og lesendur beðnir velvirðingar. ERLENDAR BÆKUR THE CONQUEST ----OF THE-- North Atlantic KONNUN NORÐUR- ATLANTS- HAFSINS G.J. Marcus: The Conquest of the North Atl- antic. The Boydell Press 1998. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom út 1980, síð- an endurprentuð í kiljuformi 1990 og nú aftur 1998. Ýmsir höfundar telja að hlýnandi veðrátta á norðlægum svæðum hafi verið frumástæðan fyrir könnun Norður-Atlantshafsins. Þetta hlýindaskeið er talið hafa varað frá því um 900 og fram um miðja 14. öld. Isa leysti víða og á vissum árstímum urðum hafsvæði auð- sigldari vegna minni ísalagna. Hlýnandi veðr- átta varð forsendan að vaxandi framleiðslu og þar með fólksfjölda. I augum Rómverja voru norðurslóðir óbyggilegar, huldar ís. Rómverjar lögðu undir sig lönd sem lágu næst þessum svæðum, Bretland, en þar lærði Caesar að gera nýja tegund af bátum, grind, sem húð eða húðir voru strekktar yfir. í „De bello civile“ segist hann hafa látið gera slíka báta til þess að flytja liðsveitir á yfir stórfljót í Gallíu. Pliníus nefnir tvisvar slíka báta í „Historia naturalis". Slíkir bátar voru fyrst notaðir við siglingu til' næstu eyja norðan írlands og Skotlands og þá líklega af írskum munkum í leit að friðsælum og einangruðum dvalarstöðum. Fyrstu könn- uðir Norður-Atlantshafsins hafa verið írskir munkar og meðal þeirra var sá oftnefndi Dicuil, sem náði hingað til lands. Marcus rekur þessa sögu og síðan áfram, nám Færeyja og íslands, ferðir og landnám Eiríks rauða og Bjarna Herjólfssonar, til- raunina á Vínlandi. Grænlandsverslunin var þýðingarmikil, meðan norskir og íslenskir kaupmenn sátu að versluninni þaðan með rostungstennur og skinnavöru, en flutningur á fílabeini frá Afríku varð banabiti þeirrar verslunar, ásamt fleiri ástæðum. Vefnaðariðja Niðurlanda dró úr eftirsókn eftir íslenskum vefnaðar- og skinnavörum á 13. og 14. öld. Síðan rekur höfundur siglingasögu enskra fiskimanna og fiskkaupenda hingað til lands á 15. öld. Skrif E.M. Carus Wilsons: Medieval Merchant Ventures virðast hafa farið framhjá höfundi, en hún tók að skrifa um það tímabil í enskri utanríkisverslun sem snýst um veiðar enskra fiskimanna hér við land og innflutning fisks frá íslandi til Englands á 15. öld. Rit- gerðir hennar um þessi efni birtust á árunum 1929 til 1950 og voru síðan gefnar út í heild 1954 og í annarri útgáfu hjá Mehuen 1967. Hér koma við sögu Lynn, Bristol, Yarmouth, Noi’wich og fleiri borgir. Rit Wilsons um þessi efni brjóta blað í ensk-íslenskri verslunarsögu á 15. öld og eru grundvallarrit í þeim fræðum. Marcus notar m.a. annars flokks heimildh', sem byggjast reyndar á ritum og ritgerðum Wilsons. Sem heild er þessi þriðja prentun Marcusar gott yfirlitsrit, kom fyrst út 1980. Siglaugur Brynleifsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.