Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Blaðsíða 19
GEGNUM REGNBOGANN Thorkild Bjornvig hefur verið meðai kunnustu Ijóðskálda í Danmörku undanfarna hálfa öld. Nýlegg birtist Ijóoa- safn hans (Samlede digte, útg. Gyldendai) í tilefni gf starfsafmælinu, og áttræoisafmæli hans á þessu ári, 500 bls. bók í stóru broti, var þó ýmsum Ijóðabókum sleppt, en hér eru ellefu, frá 1947 til 1993. ÖRN ÓLAFSSON fjallar um þennan meistara danskrar Ijóð- listar, en Ijóð hans skiptast í ólík skeið, eru sum seintek- _____in en mörg lausbeislaori ao dómi höfundar._____ THORKILD Bjornvig er lærður bókmenntafræðingur, og meðal fyrstu verka hans eru bækur um Martin A. Hansen (Bjornvig varði svo doktorsrit um hann 1964) og um Rainer Maria Rilke, en Bj0rnvig hefur auk þess sent frá sér þrjú söfn þýðinga á ljóð- um Rilke, og hlotið mikla viðurkenningu fyr- ir. Enda finnst mér mörg fyrstu ljóð hans bera svip af þessum þýska skáldjöfur, eink- um í vandaðri, áhrifamikilli hrynjandi. En víðar að komu áhrifin, t.d. sýnist rnér eitt ljóð í fyrstu bókinni nánast vitna í „Útsæ" eftir Einar Benediktsson, en það hafði birst á dönsku þremur árum áður í þýðingu Guð- mundar Kamban. Sömuleiðis sýnist mér vitn- að í „Hrafninn flýgur um aftaninn" í ljóða- bálki Bjornvig Hrafninn. Hannes Sigfússon þýddi sjö ljóð hans í safni sínu Norræn ljóð, 1972. Ljóð Björnvig skiptast í ólík skeið. Fyrstu fimm ljóðasöfnin hér eru með óvenjulegu myndmáli og því stundum seintekin, en gefa þeim mun meir. Einkum hreifst ég af ljóðum um Atlantshafssiglingar hjólaskipsins Great Eastern um miðja 19. öld, og um Hill, geð- veikan listmálara í París. Hið fyrrnefhda minnir á „Drukkna skipið" eftir Rimbaud (þýtt af Jóni Óskari), en efnið tók Bj0rnvig aftur upp í prósaljóðabálki um Titanic-slysið. Flest þessara ljóða eru löng, of löng til að snara hér. En lítum á ljóð úr Figur og ild, 1959: Nýtt tungl Ekki ský á himni, allur geimurinn skín nú þegar sólin er sest. Nýtt tungl: Ysta tindrandi rönd greinilegrar koparskífu - er risið. Hjartað spyr að lokum hvort mannleg sorg hafi í rauninni nokkumtíma verið - og gleymir spurning- unni. Thorkild Bjornvig Bylgjurnar flæða inn yfrr rifið, rísa, brotna. Froðufaldurinn rennur eins og elding gegnum dimmbláa silkiflaka, breiðist út eins og ljósskriða. Vindinn hefur lægt, mikill svefnymur berst upp um trektir sandhólanna. Kallarar, ekki fyrir raddir manna, heldur hafsins. Tindur þess fyrsta skeiðs er flókinn ljóða- bálkurinn „Hrafninn", sem birtist 1968, þrjá- tíu árum eftir að Bj0rnvig hóf vinnu við hann. En á miðjum áttunda áratugnum skipti um, þá kom fyrsta ljóðabókin sem er helguð umhverfismálum, en þær eru þrjár í þessu safnriti. Einhverjir - m.a. skáldið sjálft - munu orða það svo, að þar með hafi skáldið - stigið niður úr fílabeinsturninum og farið að grípa á vandamálum samtímans með ljóðum sínum. En ég minnist orða Einars Bene- diktssonar í Einræðum Starkaðar: „Er mælt hér eitt orð, sem ei fyrr var kunnað?" Svarið er nei, þessi löngu fríljóð hafa ekkert annað en það sem margskrifað hefur verið í blaða- greinum síðastliðin þrjátíu ár. Og blaða- greinar ná til ólíkt fleiri en ljóð, einnig í Dan- mörku. Önnur ljóð þessa tíma eru bein frá- sögn og hugleiðingar á einföldu máli, t.d. brösótt hjónabandssaga, og sálfræðileg skýr- ing á því hvernig bæklaður, afskiptur dreng- ur gerðist brennuvargur. Innan um og sam-; an við eru þó hrífandi ljóð, einkum fannst mér til um Ijóðmyndir frá ferðalögum, á ítal- íu, í Bandaríkjunum og á íslandi, sjö stutt Ijóð þaðan eru í bók frá 1987, ég reyni að snara titilljóði bókarinnar: Gegnum regnbogann Upp skrúfuðumst við stöðugt, gegnum ljós og skugga, áfram upp að skarðinu, lokuðu um vetur, nýruddu af 6 m snjó. Og síðan niður. Fyrir framan okkur, langt niðri regnbogi: hér, í fyrsta sinni á ævi minni, séður ofanað, þessvegna ekki hálfbogi, nei, aliur, fullkominn ljóshringurinn skuggi bílsins mitt í honum: loftkennd, svört nöf í rauðu og bláu, fjólubláu og purpuralitu svífandi himin- hjólinu. Sýnin lyfti hjartanu til augnabliks samleiks við lífsundrið, endurskapaði það sem við létum að baki, í hringsogi, ljósreyk, svarta hraunströndina, bláa víkina, ofbjart skýjahafið og brúnrautt frá sælum eyjum fjallanna. Svo gegnsæ og greinileg, óþrotlega hverful var kveðjugjöf hæðanna. TÖIYLIST Sígildir iliskar J.C. BACH Johann Christian Bach: 12 konsertar op. 1 og 7 fyrir fortepíanó. Ingrid Haebler, píanó; Capella Academica Wien u. stj. Eduards Melkus. Philips Classics 438 712-2. Upptaka: ADD, Vinarborg 1969/72/77. Útgáfuár: 1970/74/78 (LP); 1993 (CD). Lengd (2 diskar): 2.28:06. Verð (Skífan): 1.999 kr. GEISLASPILARINN fer að nálgast þrí- tugsaldur. Markaði koma hans mikla framför frá gamla hliðræna breiðskífuspilinu og vissulega til þægindaauka að losna við stóru hlemmana, fyrir utan hvað t.d. varð auðveld- ara að finna staka kafla í löngu tónverki. Einu er þó erfitt að kyngja mótmælalaust. Hver kannast ekki við þegar geislaspilarinn fer allt í einu að hjakka? M.a.s. í útvarpsþátt- um heyrist það furðuoft, svo gæði virðast ekki skipta meginmáli - jafnvel flaggskip beztu vörumerkja geta fyrirvaralaust tekið upp á að jóðla, ekki síður en fermingarmódel- in. Og andstætt gamla glymskrattanum, þar sem maður kippti einfaldlega nálinni upp úr farinu, stendur maður gjörsamlega hjálpar- vana gegn þessum fjanda í „fullkomnari" tækninni. Kynni einhver ráð við þessu væri það vel þegið. í öllu falli vekur téður agnúi illan grun um að geislaspilarinn sé enn ekki nema hálf- þróuð vara. Að vanda eru neytendur, ekki framleiðendur, látnir súpa seyðið. En hverfum aftur til einfaldari tíma. Yngsti sonur J.S. Bachs, Johann Christian (1735-82), er stundum kenndur við Mílanó, þar sem hann dvaldi á yngri árum, hlaut org- anistastöðu við dómkirkjuna og tók kaþólska trú. Hann er þó oftar nefndur „Lundúna- Bach", því hann fluttist til borgarinnar við Tems 1762 og bjó þar til dauðadags. Margir kannast við sögnina um að hinn átta ára Wolfgang A. Mozart hafi setið í kjöltu hans dag einn veturinn 1764-65 og leikið með hon- um fjórhent á píanó af fingrum fram. Varð þeim vel til vina, og er Wolfgang frétti síðar fráfall Jóhanns skrifaði hann Leopoldi pápa: „Þetta er tónlistarheiminum mikill missir." Hann hefði getað bætt við „og mér". Það leikur lítill vafi á að Johann Bach var ein helzta fyrirmynd Mozarts í gerð píanó- konserta, en þeirri nýlegu tóngrein ruddi JC frekari braut á Lundúnaárum sínum, þótt kunnari væri af víðfluttum óperum sínum. Skyldleikinn milli þeirra vina er ljósastur í FLUGELDAR OG FORNAR MÆLISTIKUR seinna settinu á þessum diskum - hlustið t.d. á op. 7 nr. 3 í D-dúr, eða hinn kunna nr. 5 í Es, sem eru bókstaflega eins og snýttir úr fyrstu píanókonsertum Mozarts, jafnvel þótt hljómsveitaráhöfn Jóhanns sé smærri og vanti bæði blásara og víólur. Astæðan var að líkindum sú, að JC miðaði konserta sína við samspilsþarfir áhugamanna úr aðals- og borgarastétt, og þurftu verkin því að vera auðflytjanleg, enda má vel leika þau sem pí- anókvartetta með aðeins tveimur fiðlum og sellói. Af sömu hvötum stillti tónskáldið kröf- um til flytjenda í hóf. Af því leiðir síður en svo að tónlistin sé nein undanrenna. Þvert á móti má þegar í op. 1 (1763) finna mörg dæmi um þá lagrænu andagift sem Jóhann var dáður fyrir. Þar við bætist lauflétt „galant" útfærsla hans, sem ásamt öruggu næmi fyrir formrænu jafnvægi átti drjúgan þátt í upphefð píanókonsertsins á klassíska skeiðinu, er átti eftir að ná full- kommm í meistaraverkum Mozarts. I op. 7 (1768) eykst flugið verulega, því þó að áhöfn sé jafnlítil og fyrr lengjast hendingar og út- færslan verður öll slungnari og frjálslegri. Þetta er tónlist sem enn stendur fyrir sínu, og nútímahlustendur geta þar fundið sér margt til ánægju, að ógleymdu því aukna inn- sæi sem samanburður við meistara Mozart veitir. Eins og glöggur maður orðaði það er ein drýgsta leiðin til að meta list stórsnillinga að hlusta á samtímahöfunda þeirra og næstu fyrirrennara, enda þótt „kraftaverkið sem Guð lét fæðast í Salzburg" verði tæplega skil- ið til fulls. Innspilun þessi er komin til ára sinna, og kann stálstrengjatitur CAW að maiTa í eyr- um þeirra sem vanari eru nútíma „upphafs- hyggjuflutningi" á girni senza vibrato. Hljómurinn úr fortepíanói Ingiríðar Haeblers virðist þó nær upphafstíma, enda grunnur í bassa og svo skær á efsta sviði að minnir stundum á cimbalom-slaghörpu sígauna. Leikur hennar er ekki ofur- virtúósískur, en blessunarlega sneyddur rómantík og leikandi áreynslulaus í flúrinu. Melkus stjórnar af festu sem minnir eilítið á Karl Richter, en jafnframt tiktúrulaust, sem varla verður sagt um suma upphafspostula síðustu ára. Jafnvægi er ágætt í upptökun- um, og yfirfærslan frá segulbandi virðist hafa tekizt bærilega vel. GLAZUNOV/KABALEVSKY/ TSJÆKOVSKÍJ A. Glazunov: Fiðlukonsert í a-moll op. 82; D. Kabalevsky: Piðlukonsert í C-dúr op. 48; P.I. Tsjækovsk(j: Souvenir d'un íieu cJier op. 42 [ork.: Glazunov] og Valse-Scherzo op. 34 f. fiðlu og hljóiiisveil. Gil Shaham, fiðla; Rússneska þjóðarhh"<Smsveitin u. stj. Mikhails Pletnevs. Deutsche Grammophon 457 064-2. Upptaka: 1)1)1), sal Kíl,istónlist:irh:iskólans i Moskvu, 12/1996. Útgáfuár: 1997. Lengd: 61:58. Verð (Skífan): 2.099 kr. HÉR er nammi fyrir þá unnendur róman- tískra fiðlukonserta sem langar til að stikla ögn út fyrir þekktustu verk Beethovens, Mendelssohns, Brahms og Bruchs. Það er nebbnilega engin spurning: konsertar Glazu- novs og Kabalevskys eru ægifagrir og eld- fjörugir í hröðu þáttunum, og spilamennskan framúrskarandi frá byrjun til enda. Sama gildir um upptökuna úr sal Ríkistónlistarhá- skólans í Moskvu, sem víðfrægur er fyrir hljómburð; betra jafnvægi og ómfegurð eru í, vandfundin. Sópar kannski einna mest að Kabalevsky, sem er heldur „austrænni" á litinn en Glazu- nov (poco a la Katsjatúrían), en jafnframt bitastæðari tónsmiður en hinn pínku naívíski starfsbróðir hans frá Armeníu. Lokarondó þessa kraftmikla verks er hrein og klár flug- eldasýning, þar sem hinn amerísk-ísraelski fiðlari fer á kostum. Dmitri Kabalevsky (1904-87) var samtíma- 4 maður Sjostakovitsj og undir sömu pressu sovétyfirvalda, er vildu aðgengilega tónlist við hæfi alþýðu, enda kæmi sjálfsagt mörgum \ á óvart eftir fyrstu kynni að frétta, að ; konsertinn er ekki skrifaður upp úr aldamót- unum, heldur svo seint sem 1948. Verkið var ; hugsað fyrir ungt fólk, líkt og 7. sinfónía Prokofievs, en útheimtir engu að síður mikla -. -•> leikni og snerpu, sérstaklega af einleikaran- 1 um. Konsert Alexanders Glazunovs (1865-1936) var saminn á fæðingarári Kabalevskys, 1904. j Hann stendur nær Tsjækovskíj í anda, enda var Glazunov mikill aðdáandi hans og þar að auki fremur íhaldssamt tónskáld sem ein- J beitti sér að Ijóðrænu æðinni fremur en að leita nýrra leiða. Glazunov orkestraði einnig hina þríþættu „Minningu um kæran stað" aftast á diskinum (þ.e. sveitarsetur Nadesjdu von Meck) eftir . Tsjækovskn, sem var frumsamin fyrir fiðlu og píanó. Fyrsti þátturinn, Méditation, mun byggður á upphaflega hæga þættinum í fiðlu- konsertinum, sem Tsjækovskíj lagði til hliðar áður en að frumflutningi kom. Hið vinsæla leikandi lipra Valse-Scherzo samdi hann 1877" - , fyrir ungan vin sinn, fiðluleikarann Josif Kot- ek, og hefur það lifað góðu lífi upp frá því í konsertsölum sem á hljómskálapöllum. Líkt og Lenny Bernstein á sínum tíma þaut Gil Shaham upp á festinguna á einni nóttu sem staðgengill vegna forfalla; í hans tilfelli var það Itzhak Perlman er skyndilega varð að hætta við tónleika í London 1989. Næsta dag var 18 ára unglingurinn orðinn heimsfrægur og hefur verið umsetinn síðan. Lítil furða það, því piltur slær flestum við í sama aldursflokki með mögnuðum og ótrú- lega þroskuðum flutningi, og tæknin er bjargtraust. Hér er hann í réttu umhverfi,... því Rússarnir kunna sína menn upp á tíu, og samspil þeirra undir stjóm Pletnevs er svo hnökralaust að jaðrar við að megi kalla „per esp", eins og Megas kvað. Ríkarður Ö. Pálsson H LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998 19 I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.