Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Jón Svavarsson MYNDLISTAMENNIRNIR Kristinn E. Hrafnsson og Þór Vigfússon ígrunda staðsetningu á verki Kristins, Sjö vatnsborð. í bakgrunn má sjá málverk eftir Georg Guðna. Á myndinni til hægri er verkið Móttaka eftir Finnboga Pétursson frá 1993. KJARVALSSTAÐIR A LISTAHATIÐ ÚRVAL SAFNSINS SÝNINGIN Stiklað í straumnum verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardag, kl. 16 og þar verða í öllum sölum hússins sýnd úrval verka í eigu Listasafns Reykja- víkur. Yfirskrift Listahátíðar er Þar sem straumar mætast og á þessari sýningu verð- ur stiklað um í meginstraumum íslenskrar myndlistar, og þá aðallega í straumiðu síðstu áratuga. Listasafn Reykjavíkur á verk eftir fjölda íslenskra myndlistarmanna en heildarsafn- eignin er um 13.000 verk. Á meðal þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni eru Olöf Nordal, Birgir Andrésson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Kristinn Hrafnsson, Daníel Magnússon, Halldór Ásgeirsson, Borghildur Óskarsdóttir, Alfreð Flóki, Kristinn G. Harðarson, Ólafur S. Gíslason og Finnbogi Pétursson. Hluti sýningarinnar verður helg- aður verkum eftir Jóhannes Kjarval. „Sú umgjörð sem náttúran hefur skapað manninum hefur lengi verið listamönnum drjúgt yrkisefni, sem og hvernig menning hefur náð að þróast í þessu umhverfi. Hver kynslóð hefur nálgast landið með sínum hætti, og sömuleiðis hefur saga þjóðarinnar kveikt mismunandi ímyndir meðal lista- manna í gegnum tíðina. Hvert einstakt verk er tjáning viðkomandi listamanns á þeim áhrifum sem hann hefur orðið fyrir, hvort sem þau eru sótt til náttúru landsins, í sögu þjóðarinnar, í alþjóðlega menningarsögu eða eigið líf. Þau endurspegla einnig ákveðið formskyn, hugmyndir um fagurfræði, tækni, tíðaranda og þær stefnur sem ríkja í mynd- list á hverjum tíma,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá safninu. Sýningin stendur til 30. ágúst og er opin frá kl. 10-18 alla daga. Leiðsögn um sýning- una er alla sunnudaga kl. 16. Tíu þúsund miðar seld ir „VIÐ erum búin að selja 9.771 miða á Listahátíð af 12.567, sem í boði eru hjá okkur, en þá eru Carmen Negra og popp- hátíðin ekki innifalin. Og myndlistarsýn- ingarnar eru heldur ekki inni í okkar töl- um,“ sagði Signý Pálsdóttir, framkvæmda- stjóri Listahátíðar. Af þeim atriðum, sem eftir eru, er uppselt á tónleika Galinu Gorchakovu og Seið Indlands, en miða má enn fá flutning Voces Thules á Þorlákstíð- um, tónleika Sinfóníuhljómsveitar Islands og sýningar íslenzka dansflokksins. Af þeim atriðum, sem flestir hafa sótt nefndi Signý fimm sýningar Le Cercle In- visible, sem 2507 manns sáu, sýningar Am- lima sem 1304 sáu og 736 sóttu tónleika Jordi Savall í Hallgrímskirkju. Á síðustu Listahátíð voru gestir 27.312 talsins, en inni í þeirri tölu eru þrennir popptónleikar; David Bowie, sem 5500 sóttu, Björk Guðmundsdóttir, sem 4000 sóttu og jafnmargir komu á tónleika Cult. ÁRBÆJARSAFN I P. E Y h J A V J K SUMARSTARFIÐ HEFST Laugardagur ÞJÓÐARBÓKHLAÐAN: Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Kl. 14. Kjarvalsstaðir: Stiklað í straumnum. Kl. 16. Regnboginn: Cremaster 4, eftir Matthew Bamey. Kl. 17. Klúbbur Lista- hátíðar, Iðnó Laugardagur Dansarar frá Nederlands Dans Theater III koma í heim- sókn kl. 17. SUMARSTARF Árbæjarsafns hefst mánudag- inn 1. júní, annan í hvítasunnu. Þá verður opnuð sýning í húsinu Lækjargötu 4 undir yfirskrift- inni Við torgið. Á sýningu þessari er stiklað á stóru í sögu Reykjavíkur, jafnframt því sem sýningin varpar ljósi á margþætta starfsemi hinna ýmsu deilda Árbæjarsafns. Myndir Jóns Helgasonar skipa veglegan sess á sýningunni en einnig er að finna fomleifar, búninga, líkön og teikningar frá Reykjavík, ennfremur út- skurð og húsgögn. Einnig verður í tengslum við sýningu þessa opnuð Fræðastofa Arbæjarsafns. Þar geta gestir og gangandi skoðað bækur sem tengjast sögu Reykjavíkur. Ýmis gögn og skýrslur sem tengjast starfsemi Árbæjarsafns verða þar einnig. Fræðastofan er staðsett á annarri hæð hússins Lækjargötu 4. Veitingasalan í Dillonshúsi opnai- um leið og safnið. Böm á öllum aldri geta nú skoðað nýju leikfangasýninguna „Fyrr var oft í koti kátt...“ í Kornhúsinu. Handverksfólk verður að störfum og alla sunnudaga verða sérstakir viðburðir. VIÐ torgið er yfirskrift sýningarinnar í Lækjargötu 4. KLASSÍSK DIDDÚ Upptökum á nýrri geislaplötu með Diddú lauk í gær. Björgvin Halldórsson, sem er framleiðandi og stjómar upptökum, sagði, að nafn plötunnar væri ekki ákveðið, en vinnuheitið er ldassísk Diddú. „Hún syngur allar helztu perlur óperuheimsins," sagði Björgvin, en á plötunni verða 14 lög. í gær söng Karlakór Reykjavíkur með Diddú í La Vergine Di Angeli úr Á valdi örlaganna og undir lék fullskipuð Sinfóníuhljómsveit ís- lands undir stjóm Robin Stapleton. Þá kem- ur Hljómkórinn einnig við sögu á plötunni. „Það er voðalega gaman að fást við svona stór verkefni, ég tala nú ekki um þegar val- inn maður er í hverju rúmi,“ sagði Björgin, en þetta er þriðja geislaplatan, sem hann vinnur með Diddú. MENNING/ LISTIR I NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold við Rauðarárstíg Þorbjörg Höskuldsd. Til 1. júní. Gallerí Gangur, Rekagranda 8 Robert Devriendt. Út júní. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Tolli.Til 18. júní Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Sigurrós Stefánsdóttir. Gallerí Nema hvað, Þingholtsstræti 6 Sýn. á önrerkum nemenda Myndlista- og hand- íðaskóla fslands. Til 30. maí. GaUerí 20 fm, Vesturgötu 10 Hreinn Friðfinnsson. Til 7. júní. Gallerí Smíðar & skart, Skólav.stíg 16a Charlotta R. Magnúsd. Til 4. júní. Gallerí Sævars Karls Vasamyndir e. Erró og Skúlptúrar e. Guðjón Bjamason. Hallgrímskirkja Málverk eftir Eirík Smith. Háteigskirkja, safnaheimili á tengigangi Sýning á textílmyndverkum eftir Heidi Kristian- sen. Ut júní. Ingólfsstræti 8 Grænmetisleikur: Inga Svala Þórsdóttir og Wu Shan Zhuan. Til 21. júní. Jóinfrúin, Lækjargötu Greipar Ægis. Sandskúlptúrar. Til 4. júní Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Lista- safns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Landsbókasafn Islands, Háskólabókasafn Trú og tónlist í íslenskum handritum fyrri alda. Til 31. ágúst. _ Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og Arinstofa: Mannamyndir Ágústs Petersen. Gryfja: Portrett barna. Til 5. júlí. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuliolti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Höggmyndagarð- urinn er opinn alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Kaffistofa: Grafikmyndir Jóns Engilberts. Út júlí. Sýning á höggmyndum Max Emst. Listhús Ófeigs, Skúlavörðustíg Norskar konur sýna textíl og skart. Til 13. júlí. Listasafn Siguijóns Óiafssonar, Laugar- nestanga Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrvai úr Emósafni Reykjavíkurborgar. „Úr málmi“. Öm Þorsteinsson myndhöggvari. Til 1. júlí. Mokkakaffi Jón Gunnar Árnason. Sumarsýning. Norræna húsið Fígúratíf list frá Norðurl. og Þýskalandi. Nýlistsafnið Flögð og fögur skinn. Tii 7. júní. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skál- holtshandrit. Til 31. ágúst. Stöðlakot Akvarellur. Hafsteinn Austmann. Til 7. júní. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Sparisjóður Vélstjóra, Borgartúni Sandskúlptúrar. Til 4. júní. Þjóðminjasafnið Margrét II Danadrottning. Kirkjuklæði. Til 7. júní. TÓNLIST Laugardagur Þriðjudagur 2. maí Háskólabíó: Galina Gorchakova. Kl. 20. Miðvikudagur Kirkjuhvoll, Garðabæ. Tónlistarsk. Garðabæjar Brúðkaup Fígarós. Kl. 20. Föstudagur Kirkjuhvoll, Garðabæ. Tónlistarsk. Garðabæjar Brúðkaup Fígarós. Kl. 20. Föstudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsv. íslands. Hljóm- sv.stj. Yan Pascal Tortelier. Einleikari: Viviane Hagner. Leikhús Þjóðleikhúsið Óskastjarnan, fös. 5. júní. Meiri gauragangur, fim. 4. júní. Poppkom, fös. 5. júní. Gamansami harmleikurinn, fös. 5. júni. Borgarlcikhúsið Sex í sveit, mið. 3. júní. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 30. maí. Leikhúsvagninn: Nóttin skömmu fyrir skógana, mán. 1. júní. Fjögur hjörtu, lau. 30. maí. Renniverkstæðið, Akureyri, lau. 23., sun. 24. maí. Á sama tíma að ári, lau. 30., sun. 31. maí. Mán. 1., fim. 4. júní. íslenska óperan Rokk-, salza-, poppsöngleikur. Mið, 3., lau. 6. maí. Leikfélag Akureyrar Markúsarguðspjall, Bústaðakirkja, Reykjavík, sun. 31. maí. Mán. 1. júní. Nemendaleikhúsið Uppstoppaður hundur, lau. 30. maí. Kaffileikhúsið Svikamyilan, lau. 30. mai.___________________ Dans Borgarleikhúsið íslenski dansfiokkurinn. Afmælisfrums. Fim. 4. júní. Fös. 5. júní. Iðnó Seiður Indiands. Fmms. lau. 6. júní. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.