Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Side 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 21. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Kínverska Ijóðskáldið Dong Jiping hefur undanfarin tæp þrjú ár unnið að þýðingum á íslenskum nú- tímaljóðum, sem gefin eru út í sýnisbók þessar vikurnar. Bókin nefnist Tíminn og vatnið: íslensk nútimaljóðlist og kemur út í stórborginni Tsjungking, sem er heima- borg þýðandans og eitt helsta menningar- setur í Kina. Dong Jiping vaidi 226 ljóð 37 skálda til þýðinga í sýnisbók sína, sem Sig- urður A Magnússon segir, að sé fyrsta meiriháttar kynning á islcnskri ljóðlist í Kína og raunar Asíu allri. Sundfélagið var stofnað í Reykjavík 1884. Þótti miður að fom sundkunnátta hafði glutrast niður og þjóðkunnir menn eins og Björn Jónsson ritstjóri og Indriði Einarsson leikskáld beittu sér fyrir stofnun Sundfélagsins, en 100 manns gerðust þá þegar félagar. Frá Sundfélaginu segir Guðrún Guðlaugsdóttir. Risavöxtur og dvergvöxtur - báðu þessum fyrirbæmm er eftirminnilega lýst í fornsögum og næg- ir að minna á hinn ógurlega fót Þóarins Nefjólfssonar og Túta dverg, sem var dig- ur en á hæð sem þreveturt barn. Sigurður Samúelsson læknir og fyrrveradni pró- fessor hefur litið á þessar lýsingar og tel- ur að þær megi rekja til sjúkdóms sem heitir einu nafni Acromegalia. Einkennin geta stafað af hormónatruflun sem æxlis- myndun í heiladingli veldur vegna offram- leiðslu á vaxtarhormóni. Alvar Aalto var ekki aðeins einn af stjörnuarkitektum heimsins á fyrri hluta aldarinnar, heldur einnig frumlegur hönnuður og þar að auki heimsborgari með vináttu- og viðskipta- sambönd í öllum hinum vestræna heimi. Þótt Finnar séu réttilega stoltir af honum, lifði hann þó löðurmannlegar árásir þeirra sem tekið liöfðu átrúnað á Maó í heima- Iandi hans. Samantektin er eftir Gísla Sig- urðsson og er gerð í tilefni aldarafmælis Aaltos. Forsíðumyndin: Forsíðumyndina tók Golli af styttu Þorlóks helga í Kristskirkju, en þar flytja Voces Thules Þorlákstíðir um hvítasunnuna og í Árnastofnun verður opnuð sýning ó Þorlákstíðum og fleiri handritum úr Skálholti. I dag verður opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni, sem heitir Trú og tónlist í íslenzkum handritum fyrri alda. Fjallað er um þessa viðburði á síðum 6, 7 og 8. SIGURÐUR EINARSSON CHIANTI Mér fannst ég verða ungur annað sinn, ó, Ítalía, á nokkrum sólskinsdögum, er um mig hvelfdist himinn þmn. Því hingað kom ég öskugrár af elli með íslenzkt veðramark á khm. Og kannski var það sól og saga þín og seiður þinna helgu, fornu minna, sem viðivðu af mér þreytumörkin mín. Og kannski var það kæti þinna barna og Chianti, þitt rauða vín. Já, jafnvel nótt þín mild af myrkri glóð og magnólíuilmi og hvítra blóma er næðingsvönum norðanmanni góð. - Svo drekkum unz hinn hvíti dagur kveikir kyndla á twnum yfír Rómar þjóð. Sigurður Einarsson, 1898-1967, var skáld og prestur, þjóðkunnur maður sem séra Sigurður í Holti undir Eyjafjöllum og þar áður sem dásent við Háskóla fslands og þulur í Rikisútvarpinu á striðsárun- um. Fyrsta Ijóðabók hans, Hamar og sigð 1930, gefur hugmynd um róttækni á yngri árum, en síðari Ijóð hans voru í nýrómantísk- um anda. SANNGJÖRN KJÖRDÆMASKIPAN RABB ú deila þingmenn hart um hvernig eigi að fara með hálendismálið svo- kallaða, og ýmsum þykir stefna í óefni. Eg held að það mál og mörg önnur yrðu leyst á far- sælastan hátt með breyttri kjördæmaskipan og vandaðri meðferð á Alþingi. Hugsum okkur að þingið væri í tveimur deildum eins og áður var. Til neðri deildar væri kosið á landinu öllu sem einu kjör- dæmi. Þar hefði hver maður nákvæmlega jafnan atkvæðisrétt hvar sem hann byggi. Til efri deildar væri hins vegar kosið sér- staklega samtímis eða tveimur árum síðar. Þá væru kjörnir tveir þingmenn úr hverju kjördæmanna átta eins og þau eru nú, en þó þannig að þingstyrkur flokka í efri deild yrði í samræmi við samanlagt atkvæða- magn. Það hefur sýnt sig að því er auðvelt að koma við. Hægt væri að flytja frumvarp í hvorri deildinni sem væri. Ef það væri samþykkt, stundum með áorðnum breyt- ingum, væri það sent hinni deildinni til meðferðar. Ef hún felldi það eða breytti því yrði sett á stofn nefnd skipuð fulltrúum úr báðum deildum til að komast að sam- komulagi. Þannig væri komið í veg fyrir að þéttbýlisbúar eða dreifbýlismenn kúguðu hinn málsaðilann með meirihlutavaldi. Líkt þessu vinna þingdeildirnar í Bandaríkjun- um og hefur tekist vel til í tvær aldir. Enda voru það stjórnvitringar sem lögðu grunninn að þeirri stjórnarskrá. Eg held að með þessu væri tryggð sem best þjóðarsátt um mikilvægustu mál, eins og til dæmis hálendismálið eða orkumálin. Þar að auki yrði málsmeðferð þinglegri og vandaðri en nú. Eftir að Alþingi var gert að einni deild hefur það hvað eftir annað gerst að lög eni svo hroðvirknislega unnin að þau verður að leiðrétta hið skjótasta á næsta þingi. Slíkar uppákomur auka virðingarleysi fyrir Alþingi að óþörfu og sumir mundu segja að á það væri ekki bætandi. Einn aðalkosturinn við tilhögun sem þessa væri sá að óþarft væri að vera sífellt að breyta skipan kjördæma og kosn- inga. Þær tíðu breytingar á öldinni sem er að líða eru til vitnis um að til þeirra hefur ekki verið stofnað af fyrirhyggju og stjórnvisku. Þar hefur alltaf verið tjaldað til einnar nætur og það er elsta þjóðþingi veraldar til lítils sóma. Ég fer á fjörurnar með þessar tillögur mínar vegna þess að stjórnmálamennimir virðast lítið hafa lært og ætla einu sinni enn að breyta kjördæmaskipan, sauma nýjar bætur á gamla fatið. I Morgun- blaðinu 12. maí er sagt að hugmyndir séu uppi um að skipta landinu í sex kjördæmi í stað átta. Vesturland, Vestfirðir og Norð- uriand verði eitt kjördæmi, Norðurland eystra og Múlasýslur verði annað, A- Skaftafellssýsla, Suðurland og Suðurnes hið þriðja, Reykjanes án Suðurnesja hið fjórða og að lokum að Reykjavík verði skipt í tvö kjördæmi. Smán hinna dreifðu byggða er sem sagt ekki enn orðin nógu mikil. Og það var engu líkara er fulltrúar flestra eða allra flokka væru harla ánægðir með þessa samsuðu sem auðvitað yrði aðeins til bráðabirgða. Þessi skammsýni flokkanna og hringl þeirra með grundvöll lýðræðisins er furðu- leg og skammarleg og ég hef velt því mik- ið fyrir mér hver orsökin kunni að vera. Helst sýnist mér skýringin vera sú að þeir séu allir að eltast við atkvæði fremur en að hugsa um hag þjóðarinnar. Sá áróður hef- ur verið hafður í hávegum í marga áratugi að jöfnun atkvæða á bak við hvern þing- mann sé það eina sem á vanti um réttlætið í kjördæmaskiptingunni. Það er tönnlast á því að Reykjavík eigi að hafa tuttugu þing- menn eða svo á móti hverjum einum frá Vestfjörðum og þá yrði allt í himnalagi. Menn halda nefnilega að þeir tapi atkvæð- um ef þeir taka önnur sjónarmið til greina en jafna kjósendatölu á bak við hvern þingmann. Til þess að sýna hvað það væri ranglátt langar mig að búa til einfalt dæmi. Við skulum líta eingöngu á Vestfirði og suðvesturhomið, gleyma öllum öðrum héruðum i bih. Vestfirðir væru þá eins og þríhyrnd eyja, kannski með landbrú til Reykjavíkureyjunnar, en þó þætti fæstum ástæða til að búa til tvö ríki úr þessum tveimur samtengdu hólmum. Fólkið hefur á vissan hátt þolað saman súrt og sætt í þúsund ár og það á sameiginlega menn- ingu og það yrði dýrt fyrir 5000 manns að kosta sérstakt stjómkerfi. En hugsið ykk- ur aðstöðumuninn í þessum tveimur kjör- dæmum. Samgöngumál og snjóflóðamál mundu brenna heitt á Vestfirðingum, en þau væri leikur einn að leysa í höfuðborg- inni. Skólamál yrðu dýrari og erfiðari úr- lausnar vestra vegna strjálbýlis. Segjum að Reykvíkingar hefðu sama aðgang og nú að orkulindum, en þegar til Vestfjarða kæmi yrði sú orka hins vegar orðin miklu dýrari. En að einu leyti stæðu Vestfirðing- ar framar. Þeir legðu tiltölulega miklu meira en Reykvíkingar til þjóðarfram- leiðslu með fiskveiðum sínum, og af þeim atvinnurekstri færðu þeir þjóðarbúinu svo miklar tekjur að það vægi á móti þeim kostnaðarauka sem erfið aðstaða þeirra að öðru leyti ylli. Þó að ekki sé fleira talið er augljóst hvað hagsmunir þessara tveggja eyja væru ólíkir og hvað það væri niður- lægjandi að Vestfirðingar yrðu að sækja allar sínar framfaiir til Aiþingis sem væri skipað einum þingmanni Vestfjarða á móti tuttugu Reykvíkingum. Ég þekki svo sem Reykvíkinga og veit að margir fulltrúar þeirra mundu lita í náð til Vestfirðinganna. En þess ætti ekki að þurfa ef samstarfið væri með manneskjulegri hætti. Það þyrfti einfaldlega að vera þannig að í öll- um samskipta- og samningamálum þess- ara tveggja héraða væru þau bæði jafn rétthá, rétt eins og þegar íslendingar semja við Norðmenn um fiskveiðar eða viðskiptasamningur er gerður við Rússa sem eru æði mikið fjölmennari. En öll önnur löggjafarmál sem gætu numið 90 hundraðshlutum af störfum þingsins gætu verið í höndum þess þar sem fjöldi full- trúa væri í samræmi við fólksfjölda kjör- dæmanna tveggja. Sú kjördæmaskipan á íslandi sem ég lagði til í upphafi þessarar greinar byggist á svipaðri hugsun, neðri deild þings sem kosin væri af öllum landsmönnum í sameinuðu kjördæmi og efri deild með jafn mörgum þingmönnum frá hverju hinna átta núverandi kjör- dæma, en síðan giltu ákveðnar reglur um lausn mála þegar ágreiningur yrði með deildunum tveimur. Ekki á ég von á að margir stjórnmála- menn taki mark á þessu rausi mínu, en ekki veldur sá er varar, og þegar næst verður farið að krukka í kjördæmaskipun- ina snemma á næstu öld rekur kannski einhvern minni til þessara tillagna og að breytingar væru ekki endilega nauðsyn- legar ef eftir þeim hefði verið farið. PÁLL BERGÞÓRSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.