Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 12
Bandaríkjunum og sömuleiðis afþakkaði hann 1952 yfirlitssýningu sem Smithsonian Institut í Washington vildi gangast fyrir. Þá afsakaði hann sig með því að byggingar uppá 2 milljónir í-úmmetra væru á teikniborðunum hjá sér. Lengi vel var hann á stalli í Finnlandi sem hinn mikli meistari og fræg er sagan af því þegar hann lenti á kendiríi með bílstjóra sín- um. Samvizkusamur lögregluþjónn stöðvaði þá og færði á lögreglustöðina. Þegar ljóst var að þama var sjálfur Alvar Aalto, var beðizt auðmjúklega afsökunar á ónæðinu og lög- regluþjónninn var ávítaður. Það er ljóst að maður sem kemst bæði á frímerki og peninga- seðil um leið og hann lézt var orðinn hluti af þjóðararfinum og kominn á háan stall. En eins og kunnugt er verður stundum næðingssamt á tindinum og sá tími kom að reynt var að kippa hinum aldna meistara niður. Við komum að því síðar. Lystisemdir lifsins Af ævisögum Aaltos má ráða að hann hafi sí- fellt verið í slagtogi með heimsfrægu fólki og stórstjömum. Það átti sinn þátt í að Aalto vandist tiltölulega snemma á dýran lífsstíl. Hann notaði aldrei áfengi sér til skaða, en kunni vel að meta lystisemdir lífsins; var „en levemand" eins og Danir mundu segja. Fram- an af gisti hann á miðlungs hótelum en uppúr 1950 dugðu ekki minni hótel en Crillon við Place de la Concorde í París, Savoy í London Eden au Lac í Ziirich, d’Angleterre í Kaup- mannahöfn og Plaza í New York. Göran Schildt segir í ævisögu Aaltos að hann hafi verið leikari að upplagi og á yngri ámm sínum naut hann þess að láta á sér bera; lét til dæmis Ameríkuflugið bíða eftir sér eftir að all- ir farþegar vom komnir um borð og síðan stormaði hann inn og allir góndu á þennan fræga mann sem augljóslega var í tímaþröng. HLJÓMLEIKASALURINN ( Finlandiahúsinu. Húsið átti að verða kórónan á sköpunarverki Aaltos, enda er arkitektúr þess stórfenglegur. Þegar farið var af stað með húsið grunaði engan þau háværu mótmæli sem síðar heyrðust og ásakanir um yfirstéttarprjál og að höfundurinn gengi erinda stórkapítalsins. ÚTLITSTEIKNING Aaltos af Finlandiahúsinu frá 1964. Schildt telur líka að kynni Aaltos og vinátta við bandaríska stjömuarkitektinn Frank Lloyd Wright hafi haft á hann mikil áhrif. Ekki þó á stíl hans í arkitektúr, heldur íburðarmikla lífs- hætti og framgangsmáta. Wright hélt sig að hætti Hollywoodstjama; gekk í íotum svo fín- um að sást langar leiðir hvað þau vom dýr og var oftast með barðastóran Borsalino-hatt. Ekki leið á löngu unz Aalto gerði hvað hann gat til að skáka kollega sínum. Föt á sig lét hann sauma hjá „kungliga hovleverantören" A.W. Bauer í Stokkhólmi og umtalað varð þeg- ar hann pantaði bæði svartan og hvítan smók- ing hjá dýrasta klæðskeranum við Champs Elysées í París og lét senda fotin á Crillon- hótelið og setja á reikninginn. Það er líka deg- inum ljósara að fram að sextugu var Aalto glæsilegur maður, en það fór með hann eins og fleiri að elli kerling varð honum ekki mis- kunnsöm. Of slór fyrir Finnland? Alvar Aalto var risinn í finnskum arkitetúr, heimsfrægur maður, en var hann orðinn of stór fyrir sitt litla land? Um leið og hann varð í vax- andi mæli „grand old man“ jókst einangmn hans á tindi hefðarinnar. Þar fór að næða um hann þegar yngri kynslóð arkitekta sá að hún stóð í skugganum, en miklu fremur þó af pólitískum ástæðum. Finnskir kommúnistar höfðu tekið Maó-trú og vom sífellt með menn- ingarbyltingu á vömnum. Hverskyns glæsi- bragur var eitur í þeirra beinum. Auðvitað fór einhverjum sögum af yfirstétt- arlifnaði Aaltos og velgengni hans um víða veröld, en gagnrýninni var ekki beint að því, heldur byggingum hans, sem nú vom allt í einu taldar tómur íburður og stöðutákn fyrir valdastéttina og stórkapítalismann. Tveir finnskir kommúnistar, Kirmo Mikkola og Juhani Pallasmaa höfðu forystu fyrir upp- hlaupi gegn Aalto. Þessari fylkingu óx fylgi á sjöunda áratugnum og nú, löngu seinna, er erfitt að átta sig á því nákvæmlega fyrir hverju var barizt, en nokkuð er þó Ijóst að það er hinn gnæfandi og fyrirferðarmikli persónuleiki Aaltos sem hefur farið svo mjög fyrir brjóstið á þeim sem vildu kippa honum niður af stallinum. í Stokkhólmi hafði verið efnt til Aalto-sýn- SKÖMMU eftir 1950 fengu nokkrir fremstu arkitekar heimsins það verkefni að teikna hver fyrir sig eina íbúðar- blokk í Hansa-hverfinu í Berlín Lausn Aaltos þótti afar glæsileg. NEMENDAÍBÚÐIR við MIT háskólann f Bandaríkunum, eitt af verkefnum Aaltos í Bandaríkjunum eftir stríðið. Sveigðu lín- urnar minna á formbeygða viðinn í hús- gögnum Aaltos. York Times, þar sem mikið lof var borið á og það talið mjmda einskonar mótvægi við annað nýtt hús vestra, Kennedy Memorial Library í Boston, sem stjömuarkitektinn I.M. Pei hafði teiknað. Það virta blað Neue Ziircher Zeitung sagði stutt og laggott: „Húsið er há- punktur á sköpun Alvars Aaltos til þessa.“ Víða á Vesturlöndum áttu menn erfitt með að átta sig á hatursfullum ummælum og viðbrögðum gegn Aalto. Ritstjóri bandaríska tímaritsins Architectural Forum, William Marlin, fór til Finnlands 1974 og skrifaði í tímaritið: „Hversu mjög sem Aalto er gagn- rýndur núna, ættu þeir sem það gera að íhuga, að sjálfir eru þeir dvergar með tilliti til afreka og þýðingar þegar til lengri tíma er litið. Á sama hátt og okkar eigin Frank Lloyd Wright var miklu meira en arkitekt - móralskur kraft- ur, þjóðfélagsleg leiðarstjarna og sameinandi hlekkur - er eins með Aalto, bæði menningar- lega og þjóðfélagslega.“ Tveimur árum eftir að William Marlin skrifaði þetta, lézt Alvar Aalto, þá 78 ára gamall. Þá gerðist það sem þótti kyndugt að sumir landar hans sem áður höfðu gagnrýnt hann mest, sáu nú snilldina þegar þeir litu yf- ir sviðið og skrifuðu minningargreinar. Það er góður hver genginn og nú mátti fyrirgefa Al- var Aalto að hafa borið of mikið af. Eftir standa verkin sem um langan aldur munu lofa meistarann. ingar 1969 og má segja að þar tónninn verið gefinn. Sænsku voru að nálgast hreinan kommúnisma á þessum árum og hugmyndafræðingur þeirra, skáldið Olov Lagercrantz sem þá var ritstjóri Dagens Nyheter, gekk í fúlustu al- vöru með þá hugmynd að sænska þjóðin ætti að taka upp Maó-klæðnað. í Dagcns Nyheter stóð 13. apríl 1969, að Al- var Aalto væri búinn að „svíkja sínar fyrri hug- myndir“ og talað var um ,„skrautbyggingar“ og „orgíur í útblásnum expressjónisma" hvað sem það kann að tákna. í Svenska Dagbladed var gert hróp að Aalto í grein um „goðsögnina, séníið, ofurmennið og sjarmörinn sem þvingar fólk til þess að það á krjúpi og dáist að lista- manninum" og sænska sjónvarpið sá í nýjustu byggingu Aaltos „þjónustuviljugan hlaupara fyrir stórkapítalið". Þetta voru Svíar. En vitaskuld gaf það and- stöðunni við Alvar Aalto byr undir báða vængi í Finnlandi. Einmitt á sama tíma, vorið 1969, hófust framkvæmdir við Finlandiahúsið, sem byggt var í tilefni 150 ára afmælis Helsinki og átti að vera kórónan á sköpunarverki Aaltos. Hátíðleg vígsla þessa mikla menningarhúss fór SAVOY-VASINN sem svo var nefndur, dæmi um nýstárlega glerhönnun Aaltos. fram í desember 1971 að viðstöddum fjölda innlendra og erlendra gesta. En Alvar Aalto var þar ekki. Hann var sagður með lungnabólgu, en eins líklegt var þó hitt að hann hafi ekki langað til að vera þar. Vígsla hússin var vel nýtt af hinum hávaðasömu gagnrýnendum meistarans, sem æptu um „menningarlegan og pólitískan skandal.“ í blaðinu Helsingin Sanomat stóð í tilefni dagsins: „Aalto var ekki nógu góður fyr- ir þessa borg þegar hann vann sín beztu verk - hlý, vinaleg og manneskjuleg hús. Þau fékk hann byggð á öðrum stöðum. Fyrst þegar hann í ellinni er búinn að hækka sig upp í núverandi marmara-elliglöp, kom til álita að Helsinkiborg pantaði hjá honum verk.“ Allt var þetta feykilega ósanngjarnt eins og pólitískar upphrópanir verða gjaman. Eftir- tektarvert er að fleiri Evrópublöð, Die Zeit þar á meðal, skrifuðu um húsið á neikvæðum nót- um. Við allt annan tón kvað hinsvdgar í New 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 30. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.