Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 13
NÝJA sundlaugin sem byggð var árið 1908 og var fyrsta steinsteypta laugin á Islandi. Imba Brands er hér að kenna stúlkum sund árið 1909. 1 !|r ii|j \ nr_r m BJÖRN Jónsson í ísafold, síðar ráðherra, var einn af helstu forvígismönnum um sundkennslu fyrir aldamót. Hér er hann á heimili sínu ásamt konu sinni Elísabetu Sveinsdóttur. SUNDFÉLAG REYKJAVÍKUR Sýnilega hefur fljótlega gripið um sig mikill óhugi á sundi og er til vitnis um það grein, sem birtist í Fjallkonunni 15. mars 1884. Menn eru þar eggjaðir lögeggjan og einniq bar rætt um að æskilegt væri að baðhús væri reist í Laugunum. SUND er íþrótt æði margra í dag, aðsókn að sundlaugum hefur aukist mjög síðari árin, þær hafa stækkað, þeim hefur fjölgað og þær ei*u opnar lung- ann úr sólarhringnum. En sú var tíðin að fólk á íslandi kunni fæst að synda, það eru t.d. ekki nema rösk hundrað ár síðan fyrsta sund- félagið var stofnað hér í Reykjavík, það hét Sundfélag Reykjavíkur, stofnað um 1884. Auðvitað voru sumir íslendingar syndir allar götur frá landnámstíð, um það getum við sannfærst þegar við lesum fornritin okkar. Þar kemur fram að sundíþróttin hefur jafnan þótt hin ágætasta íþrótt. Sundiðkan virðist hafa verið útbreidd á þeim tíma, jafnt meðal frjálsborinna manna sem þræla, og fáeinna kvenna er getið sem kunnu að synda. Fáir Islendingar hafa komist svo til vits og ára að hafa ekki heyrt getið um hið fræki- lega sund Grettis Ásmundarsonar, er hann þreytti úr Drangey til lands, en það er „vika sjávar", þar sem skemmst er til lands úr eyj- unni. í Grettissögu er sundinu lýst þannig: „Býst nú Grettir til sund og hafði söluvoðar- kufl og gyrður í brækur, hann lét fítja saman fíngurna. Veður var gott. Hann fór að áliðn- um degi úr eyjunni allóvænlegt þótti Illuga um hans ferð. Grettir lagðist nú inn á fjörðinn, og var straumur með honum en kyrrt með öllu. Hann sótti fast sundið og kom inn til Reykjaness, þá er sett var sólu. Hann gekk til bæjar að Reykjum og fór í laug, því að honum var kalt orðið nokkuð svo, og bakaðist hann lengi í lauginni um nóttina og fór síðan í stofu.“ Ekki hefur höfundi Grettissögu þótt nóg að gert og lætur Gretti einnig þreyta sund EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR GRETTISLAUG í Skagafjarðarsýslu. FYRSTA sundskýlið sem reist var f Laugunum árið 1886. Skólapiitar úr Lærða skólanum í sundi skömmu fyrir aldamótin 1900. við Bjöm Hítdælakappa: „Þeir Grettir og Björn lögðust í einu eftir allri Hítará ofan frá vatni og út til sjávar.“ Einn af frægustu sundköppum fornaldar var Kjartan Olafsson. Hann þreytti frægt sund við Ólaf Noregs- ‘ konung Tryggvason, og er því lýst á eftirfar- andi hátt í Laxdælu: „Kjartan fleygir sér nú út í ána og að þessum manni er best er sund- fær og færir niður þegar, og heldur niður um hríð. Lætur Kjartan þenna upp. Og er þeir hafa eigi lengi uppi verið, þá þrífur sá maður til Kjartans og keyrir hann niður, og eru niðri ekki skemur en Kjartani þótti hóf að, koma enn upp. Engi höfðust þeir orð við. Hið þriðja sinn fara þeir niður og eru þeir þá miklu lengst niðri. Þykist Kjartan nú eigi skilja hversu sá leikur mun fara, og þykist Kjartan aldrei komið hafa í jafnrakkan stað fyrr. Þar kemur að lyktum að þeir koma upp og leggjast til lands.“ Sem dæmi um sunda- frek kvenna má nefna sund Helgu Haralds- dóttur, er hún synti með son sinn á bakinu úr Harðarhólma og til lands, og einnig lagðist ambátt Skallagríms á Borg, Brák, til sunds, þar sem nú heitir Brákarsund. Hnignun sundkunnáttu Þegar fram hðu stundir hnignaði sund- kunnáttu og hélst það í hendur við aðra nið- urlægingu landsmanna. Ekki leið þó sund- listin alveg undh’ lok, en mjög var sjaldgæft að fólk gæti fleytt sér. í Biskupsannálum Jóns Egilssonar frá 15. og 16. öld er einstaka sinnum drepið á sund. I Reisubók Jóns Ólafssonar Indiafara segir hann frá hvalveið- um við Grænland, en hvalurinn slær til báts- ins „svo allur botn undan honum mölvaðist, en menn allir hrutu alla vega út um sjó úr honum. Og með því allir þeir vora syndir, tapaðist enginn þeiiTa“. Mennirnir munu ekki hafa verið færri en sex og bendir þetta atvik til þess að sundkunnátta muni þá hafa verið almenn meðal Dana og Englendinga, meðan menn hér upp á Islandi töldu það í annála færandi er fréttist um hérlendan mann sem kunni að synda. Þótt getið sé öðni hvoru um sund fram eftir öldum segir Egg- ert Ólafsson eftir ferðalög sín um Island 1752-1757, að íslendingar hafi alveg týnt niður sundinu. Loks fór þó að rofa til í þess- um efnum, þegar Jón Þorláksson Kærnesteð tók að kenna sund í kringum 1820. Hann kenndi allt að hundrað mönnum sund, og kenndu svo sumir af lærisveinum hans einnig sund, einkum maður að nafni Gestur Bjarnason sem stundum var nefndur Sund- Gestur. Páll Melsted segir svo frá sundiðk- unum á skólaárum sínum á Bessastöðum: „Á mínum skólaárum kunni meir en helmingur pilta að synda, það kendi hver öðram. Það var með sundið eins og glímurnar. Opt var^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.