Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 8
Sumarsýning Landsbóka- safns að þessu sinni 1 ber yfirskr iftina Trú og tónlist í íslenskum handritum 1 yrri alda. KÁRI BJARNASON segir 1 Frá sýningunni, : sem erli iður á Listahátíð ✓ i Reyl kjavík 1998, og haldin í samstarfi við Collegi ium Musicum, samtök um tón- lí istarstarf í Skálholti. Samtökin Collegium Musicum vinna nú að rannsókn á þeim menningararfi sem fólginn er í sönglögum íyrri alda. Verkefnið, sem er unnið í samvinnu við Landsbókasafn, er fyrsta kerfis- bundna rannsókn á nótum í öll- um íslenskum handritum sem fram hefur farið. Þegar hefur komið í ljós að mun meira er varðveitt af nótum í handritum en nokkurn hefur rennt grun í og að þær eru skrifaðar við kvæði eða sálma sem eru lítt eða ekki þekktir. Langstærsti hluti þeirra er trú- arlegs eðlis og hafa sálmarnir að öllum líkind- um verið sungnir í kirkjum og heimahúsum öldum saman til hliðar við hina opinberu prentuðu sálma. Verkefninu er ætlað að taka upp þráðinn þann sem niður féll hjá séra Bjarna Þorsteins- syni á Siglufirði (1861-1938). Stórvirki hans, Islenzk þjóðlög, sem kom út fyrir tæpri öld, er haldbesta rannsókn á sönglögum fyrri alda sem enn er til. í inngangi sínum segist séra Bjarni hafa komist að því að [...] meira en lítið af nótum frá fyrri öldum [er] til í íslenzkum handritum á skinni og pappfr á bókasöfnum utanlands, og hafði enginn neitt ranpsakað slík handrit að því er lögin snerti (íslenzk þjóðlög, Kaupmannahöfn, 1906-1909, bls. 17). Þau handrit, sem séra Bjarni rannsakaði um síðustu aldamót, voru langflest í Kaupmanna- höfn, en fáein í Noregi og Svíþjóð. Mörg þeirra eru nú, góðu heilli, komin aftur á heimaslóðir. Flest eru þau varðveitt í Stofnun Arna Magnússonar en fáein í handritadeild Landsbókasafns. Enn er þó mikill fjöldi ís- lenskra handrita á erlendri grund sem séra Bjarni hafði ekki tök á að rannsaka. Stærsti hluti íslenskra handrita frá síðari öldum var þó ævinlega varðveittur á Islandi. Engin sam- bærileg rannsókn og séra Bjami vann að í er- lendum söfnum hefur farið þar fram. Nauðsyn rannsókna af þvl tagi sem Collegium Musicum stendur fyrir er því augljós. Möguleikarnir eru allir aðrir en á tímum séra Bjarna. Að- gengi að handritunum er nú ólíkt greiðara og tækifæri til að hefja nýja sókn við rannsóknir á tónlistararfi þjóðarinnar kærkomið. Nú rannsókn Collegium Musicum sem hér var lýst leggur grunn að öðrum þætti rann- sóknarinnar sem verður fræðileg vinna. Meðal verkefna í þeim þætti má nefna samanburð ólíkra uppskrifta, könnun á uppruna einstakra laga og rannsókn á þeim sálmum sem sungnir voru. Stefnt er að því að fyrstu niðurstöður verði kynntar á Norrænni kirkjutónlistarráð- stefnu í Skálholti árið 2000. Einnig verður á vegum Collegium Musicum og Sumartónleika í Skálholtskirkju flutt úrval sálmaútsetninga og ný verk tónskálda er byggja á fornum stefj- um. Jafnframt er fyrirhugað að gefa út úrval sönglaga úr handritum í samvinnu við inn- lenda tónlistarmenn. Þeir sem hafa komið að verkinu til þessa eru: Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, nemi í sagnfræði við Háskóla Islands, sem vinnur að úttekt á nótum í handritum, Njáll Sigurðsson, námstjóri í Menntamálaráðuneyti; sem rann- sakar nótur ritaðar á skinn og Arni Heimir Ingólfsson, í doktorsnámi við Harvardháskóla, sem rannsakar tvisönglög í handritum. Þá hef- ur séra Amgrímur Jónsson lagt verkefninu lið með því að rannsaka nótur í handritum. Und- irritaður stýrir verkinu og nýtur til þess að- stoðar annarra í stjórn Collegium Musicum, en hana skipa, auk mín, séra Egill Hallgríms- son, sóknarprestur í Skálholti, og Hilmar Örn Agnarsson organisti. Jafnframt hafa eftirfar- andi félagar í Collegium Musicum komið að verkefninu: séra Sigurður Sigurðarson, vígslu- biskup í Skálholti, séra Kristján Valur Ingólfs- son, rektor í Skálholti, Margrét Bóasdóttir söngkona; Smári Ólason organisti, séra Guð- mundur Óli Ólafsson, fyrrv. sóknarprestur og prófastur í Skálholti, og Halldór Vilhelmsson söngvari, að ógleymdri Helgu Ingólfsdóttur semballeikara sem átti stærstan þátt í að LBS fragm 30. Þetta skinnblað var utan um handrit með vikusálmum séra Sigurðar Jónssonar á Presthólum (1590-1661) og þýðingum séra Þorsteins Gunnarssonar (1646-1690) á Lassenii- bænum. Jón Sigurðsson forseti hefur síðan eignast handritið og þaðan er það komið í safnið. Efnið er tíðasöngur á messum heilagrar Sesselíu (22. nóvember) og heilags Klementíusar (23. nóvember). Þess má geta um heilaga Sesselíu að hún er verndardýrlingur tónlistarinnar. JRÚ OG TÓNLIST —"U L i mm , M j*_ 1 A /> ,, ef ■ • ffl BB m - f§|§j m ■ 9 ; ■ fsnss i""- ~T* A ■£- flSl m r_jm .... - ,_ llil p^--4--ýZ3E^Z|L. : H ! ^ ^onnSi clnaitj^úwjrdllin. ííh^.ftca, ■ 'H ■ -51 4/l. X-f±r 3T - V y ^ i, 1 wh>.' ■ /* T‘ í KVÆÐASAMTÍNINGI frá 18. og 19. öld (ÍB 659 8vo) er þessi fallegi lofsöngur, Músíkulof, til drottningar listarinnar. Hann er 8 erindi og má telja mildi að hann hafi ekki glatast, því ekki er vitað um aðra uppskrift af honum en þetta eina samanbrotna blað sem hér er sýnt. hrinda verkinu af stað. Verkefnið nýtur styrkja meðal annars frá Alþingi, Ki-istnihá- tíðamefnd og Menntamálaráðuneyti. A sýningunni er eitt skinnblað úr Þjóð- skjalasafni ásamt mynd úr handriti sem varð- veitt er í Stofnun Arna Magnússonar. Uppi- staðan eru hins vegar handrit úr Landsbóka- safni sem spanna tímabilið frá því um 1100 til um 1800. Astæðan er sú að nýlega var lokið við að fara yfir öll kvæða: og sálmahandrit í safninu frá því fyrir 1800.1 ljós kom að ríflega 1.000 handrit hafa að geyma kvæði eða sálma og af þeim eru um 100 með nótum. Þar er að finna yfir 500 söngva og virðist við fyrstu at- hugun sem röskur þriðjungur þeirra sé fyrst núna að koma fram í dagsljósið. Mikið verk er þó enn óunnið þar sem íslensk kvæða- og sálmahandrit í öðrum söfnum, hérlendis og er- lendis, skipta þúsundum. Handritum sýningarinnar má deila niður í þrjá flokka: I fyrsta lagi eru sýnd nokkur þein-a kvæða- og sálmahandrita sem séra Bjarni Þorsteinsson hafði undir höndum og varðveitt eru í Landsbókasafni. Einnig eru lögð með íslenzk þjóðlög séra Bjarna til að minna á hið merka framlag hans til rannsókna á íslenskum tónlistararfi. í öðru lagi eru sýnd handrit, eða öllu heldur stök blöð, rituð á skinn. f þeim hópi er eina skinnblaðið sem sýnt er og ekki er varðveitt í handritadeild Landsbókasafns. Það kemur úr Þjóðskjalasafni og er talið frá því um 1300. Það er þó ekki elsta skinnblaðið á sýningunni. Eitt blað er varðveitt úr safni Jóns Sigurðs- sonar forseta sem talið er frá því um 1100. Þrjú önnur skinnblöð eru einnig á sýningunni. Á tvö þeirra eru ritaðar nótur við sálma um dýrlinga katólsku kirkjunnar en í hinu þriðja, sem jafnframt er eitt yngsta skinnblað í Landsbókasafni, er að finna brot úr Grallara Guðbrands Þorlákssonar biskups, sem gefinn var út árið 1594. í þriðja lagi eru sýnd nokkur pappírshand- rit frá 17.-18. öld. Þar eru dregin fram nokkur þeirra kvæða- og sálmahandrita sem verið er að rannsaka um þessar mundir. Taka má sem dæmi tvö skáld, sem áður hefur verið fjallað um en kemur í ljós að mun meira er varðveitt eftir en áður hefur verið talið. Ólafur Jónsson á Söndum (1560-1627) er eitt þeirra skálda sem eiga kvæði eða sálma sem nótur finnast við. Aðeins eru til á prenti fyrir 1800 fáeinir sálmar eftir Ólaf, en árið 1899 komst séra Bjarni Þorsteinsson í tvær upp- skriftir á Kvæðabók hans. Önnur þeirra kom síðar á safnið og er á sýningunni. Hins vegar vissi séra Bjarni ekki að einar 23 aðrar upp- skriftir eru varðveittar af Kvæðabók Ólafs, auk þess sem kvæði hans og sálmar eru ritaðir upp í fjölmörgum öðrum handritum, í mörgum til- vikum með nótum. Verið er að bera saman ólíkar uppskriftir á lögum við kvæði Ólafs og standa vonir til að unnt verði að gefa út úrval sönglaga hans árið 2000. Kvæði og sálmar séra Jóns Magnússonar í Laufási (1601-1675) voru allnokkrir gefnir út fyrir 1800, en meirihluti þeirra hefur þó einungis varðveist í handritum fram á þennan dag, margir með nótum. Er nú unnið að því að safna saman lögum við kvæði hans og sálma með það að markmiði að bera saman við þau sem hafa verið prentuð. Mestur hluti þeirra kvæða og sálma sem verið er að rannsaka er hins vegar ekki kenndur neinum ákveðnum höfundi, heldur er um að ræða þá skriflegu menningu sem er til í svo ríkum mæli í handritasöfnum og svo illa hefur verið rann- sökuð. Sem dæmi um einstök handrit má nefna eitt sem ekki er vitað til að hafi verið fjallað um áður en það er uppskrift á Sálmabók Guð- brands Þorlákssonar biskups, talin aðeins 10-15 árum yngri en hin prentaða fyrirmynd. Handrit þetta er eitt fárra sem nefnd cru með nótum í handritaskrám safnsins, en eins og þar er bent á eru nótur mun fleiri í handritinu en í hinni prentuðu sálmabók. I sumum tilvikum er ekki vitað hvaðan lögin í handritinu eru komin. Sagt hefur verið að jafnvel löng ferð hefjist með einu skrefi. Sú sýning sem Landsbóka- safnið og Collegium Musicum standa fyrir er aðeins eitt skref í þá átt að endurheimta ís- lenskan söngarf. Það dregur vissulega skammt en er þó í rétta átt. Sýningin verður opnuð í dag, laugardag, af Birni Bjarnasyni, menntamálaráðherra. Við opnunina, sem hefst kl. 14 og stendur í um einn og hálfan klukkutíma, verður boðið upp á tónlistardagskrá í umsjón Collegium Music- um, m.a. úrval eldri söngva í útsetningum tón- skáldanna Jóns Nordals, Snorra Sigfúsar Birgissonar og Elínar Gunnlaugsdóttur, auk þess sem sönghópurinn Hijómeyki undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar syngur beint úr handritum frá 16.-17. öld. Auk þeirra munu Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Nora Korn- blue celló koma fram. Til viðbótar tónlistar- flutningnum munu Jón Þórarinsson tónskáld, séra Kristján Valur Ingólfsson, rektor í Skál- holti, og Kári Bjarnason, formaður Collegium Musicum og handritavörður í Landsbókasafni, flytja stutt erindi. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.