Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1998, Blaðsíða 15
QAANAQ (í Thule) um jafndægur að vori; í hjarta Ijóssins. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Fyrir skömmu var fullgerð fyrsta grænlenska bíómyndin í fullri lengd. Myndin heitir fallegu og skáldlegu nafni: „í ijóssins hjarta“. Heitið sýnist vísa til birtunnar á norðlægum slóðum. Þá gildir einu hvort horft er á vetri til gulrar dag- skímunnar sem sígur yfir í blágrænt og fjólublátt er fjær dregur sjón- deildarhring í austri eða til hvellbjartrar sum- arnætur þai’ sem himinninn logar í skrautsýn- ingu frá gulu yfir í rautt og fjólublátt. Mörgum hafa þótt slíkar sýnir sem opinberanir og orðið bergnumdir af hinum norðlægu slóðum. Þarna fara saman víðerni sem mest eru hvít- leit en þó einnig blá, brún og græn og svo óvenjulegur sólai'gangur. A norðurskautinu sjálfu eru aðeins tvær árstíðir ef miðað er við birtuna eina; 6 mánaða langur, dimmur vetur og 6 mánaða löng dagsbirtutíð. Þetta hlutfall raskast þegar sunnar dregur. Aldimmu og al- björtu hlutai- ársins styttast með hverri breiddargráðu sem farið er sunnar. Við heim- skautsbaug eru aðeins fáeinar nætur albjartar við sumarsólstöður undir lok júní, ár hvert. „Eyjahafið" Til norðurskautssvæðanna teljast mörg lönd og hafssvæði; hvert með sínum sérkennum. Einn hlutinn er svæðið norðan við Hudson-flóa, þ.e. eyjamar mörgu, sem teljast til Kanada, og svo Grænland. Þetta er ekki aðeins land og sjór í hjarta ljóssins heldur líka svæði er stendur næm hjörtum alls fólksins sem er uppistaðan í einum sérstæðustu þjóðflutningum sögunar; ferðum og landnámi inúíta úr vestri, um eyjam- ar mörgu, yfii' Davies- og Naressund til vestur- og austurstranda Grænlands. Að frátöldu Grænlandi, stærstu eyju heims, er kanadíski hluti fyrrgreinds svæðis að miklu leyti eylönd; stórar eyjai- skipta einum til tveimur tugum, auk fjölda smáeyja. Því er það svo þegar horft er á landakort af Grænlandi og norðausturhluta Kanada sjá menn sannkallað Eyjahaf; milljónir ferkílómetra af flóknu neti sunda, eyja, fjarða, fjallgarða og lítt byggðra víðerna sem mörg bera uppi stóra jökla. Þarna eru ferðaslóðir kanadískra, bandarískra og evrópskra könnuða, t.d. Vilhjálms Stefánsson- ar. Um þessar slóðir, allra austast, fóru norrænir menn af Grænlandi í landaleit og fundu Helluland, Markland og Vínland. Og þarna liggur oftast leiðin norður á hafssvæðið sem dylst undir hafíshellu og krýnist norður- skautinu, um 900 km frá næsta fastlandi. Norðurskautssvæðið er ólíkt Suðurskautsland- inu. Nyrðra er pólsvæðið sem sagt 3.000 m djúpt haf umkringt löndum en syðra er póls- væðið heilt meginland, um og yfir 3.000 m hátt, umkringt hafi. Nunavut - landið okkar Flatarmál Kanada er tæph' 10 milljónir ferkílómetra. Þar af eru svonefnd Northwest Á ÁRI HAFSINS í HJARTA UÓSSINS EFTIR ARA TRAUSTA GUÐMUNDSSON Þetta er ekki aðeins land og sjór í hjarta Ijóssins heldur líka svæði er stendur nærri hjörtum alls fólksins sem er uppistaðan í einum sérstæðustu þjóðflutningum sögun- ar; ferðum og landnámi inúíta úr vestri, um eyjarnar mörgu, yfir Davies- og Naressund til vestur- og austur- stranda Grænlands. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson DEVON-EYJA er ein hinna meðalstóru eyja sem mynda Nunavut; nýtt fylki í Kanada (frá 1999 að telja). Territories, eða „Eyjahafið" sem að ofan gi'ein- ir og fastlandið frá Hudson Bay til Yukon, um þriðjungur; þ.e. 3.300.000 ferkm. Á næsta ári verður landflæminu skipt í tvennt. Vestasti hlutinn heldur gamla nafninu. Hann nær yfir stór svæði meginlandsins og nokki-ar eyjar og, verður höfuðstaður hans Yellowknife. Meiri- hluti íbúanna eru af indíánaætttum og fær nýja fylkið takmarkaða sjálfstjórn eins og önnur fylki Kanada. Austurhlutinn verður að fylki þar sem inúít- ar eru í meirihluta (um 75%). Flatarmál lands- ins er um 1.900.000 eða átjánfalt flatarmál ís- lands og er það 2.500 km langt og jafn breitt. íbúafjöldinn er nálægt 24.000 manns, eða tæpt eitt prómill Kanadamanna! Höfuðstaðui' hins nýja fylkis verður Iqaluit á Baffinslandi, tæp- lega 5.000 manna bær. Fylkið ber nafnið Nunavut, sem þýðir „landið okkar“ á inuktitut, sem er annað tvegga inúítamála sem þar er talað, auk enskunnar. Veðurfar í Nunavut er kalt meginlandslofts- lag. Meðalhiti janúar er á bilinu -20 til -35 stig en í júlí er meðalhitinn 5 til 8 stig. Reyndar er sólríkt í Nunavut á sumrin og oft nær hitinn 10' til 20 stigum. Á veturna frýs sjórinn á Hudson- flóa að stórum hluta og einnig sjór milli eyj- anna en víða eru þó rennur og risastórar vakir. Svonefnd Norðvestm-leið sem fannst seint á síðustu öld hlykkjast milli eyjanna. Efth’ henni mátti komast á skipum sumai'langt norður fyr- ir Kanada, milli Atlantshafsins og Kyrrahafs- ins. Öflug, sérbyggð olíuskip og ísbrjótar kom- ast þessa leið einnig á veturna. Ómelanlegar náttúruauðlindir Landslag í Nunavut er afar fjölbeytt og berggrunnurinn er líka fjölbreyttur. Syðst er ævagamall, flatur berggrunnur kanadíska meginlandsskjaldarins, en vestustu og nyrstu eyjarnar eru hlutar miklu yngri fellingafjalla og gi'anítinnskota þar sem fjöll eru yfir 2000» metra há. Mikið er um málma og dýrmæt jarðefni en námur þó fáar. Lífríkið er aðalnáttúruauðlind Nunavut. Landið er allt norðan trjálínunnar. Auðæfm felst í feiknum af fiski í vötnum, ám og sjó, ljölbreyttu fuglalífi og sterkum stofnum sela, hvala, rostunga, hreindýra, snæhéra og hvítabjarna. Dýraríkið og óbyggð víðernin eru undirstaða mannlífsins í fylkinu. Þaðan hefur fólk meginstofn tekn- anna og þangað sækja t.d. mai'gir og fjölhæfii' listamenn efnivið sinn. Listaverk og handa- vinna frá Nunavut þykir afar merkileg og dreifist um alla veröld. Næst mikilvægasta tekjulindin í Nunavut er ferðaþjónusta. Óll 29 þorp og bæir Nunavut bjóða ferðaþjónustu og koma ríflega 40.000 gestir þangað árlega. Tvo þjóðgarða og rúman tug friðlendna er að finna í Nunavut og er meirihluti gesta ýmist göngu- fólk eða veiðimenn. Sumir þéttbýliskjai'nanna eiga rætur aftur á 17. öld þegar verslun hófst milli innlendra veiðimanna og verslunar-^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. MAÍ 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.